Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 20
20 He*hgctrhlctö 33V LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 Hef alltaf verið óþekkur „Sigurður segir í myndinni að lykillinn að því að þroskast væri að hætta að gera eitthvað til að geta byrjað aftur. Þú verður að gera eitthvað sem þú kannt ekki. Ég er sammála þessu.“ DV-mynd. E.Ól. Heimildamyndin Möhöguleikar um Sigurð Guðmundsson var frumsýnd fyrir stuttu. DV spjallaði við höfundinn, Ara Alexander Ergis Magnússon, um upplifun hans á Sigurði, erf- iða æsku og framtíðina. „Ég held að fáir listamenn hafi haft jafnmikil áhrif á mina kynslóð og Sigurður Guðmundsson," segir Ari Alexander sem er höfundur heimilda- myndarinnar Möhöguleikar sem forsýnd fyrir hálfum mánuði i Listasafni Reykjavíkur. Myndin fjallar um starf þessa heimsþekkta listamanns sem sjaldnast hefur verið búsettur í heimalandi sínu og undanfarin fjögur ár alið manninn í Kína. Ari Al- exander hafði áður gert nokkrar heimildamyndir, m.a. um Erró, sem vakti mikla athygli fyrir tveim- ur árum. Fyrir skömmu var líka sýnd heimilda- mynd eftir Ara Alexander um gerð kvikmyndar- innar Fálkar eftir Friðrik Þór Friðriksson en þeir hafa starfað saman í mörg ár. „Sigurður var ekkert á því til að byrja með að leyfa mér að gera myndina en síðan hittumst við ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni, sem er meðfram- leiðandi að myndinni, og eftir stutt spjall segir hann við mig að mér sé velkomið að gera mynd um hann en til þess að hún verði almennileg þá verði ég að heimsækja hann í Hollandi, Berlin, Kaup- mannahöfn og Hong Kong. Síðar í vikunni sendi hann mér fax þar sem hann samþykkti gerð mynd- arinnar en þetta voru skilyrðin." Listamenn í leynifélögum Ari Alexander hafði ákveðna hugmynd um hvernig myndin ætti að vera. Hann vildi ekki að hún yrði eins og heimsókn til guðs eins og margar heimildamyndir vilja verða. „Þetta átti ekki að verða svona „he’s a jolly good fellow" mynd þar sem vinir hans myndu dásama hann. Ég vildi kom- ast eins nálægt honum og hægt var. Og sú varð raunin. Það er hann sem segir söguna i myndinni enda á hann sérlega gott með að tjá sig.“ „Hvað er það sem þú kannt að meta við Sigurð?“ spyr ég. „Fyrst og fremst það að hann er algerlega laus við tilgerð og eftir fyrstu kynni okkar varð til mik- il vinátta. Sigurður er mjög opin manneskja sem sést á því að hann bindur sig ekki við eitt sköpun- arform, hann hefur dreift sköpunargáfu sinni og hann hefur enga fordóma gagnvart umhverfi sínu. Mér hefur oft fundist að myndlistarmenn skipti sér í hópa og þar með að nútímalist sé fyrst og fremst fyrir aðra listamenn. Menn eru í klíkum sem líkj- ast helst gömlu leynifélögunum sem maður var í sem barn, Svarta höndin, Rottumar eða hvað þau nú öll hétu. Sigurður virðist hafa svifið í gegnum þessi átök áreynslulaust sem skýrist kannski af því að hann hefur verið búsettur erlendis stóran hluta sinnar ævi.“ „Og ertu ánægður með niðurstöðuna?" spyr ég. „Ég, Sigurður og meðframleiðandinn, Friðrik Þór erum mjög ánægðir og við þurfum ekkert að heyra meira. Við tókum upp hundrað og tuttugu klukkutíma af efni en myndin mátti ekki verða lengri en tæpur klukkutími. Þannig að við hentum ótal bútum frá Berlín og Hollandi og reyndar þurft- um við líka að henda myndskeiði frá íslandi þar sem Sigurður var að opna sýningu. Samstarf okk- ar Sigurðar var það gott að við höfum ekki enn slitið því og núna erum við að vinna að kvikmynd saman. Myndin verður byggð á skáldsögunni Ósýnilega konan eftir hann. Við ætlum ekki að myndskreyta textann heldur ætlum við aö vinna með hugmyndirnar i þeirri bók.