Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Qupperneq 6
6
MIÐVDQJDAGUR 20. NÓVEMBER 2002
DV
Fréttir
Ríkisstjórnin og Landssamband aldraðra:
Fimm milljarðar til
öldrunarþjónustu
„Samtök aldraðra hafa fundið að
því að ríkisvaldið hafi haft tilhneig-
ingu til að fá þá til samstarfs á
seinni stigum og mál þá verið kom-
in lengra og í nokkuð fastan farveg.
í september var gerð ný tilraun,
ákveðið að vinna tiltekið verkefni
með Samtökum aldraðra þó að rík-
isvaldið væri ekki með þeim hætti
að firra sig ábyrgð. Þannig gætu
Samtök aldraðra haft fulla trú á því
að þeir heíðu frá fyrstu tíð unnið að
málinu á jafnréttisgrundvelli. Það
leiðir væntanlega til minni tor-
tryggni þegar farið yrði sameigin-
lega yfir talnagrundvöll og fleira.
Samningurinn kostar um 5 millj-
arða króna, þar af væri um helm-
ingur vegna lífeyrisgreiðslna. Aðrir
þættir lúta m.a. að aðhlynningu og
stöðu eldri borgara," sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra.
„Á næsta ári verður varið um
1600 milljónum króna til úrbóta í líf-
eyriskerfinu og síðan einum millj-
arði til viðbótar á árinu 2004. Ég tel
að með þessu sé verulega komið til
móts við óskir aldraðra. Þetta er til
viðbótar venjubundnum hækkun-
um samkvæmt lögum sem eru 3,2%
samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta
árs,“ sagði Geir Haarde íjármála-
ráðherra.
„Þetta er mjög mikilvægt sam-
komulag en það nær einnig til bóta
fyrir öryrkja. Þarna eru mikilvæg
atriði inni eins og stoðþjónusta og
heimaþjónusta auk flýtifram-
kvæmdar á Vífilsstöðum. Þarna er
þjónustan aukin til þess að draga úr
þörfmni á hjúkrunarrýmum svo
aldraðir geti búið á sínum heimil-
um sem lengst. Það er mikilvægt að
Framkvæmdasjóður aldraðra mun
greiða húsnæðiskostnað, atriði sem
verður framkvæmt á næstunni,"
sagði Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra.
Samkomulag hefur tekist í starfs-
Blekið rennur
Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, Geir Haarde fjármálaráðherra og Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra undirrituðu samkomulag um stefnu og aðgerðir ríkisvaldsins í málum sem varða afkomu og aðbúnað aldr-
aðra. Viðstaddir voru einnig m.a. Guðni Ágústsson landbúnaöarráöherra, sem einniggegnir um sinn embætti sam-
gönguráðherra, Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, og Marías Þ. Guðmundsson varaformaður.
hópi sem skipaður var af ríkis-
stjórninni til að vera farvegur form-
legs samráðs stjómvalda og Lands-
sambands eldri borgara um breyt-
ingar á almannatryggingalögunum
og endurskoðun á lífeyrisgreiðslum.
Starfsmaður hópsins var Þórarinn
V. Þórarinsson. í fjárlagafrumvarp-
inu er miðað við að greiðslur Trygg-
ingastofnunar ríkisins hækki sem
svarar almennum umsömdum
launahækkunum í upphafi næsta
árs en til viðbótar hækkar tekju-
trygging um 3.028 krónur 1. janúar
nk. og verður 38.500 krónur. Tekju-
tryggingaauki einhleypra og hjóna
hækkar um 2.255 krónur og skerð-
ingarhlutfall tekna gagnvart tekju-
tryggingarauka lækkar úr 67% í
45%. Auk þessa verður heimaþjón-
usta efld, stoðþjónusta í formi dag-
vistunar og hvlldarinnlagna verður
aukin; húsnæði Vifílsstaða verður
tekið í notkun hið fyrsta fyrir aldr-
aða hjúkrunarsjúklinga og hlut-
verki Framkvæmdasjóðs aldraðra
verður breytt.
Það er sameiginleg afstaða ríkis-
stjómarinnar og Landssambands
eldri borgara að tillögumar séu til
vitnis um gagnlegt samstarf og sam-
ráð aðila og endurspegli samkomu-
lag um aðgerðir ríkisvaldsins i mál-
efnum aldraðra sem komi til fram-
kvæmda næstu tvö til þrjú árin.
-GG
DV-MYND K<
Viöbúnaöur í Fossvogi
Allt slökkvilið höfuöborgarsvæðisins
var kallað að Landspítalanum í
Fossvogi síðdegis gær en svartur
reykur steig þá upp úr turni spítal-
ans. Alls bárust Neyðarlínu og
slökkviliði um ÍOO simtöi frá al-
menningi og var í fyrstu talið að
hætta væri á ferðum. Lögreglumenr
lokuðu aöliggjandi götum og á ann-
an tug reykkafara fór upp í turninn.
Fljótlega kom í Ijós að enginn eldur
logaði á sjúkrahúsinu en ástæða
reykjarkófsins var sú að menn voru
að prófa varakyndingu í húsinu.
Þurrkuð epli
Möndlur
Blandaðir
ÞURRKAÐIR ÁVESTIR
... allt sem þarfí baksturínn!
