Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 42
46 Helqctrhlacf DV LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 Hættur Trygqvi Jónsson varð aðstoðarforstjóri Baugs við stofnun 1998. ívor varð hann for- stjóri. I sumar var hann handtekinn. Og nú er hann hættur. Hann hefur frá mörgu að segja um Baug, Bítlana og bjarta framtíð „Heklunnar“'. Þaö hlýtur aö vera sérstakur endurskoðandi sem gerir slíka lukku hjá þeim sem ráða hann tii sín að þeir treysta honum fyrir rekstri fjölskyldufyrirtækisins. Tryggvi Jónsson hefur reynt þetta í tvígang. Þótt hann komi inn í Heklu sem nýr eigandi er ljóst að traust þeirra Heklubræöra, Sigfúsar og Sigurðar, til hans átti stóran þátt í að þeir samþykktu að selja honum hlut sinn í fyrirtækinu sem Sigfús faðir þeirra stofn- aði fyrir hartnær 70 árum. Þeir feðgar, Jón Ásgeir og Jóhann- es, treystu honum líka fyrir stærstu verslunarkeðjum lands- ins. Vistin þar var æði stormasöm og er nú á enda. Það blas- ir við aö byrja á að fá þennan sérstaka endurskoðanda tU að gera hana upp. Hvers vegna hættirðu hjá Baugi? Það er af því að þama kom tækifæri sem ég vUdi ekki sleppa. Ég hef þekkt Hekluna í mörg ár. Mér þykir vænt um það fyrirtæki og veit að þar eru miklir möguleikar. Þegar haft var samband við mig ákvað ég að gera það sem ég gæti tU þess að láta þetta verða að veruleika - og það tókst. Uröu brestir í samstarfi þinu við eigendur Baugs? Nei, aUs ekki. Samstarfiö hefur verið með ágætum og auö- vitað vona ég að það haldi áfram á þeim nótum og þeir kaupi núna sina bUa og trukka af okkur! Það hefur ekki borið neinn skugga á samstarf okkar. Þvert á móti hafa þeir stutt mig í hvívetna frá því að ég sagði þeim að þessi breyting væri orðin raunhæfur möguleiki. Þeim frnnst eðlUegt að menn vUji spreyta sig í eigin rekstri. Baugur er mjög öflugt fyrirtæki og fram undan hjá því mjög spennandi timar vegna þeúra fjármuna sem koma inn hjá Baugi í kjölfar sölunnar á Arcadia. Það hefði hins vegar þýtt að ég hefði þurít að eyða enn meiri tíma erlendis með tUheyrandi fjarvistum frá íjölskyldunni og ég var ekki alveg tUbúinn tU að taka þátt í því af fuUum krafti þegar þessi kostur stóð tU boða. Lýstu tima þínum hjá Baugi, þar sem þú hefur verið frá stofnun 1998. Hann hefur verið ótrúlegur. Við stofnun var Baugur fyrst og fremst Bónus og Hagkaup. í dag er fyrirtækið margfalt stærra. Uppgangurinn hefur verið ótrúlegur og við hafa bæst fjárfestingar á borð við ÚtUíf, Lyfju, Debenhams, Top Shop og Zara, auk fjárfestinga erlendis. Það er varla hægt að bera þetta saman við fyrirtækið fyrir fjórum árum. Þú hefur verið á stormasömum stað. Varstu orðinn þreyttur á storminiun? Ertu á leið í skjól? Nei, aUs ekki. Það hafa aUtaf verið mikU átök um stórfyr- irtæki á íslandi. Ég er klár á því að ef Hekla kæmist í hóp stærstu fyrirtækja landsins - sem hún gerir væntanlega ekki eingöngu í þeim atvinnurekstri sem hún er í í dag - þá yrði stormur þar. Hann fylgir stórum fyrirtækjum. Sá stormur sem mun mæta mér í Heklu verður hins veg- ar af öðrum toga. Vinnan verður meira inn á við. Kraftamir fara í að byggja upp fyrirtækið i stað þess að þurfa