Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002
Skoðun TXST
Hver er þinn uppáhalds ís-
lenski tónlistarmaður?
Elvar Freyr Helgason neml:
Bubbi Morthens.
Gísli Berg nemi:
Geir Ólafsson, hann hefur skemmti-
lega takta.
Helena Stefánsdóttir nemi:
Magni, í hljómsveitinni Á móti sól.
Hlynur Gylfason neml:
Herbert Guömundsson, hann er svo
misskilinn.
Einar Ingi Hrafnsson neml:
Bubbi Morthens, hann nær aö mínu
mati til allra aldurshópa.
Framtíð sjómanna-
menntunar í landinu?
Torfi Vestmann,
nemandi viö Vélskóla íslands, skrifar:_
Nú er aö bresta á yfirtaka
„Menntafélagsins ehf.“ á rekstri
Sjómannaskóla íslands. Auðvaldið
að störfum. Hvað tekur viö og
hver er tilgangurinn? Þetta eru í
mínum huga stórfurðuleg vinnu-
brögð ef vinnubrögð skyldi kalla.
Samningur menntamálaráðu-
neytisins og „Menntafélagsins
ehf.“ er til fimm ára sem raunar
er vanhugsað, þar sem það tekur
fjögur og hálft ár að koma þeim
nemendum í gegnum skólann sem
þegar eru skráðir og verða skráð-
ir fram að samningsbyrjun. Hér er
að mínu mati lítil sem engin
skipulagning á ferðinni.
Hvorki „Menntafélagið ehf.“ né
menntamálaráðuneytið hafa lýst
því yfir að fjárstreymi verði aukið
til skólanna. Einu yfirlýsingamar
sem fram hafa komið eru að rekst-
ur skólanna verði með svipuðum
hætti og áður. Samt sem áður skal
hann bættur og breyttur og um-
bætur kosta peninga. Þetta segir
sína sögu. Spuming min er því
þessi: Eru það nemendur sem
koma til með að borga brúsann?
Sjómannaskólinn á sér um það
bil 70 ára sögu og hefur þróast
mikið á þeim tíma. Ef vel ætti að
vera þyrfti svona samningur að
vera til að minnsta kosti 10-15 ára
þar sem námiö hefur verið mótað
á löngum tíma, en ekki með
skyndiákvörðunum. - Hefði ekki
verið nær hjá „Menntafélaginu
ehf.“ að stofna hollvinasamtök og
styrkja með þeim hætti starfsemi
skólans?
Það er margt sem upp á vantar
og nú er tími kominn á endumýj-
un á ýmsum búnaði skólans. Skól-
„Taka ber einnig tillit til
þess, svo dæmi sé tekið, að
Vélskóli íslands er mjög sér-
hœfður og krefst mikils
búnaðar sem tengist verk-
legri kennslu hans. Þess
vegna er ekkert óeðlilegt
við það að kostnaður á
hvern nemanda sé töluvert
hœrri en í venjulegum
framhaldsskóla.“
inn hefur verið fjársveltur um
langt skeið og er það með ólíkind-
um hvað þó hefur tekist að gera
þar góða hluti. Taka ber einnig til-
lit til þess, svo dæmi sé tekið, að
Vélskóli íslands er mjög sérhæfð-
ur og krefst mikils búnaðar sem
tengist verklegri kennslu hans.
Þess vegna er ekkert óeðlilegt við
það að kostnaður á hvern nem-
anda sé töluvert hærri en í venju-
legum framhaldsskóla.
Á vegum menntamálaráðuneyt-
isins eru fyrirliggjandi fjöldaupp-
sagnir starfsmanna við Sjómanna-
skóla íslands. - Forsvarsmenn
þessara breytinga menntamála-
ráðherra og „Menntafélagið ehf.“
ættu aö sjá sóma sinn í því að
kynna þessar breytingar fyrir
nemendum, kennurum og öðrum
starfsmönnum skólans og taka
með því á heiðarlegan og skilvirk-
an hátt af alla óvissu um framtíð
þeirra við skólann.
Jákvæð viðhorf frambjóðenda
Hildur Jóhannsdóttir
skrifar:____________________________
Mig langar að hrósa því nýja fólki
sem býður sig fram í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík fyrir já-
kvæðan og ábyrgan málflutning.
