Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 38
38 Helgarblacf DV LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 LAUGARDAGU R 26. OKTÓBER 2002 Helgarhlað 13"Vr 43 forstj órastólinn Landneinar á íslandi - Hverjir eiga Westem Wireless, Þórólfur? „Þetta er bandarískt fyrirtæki sem haslaði sér völl á fjarskiptamarkaði fyrir 20 árum, og þá aðallega í dreifðari byggðum Ameríku, en fór i alþjóðastarf fyrir um 7 árum og ísland varð einna fyrst,“ segir Þórólfur. „Þeir vildu fyrst og fremst byggja hratt upp þráðlaust kerfi sem ætti að þjóna almenningi sem var breyting frá því sem áður var. Þeirra viðskiptahugmynd var sem sagt að lækka stórlega mínútugjöldin en auka notkunina með því að ná til almennings. 1997 hringdi Brad Horvitz, stjórnarformaður Western Wireless International, í stjórnarformann móðurfyrirtæk- isins, Western Wireless Corporation, John Stanton, og ætl- aði að selja honum þá hugmynd að nema land á íslandi. Stanton sagði strax já án umhugsunar og gaf sem ástæðu að faðir hans hefði verið hér sem hermaður á stríðsárun- um og alltaf talað svo fallega og jákvætt um ísland. „Ég vil fjárfesta þar,“ sagði John.“ - En hefur þessi hlutur verið lengi til sölu? „Hann var ekki til sölu í þeim skilningi að verið væri að leita kaupenda. Þeir voru ekki að selja en Islandssími var að kaupa. Það lá vissulega fyrir að menn sáu samlegðará- hrif á íslenska markaðnum og Western Wireless þekkti vel okkar störf og okkar rekstur og vildi halda því góða starfi áfram. Þeir vildu ekki leggja meira fé í slíkan rekstur á ís- landi og vildu því frekar selja ef gott tilboð bærist. Eig- endahópur Íslandssíma leitaði til þeirra og lýsti áhuga á kaupum. Alls voru lagðar 553 milljónir króna í hlutafé í Tal á ár- unum 1997 til 1998 og hefur aldrei þurft að bæta við það sem er einstakt í sögu fjarskiptafyrirtækis að mínu mati. Með sölunni fá þeir fjárfestingu sína 7-8-falda til baka sem er mjög gott. Þeir eiga í tíu félögum víðs vegar um heiminn og geta þá notað þennan pening til uppbyggingar á stærri mörkuðum þar sem vaxtarmöguleikar eru margfaldir. Þeir skilgreindu min störf þannig að það væri verst að við værum ekki fleiri sem byggjum hérna. Þeir hafa verið mjög hrifnir af því hvernig Tal hefur verið rekið og þeim anda og þeirri stefnu sem ríkir í fyrirtækinu. Þeir hafa lit- ið hér eftir hlutum en ekki skipt sér af daglegum rekstri fyrirtækisins." - Fyrst menn voru að velta fyrir sér samlegðaráhrifum datt ykkur þá ekki í hug að verða fyrri til og kaupa ís- landssíma-Halló? „Það eru margar leiðir til. Fjárfestingaraðilar og bankar höfðu haft samband við okkur og datt í hug að fara þá leið. Kenneth Peterson, sem átti Halló einn, sótti um tíma mjög fast að fá að kaupa Tal og fara þá leið í sameiningu viö ís- landssíma. Það sem síðan gerðist varð skýrt á síðustu 2-3 mánuðum.“ Langaði ekki í skuldabagga - Þórólfur segir að Tali hafi ekkert legið á að sameinast öðrum eða selja. „Rekstrarafkoma okkar er afburðagóð. Við erum með 30% EBITDA, eða framlegð, frá rekstri og 450 milljóna króna hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af er reynd- ar gengishagnaður 275 milljónir. Það stefnir í þriggja millj- arða veltu á árinu. Á sama tíma eru hin fyrirtækin tvö með rúmlega tveggja milljarða veltu samanlagt og fleiri starfs- menn samanlagt en við svo velta á hvern starfsmann er um 50% meiri hjá Tali. Okkar starfsmannafjöldi hefur verið óbreyttur í tvö ár meðan viðskiptavinum hefur fjölgað um 25%. Halló og Íslandssími hafa enn ekki skilað jákvæðri framlegð af rekstrinum svo við vorum ekki áfjáðir í að taka að okkur skuldabagga frá öðrum sem við þyrftum að bera uppi af okkar tekjustreymi," segir Þórólfur. Hver á að kaupa af hverjuin? - Sá minnihluti sem enn er óseldur í Tali er að stærst- um hluta í eigu Norðurljósa. Þegar viðskipti af þessu tagi