Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 Fréttir dv S j álf stæðismenn: Vilja óháð mat á kostnaði við höf- uðstöðvar OR Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu til með bókun á fundi borgarráðs í gær, að óháöir aðilar yrðu fengnir til að semja skýrslu um öll útgjöld vegna smíði nýrra höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur og flutnings þangað, auk yflrlits yflr nýtingu þeirra í þágu Orkuveitunnar. Lagt er til að þetta starf verði falið fulltrúum frá borgarendurskoðanda, Deloitte & Touche, og Fasteignastofu Reykja- víkur. Alfreð Þorsteinsson, stjómarfor- maður OR, sagði í viðtali við DV í vor að áætlanir um kostnað við höf- uðstöðvamar væri áætlaður 2,2 milljarðar króna. Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri OR, tjáði DV fyr- ir helgi að samkvæmt nýjustu áætl- unum frá því í byijun ágúst yrði kostnaðurinn um 2,5 milljarðar. Bjöm Bjamason, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjóm, segir að samkvæmt opinberum upplýs- ingum verði heildarkostnaður, að meðtöldum flutningskostnaði og kostnaði við kaup á nýju húsnæði undir framkvæmdasvið OR við Réttarháls, ekki undir 3 milljörðum króna. „Það em ekki öll kurl kom- in til grafar í þessu. Það er eðlilegt að láta hlutlausa aðila meta þetta og ég vona að menn sameinist um það, það er allra hagur,“ segir Bjöm. -ÓTG Nýr útgerðartónn ESB: „Mjög alvar- legt mál“ - segir formaður LIU í kjölfar mögulegrar stækkunar Evrópusambandsins (ESB) til aust- urs i hefur vaknað sú krafa að ESB- ríkjunum verði gert mögulegt að kaupa í fisk- vinnslum og út- gerðum innan EFTA-ríkjanna, m.a. á íslandi, þrátt fyrir að nú- verandi samning- ur íslands við ESB heimili það alls ekki. Krist- ján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, telur það mjög alvarlegt mál ef þetta gangi eftir. „Það opnast fyrir íjárfestingu er- lendra aðila í íslenskum sjávarút- vegi og það er eitthvað sem menn hafa verið sammála um að sé engan veginn timabært. íslensk fyrirtæki hafa hins vegar eflst það mikið á undanlomum árum að staða þeirra við erlenda aðila er betri en áður en eftir stendur að við eigum við svo öfluga aðila að etja að við stæðumst þeim ekki snúning ef þeir snera sér að því að fjárfesta á íslandi og þar með væri auðlindin, aðgangur að henni og nýting komin í hendur er- lendra aðila, Það er eitthvað sem ég get ekki hugsað mér og ekki í sam- ræmi við það sem við Islendingar höfum verið að berjast fyrir á liðn- um áratugum, Þessi EES-samningur er þá að koma í bakið á okkur og ekki í samræmi við það sem rætt hefur verið um við þessar þjóðir við gerð þessa samnings. Ég trúi ekki að höfuðandstæðingar okkar í land- helgisdeilunni, Bretar og Þjóðverj- ar, geti staðið að þessu, endá hafa þeir veriö okkur mjög vinveittir í þessu sambandi og hafa séð að sér frá liðinni tíð,“ segir Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ. -GG Krlstján Ragnarsson. N orð vesturk j ördæmi: Þriðjungur kjósenda D-lista óánægður - litlar breytingar á fylgi flokkanna frá því í sumar Ertu sátt(ur) við framboðslista þess flokks sem þú styður í kjördæminu? E Já □ Nel □ Óákv/sv ekkl 32% þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn i Norðvesturkjör- dæmi ef kosið yröi nú, segjast óánægð með framboðslista flokksins, samkvæmt könnun sem DV gerði i gærkvöld. 