Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002
DV
Blix og El Baradel.
írakar lýsa yfir
fullu samstarfi
Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits
Sameinuðu þjóðanna, sagði í morgun
þegar hann kom aftur til höfuðstöðva
vopnaeftirlitsins á Kýpur eftir tveggja
daga viðræður við íraska embættis-
menn í Bagdad að írösk stjómvöld
hefðu lýst yfir skilyrðislausum sam-
starfsvilja við vopnaeftirlitsmenn SÞ,
sem hefja eftirlitsstörf í næstu viku.
Egyptinn Mohamed E1 Baradei, yf-
irmaður alþjóða kjamorkumálasto&i-
unarinnar sem var með Blix í Bagdad,
tók í sama streng og sagði að írakar
hefðu lofað að gera allt til að eftirlitið
gengi eftir.
Áður hafði Amir al-Saadi, hershöfð-
ingi og helsti hemaðarráðgjafi Sadd-
ams Husseins forseta, lýst því yfir að
írakar myndu standa við allar kröfur
og skOa inn nákvæmum vopnalista
fyrir 8. desember, eins og krafist er í
ályktun Öryggisráðsins. „Innan þrjá-
tíu daga, eins og segir í ályktuninni
munum við skila inn skýrslu um allt
það sem krafist er, kjarnavopn, efna-
og sýklavopn og stýriflaugar," sagði
al-Saadi.
Lítill stuðningur
við konungborna
Stuðningur almennings í Bret-
landi við konungsfjölskylduna hef-
ur ekki verið minni í fimmtán ár,
að þvi er fram kom í nýrri skoðana-
könnun í morgun. Á sama tima
gengur fjölskyldan í gegnum mestu
erfiðleika sína frá dauða Díönu
prinsessu fyrir fimm árum.
Síðustu vikumar hefur ýmislegt
gengið á innan fjölskyldunnar. Rétt-
arhöldin yfir fyrnun bryta Díönu
fóru út um þúfur vegna afskipta
drottningar, karlmaður í þjónustu
Karls ríkisarfa hefur ásakaö kyn-
bróður sinn um nauðgun og ásakan-
ir um svik á hendur öðrum starfs-
mönnum ríkisarfans hafa gert það
að verkum að aðeins 43 prósent al-
mennings styðja hallarliða, saman-
borið við 59 prósent fyrr á árinu.
REUTERSMYND
Hugað að örygginu
Tékkneskur lögregluþjónn giröir af
fundarstaö leiötoga NATO í Prag.
Bush leggur lín-
urnar fyrir NATO
George W. Bush Bandarikjafor-
seti ætlar að leggja línumar fyrir
NATO að kalda stríðinu loknu í
ræðu sem hapn flytur í Prag í dag.
Þar mun forsetinn segja að nýjar
ógnir af völdum hryðjuverka-
manna, gjöreyðingarvopna og þjóða-
leiðtoga sem fara ekki að lögum geri
þá kröfu að NATO starfi á annan
hátt en áöur.
Leiðtogafundur NATO hefst á
morgun og þar ætlar Bush að reyna
aö fá Evrópuþjóðimar í liö með sér
að afvopna íraka.
ísrael:
Mitzna kjörinn leiötogi
Verkamannaflokksins
- boðar skilyrðislausar friðarviðræður við Palestínumenn
Amram Mitzna, borgarstjóri í
Haifa, var í gær kosinn nýr leiðtogi
ísraelska Verkamannaflokksins og
verður þar með forsætisráðherraefni
flokksins í þingkosningunum sem
fram fara þann 28. janúar nk.
Mitzna, sem er 57 ára fýrrum her-
foringi í ísraelska hemum, fékk 54%
greiddra atkvæða í kjörinu og vann
yfirburðasigur á tveimur mótfram-
bjóðendum sínum, þeim Binyamin
Ben-Eliezer, fyrrum leiðtoga flokksins
og vamarmálaráðherra í stjóm Shar-
ons, sem fékk 37% atvæða og Haim
Ramon, fyrrum ráðherra, sem fékk
7%.
