Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 18
26
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002
Tilvera DV
Býr við örkuml eftir árás:
Ég hafði ýkt
flotta rödd
- segir Guðrún Jóna Jónsdóttir sem nú er mállaus
Annar október 1993 var örlagadag-
ur í lífi Guörúnar Jónu Jónsdóttur.
Um miönæturbil var hún niðri í bæ,
J ásamt vinkonum sínum, þegar þrjár
stúlkur réðust á hana og misþyrmdu
henni með þeim afleiðingum að hún
lifir við örkuml, er algerlega bundin
hjóiastól og getur ekkert talað. Nú er
hún tuttugu og fjögurra ára og býr ein
í lítilli íbúð viö Skúlagötu, ásamt kett-
inum sínum, Núma. Hún fær hjálp við
allar daglegar þarfir en heyrir vel og
tjáir sig með því að benda á stafi og
orð á spjaldi sem hún hefur fyrir
framan sig. Guðrún tók á móti blaða-
manni DV ásamt móður sinni, Bar-
böru Ármannsdóttur, og tjáði honum
eitt og annað um líf sitt og þrár. Þeg-
ar leikni hennar við að stafa var
blaðamanni ofviða gerðist móðir
hennar túlkur.
Blikkaði tvisvar fyrir já
Guðrún man allt sem gerðist þegar
fólskuverkið var framið. Þær vinkon-
umar voru að koma úr afmæli og
ákváðu að kíkja aðeins í bæinn. Þar
gerðist það. Bláókunnugar stelpur
réðust á hana og héldu henni niðri á
hárinu meðan þær spörkuðu í höfuð
hennar. „Ég var ofboðslega hrædd og
hrópaði í sífellu: „Hættið þið. Eruð
þið óðar?“ En það var eins og þær
væru ekki mennskar. Ég las skýrsl-
t una sem gerð var eftir réttarhöldin og
þar segir ein þeirra í vitnastúkunni
að ég hafi lamið hana. Það er alger
della. Ég komst til lögreglumanna en
þeir trúðu mér ekki fyrr en ég lognað-
ist út af. Þá' blésu þeir í mig lífi og
keyrðu mig á spítala. Þar var mér
haldið sofandi í þrjár vikur en ég vissi
alltcif hvemig staðan var því ég heyrði
allt sem var sagt í kringum mig. Sumt
man ég orðrétt." Þannig lýsir Guðrún
atburðunum.
Hún kveðst hafa verið 16 mánuði á
spítalanum, lengst af á bamadeild-
inni, hjá frábæru starfsfólki. „Fyrst
var ég eins og tuskudúkka og gat bara
hreyft augnlokin. Þá tjáði ég mig með
því að blikka tvisvar þegar ég meinti
já og einu sinni fyrir nei,“ segir hún.
Þær mæðgur segja máttinn hafa
komið smám saman í líkamann en
stjórnunina hafi vantað. Það hafði
blætt inn á heilastofninn og boðin frá
heilanum um að framkvæma hluti
komust ekki í gegn. Barbara kveðst
hafa bjargfasta trú á því aö læknavís-
indunum eigi eftir að fleygja svo fram
á næstu árum eða áratugum að hægt
verði að tengja fram hjá þessari bil-
uðu stöð og ná sambandi.
Of langt frá vinunum
Guðrún segir ömurlegt að geta ekki
hreyft sig og sjá líkamann grotna nið-
ur, þrátt fyrir að vera hjá góðum
Fríða og dyrið:
Kveðja. TÍgri og Kittý
KC./t*9Cic}u,bbu''
Birna Júilíana Einarsdóttir
Dagný Rut Jonsdóttir
Sigurlaug Sunna Gunnarsdóttir
Sigrún Lind og Elma RÚn
Sunneva María firnarsdóttir
Sara Rós Einarsdóttir
FriSrik Snær Ómarsson
Sigurgeir Óskarsson
Sóley Lilja Magnúsdóttir
Elísa María filmarsdóttir
Krakkaklúbbur DV og
oska vinningshöfum til hamingju.
Vinningshafar vinsamlegast nólgist vinningana
ir 20. des. \ þjónustuver DV, Skaftahlís 24.
LlllO
Disney-fréttum 2002 er dreift firnmtudaginn 21. nóvember á 80.000 heimili
á hófuðborgarsvæóinu, Keflavik, Borgarnesi og Selfossi. Hægt er að fá eintak
af Disney-fréttum í nóvember og desember á eftirtðldum stöðum:
Ollum útibúum Búnaðarbanka fslands á landsbyggðinni,
McDonald’s veitingastóðunum,
SAM-bíóunum í Roykjavík, Akureyri og Kcfiavík og hjá Krakkaklúbbi DV.
DVtvlYND E.ÓL.