62,1% segjast ánægð með listann en 5,9% eru óákveðin eða svara ekki. Ánægja með lista Framsóknarflokks- ins í kjördæminu er mun meiri. 86,4% þeirra sem segjast myndu kjósa flokk- inn ef kosið yrði nú segjast ánægð með listann, 9,9%segjast óánægð með hann en 3,7% er óákveðin eða svara ekki. Ekkert liggur fyrir um hvemig fram- boðslistar Frjálslynda flokksins, Sam- fylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs verða skipaðir í kjördæminu. Lítil fylgisbreyting Fylgi flokkanna breytist afar lítið frá því að DV gerði sambærilega könnun í nýju Norðvesturkjördæmi 22. og 23. júní i sumar, en talsvert frávik er frá úrslit- um alþingiskosninganna 1999. Fylgi þeirra sem afstöðu tóku skiptist þannig að B-listi hefur 21,8%, D-listi 45,4%, F- listi 4%, S-listi 14,5% og U-listi 14,3%. Um 30% voru óákveðnir og 8% svör- uðu ekki, sem er svipað hlutfall og í könnun DV í sumar. Úrslit þingkosninganna, þegar lögð eru saman úrslit í gömlu kjördæmunum þremur og atkvæði Siglfirð- inga (sem tilheyra nú Norð- austurkjördæmi) dregin frá, voru á þá leið að B-listi fékk 27,6%, D-listi 32%, F-Iisti 6,5%, S-listi 25,1% og U-listi 8,5. Skoðanakönnun DV var gerð í gærkvöld sem fyrr seg- ir. Úrtakið var 600 kjósendur í Norðvesturkjördæmi, 300 karlar og 300 konur. Hringt var í fólk eftir símaskrá og það spurt: Hvaða lista mund- ir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? og Ertu sátt(ur) við framboðslista þess flokks sem þú styður í kjördæminu? Á morgun birtir DV niðurstöður yfir vinsældir og óvinsældir stjómmála- manna i Norðvesturkjördæmi og upp- lýsir einnig vilja kjósenda varðandi það, hver eigi að leiða listann sem þeir styðja. -ÓTG Bjartsýni í deilu Góður andi ríkti á fundi Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra og stjórnar Félags íslenskra heimfl- islækna sem fram fór í gær. Ráð- herra kvaðst að loknum fundi bjart- sýnn á að lausn fyndist á deflu heilsugæslulækna og ríkisins. Ann- ar fundur hefur verið boðaður síðar í vikunni. Átaksverkefni í Eyjum Fyrirhugað er að efna til átaks- verkefnis til að leysa bráðavanda vegna atyinnuleysis í Vestmanna- eyjum. Ákveðið hefur verið að stofna stýrihóp. Regnbogabörn í bókasafn Vífflfell mun síðar í vikunni ganga frá kaupum á gamla bóka- safninu í Hafnarfirði. Þar munu samtökin Regnbogaböm, sem stofn- uð vora um liðna helgi, fá húsnæði til framtíðar. Samtökin berjast gegn einelti. Ný starfsstöð opnuð Tómas Ingi 01- rich menntamála- ráðherra opnaði formlega nýja starfsstöð Ríkisút- varpsins á Akur- eyri í gær. Starfs- menn RÚV á Akur- eyri era nú ellefu en yfirstjóm Rásar 2 hefur sem kunnugt er verið flutt norður. Tækjabúnaður mun hinn besti í nýju starfsstöðinni og er byrjað að samsenda morgunútvarp Rásar 2 frá Akureyri og Reykjavík svo og dægurmálaútvarpið. Skóflustunga tekin Tveir íbúar á Hrafnistu tóku í gær fyrstu skóflustunguna að nýrri hjúkrunarálmu við Brúnaálmu. Nýja álman mun rúma 60 manns og á framkvæmdum að vera lokið um mitt ár 2004. DV-MYND SJð Óbreytt niðurstaða Engar breytingar uröu á úrslitum prófkjörs Sjálfstæöisflokksins í Norövesturkjördæmi viö endurtalningu atkvæöa í Valhöll í gær. í gærkvöld fundaöi fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna