Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 8
8
Fréttir
MIÐVDflJDAGUR 20. NÓVEMBER 2002
DV
lúxus bifreid V
L
575 1230
Kíktu til okkar á www.bilaland.is
Opið mán-fös 09-18 og lau 10-16
Mercedes Benz ML
Nýskr.09.1999, 3200cc vél,
5 dyra, Sjálfsklptur, Grænn, ekinn 55.þ.
->3.990ií>.
Grjóthálsi 1
bllaland.ls
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um
deiliskipulag í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, eru hér með
auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlun-
um og breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftir-
talin svæði í Reykjavík:
Reitur 1.181.0
Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Óðinsgötu,
Týsgötu, Spítalastíg og Skólavörðustíg. Um er að
ræða deiliskipulag sem samþykkt var til auglýsingar í
borgarráði 29. október 2002.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að reisa megi einnar
hæðar hús (bílgeymslu) sunnan núverandi húss að
Óðinsgötu og að steinsteypt viðbygging á lóðinni
Óðinsgata 5 megi víkja. Þess í stað verði heimilt að
byggja einnar hæðar viðbyggingu við timburhúsið. Þá
gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að byggja þriggja
hæða hús með kjallara á lóðunum Týsgata 4 og 6,
kvöð er um aðkomu að Týsgötu 4b og 4c um lóðina
Týsgata 4 og á lóðinni Týsgata 8a er heimilt að byggja
þriggja hæða hús með risi og valma til vesturs ásamt
kjallara.
Grófin.
Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Tryggvagötu,
Grófinni, Vesturgötu, Hafnarstræti og Naustinni. Um er
að ræða deiliskipulag sem samþykkt var til auglýsingar
í borgarráði 5. nóvember 2002.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að reisa megi
nýbyggingu, þrjár hæðir og kjallara, á lóðinni Vestur-
götu 2a, og þrjár hæðir og kjallara á lóðinni Vesturgötu
2, meðfram Tryggvagötu, og Tryggvagötu 22. Ekki er
gert ráð fyrir neinum breytingum frá núverandi ástandi
varðandi Hafnarstræti 1-3.
Grjótháls 8, vetnisstöð.
Tillagan tekur til lóðarinnar Grjótháls 8 (bensínstöð
Skeljungs). Um er að ræða deiliskipulag sem samþykkt
var til auglýsingar í borgarráði 5. nóvember 2002.
Deiliskipulagsbreytingin varðar stækkun á byggingar-
reit til austurs um 34 m. til að koma fyrir mannvirki til
framleiðslu og afgreiðslu á vetni.
Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingar-
sviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 -
16.00 frá 20.11. 2002 - til 03.01. 2003. Eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við
þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar
en 03.01 2003.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 20.11.2002.
Skipulagsfulltrúi
Ekki allir sáttir við að þurfa að setja upp merkingar fyrir póstbera:
Reglugerð skyldar fólk
til að merkja heimili sín
- að öðrum kosti má pósturinn endursenda bréf
„Þetta er ekkert sem við tökum
upp hjá okkur sjálfum. Það er skýrt
tiltekið í reglugerð um póstþjónustu
að móttakendum pósts ber skylda til
að merkja heimili sitt. Þá eru kröf-
ur um póstkassann sjálfan komnar í
byggingareglugerð. Þannig höfum
við heimild til að endursenda póst
uppfylli menn ekki þau skilyrði.
Þeir sem greitt hafa fyrir póstþjón-
ustuna vilja auðvitað ekki að við
setjum póstinn inn um vitlausa
lúgu. Sé öllum atriðum um merk-
ingu fullnægt eru öll skilyrði til að
koma póstinum rétt til skila. Um
leið skapast grundvöllur fyrir kröf-
ur á hendur okkur ffá þeim sem
kaupa þjónustuna," sagði Tryggvi
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
framkvæmdasviðs íslandspósts, í
samtali við DV.
Maður sem býr í parhúsi í Vest-
urbænum hafði samband við blaðið
og sagðist ósáttur við að vera settir
úrslitakostir af hálfu íslandspósts.
Vísaði hann í bréf frá fyrirtækinu
þar sem honum var bent á að dyrn-
ar heima hjá honum væru ekki
merktar og yrði ekki ráðin bót á því
mætti hann eiga von á að fá engan
póst. Efaðist hann um að íslands-
póstur hefði heimild til að setja
mönnum úrslitakosti og leit svo á
að þeir sem greiddu póstburðargjöld
Bréfberi með byrði
Merkingarleysi seinkar pósti.
ættu heimtingu á að bréfin kæmust
til skila. Sagði maðurinn ekki hafa
viljað merkja heimili sitt með nein-
um hætti og honum væri frjálst að
hafa hlutina þannig. Bætti hann við
að sú tilhögun hefði aldrei truflað
póstburð heim til hans. Öll bréf
hefðu skilað sér.
Tryggvi sagði íslandspóst hafa
verið með átak síðastliðin tvö ár
sem gengi út á að fá fólk til að
merkja heimili sín með skýrum
hætti.
„Það hafa margir fengið miða
þess efnis inn um lúguna hjá sér.
