Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002
DV
Tilvera
29
ig|,a
Bo Derek 46 ára
Leikkonan Bo Derek er
afmælisbarn dagsins. Ef
hægt er að segja um ein-
hverja ffæga leikkonu að
hún sé „einnar kvikmynd-
ar stjarna" þá er það Bo
Derek. Hún sló eftir-
minnilega í gegn í 10 þar sem hún
nánast kom með línuna að kynþokka
níunda áratugarins. Derek fékk tæki-
færi í kjölfarið en það kom fljótt í ljós
að leikhæfileikamir voru ekki miklir.
Þrátt fyrir kynþokkann og útgeislun-
ina hefur Derek ekki mikið verið í
sviðsljósinu. Hún giftist leikaranum
og leikstjóranum John Derek árið
1974 og varð ekkja eftir hann 1998.
Glldir fyrir fimmtudaginn 21. nóvember
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.):
. Gættu þess að láta
ekki yfirgangssama
manneskju snúa á þig.
Þú hefur átt í tölu-
verðri baráttu undanfarið og
. verður að standa fast á þínu.
Fiskamir H9. febr.-20. marsl:
Þér finnst vera til mik-
lils mælst af þér og þú
ekki metinn að verð-
leikum fyrir það sem
þú gerir. Vinur þinn segir þér eitt-
hvað sem þér bregður við að heyra.
Hrúturinn (21. mars-19. anrili:
. Þú prófar eitthvað sem
*þú hefur Eildrei reynt
áður og það verður til
þess að þú sérð margt
með öðrum augum en áður. Þú
ert hamingjusamur þessa dagana.
Nautlð (20. april-20. maíl:
Spennandi tímar eru
fram undan hjá þér og
þú kynnist nýju fólki.
Fjölskyldan gerir eitt-
hvað skemmtilegt og þú nýtur
þess að taka þátt í félagsllfi.
Tyíburarnir (21. maí-2i. iúníi:
Þú ættir að eyða meiri
If^tíma með fjölskyld-
^^11 unni. Hugleiddu ráð
sem þér voru gefin fyr-
ir stuttu, ef til vill segja þau mik-
ið um persónuna sem gaf þau.
Krabbinn (22. iúní-22. iúií):
Þú ert fremur við-
l kvæmur í dag og lætur
tilfinningamar hlaupa
____ með þig í gönur. Fé-
lagslífið mini taka miklum breyt-
ingum á næstunni.
Llónið (23. iúlí- 22. ágústl:
■ Þér finnst kunningi
þinn vera skilnings-
laus og tekur það frek-
ar nærri þér. Þú mátt
ekki vera svona viðkvæmur, það
er erfiðast fyrir þig sjálfan.
Mevlan (23. áeúst-22. seot.):
Greiðvikni vinnufélaga
þíns hefur góð áhrif á
^^V^*»andrúmsloftið á vinnu-
* r stað þínum. Þú tekiu-
frumkvæði í vandamáli sem upp
kemur heima fyrir.
Vogin (23. sept--23. PKt,):
J Þér finnst ef til vill
Oy sem fólk sé að
ráðskast með þig og
' f ert afar ósáttur við
það. Reyndu að sýna fram á að þú
kærir þig ekki mn þetta.
Sporðdrekinn (24. okt.-2l. nóv.i:
Það verður leitað til
þín um ráðleggingar.
pÞú skalt leggja þig
jfram við að veita þá að-
stoð sem þú getur en ekki gefa ráð
um það sem þú hefur lítiö vit á.
Bogmaðurínn (22. nðv.-2i. des.i:
|Þú færð fréttir sem
r valda þér miklum
i heilabrotum. Ættingi
þinn kemur verulega á
óvart og sýnir á sér algjörlega
nýja hlið.
Steingeitln (22. des.-19. ian.l:
Þú sýnir góðvild í garð
fólks sem kann vel að
meta það. Greiðvikni
' þín aflar þér vináttu
ærsónu sem þér er mikið í mun
ið vingast við.