Flestir virðast leggja áherslu á aukin
tækifæri fyrir alla með minni ríkisaf-
skiptum og lægri sköttum. Sem dæmi
um þessa jákvæðu baráttu vil ég
nefna málflutning Birgis Ármanns-
sonar aðstoðarframkvæmdastjóra.
Mér sýnist hann góður liðsauki í þing-
flokk sjálfstæðismanna.
Kannski eru þessar áherslur nýju
frambjóðendanna til marks um þá
viðhorfsbreytingu sem orðið hefur
hér á síðasta áratugnum eða svo. Nú
„Sem dœmi um þessa já-
kvæðu baráttu vil ég nefna
málflutning Birgis Ár-
mannssonar aðstoðarfram-
kvœmdastjóra. Mér sýnist
hann góður liðsauki í þing-
flokk sjálfstœðismanna. “
þykir ekki lengur sjálfsagt að leita
með úrlausn allra mála til hins opin-
bera. Ríkið er hætt rekstri fyrirtækja
eins og prentsmiðja, fiskimjölsverk-
smiðja, skipafyrirtækja, viðskipta-
banka og svo mætti lengi telja. Ekki
þarf lengur að standa í biðröð á spari-
fotunum eftir lánsfé eða gjaldeyris-
leyfi. Enn eru þó óunnin ýmis verk-
efni eins og að einkavæða Landssim-
ann og draga úr höftum í landbúnað-
arkerfinu.
Einnig er mikilvægt að virkja ein-
staklingsframtakið í skólum landsins,
þótt þar séu þegar margar góðar fyrir-
myndir til staðar. Ef marka má mál-
flutninginn treysti ég þessum nýju
frambjóðendum vel til að takast á við
þessi verkefni í samvinnu við þá þing-
menn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
sem fyrir eru. Það er sómi að svo já-
kvæðri og uppbyggilegri baráttu.
Augað alsjáandi
Ekki veit Garri hvert þessi arma þjóð væri
komin ef ekki nyti við hins alsjáandi auga
fjármálaráðherrans. Nú hefur hann uppgötvað
svindl sem lengi hefur viðgengist og stoppar
það, sem betur fer. Glöggur ráðherrann komst
að því að bílaleigur hér á landi hafa leyft sér
þá svívirðu að leigja út bUa yfir vetrarmánuð-
ina, jafnvel lengur en mánuð í senn. Það er
glæpsamlegt og eðlilegt að gripið sé tU harðra
refsiaðgerða. Ráðherra hefur því samið nýja
reglugerð sem kemur sem krókur gegn þessu
óþokkabragði bílaleiganna.
Skynsemin ræður
Nú má sem sagt treysta því að bílaleiga sem
leigir manni bU, á tUtölulega hagstæðu vetrar-
verði, innkalli hann eftir 30 daga leigu og
tryggi um leið að sami maður fái ekki notið
viðskipta við sama fyrirtæki næsta hálfan
annan mánuðinn. Það má hver maður sjá að
þetta er skynsamlegt. Miklu betra er að bíll-
inn bíði ónotaður eftir erlendum túristum
næsta sumars. Þeir eru ekkert að asnast til að
leigja bílana svona lengi.
Nú kann að vera að einhverjum detti í hug
að gagnrýna fjármálaráðherra fyrir að koma í
veg fyrir langtímaleigu á bílaleigubílum en sá
hinn sami ætti að hugsa sinn gang. Gagnrýn-
andinn ætti bara að skoða dæmi tU saman-
burðar, þá er líklegt að hann átti sig.
Frelsiö er til óþurftar
Hvaða vit er til dæmis i því að leigja fólki
íbúðir til langs tíma, jafnvel svo árum eða ára-
tugum skiptir? Fólk festist bara á sama stað,
verður værukært, eignast hugsanlega kunn-
ingja í hverfmu og er jafnvel með bömin í
sama skóla árum saman í stað þess að reyna
eitthvað nýtt. Miklu skynsamlegra væri að
setja reglugerð um útleigu íbúða og leigja þær
aðeins i mánuð í senn, reka leigjandann þá út
og leigja öðrum. Fyrri leigjandinn gæti svo
komið eftir hálfan annan mánuð, reynslunni
ríkari og tekið ibúðina á leigu á ný.