gerast er Íslandssíma skylt að kaupa hann á hlutfallslega sama verði og hlutur Western Wireless var keyptur. Jón Ólafsson, aðaleigandi Norðurljósa, hefur lýst því yfir aö hann telji verðið sem Íslandssími býður ekki nógu hátt og hefur farið fram á mat á verðmæti fyrirtækisins. Skyldi bera mikið á milli? „Ég veit það ekki,“ segir Þórólfur og segist sem minnst vilja tala um það. „Það er til öflugt hluthafasamkomulag sem ég geri ráð fyrir að haldi. Ég ætla ekki að túlka það umfram lögfræð- ingana. Mér finnst sennilegt að afgangurinn af hlutafénu sé til sölu. Auk Norðurljósa á ég 1% og Ragnar Aðalsteins- son 0,6% og ég hyggst selja minn hlut og býst við að Ragn- ar geri það líka.“ - Íslandssími verður að ná samkomulagi við Norðurljós um þessi kaup vegna þess að samruni fyrirtækjanna getur ekki orðið nema 2/3 hluthafa samþykki. Menn vildu bjarga fjárfestíngum Á götunni er sagt að Tal hafi verið selt til þess að bjarga erfíðri skúldastöðu Norðurljósa og Jóns Ólafssonar og Is- landssímamenn vilji alls ekki fá Jón inn í stjórn fyrirtæk- isins og séu jafnframt tregir til þess að greiða þeim um- deilda viöskiptamanni hærra verð fyrir hans hlut en Western Wireless. Þetta telur Þórólfur fráleitt. „Söluhvatinn er sameiningarvilji íslandssima og áhugi þeirra fjárfesta, eins og t.d. Landsbankans, sem hafa sett mikið fé í það fyrirtæki til þess að bjarga fjárfestingum sínum. Ég held að mönnum sé sama hverjum þeir borga meðan þeir fá góða eign í staðinn." - Þórólfur segist ekki telja að persónulegt viðhorf ráði afstöðu i viðskiptum og það hafi vakið athygli þeirra sem framkvæmdu áreiðanleikakönnun í Tali fyrir kaupin að þar væri hreint borð. „Engar lögsóknir, engin vanskil, engar kvartanir. Við borgum ekki einu sinni stjórnarlaun. Þetta fyrirtæki er rekið eins og ungmennafélag. Ég hef aldrei goldið meints orðspors Jóns Ólafssonar og þekki hann ekki neitt, fyrir utan þá stjómarfundi sem hann situr á þriggja mánaða fresti. Stjórnin hefur hagað sér eins og stjórnir eiga að gera. Hún réð mig og ég ræð öðru, með mikilli upplýsinga- skyldu til stjómar, auk þess sem stjórn samþykkir allar áætlanir félagsins." - Þórólfur segir að sameiningin verði góð fyrir við- skiptavinina sem fái breiðari þjónUstu en áður var hægt að bjóða. „Ef stjórnendur bera gæfu til að velja það besta úr öll- um fyrirtækjum þá verður það til hagsbóta fyrir neytend- ur. Þetta eykur samkeppni þvi þetta fyrirtæki getur ekki vaxið nema sækja á hlutdeild keppinautarins og verður að sækja mjög stíft á.“ - Landssíminn er með um 75-78% markaðshlutdeild í fjarskiptum á Islandi en sé horft á farsimamarkaðinn ein- göngu er Tal með um 30% hlutdeild og, að sögn Þórólfs, meirihluta í hópi yngstu notendanna. „50% af nýliðun á farsímamarkaði á höfuðborgarsvæð- inu undanfarin ár hefur komið til okkar.“ Vildi fá forstjórastarfið - Þóróífur hefur ekki farið leynt með að hann hefði vilj- að vera forstjóri sameinaðs fyrirtækis og í viðræðum um málið skynja ég að hann hefur sótt það af talsverðri hörku. Hverjir tóku þá ákvörðun? „Það er stjórn, fulltrúar eigenda, sem gerir það. Ég er enn þá starfsmaður núverandi stjómar Tals og verð það þar til sú stjórn hefur verið sett af á hluthafafundi sem verður væntanlega eftir um það bil mánuð. Miðað við þau styrkleikahlutföll sem þar verða skilst mér að þeir muni ekki styðja mig til forstjórastarfs i sameinuðu félagi.“ - Af hverju hefðu þeir átt að ráða þig? „Ég hef alltaf verið að selja í mínu starfi. Ég seldi hljóm- tæki á Norðurlöndum fyrir Óla Anton Bieltvedt í utan- landsdeild Nesco og enginn maður kenndi mér meira í bis- ness en hann. Ég seldi vörur fyrir fiskiðnaðinn fyrir Mar- el í allmörg ár og síðan í Esso þar sem við markaðssettum Safnkortið og fleira. Hér höfum við alltaf skilgreint Tal sem markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem hyggir á tækni- legum lausnum. Þetta taldi ég aö myndi nýtast sameiginlegu félagi en þegar aðrir taka ákvörðun ætla ég ekki að berja höfðinu við steininn.