Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 29
X MIÐVKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 Hálfdán í Val Sóknarmaðurinn Hálfdán Gíslason, sem leikið hefur með ÍA undanfarin fimm ár, er genginn í raðir nýliða Vals í Símadeildinni í knattspyrnu. Hálfdán, sem skrifaði undir tveggja ára samning við Val, lék tólf leiki með ÍA í Simadeildinni síðastliðið sumar og skoraði tvö mörk í þeim. -ósk Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari býst við erfiöum leik gegn Eistum en segir jafnframt aö sínir menn séu klárir í slaginn. íslendingar mæta Eistlendingum í vináttuleik í dag: Verður erfitt - segir Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari við DV-Sport íslendingar mæta Eistum í vin- áttulandsleik í Tailinn í dag og hefst leikurinn kl. 16 að íslenskum tíma. DV-Sport ræddi við Atla Eðvaldsson landsliðsþjálfara um leikinn og liðið en Ijóst er að íslendingar munu fá meiri mótspymu nú heldur en fyrir rúmum sex árum þegar þeir unnu, 3-0. Æfðum á gervigrasi „Menn hafa verið að tínast til okkar jafnt og þétt og við tókum fyrstu æfmguna þar sem allir voru saman í morgun," sagði Atli Eð- valdsson í samtali við DV-Sport í gær. „Viö æfðum á gervigrasvelli þar sem grasvellirnir héma eru gegn- sósa af vatni en við tökum því sem að höndum ber. Það em allir heilir í hópnum og menn hlakka tO að spila við Eistana," sagði Atli. Drifnir áfram af þjóöerniskennd „Við vitum að þessi leikur verður mjög erfiður. Eistar hafa unnið mjög gott uppbyggingarstarf undan- farin ár og landslið þeirra er mun sterkara heldur en það var þegar við lékum síðast gegn þeim. Þeir em líkamlega sterkir, vel skipulagð- ir og berjast til síðasta blóðdropa, drifnir áfram af ákaflega sterkri þjóðerniskennd. Þeir hafa sýnt það í undanfornum leikjum að það er ekki hægt fyrir okkur að vanmeta þá og miöað við það sem ég hef séð til þeirra þá eru þeir með gott lið.“ Menn geta sannaö sig „Það er gott að fá þennan lands- leik því að þótt við séum ekki með okkar sterkasta hóp fá leikmenn, sem hafa ekki verið í hópnum tæki- færi til að sanna sig, bæði innan vallar og einnig utan vallar. Þar á ég við leikmenn eins og Tryggva Guðmundsson, Þórð Guðjónsson, Pétur Marteinsson og Amar Gunn- laugsson. Ég er spenntur að sjá þessa stráka enda eru þeir allir góð- ir knattspymumenn sem eiga að geta nýst okkur ef allt er eðlilegt. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir leikmenn eins og Arnar og Pétur, sem hafa ekki verið í náðinni hjá sínum félagsliðum, að vera með í í hópnum og ég veit ekki hvort það var tilviljun en þeir spiluðu báðir með sínum liðum um helgina eftir að ljóst var að þeir voru í íslenska landsliðshópnum. Við höfum ekki það mikið framboð af íslenskum leikmönnum að við. þurfum leik- menn eins og þá í góðu formi sem valkost í landsliðið," sagði Atli. Einn frá íslenskum liöum Það vekur athygli að aðeins einn leikmaður frá íslensku liði er í hópnum, Haukur Ingi Guðnason, en aðspurður sagði Atli að það væri ósköp eðlilegt. „Deildin var búin i lok september á íslandi og þeir leikmenn sem spila þar eru ekki nægilega góðri æfingu til að spila landsleiki á þessum tíma ársins. Við kusum að velja frekar leikmenn sem eru að spila á fullu með sínum félagsliðum og skoða þá nánar.“ Skoöa nokkra kosti Aðspurður sagði Atli að hann væri ekki byrjaður að hugsa um leikinn gegn Skotum í lok mars á næsta ári og þessi leikur myndi ekki fara í það að leggja upp eitt- hvað fyrir þann leik. „Ég lít frekar á þennan leik sem tækifæri til að skoða nokkra kosti. Við vitum það að leikmaður eins og Þórður Guðjónsson hefur gífurlegan hraða og það er spurning hvemig hann kemur út. Auk þess verður fróðlegt að fylgjast með Arnari Gunnlaugssyni sem hefur frábæra boltatækni. Ég vona að þessir strák- ar komi vel út úr leiknum og standi frammi sem virkilegir valkostir í næstu verkefni," sagði Atli áð lok- um. Byrjunarliöiö tilkynnt Atli tilkynnti byrjunarliðið í gær og er það skipað eftirtöldum