Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 35
LAUGARDACUR 26. OKTÓBER 2002 HelQarhloö DV 35 er laut aö vélum bifreiða, og lauk prófum í þeirri grein. Hann kom aftur til landsins 1919 og hafði þá í hyggju að gera stuttan stans en ílengdist hér á landi og stundaði bif- reiðaviðgerðir, fyrst í stað í koksgeymslu Gasstöðvarinn- ar við Hlemm. Sveinn og Jón bróðir hans tóku það upp eftir föður sín- um að lengja byggðina með fram Laugavegi. Þeir fengu byggingarleyfi árið 1919 fyrir stóru einlyftu steinhúsi, m.a. undir bifreiðaverkstæði, í svonefndri Elsumýri og byggðu þar einnar hæðar hús ári síðar. Þetta var jarðhæð þess húss er síðar varð stórhýsið við Hlemm, milli Lauga- vegar og Hverfisgötu. Sveinn hóf síðan bifreiðainnflutning, fékk umboð fyrir Ford-bifreiðar og var um langt skeið einn helsti bifreiða- innílytjandi landsins. Jón, bróðir Sveins, varð hins vegar ekki langlífur en hann var myrtur árið 1930 er brotist var inn á verkstæði þeirra bræðra. Jón Hjaltalín héraðslæknir Guðmundur Egilsson, sá er keypti lóð Egils við Lauga- veginn, byggði þar timburhúsið sem enn stendur og er númer 40. Byggingarleyfi fyrir húsinu var veitt 1906. Hann mun síðan hafa selt húsið 1907 Ásgeiri Þ. Sigurðs- syni, konsúl og kaupmanni i versluninni Edinborg. Næsti eigandi Laugavegar 40 var Jón Hjaltalín Sigurðs- son læknir. Jón var í hópi þekktustu lækna á sinni tið. Hann varð héraðslæknir í Reykjavikurhéraði 1911 og mun hafa eignast Laugaveg 40 skömmu eftir 1914. Jón var læknir Farsóttarhússins frá 1920, yfirlæknir lyflæknis- deildar Landspítalans og prófessor við HÍ. Hann bjó við Laugaveginn fram á miðjan fjórða áratuginn er fjölskyld- an flutti á Flókagötuna. Meðal barna Jóns er Grímur, fyrrv. héraðslæknir í Hafnarfirði. Kúnst Jón Hjaltalín læknir átti húseignina Laugaveg 40 alla sína ævi en hann lést 1955. Erfingjar hans seldu timbur- húsið og bakhús þess ekki fyrr en 1977. Þá keyptu það hjónin Árni Jónsson, húsgagnasmíðameistari og hús- gagnaarkitekt, og Sigurlaug Jóndóttir. Árni hafði rekið Húsgagnaverslun Árna Jónssonar að Laugavegi 70 og verið með húsgagnaverkstæði í bakhúsi að Laugavegi 69. Þau hjónin létu gera upp jarðhæð timb- urhússins, glugga þess og klæðingu en það var farið að láta töluvert á sjá. Síðan var byggt milli framhússins við Laugaveg og bakhússins og loks gerðar í stand tvær íbúð- ir á annarri hæð og ein í risi. Þau hjónin opnuðu siðan verslunina Kúnst á jarðhæðinni 1979. Árni lést fyrir ald- ur fram 1983 en Sigurlaug starfrækti verslunina til 1990 er hún seldi fyrirtækið. Hún er þó enn eigandi jarðhæð- arinnar á Laugavegi 40. Áður en Árni og Sigurlaug hófu verslunarrekstur sinn á Laugavegi 40 var lengi prjóna- og vefnaðarvöruverslun- in Vesta þar til húsa. Jón Hjaltalín lét reisa steinhúsið á lóð sinni árið 1928. Um er að ræða þrílyft verslunar- og íbúðarhús fyrir aust- an timburbúsið en arkitekt hins nýja húss var hinn kunni húsameistari, Einar Erlendsson, höfundur margra glæsilegra steinhúsa frá þeim tíma, s.s. húss Hjálpræðis- hersins í Reykjavík, húss Edinborgarverslunar og húss Mjólkurfélags Reykjavíkur í Hafnarstræti. Ári síðar, 1929, var lóðinni skipt í tvær byggingalóðir, Laugaveg 40 og Laugaveg 40A. Fyrsti kvenlyfsalinn í árslok 1928 stofnaði Jóhanna Magnúsdóttir lyijafræö- ingur Lyfjabúðina Iðunni. Apótekið var til húsa að Lauga- vegi 40A frá stofnun og þar til fyrir örfáum árum og var Jóhanna lyfsali þar 1928-1961. Jóhanna var merkiskona. Hún var fædd i Árbæ í Holt- um, dóttir Magnúsar Torfasonar sýslumanns og Camillu Stefánsdóttur, sýslumanns og bæjarfógeta á ísafirðil Bjarnasonar. Hún varð stúdent frá MR 1914 og lauk lyfja- fræðiprófi 1919, fyrst íslenskra kvenna. Þá var hún for- stjóri Áfengisverslunar ríkisins 1928-1932. Jóhanna leigði húsnæðið af Jóni Hjaltalín lækni á ár- unum 1928-1937. Þá seldi Jón Jóhönnu Laugaveg 40A og hefur húseignin verið í eigu fjölskyldu hennar síðan. Jó- hanna var lengst af búsett í íbúð sinni uppi á lofti í hús- inu en hún lést 1981. Á annarri hæðinni voru hins vegar lengi læknastofur. Er Jóhanna hætti lyfsölu 1961 varð Jón Þórarinsson ap- ótekari í Iðunnar Apóteki. Jón var sonur Þórarins Krist- jánssonar hafnarstjóra og Ástríðar, dóttur Hannesar Haf- steins ráðherra. Hann var faðir Önnu K. Jónsdóttur, sem lengi var borgarfulltrúi, og bróðir Hannesar læknis. Jón lést fyrir aldur fram 1975. Þá tók við Iðunnar Apóteki, Kjartan Gunnarsson lyfsali sem starfrækti apótekið á þessum stað þar til nú fyrir nokkrum árum. Öll sú starfsemi sem hér hefur veriö rifjuð upp, hlýtur að vekja þá spurningu hvort staðarvalið á steinbæ Egils Diðrikssonar hafi á endanum verið svo mikil ráðleysa ár- ið 1888. -KGK Drif a öllum Nýkomnir Lækkað verð Bestu kaupin á fjórhjóladrifsbíl sem hægt er að gera. Mikið úrval fyrsta flokks bíla. Nýjustu bílarnir í eigu Bílaþings Lægstu verðin á notuðum bílum. staldra við hér í 88 klst. Fylgstu með, því hér er hægt Fyrstir koma, fyrstir fá. að gera góð kaup! Gott á bilathing.is BILAMNGÉEKLU Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is NÚwer eitt í notuðum bílum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.