Frelsið er til óþurftar, það veit fjármálaráð-
herrann. Því setur hann reglugerðir og bann-
ar alla vitleysu. Almúganum er ekki
treystandi og enn síður bílaleigunum. Af
hverju ætti einn og sami maðurinn að leigja
sér sama bílinn allan veturinn og það af sömu
bílaleigunni? Það er rugl og fásinna, eins og
fjármálaráðherra hefur, sem betur fer, bent
okkur á. Þökk sé honum.
CyXffi
Bændur, kenn-
arar, læknar
Jðhann SigurSsson skrifar:
Vandamálafrétt-
imar hrannast upp
hjá þessari fá-
mennu þjóð. Heil-
brigðiskerflð er nú
komið á það stig að
annað er þar ekki
ffam undan en einn
stór niðurskurður
og síðan einkavæð- í stéttaþjóðfé-
ing á stærsta hluta laginu
þess. Bændur blása Neytendur í
nú til vandamála- matarleit.
fundar undir for-
ystu Bændasamtakanna, vegna of-
framleiðslu, en milliliðir og sláturleyf-
ishafar svonefndir kúga bænduma
með smánargreiðslum fyrir afurðirn-
ar og hirða gróðann sem skapast í
meðferð frá búinu í verslunina. - Og
mér sýnist kennarar í gættinni eina
ferðina enn, a.m.k. skrifar formaður
Félags framhaldsskólakennara blaða-
grein nýlega og segir að fjárlagafrum-
varpið fyrir 2003 gangi ekki nógu
langt og framlög til framhaldsskóla
þurfl nú að aukast um 600 milljónir
króna! - Hvað ætla þessar stéttir sem
hér hafa verið nefndar að ganga langt
til að koma þjóðfélaginu á hausinn?
Hve lengi getum við, almennir skatt-
greiðendur, staðið undir þessum kröf-
um stéttaþjóðfélagsins?
í sjóði ESB
Kristinn Sigurðsson skrifar:
fsland greiðir 100 milljónir árlega í
sjóði ESB -landanna, eingöngu til
styrktar fátækari löndum innan sam-
bandsins. Spánn er eitt þeirra landa
sem hefur tekist að stimpla sig sem fá-
tæka þjóð. Enginn hefur minnst á að
það koma eitthvað um 50 milljónir
ferðamanna til Spánar ár hvert. Það
þýðir gífurlegar tekjur fyrir Spán. Lít-
um á borgimar og auðinn í
Barcelona, Madrid eða Sevilla og ekki
má gleyma lúxushótelunum á bað-
ströndum landsins. Eða gullkistuna
Kanarí. Allt í miklum blóma, tákn um
auðlegð og velsæld, sem er gott mál
fyrir Spánverja. Það er því fráleitt að
ísland greiði tO ESB-landa meira en
nú er. Eða vilja landsmenn að við
greiðum í þessa hít? Hverjir geta talað
með því?
Sólveigu í 3. sæti
Kristján Einarsson skrifar:
Ég vil hvetja
alla sjálfstæðis-
menn til að styðja
Sólveigu Péturs-
dóttur í 3. sæti i
prófkjöri sjálfstæð-
ismanna 22. og 23.
nóvember nk. Sól-
veig er tvímæla-
laust einn ötulasti
þingmaður okkar
Reykvíkinga, með
yfirgripsmikla
þekkingu og
reynslu af sfjórn-
málum, jafnt á Al-
þingi sem í borgar-
stjórn. Sem ráðherra dóms- og
kirkjumála skipaði Sólvegi sér í for-
ystusveit sjálfstæðismanna og hefur
á undanfórnum þremur árum stýrt
ráðuneyti sínu af áræðni, víðsýni og
festu. Má þar sem dæmi nefna hert
refsiákvæði við kynferðisafbrotum á
bömum og hertum refsidómum í
fíkniefnamálum. Hún hefur auk þess
stuðlað að auknu sjálfstæði þjóð-
kirkjunnar. Undir forystu Sólveigar
hefur og farið fram tímabær endur-
skoðun á löggæslumálum lands-
manna og skipulagi umferðarmála.
Hvort tveggja víðfeðmir málaflokk-
ar, sem hafa margvísleg áhrif á ör-
yggi borgaranna. - Tökum þátt og
styðjum Sólveigu til áframhaldandi
forystu.
Sólveig Péturs-
dóttir dóms-
málaráðh.
Yfirgripsmikil
þekking og
reynsla af
stjórnmálum.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.