leik- mönnum: Árni Gautur Arason, Gylfl Einarsson, Hermann Hreiðars- son, ívar Ingimarsson, Bjami Þor- steinsson, Þórður Guðjónsson, Pét- ur Marteinsson, Ólafur Stígsson, Amar Gunnlaugsson, Tryggvi Guð- mundsson og Helgi Sigurðsson. -ósk 37 Dregið í Evrópukeppnum í handknattleik: Ætlum okkur áfram - segir Ásgeir Jónsson hjá Gróttu/KR < í gær var dregið i 16-liða úrslit í Evrópukeppnunum í handbolta. Tvö íslensk lið, Haukar og Grótta/KR, eru enn með í keppn- inni, Haukar í Evrópukeppni bikar- hafa og Grótta/KR í Áskorenda- keppninni og er óhætt að segja að andstæðingar liðanna í 16-liða úr- slitum hafi verið af ólíkum toga. Pungurróöur Haukar fengu spænska stórliðið Ademar Leon og hefðu varla getað verið óheppnari með andstæðing hvað varðar möguleika á því að komast áfram. Ademar Leon er í 1.-3. sæti í spænsku 1. deildinni ásamt Cuidad Real og Barcelona og í herbúðum liðsins era nánast ein- göngu landsliðsmenn hinna ýmsu þjóða. Liðið er gífurlega sterkt og það verður við ramman reip að draga hjá Haukum eins og Viggó Sigurðsson, þjálfari liðsins, viður- kenndi í samtali við DV-Sport í gær. „Við gerum okkur grein fyrir því að róðurinn hjá okkur verður þung- ur. Þá lá reyndar fyrir að við mynd- um fá sterkt lið því að það var rað- að upp í styrkleikaflokka en ég efast um að það hafi verið mikið sterkara lið en Ademar Leon í hattinum. Lið- ið er stútfullt af landsliðsmönnum og óhemju sterkt enda eitt af þrem- ur bestu liðum Spánar í dag,“ sagði Viggó. „Við erum hins vegar hvergi smeykir. Þetta verður skemmtilegt verkefni og Haukaliðið hefur sýnt það á undanfomum árum að það getur staðið í sterkustu liðum Evr- ópu. Ég minni á leiki eins og gegn króatíska liðinu Metkovic og spænska liðinu Barcelona. Þar stóð liðið sig feikivel en við munum nálgast þessa leiki raunsætt. Fyrri leikurinn er á Spáni og fari hann vel getur allt gerst. Það verður hins vegar á brattann að sækja og það yrði stórkostlegt afrek að slá Adem- ar Leon út. Spánverjamir hafa lýst yfir áhuga á því að spila báða leik- ina þar ytra en ég veit ekki hvernig stjórn Hauka mun bregðast við því tilboði," sagði Viggó Sigurðsson. Frábær dráttur Ásgeir Jónsson, stjórnarmaður Gróttu/KR, var himinlifandi með dráttinn gegn danska liðinu Ála- borg í Áskorendakeppninni þegar DV-Sport ræddi við hann í gær. „Við erum mjög sáttir við þessa andstæðinga. Ferðlagið er þægilegt og þó að lið Álaborgar sé sterkt er vel mögulegt að slá það út. Við mun- um fara í þessa leiki eins og aðra í þessari keppni, með það fyrir aug- um að sigra og komast áfram í 8-liða úrslit," sagði Ásgeir Jónsson. Aðspurður sagði Ásgeir að engin*- ákvörðun hefði verið tekin um það hvort heimaleikurinn yrði seldur til danska liðsins en öll tilboð um slíkt yrðu skoðuð gaumgæfilega af stjóm félagsins. „Við munum skoða allt og fara þá leið sem er hagkvæmust fyrir félag- ið,“ sagði Ásgeir Jónsson í samtali við DV-Sport. -ósk Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, og lærisveinar hans mæta danska liöinu Álaborg í 16-liöa úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. DV-mynd E.ÓI Áfall fyrir íslendingaliðiö Stoke: Shtaniuk fer fram á sólu - ósáttur viö nýjan samning sem stjórn Stoke bauð honum Hvítrússneski vamarmaðurinn Sergei Shtaniuk, sem leikur með ís- lendingaliðinu Stoke og er af flestum talinn vera besti leikmaður liðsins, hefur farið fram á að vera seldur frá félaginu. Ástæöan er sú að hann hefur átt í samningaviðræðum við stjóm Stoke um nýjan samning og telur Hvit- Rússinn að þau Kjör sem stjómin býður honum séu óásættanleg og því vill hann fara frá félaginu. Gunnar Gíslason, stjómarfor- maður Stoke, staðfesti í samtali við DV-Sport að Shtaniuk hefði farið fram á sölu en því samt færi fjarri að hann væri á leiðinni burtu. „Hann á enn eftir 18 mánuði af samningi sínum og fer ekki fet. Við höfum þar fyrir utan ekki fengið neitt tilboð í hann,“ sagði Gunnar Gíslason. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.