Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 15
15 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 DV_____________________________________________________________________________________________________Menning Óhuggandi Einn ástsæl- asti söngvari þjóðarinnar, Kristinn Sig- mundsson, syngur uppá- haldslög sín á nýútkomnum geisladiski við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Þetta eru lög á borð við Hamraborgina, Danny Boy, Deep River og annað þess háttar, ekki endilega merkileg tón- list, en svo vel flutt að maður gjör- samlega tapar sér. Kristinn túlkar hvert lag innilega, af miklum til- fmningahita án þess að vera væm- inn, og þegar það er gert af svo mögnuðum söngvara og við svo silkimjúkan píanóleik, fær maður kökk í hálsinn strax í fyrsta lag- inu. I næstu lögum fara tárin að renna, og í fegursta laginu, Malia eftir Tosti, sem er númer ellefu á diskinum, er maður farinn að há- skæla og er óhuggandi eftir það. Af augljósum ástæðum er þetta geisla- diskur sem maður ætti að hlusta á í einrúmi. Eintakið sem barst í mínar hendur inniheldur ekki nöfn tón- skáldanna, aðeins lagatitla og textahöfunda. Þessi mistök munu verða leiðrétt, sem er eins gott, því að öðru leyti er geisladiskurinn fullkominn. Upptakan, sem gerð var i Salnum í Kópavogi af Hall- dóri Víkingssyni, er í fremstu röð, allir eiginleikar söngvarans njóta sín og rödd píanósins er i senn tær og hljómmikil. Ekki er hægt að hugsa sér betri jólagjöf. Jónas Sen Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson: Uppáhaldslög. Ómi klassík 2002. Dönsk-íslensk huggulegheit Það er ekki auðvelt fyrir sviðsleikara að flytjast milli landa því i fáum starfsgreinum eru gerðar jafnmiklar kröfur til framburðar og góðrar málakunnáttu. Þetta hef- ur danska leikkonan Charlotte Boving, sem hefur verið búsett hér- lendis síðustu árin, feng- ið að reyna á eigin skinni. En þó lítið hafl sést til hennar á sviði hefur hún ekki setið auð- um höndum. í byrjun þessa árs sýndi Hafnar- fjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör leik- gerð hennar á ævintýr- inu um Rauðhettu sem hún leikstýrði auk þess að vera höfundur tónlist- ar og söngtexta. Á sunnudagskvöldið var svo Hin smyrjandi Jóm- frú, sem hún samdi í samstarfi við leikstjór- ann Steinunni -Knúts- dóttur, frumsýnd í Iðnó en þar er það Charlotte sjálf sem fer með eina hlut- verkið. Eins og nafnið gefur til kynna kemur hið fræga danska smurbrauð mjög við sögu í sýningunni enda söguþráðurinn einfaldlega sýnikennsla í smur- brauðsfræðum. Því er til dæmis Ijóstrað upp að til eru 178 ólíkar gerðir smuTbrauðs en það sem merki- legra hlýtur að teljast er að smurbrauðsjómfrúin þekkir hvern mann við höfum að geyma á uppá- haldsbrauðinu okkar. Roastbeef-maðurinn og laxa- maðurinn eru til dæmis afar ólíkar manngerðir og skemmtu áhorfendur sér konunglega yfir vel völd- um dæmum um þessar manngerðir meðal frumsýn- ingargesta. En þótt helsta umræðuefnið sé smur- brauð er ýmislegt í textanum sem vísar til reynslu nýbúans Charlotte Boving og sýn hennar á þetta nýja heimaland. Húmorinn er ætíð í fyrirrúmi og eins og alltaf er fróðlegt að sjá okkur sjálf með augum