“ Er ekkert að væla - Ertu þá atvinnulaus í hefðbundnum skilningi orðsins? „Ég er ekkert að væla. Ég fæ áreiðanlega einhverja vinnu. Pabbi, sem er prestur, sagði við mig að ég skyldi ekki fara í nýtt samband fyrr en ég væri kominn í tilfinn- ingalegt jafnvægi. Mér finnst það góð ráðgjöf. Ég ætla að ljúka þessum lokaspretti vel og skila fyrir- tækinu af mér á fullri ferð með miklum skriðþunga. Ég mun leiða nýja stjórnendur inn í það sem þeir vilja en ég mun ekki mála það hús sem ég er að fara út úr. Ég vildi ekki heldur taka sæti í stjórn, gerast málsvari nýja fyrir- tækisins eða taka að mér sérverkefni eins og mér var boð- ið. Ég vildi ekki tala fyrir því sem ég fengi ekki 100% að stjórna sjálfur. Ég taldi mig hafa sannaö fyrir hvað ég stæði. Þetta hefur verið mjög erfitt en lærdómsríkt ferli.“ Olíkar eigin kúltúr - Þórólfur var að stíga sín fyrstu spor sem forstjóri þeg- ar hann tók við Tali og segja má að flestir, ef ekki allir, millistjórnendur félagsins hafi einnig í fyrsta sinn verið að kljást við stjórnun á jafh háu þrepi. „Við fengum einstakt tækifæri til að móta fyrirtækið og kúltúr þess. Við hönnuðum húsnæðið, stjórnuðum manna- ráðningum, öllu markaðsstarfi og útliti. Við höfðum um þetta allt að segja og það voru mikil forréttindi. Hér voru engar reglur. Við ákváðum sjálf að hafa ekki stimpil- klukku og við ákváðum sjálf að hafa starfsmannafund á hverjum föstudagsmorgni. Þeir eru orðnir meira en 200 fundirnir sem ég hef stýrt og ég sá um morgunmatinn á fundinum í gær, við skiptumst á við það. Þama eru fjöl- breytt mál tekin á boðaða dagskrá, miðlað upplýsingum og skipst á hugmyndum. Við höfum reynt að lifa á því að það sé gaman í vinn- unni og ég hef verið mjög ánægður með hvernig fólk hefur tekið við keflinu og sýnt frumkvæði og segi stundum að ég taki fæstar ákvarðanir í þessu fyrirtæki. En menn skulu vera klárir á því að verja sínar ákvarðanir ef ég á að sam- þykkja þær.“ - Þórólfur lýsir stjórnunarstíl sínum þannig að fyrirtæk- ið sé rekið eins og ungmennafélag með hörðum aga. Hann segir að þetta sé blanda af reynsluheimi hans sem mótað- ist á heimavist í sveit, miklum aga hjá Óla Anton Bielt- vedt, frumkvöðlastarfi með Geir A. Gunnlaugssyni og fleiri góðum félögum í Marel og festunni hjá Geir Magnús- syni í Esso. „Ég hef leitað til pabba, mömmu og konunnar jafnmikið og annarra um það hvernig eigi að tala við fólk og ala það upp.“ Smjörlíki og skrúfboltar - Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar hafði Þórólf- ur á síðasta ári 1.026 þúsund krónur á mánuði í laun. Það segir sig sjálft að vinnumarkaður fyrir forstjóra í þessum Þórólfur Árnason var útnefndur markaðsmað- ur ársins ígær. Hann er forstjóri Tals en á eftir rúman mánuð ístarfi vegna þess að Islands- sími hefur kegpt fyrirtækið. Hann talar við DV um baráttuna fgrir stólnum, fgrirtækið sem hann stjórnar eins og ungmennafélagi, fram- tíðina og ástina á sveitinni. Þórólfur Árnason er prestssonur úr sveit sem lærði véla-, iðnaðar- og rekstrarverkfræði og segist líta á sig sem atvinnustjórnanda. Hann hefur verið forstjóri Tals frá því það fyrirtæki nam land á íslenskum markaði fyrir fjórum árum í kjölfar aukins frelsis í fjarskiptum. Fyrirtækið er í dag metið á riflega fjóra milljarða og farið að skila eigendum sínum hundruðum milljóna í hagnað á ári. Það vakti því eðlilega töluverða athygli þegar Islands- sími keypti 57% hlut Western Wireless í Tali á dögunum en þegar sá eignarhlutur bætist við kaup á Halló - Frjáls- um fjarskiptum er orðið til fyrirtæki sem stendur eitt á markaðnum andspænis risanum sjálfum sem er Landssím- inn. Þórólfur hefur tjáð sig opinskátt um að hann sóttist ákaft eftir forstjórastólnum