“ „Þannig að heimildamyndagerðin er undirbún- ingur fyrir kvikmynd i fullri lengd,“ segi ég. „Já, heimildamyndin kennir mér að gripa ákveð- iö andrúmsloft sem er til staðar og verða hluti af þvi. Ég tel að til að skapa andrúmsloft eins og þarf að gera í kvikmynd verði maður að vita hvernig á að grípa það. Ég hef kosið að gera heimildamyndir um menn sem eru mér hugleiknir, menn eins og Erró, Sigurð og Friðrik Þór. Þeir eru mér reyndari og reynslan af þvi að vinna með þeim er gott vega- nesti þegar ég geri bíómyndina og þá hefst nýr skóli. Sigurður segir í myndinni að lykillinn að því að þroskast sé að hætta að gera eitthvað til að geta byrjað aftur. Þú verður að gera eitthvað sem þú kannt ekki. Ég er sammála þessu.“ Ég er útlagi Ari Alexander er sonur Magnúsar Jónssonar, leikstjóra og kvikmyndagerðarmanns, og Al- exöndru Argunovu Kjuregei fjöllistamanns. Fyrir nokkrum árum fór hann á slóðir móður sinnar í Síberíu og segist vera hugfanginn af þessum heimshluta. Síðan 1989 hefur hann heimsótt landið reglulega og var m.a. í Moskvu þegar Sovétríkin voru að liðast í sundur. „Ég hef alltaf verið hrifinn af kulda og einhvern tímann vil ég gera mynd um heimskautslöndin. Það sem heillar mig við þetta fólk er lífskrafturinn sem sýnir hvað vilji mann- eskjunnar til að lifa er mikill." Faðir hans var kunnur heimildamyndagerðar- maður en dó árið 1979 þegar Ari Alexander var ell- efu ára gamall. „Maður er alltaf litaður af foreldr- um sínum,“ segir Ari Alexander. „Ég hef verið að grúska í gömlum handritum eftir hann sem eru ótrúlega góð. Vonandi að ég geti einhvem tímann fest þau á filmu.“ „Þekktir þú hann vel?“ spyr ég. „Já, ég gerði það. Ég man eftir honum í leikhús- inu og klippiherberginu og sennilega hafa þessar ímyndir í hausnum á mér að einhverju leyti ákvarðað mitt starfsval." „Varstu hamingjusamur?“ spyr ég. „Fyrstu ár ævi minnar voru mjög góð en síðan breyttist allt þegar mamma og pabbi skildu. Ég var tíu ára gamall og svo missti ég hann nokkru síðar. Þá var ég á mjög viðkvæmum aldri og þurfti mik- ið á honum að halda. Mamma hóf sambúð með manni sem ég var mjög ósáttur við og mér finnst hann enn þá ákaflega ómerkilegur maður. Við fluttum til Danmerkur og þar bjó ég sem ungling- ur. Á þessum árum fór ég í strið við umhverfið og hef alltaf verið mjög óþekkur. Hins vegar fékk ég mikið frelsi frá móður minni og það var enginn að segja mér hvernig hlutirnir ættu að vera. Ég og Jón, bróðir minn, sem er búsettur í Kaupmanna- höfn, bjuggum til okkar eigin heim og höfum alla tíð verið mjög samrýndir. Saman eigum við fyrir- tækiö Ergis ásamt eiginkonu rninni," segir Ari Al- exander. Þessar uppeldisaðstæður leiddu til þess að Ari Alexander upplifði sig sem sjálfskipaðan útlaga. „Ég hef aldrei tilheyrt neinni klíku,“ segir hann. „Það er mín gæfa því ég get aðlagað mig nánast hvaöa aðstæðum sem er. Þessi eiginleiki hefur komið mér á þann stað sem ég er á í dag.“ I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.