einhvers sem er utanaðkomandi. Sýningin lætur ekki mikið yfir sér en gengur fullkom- lega upp innan þess ramma sem henni er skapaður. Umgjörð er einfóld og skemmtileg notkun á kvikmyndatökuvél gerir smurbrauðið að aðalleikurum í leikriti innan leik- ritsins. Erótískur dans rækjubrauðs og lifrarkæfubrauð- sneiðar var sérlega eftirminnilegur svo ekki sé minnst á litlu rækjuna sem sveifl- aði sér fimlega upp og niður tilfinninga- skalann. Vel valin en sparlega notuð tón- list eykur blæbrigðin og það dylst engum sem sér Hina smyrjandi Jómfrú að Charlotte Boving er fjölhæf leikkona. Steinunn Knútsdóttir leikstjóri á að sjálfsögðu stóran þátt I því hversu vel tekst til og hárrétt sú leið hennar að halda leiknum á tempruðum nótum þótt ýmislegt sé farsakennt í framvindunni. Til að kóróna herlegheitin er boðið upp á ljúffengt smurbrauð fyrir sýningu og því óhætt að lofa þeim sem taka allan pakkann nærandi kvöldstund fyrir sál og líkama. HaUdóra Friðjónsdóttir Gulidrengurinn ehf. sýnir í lönó: Hin smyrjandi Jómfrú eftir Charlotte Bpving og Steinunni Knútsdóttur. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Búningar: Þórunn Sveinsdóttir. Umsjón tónlistar: Egill Jóhannesson. Myndlistarmaöur/sjónræn ráögjöf: Jónf Jónsdóttir. Leikstjóri: Steinunn Knútsdóttir. Charlotte Boving í hlutverki Hinnar smyrjandi jómfrúar Hún þekkir hvern mann við höfum að geyma á uppáhalds- brauðinu okkar. Anders Zorn: Kona baðar sig (1889) Hún er nettari en konurnar sem baða sig hjá Renoir. Birtubrigði Þeir sem verða á ferð um Stokkhólm næstu tvo mánuði ættu að líta við í Nationalmuseum. Þar stendur yfir skemmtileg og afar vinsæl sýn- ing á norrænum og frönskum málverkum undir heitinu „Impressjónisminn og Norðurlönd". Undir eru framúrstefnulistamenn franskir á seinni hluta 19. aldar og norræn list á árunum 1870-1920. Á sýningunni eru rúmlega 200 verk og lista- mennimir ekki af verri endanum, m.a. Cézanne, Degas, Manet, Monet, van Gogh og Gauguin, Pissarro og Renoir - og á móti þeim er stillt nor- rænum kollegum á borð við Anders Zom, Will- umsen, Krogh, Munch og Schjerfbeck. Sýningar- stjórarnir eru að velta fyrir sér stefnum og áhrif- um og sýna fram á að hinir seinni herma ekki vélrænt eftir fyrirrennurum sínum, birtan verð- ur önnur í norrænu myndunum. Jafnvel þegar Frakkarnir mála fyrir norðan - Gauguin málaði til dæmis nokkrar myndir í Kaupmannahöfn - þá skynja þeir birtuna öðruvísi en innfæddir. Aðall impressjónismans í málaralist var einmitt að mála utandyra og ná birtubrigðum andartaksins i varanlegt form. Málverkin gerðu á sinn hátt kröfu til að vera augnabliksmyndir. Á sýningunni eru verk sem heilla hvert fyrir sig en gefa þar að auki tækifæri til vekjandi saman- burðar. Enginn Íslendingur er með á sýning- unni, okkar impressjónistar komu síðar til sögu. Sýningin verður í Stokkhólmi til 19. janúar 2003, þá flyst hún til Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn og verður þar frá 21. feb. til 25. maí. SlNFÓNÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS Sálin og Sinfónían Vinsæl popphljómsveit, tveir bandarískir mínimalistar, brádefnilegur einleikari og heil sinfóníuhljómsveit. Allt getur gerstl Tónleikar í HáskólabÍói fimmtudaginn 21., kl. 19. 