sífeUt að vetja það vegna ytri aðstæðna sem maður hefur engin tök á. Hver er ímynd Baugs í dag að þínu mati? Hún er dálítið Uókið fyrirbrigði. Við létum kanna það og fylgdumst vel með því hvað viðskiptavinum fannst um okk- ur. Niðurstaðan var að margir hafa hom í síðu Baugs en á sama tima hafa Bónus, Hagkaup og fleiri keðjur mun betri ímynd. Þetta er svona eins og tvær hliðar á sama peningi og því dálítið sérstök staða. En markaðsstaríið hefur ekki farið í að kynna Baug heldur verslanfrnar. Og Bónus er langöflug- asta verslunarfyrirtæki landsins. Það er ekki vegna þess að Baugur ákvæði það heldur vegna þess að viðskiptavinimir tefja að þar fái þeir mest verðmæti fyrir sitt fé. Baugur hefur verið gagnrýndur fyrir að misbeita sterkri stöðu sinni í viðskiptum. Er sú gagnrýni að ein- hverju marki réttmæt? Sumt af gagnrýninni er ömgglega réttmætt og það er hollt fyrir alla að heyra gagnrýni - öðmvisi geta þeir ekki bætt sig. Ýmislegt arrnað hefur verið óréttmætt, órökstutt og oft á tíð- um ósanngjamt. Það hefur ekki verið stefna Baugs að beita heildsala þving- unum eða hótunum. Það kann að vera að einhverjum ein- staklingum innan fyrirtækisins hafi orðið of heitt í hamsi - það höfum við heyrt. í fyrra setti Baugur sér eigin reglur um samskipti við heildsala. Eftir þeim hefur verið farið og heildsalar segjast í kjölfarið fmna gjörbreytt viðhorf hjá Baugi. Þannig hefur réttmæt gagnrýni leitt af sér lærdóm og úrbætur. Gagnrýni um misnotkun á markaðsráðandi stöðu er hins vegar ekki réttmæt. Samkeppnisstofnun hefur rannsakað málin og ekki séð ástæðu til að aðhafast frekar en sumir virð- ast ekki vilja trúa slíkri niðurstöðu og gera ekki greinarmun á eigin vilja eða skoöunum og raunveruleikanum. Siunir segja að þótt ódýrast sé að versla í Bónus sé það engu að síður allt of dýrt. Ef hægt væri að ná verðinu enn lægra með meiri hagræð- ingu er samkeppnin það mikil - þrátt fyrir að ekki séu marg- ir stórir aðilar á markaðinum - að aðrir væru örugglega bún- ir að gera það. Til þess að matvöruverð geti lækkað þarf svo margt annað að gerast. Hver er leiðin til að lækka það? Það er fyrst og fremst á valdi stjómvalda að lækka mat- vælaverð hér á landi. Innflutningshöft, skattar, önnur opin- ber álagning og óhagkvæmur landbúnaður eru mikil byrði fyrir íslenska neytendur. Möguleikar á hagræðingu eru takmarkaðir þvi að á sum- um sviðum er engin samkeppni. Hvar er samkeppnin í mjólkuriðnaðinum? Hvemig er staðan í landbúnaðarmálum? Og allir vita að bændur bera ekki of mikið úr býtum. Forsvarsmenn Baugs hafa hvatt til þess að verðmyndunin í öllu aðfangakerfmu verði skoðuð, alveg ffá því að varan er framleidd þar til hún er seld út úr búð. Menn tala sífellt um verð út úr versluninni en ekki verðið sem verslunin kaupir á. Menn koma með furðuleg dæmi um álagningu á einstök- um vörum, halda að það sé gegnumsneitt og virðast ekki trúa því sem lagt er fyrir þá í reikningsskilum. Baugur birtir sína ársreikninga opinberlega, eitt fyrirtækja í matvöruverslun, og ég vil gjaman að þetta verði rannsakað og sýnt ffam á hvar hagnaðurinn lendir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.