Mitza er mikill talsmaöur skilyrðis-
lausra friðarviðræðna við Palestinu-
menn og hefur auk þess lýst vilja sín-
um um að kalla mestallt herlið ísraela
frá hemumdu svæöunum á Vestur-
bakkanum og Gaza.
Að áliti stjómmálaskýrenda er ekki
víst að þessi undanlátssemi hans við
Palestínumenn, sem skapað hefur
honum vinsældir innan Verkamanna-
Amram Mitzna
Mitzna, borgarstjóri í Haifa, vann
yfirburöasigur á tveimur
mótframbjóöendum sínum.
flokksins, muni hafa sömu áhrif með-
al almennra kjósenda og þvi talið ólík-
legt að hann muni velta Sharon og
Likud-bandalagi hans úr sessi.
Sjálfur er hann þó á því að ísra-
elska þjóðin sé orðin þreytt á ófriðn-
um við Palestinumenn og vilji frið.
„Þessi úrslit eru að mínu mati vís-
bending um breytt viðhorf og benda
að mínu mati til þess að fólk, ekki að-
eins innan Verkamannaflokksins,
vilji reyna samningaleiðina til að
koma á friði en ekki með því að beita
valdi. Ég held að þjóðin skilji nú bet-
ur að valdbeiting er ekki vænleg leið
til friðar,“ sagði Mitzna sem þegar
hefur boðið Ben-Eliezer sæti sér við
hlið í kosningabaráttunni.
Á meðan flokksmenn Verkamanna-
flokksins kusu sér nýjan leiðtoga hélt
ófriðurinn áfram á hernámssvæðun-
um á Vesturbakkanum og Gaza og
voru fimm Palestínumenn skotnir til
bana, auk þess sem ellefu aðrir
særöust alvarlega, þegar ísraelskar
skriðdrekasveitir réðust inn í bæinn
Tulkarm á Vesturbakkanum. Meðal
hinna follnu voru þrettán ára drengur
og eftirlýstur al-Aqsa-liði.
REUTERSMYND
Síamstvíburar kanna aöskilnaö
írönsku síamstvíburarnir og lögfræöingarnir Ladan og Laleh Bijani komu til Singapore í morgun þar sem læknar munu
kanna hvort fysilegt sé aö reyna aö skilja þær. Systurnar eru samvaxnar á höföinu. Þessi mynd var tekin þegar syst-
urnar millilentu á flugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu seint ígærkvöld.
Óttast mikla olíumengun á
norðvesturströnd Spánar
Bové dæmdur í steininn
Franski baráttu-
I bóndinn og hnatt-
H væðingarfjandinn
_ œ|j José Bové var
I dæmdur í fjórtán
‘•' W* mánaða fangelsi í
gær fyrir að eyði-
S leggja uppskeru af
—erfðabreyttum hrís-
grjónum. Það var æðsti áfrýjunar-
dómstóll Frakklands sem komst að
þessari niðurstöðu. Bové sagðist
ætla að biðja Jacques Chirac forseta
um að náða sig.
Vilja afnám tyggjóbanns
íbúar Singapore vilja algjört af-
nám banns við tyggjói í landinu.
Stjómvöld íhuga að afnema það að
hluta í tengslum við viðskiptasamn-
ing við Bandaríkin.
Betra tilboð frá ESB
Foringjar Evrópusambandsins
gáfu til kynna í dag að þeir myndu
bjóða nýjum aðildarríkjum meiri
greiðslur úr sameiginlegum sjóðum.
Þingmenn í Austur-Evrópu höfðu
kvartað yfir óréttlátum inngöngu-
skilyrðum fyrir nýju löndin.
Enn slær í brýnu í Caracas
Þjóðvarðliðar í Venesúela beittu
táragasi í gær til að skilja að ákafa
stuðningsmenn Chavez forseta og
stjómarandstæðinga í höfuðborg-
inni Caracas.