Deila um veisluföng í afmæli Bryndísar Schram tekur sig upp á ný:
Jón Baldvin og Bryndís
stefna Ríkisendurskoðun
- ákveðið að afhenda gögn þvert á vilja hiónanna
Jón Baldvin Hannibalsson og Bryn-
dís Schram hafa stefnt Ríkisendurkoð-
un. Þau krefjast þess að ákvörðun
stofhunarinnar verði ógild um að af-
henda fjármálaráðuneytinu gögn sem
varða kostnað vegna veislufanga í
fimmtugsafmælisveislu Bryndísar
árið 1988. Ríkisendurskoðun tók
ákvörðun þessa þann 25. júni síðastlið-
iim eftir að fjármálaráðuneytið hafði
farið fram á að stofnunin afhenti gögn-
in. Þá hafði Jón Steinar Gunnlaugf on
hæstaréttarlögmaður óskað efti >.ð
fjármálaráðuneytið mæltist tii þe.- ð
Ríkisendurskoðun afhenti gögnm r.
hún hafði áður neitað honum um þ t.
Sú ákvörðun var studd þeim rökum <ð
ákvæði upplýsingalaga giltu ekki i
Ríkisendurskoðun.
Gögnin eru enn í vörslu Ríkis- ,d-
urskoðunar þar sem stofnunir hrvað
að bíða með afhendinguna par til
ákvörðun dómstóla liggur fyrir. Úrslit-
in í þessu dómsmáli munu því vænt-
anlega segja til um hvort gögnin, sem
eru frá 1988, verði afhent ráðuneytinu.
Eftir að framangreind veisla var
haldin var gefið í skyn opinberlega að
risnuheimOdir hefðu verið misnotað-
ar en þá var Jón Baldvin Hannibals-
son fjármálaráðherra. I kjölfar þess
fór Ríkisendurskoðun yfir málið en
niðurstaða hennar varð sú að athug-
unin hafi ekki leitt neitt í ljós sem
rengdi sannleiksgildi fyrirliggjandi
DV-MYND GVA
14 ára mál tekið upp fyrlr dómi
Þegar Bryndís átti fimmtugsafmæli vargefiö í skyn aö risna hefði verið
misnotuð. Ríkisendurskoðun hreyfði ekki athugasemdum en ákvað engu að
síöur í sumar að afhenda gögn sem hjónin telja einkagögn.
gagna um að greiðsla veislufanga
hefði verið með eðlilegum hætti.
Á síðasta ári voru svo viðtöl í DV,
hvort i sínu lagi, við Jón Baldvin og
Jón Steinar þar sem risnumálið var
dregið í dagsljósið á ný.
í framhaldi af því fór Jón Steinar
fram á að Ríkisendurskoðun afhenti
gögnm. Stofnunin neitaði því en þá fór
lögmaðurinn til Qármálaráðuneytisins
sem síðan fór fram á að Ríkisendur-
skoðun afhenti gögnin. Það hefúr ekki
verið gert enn þá en Jón Baldvin og
Bryndís stefha stofnuninni og krefiast
þess að gögnin verði ekki afhent.
Jón Baldvin Hannibalsson vildi
ekki tjá sig um málið. -Ótt
ZuhltÍÞlJÍlU V
;jíiV3J/Í5JJ
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvóld 16.14 15.59
Sólarupprás á morgun 10.15 10.00
Síðdegisflóó 18.41 23.14
Árdegisflóð á morgun 06.56 11.29
Jn'íiTxu IJ: jL\ú
Austan og suðaustan 10 til 15 metr-
ar á sekúndu austan til en hægari
vestan til. Rigning eða súld, einkum
suðaustanlands en úrkomulítið norð-
austan til. Úrkomulítið vestan- og
norðanlands í kvöld.
JbUÍÍU 2J ÍUW^IIU
Austlæg átt, 8 til 13 metrar á sek-
úndu og rigning suðaustan- og aust-
anlands á morgun en annars skýjað
með köflum og þurrt að mestu.
JJ-ii/i'ÍJJ
Föstudagur <r > Laugardagur Sunnudagur
Hiti 3° W Hiti 3“ Hiti 3°
«110° til 10° til 10°
Vindur: 8-13 "’/s Vindur: 8-13'"/» Vindur: 8-13 ">/*
4r <r .. 4r
Vætusamt austan- og suðaustan- lands en annars skýj- að meö köfl- um og stöku skúrir. Vætusamt austan- og suöaustan- lands en ann- ars skýjað með köflum og stöku skúrir. Vætusamt austan- og suðaustan- lands en ann- ars skýjað með köflum og stöku skúrir.
Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviðri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviðri m/s 0-0,2 0,3-l,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7
fjifjfío JÚ, 3
AKUREYRI skýjað 3
BERGSSTAÐIR alskýjaö 4
BOLUNGARVÍK rigning 3
EGILSSTAÐIR súld 8
keflavIk rigning 4
KIRKJUBÆJARKL. rigning 8
RAUFARHÖFN alskýjað 6
REYKJAVÍK rigning 3
STÓRHÖFÐI rigning og súld 8
BERGEN léttskýjaö -4
HELSINKI snjókoma 0
KAUPMANNAHÖFN skýjað 0
ÓSLÓ léttskýjað -3
STOKKHÓLMUR 0
ÞÓRSHÖFN rigning 8
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað -12
ALGARVE alskýjað 11
AMSTERDAM þokumóöa 3
BARCELONA skýjaö 13
BERLÍN léttskýjað -3
CHICAGO heiöskírt 6
DUBLIN rigning 8
HAUFAX alskýjaö 3
HAMBORG léttskýjað -4
FRANKFURT þokumóða 4
JAN MAYEN rigning 4
LONDON rigning 8
LÚXEMBORG léttskýjað 4
MALLORCA skýjaö 12
MONTREAL alskýjaö 2
NARSSARSSUAQ skýjað 4
NEW YORK heiöskírt 9
0RLAND0 skýjaö 15
PARÍS þoka í grennd 4
VÍN skýjaö 8
WASHINGTON heiöskírt -1
WINNIPEG alskýjaö 0
1 yi~ii|ý~ 'iii sötigcgjaÉi