30, föstudaginn 22., kl. 19. 30, laugardaginn 23., kl. 17. 70. Hliómsveitarstjóri: Bemnaráir Wilkinsson Einleikari: Una Sveinbjamardóttir Sálin hans Jóns mins John Adams: Short Ride in a Fast Machine Philip Glass: Fiðlukonsert Tónlist Sálarinnar í útsetningu Þorvaldar Bjama Þorvaldssonar. www.hhh.is Grettissaga Saga Grettis. Leiirit eftir Hilmar Jónsson byggtá Grettissögu Lau 23. nóv. kl. 20, nokkur sæti Föst 29. nóv. kl. 20, laus sæti Sellófon eftirBjörk Jakobsdóttur Mið. 20. nóv., uppseit Sun. 24. nóv., uppselt þri. 26. nóv., uppselt mið. 27. nóv., örfá sæti sun. 1. des., örfá sæti mið. 4. des., nokkur sæti Sýningarnar á Seilófon befjast kl. 21.00 Miðasala í síma 555-2222 „Eftirminnileg og dramatísk syning" .„Petur Einarsson brast hvergi 1 frábærri túlkuc sinns ...Björn ingi Hiiíriarsson veitti Petri verðugan motieik 02 mun túikun hans... iengi iifa ...samieikur Björns Inga og Björns Hlyns. listilega unninn... SAB Morgunbiaðinti tj g ...Hanna Maria Karis- dóttir lek aí fölskva- lausri snilld... ...sigur fyrir Leikfélag Reykjavíkur og ieik- stjorann. Þorhiidi Þorieifsdotlur. SA DV Sölumaður deyr eftir Arthur Miller • Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir BORGARLEIKHUSIÐ SX SKJALLBANDALAGIÐ KYNNIR ■ 11 I llrwi í IÐNÓ Rm. 21/11 W. 21 Örfá sæti Fös. 22/11 kl. 21 Örfásæti Lau.23/11 kl.21 Örfásæti Fös. 29/11 kl. 21 Örfá sæti Lau. 30/11 kl. 21 Nokkur sæti Rm. 5/12 kl. 21 Nokkur sæti Fös. 6/12 kl. 21 50. sýning - uppselt Fim. 13/12 kl. 21 Miðasalan í Iðnó er opin frá 10-16 alla virka daga, 14-17 um helgar og frá kl. 19 sýningardaga. Pantanir í s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. kveteh Isikfiápupinii á ænunnl Föstudag 22. nóvember, kL 21, nokkur sætí laus. Sunnudag 24. nóvember, kl. 17. Vesturport, Vesturgötu 18 Miðasala fer fram í Loftkastalanum, sími 552 3000 - www.senan.is BOR6ARLEIKHUSIÐ LfiMébg&s&javÍkrr STÓRA SVIÐ SÖLUAAAÐUR DEYR e. Arthur Miller Fö. 22/11, kl. 20. Su. 1/12, kl. 20. HONKl UÓTI ANDARUNGINN e. George Síiles ogAnthony Drewe Gamansöngleikurfyrir allajjölskylduna. Lau. 23/11, kl. 20. ATH.: Kvöldsýning. Su. 24/11, kl. 14. Su. 1/12, kl. 14. KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau. 30/11, kl. 20. SÍÐASTA SÝNING. AAEÐ VÍFIÐ í LÚKUNUAA e. Ray Cooney Fim. 21. nóv., kl. 20 - AUKASÝNING Fö. 29. nóv., kl. 20 - AUKASÝNING Fi. 5. des., kl. 20 - AUKASÝNING NÝJA SVIÐ JÓN OG HÓLAAFRÍÐUR Frekar erótískt leiktrit iprem páttum e. Gabor Rassov Fim. 21/11, fö. 22/11. 15.15 TÓNLEIKAR Sveinn L. Bjömsson, Lárus Grímsson og Guðni Franzson CAPUT Lau. 23/11 ÞRIÐJA HÆÐIN HERPINGUR eftirAuðiHaralás HINN FULLKOMNI MAÐUR eftir Mikael Torfason { samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau. 23/11 kl 20 PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Fi. 28/11, kl. 20. LITLA SVIÐ RÓAAEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT FRUMSÝNING í dag, kl. 17.30 - UPPSELT Su. 24/11, kl. 20. Ath. breyttan sýningartíma. |:Ok(,AI:l | 11(1 I |Tf: I ■! / Leikfélag Reykjavíkur Miðasala 568 8000 Listabraut 3 - 103 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.