A sína drauma og þrár
Guðrún Jóna stundar nám í spönsku og dönsku viö FB og langar mikiö í skóla á Spáni í nokkra mánuði.
sjúkraþjálfara. „Svo þoli ég ekki rödd-
ina mína,“ segir hún. „Ég fór í tal-
þjálfun en það gerði ég bara fyrir
mömmu. Ég vissi sjálf að ég gæti
aldrei talað. En ég hafði ýkt flotta
rödd,“ segir hún. „Já, og gat sungið.
Það vantaði ekki fjörið í þessa stelpu,"
segir móðir hennar og bætir við að
■Guðrún hafi verið kraftmikil bæði í
skóla og félagslífi á uppvaxtarárunum
í Breiðholtinu. Þar hafi hún líka átt
góða félaga. Þegar Guðrún er spurð
hvort þeir haldi enn sambandi kinkar
hún kolli og bendir á tölustafmn fjóra.
Hún kveðst aldrei hafa viljað fara úr
Breiðholtinu og sé hundfúl yfir að
vera á Skúlagötunni. Þar sé hún svo
mikið ein, engir vinir, ekkert útsýni
en stöðugt sírenuvæl allan sólarhring-
inn, enda lögreglustöðin í næsta húsi.
„Ég var í góðri íbúð í Æsufelli áður og
þangað komu stúlkur sem skiptust á
að vera hjá mér yfir daginn. En það
þótti of dýrt. Sem er fáránlegt," segir
hún.
Lærir spönsku og dönsku
Þær mæðgur segja tjáninguna hafa
smáþróast upp í það sem hún er nú.
Aðspurð kveðst Guðrún hafa sjálf út-
búið stafa- og orðaspjaldið í tölvunni,
með dyggri aðstoð frænda síns. Hún
hefur ekki látið fötlunina aftra sér frá
námi og vonast til að fá einhvern tíma
vinnu, til dæmis við þýðingar eða
prófarkalestur. Strax á spítalanum
tók hún samræmdu prófin í ensku og
íslensku, eins og aðrir jafnaldrar, og
síðan þá hefur hún lokið stúdents-
prófi í þýsku, ensku, líffræði, sögu og
félagsfræði frá Fjölbraut í Breiðholti.
Nú stundar hún nám í spönsku og
dönsku við sama skóla. Hvemig fer
hún að þessu?
„Ég er keyrð í skólann og þar er
sérstök manneskja sem hjálpar mér.
Mest læri ég upp úr bókum en nota
líka tölvu,“ svarar Guðrún.
Barbara segir hana býsna flinka á
tölvuna. „Hún er að minnsta kosti
flinkari en ég. Samt fékk ég mér tölvu
svo við getum skrifast á,“ segir hún.
Þær mæögur keyptu sér líka bíi í
sumar og em búnar að fara eina ferð
vestur á Snæfellsnes í bústað. Þaö
skemmtilegasta sem Guðrún gerir er
að fara í btó og ferðast. Hana langar
til útlanda. „Mig langar ýkt mikið í
skóla úti á Spáni í tvo til þrjá mánuði.
En þá þyrfti einhver að fara með
mér,“ segir hún og rifjar upp ferð sem
hún fór til Orlando 1997 með stúlkum
sem voru hjá henni i Æsufellinu.
Flugleiðir gáfu þeim farið og hún fékk
líka styrk frá Soroptomistaklúbbi
Selja- og Bakkahverfis. „Það er besti
mánuður sem ég hef lifað eftir slysið,"
segir hún.
Sóun á plássi
Ekki kveðst Guðrún sjá neina
möguleika á utanlandsferð á næst-
unni. Efnahagurinn leyfi það ekki.
Innt nánar eftir fjárráðunum kveðst
hún fá 80 þúsund í örorkubætur á
mánuði og 10 þúsund í húsaleigubæt-
ur en greiða skatt af þeim upphæðum.
Leiga og hússjóður hækki ört og séu
nú 42 þúsund. Svo borgi hún af sjón-
varpi, Stöð 2, sima og fyrir ferðaþjón-
ustu svo eflir standi hámark 15 þús-
und á mánuði til að lifa af. Hún eigi
ekki kost á sérstakri heimilisuppbót
af því hún sé svo „rík“ og þegar spurt
er út í það ríkidæmi kemur í ljós að
þar er um bætur að ræða sem henni
voru dæmdar eftir slysið sem þó
námu ekki nema þremur milljónum.
„Mér fannst háðung að taka við því,“
segir hún bitur og bætir því við að
dómurinn sem stúlkumar hafi fengiö
hafi verið djók eða öllu heldur fram-
kvæmdin. „Þær sluppu mjög vel en ég
má gjalda fyrir þeirra gjörðir." Þegar
hún er spurð hvort stúlkumar hafi
reynt að hafa samband við hana eftir
ódæðið svarar hún ákveðin. „Ég vil
ekkert af þeim vita. Mér finnst það
sóun á plássi á jörðinni að leyfa þeim
að vera til.“
-Gun.
Mæögurnar
Guðrún með móöur sinni, Barböru Ármannsdóttur, sem hefur veriö hennar
hjálparhella gegnum þykkt og þunnt.