Fínt að geta
valið milli flygla
- segir Þorsteinn Gauti sem leikur í Salnum í kvöld
Bíógagnrýni
Bitlaust skrímsli ‘ssá
Háskólabíó - Monster: ★ i
DV-MYND E.ÖL
Píanlstlnn
„Þessi verk eru frá ýmsum tímum en eiga þaö sameiginlegt aö vera frábær
tóniist, “ segir Þorsteinn Gauti um efnisskrá tónleikanna í kvöld.
„Aðstaðan er frábær hér í Saln-
um og ekki spillir að hægt er að
velja á milli tveggja flygla,“ segir
Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanó-
leikari, ánægður þar sem hann sit-
ur við Steinway-flygilinn og æfir
sig fyrir stórtónleikana í kvöld sem
hefjast klukkan 20. Þorsteinn Gauti
hefur ekki leikið einleik á höfuð-
borgarsvæðinu síðan í mars 1999 er
hann lék í Salnum, skömmu eftir
opnun hans. Aöspurður hvar hann
hafi alið manninn kveðst hann
hafa dvalið á Ítalíu í fyrravetur,
nánar tiltekið í nágrenni Garda-
vatns þar sem umhverfið sé eins og
póstkort af glæsilegustu gerð.
Næsta spurning verður því að sjálf-
sögðu: Hittir þú þá ekki stórsöngv-
arann, Kristján Jóhannsson? „Jú,
jú, ég kynntist honum ágætlega og
fjölskyldu hans. Það er vænsta
fólk.“
Þorsteinn Gauti kveðst hafa
komið fram á tónleikum á Ítalíu
með Jóhanni, leikara, bróður sín-
um og haldið einleikstónleika í
Lugano í Sviss en best hafi þó ver-
ið að hafa tíma tU að æfa sig og
stúdera ný verk. „Það er gott að
brjóta upp rútínuna hér heima um
tíma og koma svo hress tU leiks að
nýju,“ segir hann. í vetur kennir
hann bæði við Nýja tónlistarskól-
ann og Tónlistarskólann í Reykja-
vík auk þess sem hann tekur ein-
staka nemendur heim.
En þá er best að snúa sér að efn-
isskrá kvöldsins. Þar eru prelúdíur
og fúgur úr Wohl tempered klavier
eftir J.S.Bach, Intermezzo eftir
Brahms, Prelúdia op. 23 eftir
Rachmaninoff, Pavane eftir Ravel
og Sónata nr. 2 op. 14 eftir Prokofi-
eff. „Þessi verk eru frá ýmsum tím-
um en eiga það sameiginlegt að
vera frábær tónlist," segir Þor-
steinn Gauti. „Wohl tempered
klavier eftir Bach, eða „Vel stillta
píanóið“ hefur stundum verið
nefnt „Gamla testamentiö" í klass-
ískri píanótónlist. Svo eru þarna
seinni tima verk sem öU eiga sina
sögu.“ -Gun.
íslensk skrimsli og útlend sjónvarpskona
Robert John Burke og Sarah Polley í
hlutverkum sínum.
Hvað er hann Hartley eig-
inlega að hugsa? Er hann að
meina þessa mynd, Monster,
í alvöru? Er hann að opin-
bera fyrir okkur tregum
áhorfendum djúpar hugsanir
um græðgi og firringu nú-
tímamannsins og algjört sið-
leysi fjölmiðla? Er skrímslið
upphaf okkar og endir, er það
dýrið innra með okkur, tor-
tíming framtiðarinnar? Er
þetta írónia, eða eru þessar
mínútur hans bara prívat
brandari - eins konar heima-
vídeó sem hefur vUlst inn í
bió?