Sólmyrkvi lokkar og laðar
Embættismenn í Ástralíu hugsa
til þess með hryllingi að þúsundir
ógæfusamra erlendra ferðamanna
muni ráfa villtir um óbyggðir lands-
ins til að fylgjast með algjörum sól-
myrkva í desember.
Moussaoui tengist 11.9.
Háttsettur liðs-
maður al-Qaeda,
sem er í haldi
Bandaríkjamanna,
hefur bendlað
Frakkann Zacarias
Moussaoui við
skipuleggjanda
hryðjuverkaárás-
anna í fyrra. Moussaoui hefur verið
ákærður fyrir aðild að tilræðunum,
að sögn Washington Post í dag.
Skólar enn lokaðir
Nokkrir alþjóðlegir skólar í
Jakarta í Indónesíu eru enn lokaðir,
fjórða daginn í röð, af ótta við
hryðjuverkaárásir.
í Burma
Razali Ismail,
sendifulltrúa Sam-
einuðu þjóðanna,
hefur orðið lítið
ágengt í tilraunum
sínum til að reyna
að sætta herfor-
ingjastjórnina og
stjómarandstæð-
inga. Ismail hefur farið níu sinnum
til Burma og íhugar að hætta.
Gengur illa
Spánverjar bíða nú milli vonar og
ótta eftir því hvort óhagstæðir vind-
ar muni blása olíumengun aö norð-
vesturströnd landsins eftir að olíu-
skipið Prestige brotnaði í tvennt í
gærmorgun og sökk.
Umhverfisvemdarsinnar sögðu í
gær að skipið væri tímasprengja og
gæti valdið einhveiju mesta olíu-
mengunarslysi sögunnar. í lestum
Prestige voru 65 þúsund tonn af ol-
íu, tvisvar sinnum meira en fór í
sjóinn úr olíuflutningaskipinu
Exxon Valdez þegar því hlekktist á
við strendur Alaska 1989.
Skipið skildi eftir sig risastóran
olíuflekk á sjónum, 280 kílómetra
langan og 28 kílómetra breiðan.
Þetta er í annað sinn á þremur ár-
um sem gamaldags olíuskip með
einföldum byrðingi veldur mengun
úti fyrir ströndum Evrópu.
REUTERSMYND
Risaverkefnl
Spænskur hermaöur hreinsar olíu af
ströndinni viö bæinn Caion.
Sumir sérfræðingar gerðu sér í
gær vonir um að olian i Prestige
myndi harðna vegna mikils kulda
og þrýstings á hafsbotni og að
þannig yrði komið í veg fyrir að
hún eyðilegði auðug fiskimið sem
eru á þessum slóðum.
Um fimm þúsund tonn af olíu
fóru úr skipinu þegar gat kom á
síðu þess í aftakaveðri fyrir viku.
Svört olíuslikja þekur nú þegar átta-
tíu kílómetra langan kafla af fallegri
strandlengju Galiciu-héraðs.
Hundruð manna unnu við það í
gær að bjarga sjófuglum sem höfðu
farið í olíuna og við að hreinsa fjör-
una. Heimamenn sögðu að áhrif-
anna af olíunni á fiskimiðin kynni
að gæta um langan tíma.
„Það tekur tíu ár að jafna sig á
þessu," sagði José Campo, fiskimað-
ur á eftirlaunum, í gær.
Halla sér að Afríkuolíu
Bandarískir embættismenn sögðu
í gær að útflutningur olíu frá Vest-
ur-Afríku gæti leitt til þess að menn
yrðu ekki jafnháðir olíu frá Miö-
Austurlöndum og hingað til.
VIII peninga frá Jordan
Bandarísk barsöngkona, sem seg-
ist hafa verið ástkona Michaels Jor-
dans körfuboltakappa í þrjú ár, hef-
ur stefnt honum fyrir að brjóta lof-
orð um að gefa henni 5 milljónir
dollara fyrir að þegja.