Þetta er einfaldlega liður í því að
koma póstinum fljótt og örugglega
til skila. Ef bréfalúgur eða dyr eru
ekki merktar er öruggara að endur-
senda póstinn. Fari pósturinn inn
um ómerkta lúgu og móttakandi býr
ekki á staðnum getur dregist úr
hömlu að fólk skili bréfum aftur til
póstberans eða á pósthús. Það getur
komið sér afar illa, bæði fyrir send-
andann og réttan móttakanda bréfs-
ins,“ sagði Tryggvi.
Hann sagði um 60 þúsund ein-
staklinga flytja á hverju ári og því
væri áríðandi að merkingar væru
skýrar fyrir póstbera.
„Strangt til tekið gengur póst-
þjónustan út á að koma bréfum til
ákveðinna einstaklinga en ekki inn
í ákveðin hús. Þess vegna viljum
við hafa merkingamar í lagi. Fari
bréf inn um vitlausa lúgu höfum við
ekki lengur stjóm á ferlinu. Það er
það versta sem gerist en kemur því
miður fyrir. Merkingaleysi seinkar
síðan póstburðinum sem aftur vek-
ur óánægju þeirra sem hafa sínar
merkingar í lagi.“ -hlh
Tólf spora-hús
tekur til starfa
Nýtt áfangaheimili fyrir áfengis-
og flkniefnasjúklinga var kynnt
formlega í gær. Það er líknarfélag-
ið Skjöldur sem stendur að baki
nýja áfangaheimilinu sem kallast
12 spora-hús eða „Sober-house“.
Áfangaheimiliið er ætlað hverjum
þeim sem vill sigrast á fikn sinni
og lifa eftir tólf spora kerfi AA-
samtakanna.
í húsinu verður pláss fyrir tólf
karlmenn og sex konur en auk
þess munu starfsmenn búa á
staðnum. Heimilismenn munu
hafa aðgang að lækni og geðlækni
en húsið er að mestu leyti rekið af
utanaðkomandi AA-mönnum. 12
spora-húsið er ekki gróðafyrirtæki
heldur er tilgangurinn að verða
samfélaginu að gagni og ekki er
um að ræða samkeppni við önnur
meðferðarúrræði. Meðal þeirra
hugmynda sem húsið byggist á er
aö heimilið sé áfangastaður áfeng-
is- og fíkniefnasjúklinga um níu
mánaða skeið og sú krafa er gerð
til heimilismanna að innan
þriggja mánaða hafi þeir fundið
sér vinnu eða sest á skólabekk og
séu um leið orðnir virkir þátttak-
endur í 12 spora-starfi undir hand-
leiðslu trúnaðarmanns. Ráðgert er
að starfsemin hefjist um næstu
mánaðamót. -aþ
DVJ4YND E.ÓL
Stjórnarmenn og aðstandendur 12 spora-hússins „Sober-house“
Hiö nýja áfangaheimili er viö Skólavöröustíg 30 og er ráögert aö starfsemi
þess hefjist um næstu mánaöamót. Þingmennirnir Margrét Frímannsdóttir og
Guörún Ögmundsdóttir eru meöal stjórnarmanna en stjórnarformaöur er
Guöjón Egiit Guöjónsson.
Aukin sætanýting Flugleiða:
Jókst um 6,8% milli ára
Jákvæð þróun varð í farþega-
flutningum Flugleiöa í október í
samanburði við október 2001, en þá
var félagið að bregðast við afleið-
ingum atburðanna 11. september á
flugstarfsemi. Líkt og á undanförn-
um mánuðum er nýting betri og
samseting farþegahópsins hag-
kvæmari en var á síðasta ári. í
október minnkaði fyrirtækið sæta-
framboð i millilandaflugi um 14,5%
frá fyrra ári en farþegum fækkaði
aðeins um 3,7%. Sætanýting varð
6,8% betri en í október 2001.
Eitt af meginmarkmiðum í
rekstri félagsins á þessu ári er að
draga úr hlutfalli farþega sem eru á
leið yfir Norður-Atlantshaf en auka
hlutfall þeirra sem ferðast til og frá
Flugleibir
Farþegum sem áttu erindi til íslands
eöa frá íslandi fjölgaöi um 6,1% í
september.
íslandi. f október voru farþegar á
leiðum til og frá íslandi 60% af
heildarfjölda farþega. I október í
fyrra var þetta
hlutfall 54%. Fyrstu tíu mánuði
ársins voru farþegar á leiðum til og
frá landinu 60% en á sama tímabili
í fyrra var þetta hlutfall 52%.
Farþegum sem áttu erindi til ís-
lands eða frá fslandi fjölgaði um
6,1% í september, en þeim sem
fljúga yfir Norður-Atlantshafið um
ísland í vélum Flugleiða fækkaði
um 15,4%. Farþegum í millilanda-
flugi Flugleiða fækkaði úr 95.106 í
október 2001 í 91.555 í október i ár.
í heild fækkaði farþegum í milli-
landaflugi Flugleiða á fyrstu tíu
mánuðum ársins úr rúmlega 1,2
milljónum í fyrra í tæplega milljón
farþega í ár eða um 12,4%. Sætanýt-
ing hefur í heild batnað um 1,0%.
-GG