Sarah PoUey leikur barna-
legu og saklausu stúlkuna
Beatrice sem fer tU íslands
að leita að skrímsli sem drap
kærastann hennar. Rétt utan við
strendur okkar ástkæra lands er
nefnUega eyja og á henni býr ófrýni-
legt skrímsli sem hefur verið tU frá
örófi alda og er afskaplega þreytt á
eigin tUveru, aðaUega vegna þess að
mannfólkið fer svo svívirðUega
mikið í taugamar á því. Saklausa
stúlkan er lögð eins og fóm á tröpp-
ur skrímslisins af drykkfeUdum ís-
lendingum og þar finnur það hana.
En eins og gjarnan gerist þegar sak-
leysi og skrímsl hittast (Fríða og
dýrið) þá upphefst innUeg vinátta
(eða eitthvað). Að minnsta kosti
ákveður Beatrice að hjálpa skrímsl-
inu að yfirgefa þennan heim. Það er
einungis hægt með hjálp hins geö-
veika vísindamanns dr. Artauds
sem hefur fundið upp aðferð tU að
eyða „efninu" og þar með skrímsl-
inu. Beatrice fær sjónvarpsstöðina
sem hún vinnur fyrir tU að hjálpa
þeim að hafa upp á Artaud en það
vom mistök því yfirmaður hennar
(Helen Mirren) fær áhorfendatölu-
skjálfta þegar hún sér skrimslið og
möguleika þess á vinsældum í sjón-
varpi.
Ég held að einhvers staðar
inni í The Monster búi ágæt-
ishugmynd að kvikmynd en
hún týnist I banal atriðum og
heimspekUegu blaðri. Hug-
myndin um Fríðu og dýrið
býr yfir ónýttum möguleikum
og eins hefði gagnrýnin á
sjónvarpsstöðina getað verið
beitt og skemmtUeg en i stað
þess flengist The Monster
mUli þess að vera fáránleg og
yfir í hrein leiðindi. Það
merkUegasta við myndina er
hvað mörgum prýðUegum
leikurum tekst að gera úr
þunnum hlutverkum. Helen
Mirren er eftirtektarverð sem
siðlaus yfirmaður sjónvarps-
stöðvar, Baltasar Kormákm-
sýnir frábæra takta sem vísinda-
maðurinn Artaud og Julie Christie
er hlý sem læknir á hjara veraldar.
Svo fer líka um mann þjóðrembu-
skjálfti við að sjá landslið íslenskra
leikara i hálfútlenskri mynd - það
hefði bara verið enn skemmtUegra
ef myndin hefði verið svolítið betri.
Handrit, leikstjórn og tónlist: Hal
Hartley. Aöallelkarar: Sarah Polley, Ro-
bert John Burke, Helen Mirren, Julie
Christie, Baltasar Kormákur o.fl.
Notaðir bílar hjá
Suzuki bílum hf.
Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk.
Skr. 9/99, ek. 23 þús.
Verð kr. 750 þus.
Suzuki Baleno Gl, 4 dr., bsk.
Skr. 5/99, ek. 38 þús.
Verð kr. 890 þus.
Suzuki Vitara JLX, 3dr., bsk.
Skr. 7/98, ek. 75 þús.
Verð kr. 970 þus.
Suzuki Jimny JLX, bsk.
Skr. 6/02, ek. 15 þús.
Verð kr. 1480 þús.
Renault Mégane RT, bsk.
Skr. 3/99, ek. 47 þus.
Verð kr. 1090 þús.
Ford Fiesta Flair, bsk.
Skr. 11/96, ek. 85þús.
Verð kr. 590 þus.
Suzuki Vitara V-6, sjsk.
Skr. 10/97, ek. 85 þús.
Verð kr. 1290 þús.
Galoper 2,5, dísil, sjsk.
Skr. 9/99, ek. 78 pús.
Verð kr. 1490 þús.
Hyundai Accent GLS, bsk.
Skr. 7/98, ek. 45 þus.
Verð kr. 750 þus.
TILBOÐ kr. 600 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---////--------------|
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100