á Akranesi um prófkjöriö; í ályktun sinni harmar ráöiö ágalla á ut- ankjörfundaratkvæöagreiöslu í kjördæminu og nefnir sérstaklega, aö kosiö hafi veriö „úti í bæ“ á Sauöárkróki, Grundarfiröi, Skagaströnd, í Stykkishólmi og víðar. Þá hafi einstaklingar á Vestfjöröum, sem ekki fundust á kjörskrá, greitt atkvæði. Ráö- iö leggur til aö framkvæmd prófkjörsins veröi vísaö til umfjöllunar miöstjórnar Sjálfstæöisflokksins. Sótti veikan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar, LÍF, sótti í gær veikan sjómann borð í Sighvat Bjamason. Skipið var að síldveiðum í Víkurál, vest- norðvestur af Látrabjargi. Beiðni um aðstoð þyrlunnar barst klukkan 13.43 og var Sighvati siglt á fullum hraða að Snæfellsnesi, tfl móts við þyrluna. Maðurinn var kominn undir læknishendur á Landspítalan- um klukkan 16.35. Handteknir meö fíkniefni Lögreglan handtók í nótt tvo menn eftir að lítils háttar magn af fíkniefhum fannst í bfl þeirra. Annar maimanna var látinn laus að lokinni yfirheyrslu en hinn gisti í fangaklefa og verður yf- irheyrður síðar í dag - hann hefúr áður komið við sögu lögreglu í fíkniefnamál- um. Fjársekt vegna Tupperware Reykvísk hjón voru í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða búsáhaldafyrirtækinu Tupperware um 18 milljónir króna. Hjónin, sem eru bú- sett erlendis, voru umboðsmenn Tupp- erware hér á landi ffá árinu 1991. Deil- an mun hafa snúist um hvort fólkið hefði greitt fyrirtækinu viðskiptavild eða ekki. Staðnir að verki Tveir menn voru staðnir að verki við innbrot í bíl við Ármúla 7 í nótt. Lögregla tók mennina um fjögurleytið í morgun og færði í fangageymslur. Þeir verða yfirheyrðir í dag en þeir munú vera í hópi „góðkunningja" lögreglunn- ar. -aþ „Vaxtaálag" margfaldast - engin augljós skýring, segir seðlabankastjóri Mismunur á vöxtum óverðtryggðra skuldabréfalána bankanna og stýrivaxta Seðlabankans 4,0 % 1995 1999 2002 Tekinn er meöaltalsvaxtamunur Landsbankans, íslandsbanka, Búnaöarbanka og Sparisjððanna, reiknaö út frá upplýsingum frá Seölabanka íslands. Munur á stýrivöxtum Seðlabank- ans og vaxta af óverðtryggðum skuldabréfalánum viðskiptabank- anna hefur margfaldast undanfarin ár. í meðfylgjandi línuriti sést mismunur, sem hægt er að líta á sem vaxtaálag, á stýrivöxtum og meðaltal kjörvaxtaaxta hjá Lands- banka, íslandsbanka, Búnaðar- banka og Sparisjóðum frá upphafi ársins 1995 til dagsins i dag. í upphafi tímabilsins, í febrúar 1995, vora stýrivextir Seðlabankans 6,7%. Kjörvextir bankanna voru þá 7,5 tfl 8%. Fyrir þremur vikum voru stýrivextir Seðlabankans 6,8%, en kjörvextir bankanna voru á bilinu 10 tfl 10,4%. Vaxtalækkanir Seðla- bankans undanfama mánuði virðast því því hreint ekki hafa skil- að sér í vaxtastefnu bankanna. “Ég hef enga augljósa skýringu á reiðum höndum um hvers vegna þetta gerist," segir Birgir ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri. „Þetta er stefna hjá bönkunum og þeir hafa frelsi til að stjóma sínum vöxtum. Við vöktum athygli á því í mars i fyrra - þegar Landsbankinn lækkaði óverðtryggða vexti án þess að við hefðum lækkað stýrivexti - aö munurinn þarna á milli hefði verið að hækka, og þeir því verið að láta eitthvað af því ganga til baka.“ -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.