í nýju fyrirtæki og barðist af fullri hörku fyrir þeim áfanga. Hann segist sætta sig við að Óskar Magnússon, forstjóri Islandssíma, verði forstjóri nýs fyrirtækis en fer ekki dult með þá skoðun sína að besta samsetningin fyrir fyrirtækið hefði verið með hann sjálfan í forstjórastóli en Óskar í stóli stjórnarformanns. Þórólfur er því atvinnulaus í hefðbundnum skilningi þess orðs og það er ástand sem veldur flestum áhyggjum þótt það sæist ekki á Þórólfi þegar DV hitti hann í bæki- stöövum Tals. Hann fékk skemmtilega viðurkenningu fyr- ir vel unnin störf í gær þegar ÍMARK-samtökin útnefndu hann markaðsmann ársins 2002. Fékk launaflokki getur varla talið meira en 50-100 störf á land- inu öllu. „Þau eru í raun færri því ég vil ekki vinna við hvað sem er. Ég hef fengið nokkur atvinnutilboð síðan ég kom hing- að til Tals, sem sum hafa verið betur borguð, en þau hafa samt ekki freistað mín. Ekkert þessara tilboða freistaði mín svo að ég væri tilbúinn til að yfirgefa fólkið mitt hjá Tali. Ég vil hafa gaman af verkefnum mínum, annars er þetta einskis virði. Það er vitlaust að staðna í einhverju sem maður kann ekki við sjálfur. Mér lætur betur að fást við fólk en tölur. Ég er með mjög öruggan fjármálamann mér við hlið; ann- ars væri ég ekki í þessu starfi. Ég hef gaman af rekstri en er afkomuhræddur. Ég þorði aldrei að fjárfesta í Internet- inu, hugbúnaðarfyrirtækjum, örbylgjum, þráðlausu neti og fleiri slíkum loftbólum sem voru eftirsóttar fyrir fáum misserum. Margir af þeim strætóum aka ekki í dag. Ég vildi ekki dreifa huganum með slíkum áhyggjum meðan við vorum héma i vinnunni upp í 20 tíma á sólar- hring. Ég er meiri rekstrarmaður en „plott£u-i“ og vil frek- ar vinna með fólki og taka þá upp tuskuna sjálfur ef þarf og vil að það sem ég geri sé sýnilegt en ekki eitthvert plott bak við tjöldin." Sveitastrákur eða heimsborgari - Þórólfur segir að í viðskiptalífinu gildi ákveðnar regl- ur um samskipti manna og atvinnutilboð berist oftast eft- ir persónulegum leiðum í kyrrþey. „Það er margt í gerjun í samfélaginu. Það er uppstokk- un og endurskipulagning víða svo ég hef ekki áhyggjur af því að fá ekki vinnu. Ef ég ætla að fara að tala fyrir ein- hverju nýju þá er rétt að hafa í huga að ég fer ekki strax að markaðssetja t.d. smjörlíki, eftir að hafa selt eitthvað annað svona lengi, án undirbúnings. Ég ætla að klára þetta verkefni fyrst, fara síðan og sjá eins og einn leik hjá Stoke, sem ég setti pening í fyrir fáum árum, en ég hef aldrei séð þá,“ segir Þórólfur og glottir. - Western Wireless hefur beðið Þórólf að taka að sér ákveðið verkefni en væri hann til í að vinna erlendis? „Ég bjó erlendis á námsárunum og ferðaðist mikið á Marel-árunum en tel að það sé hvergi betra að vera en á íslandi. Við eigum tvo unglinga, 17 ára og 14 ára, og kona min, Margrét Baldursdóttir, er í fullu starfi í góðri vinnu svo það er ekki fyrsti valkostur." - Þórólfur og kona hans eiga sumarhús vestur á Snæ- fellsnesi þar sem Þórólfur ólst upp frá 4 ára aldri til 15 ára. „Ég er sveitastrákur og þurfti að læra á bæjarlífið þeg- ar við fluttum suður. Ég vil hvergi annars staðar vera en í sveitinni ef ég á frí og þar gref ég skurði, spjalla við bændur og geng til rjúpna. Ég svaf úti undir berum himni eða úti í fjárhúsum um sauðburðinn þegar ég var barn og finnst ekkert eins gott og útivera. Ég spila fótbolta í hádeg- inu með Lunch United og fer í sund og nota útiklefa og fer í gönguferðir. Mér finnst best af öllu að vera úti,“ segir Þórólfur að lokum og staðfestir með þessu að það er hægt að taka manninn úr sveitinni en það er ekki hægt að taka sveitina úr manninum. -PÁÁ Þórólfur scgist ekki liafa áhyggjur af því að fá ekki vinnu þótt skeninitileg störf fyrir meira en inilljón á inánuði sé ef til vill ekki mjög mörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.