Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002
MIÐVKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002
25
Útgáfufólag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvœmdastjórí: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlió 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt tii að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Loforð um lœgri skatta
í forsendum ijárlagafrumvarps fyrir
komandi ár gerði fjármálaráðuneytið ráð
fyrir að tekjuskattar einstaklinga næmi
rúmum 70 þúsund milljónum króna.
Gangi þetta eftir munu einstaklingar
greiða um fimm þúsund milljónum króna
meira í tekjuskatt á næsta ári en reiknað
er með að þeir greiði á þessu ári. Þessi aukna skattheimta er
þrátt fyrir lögboðna hækkun á persónuafslætti og lækkun há-
tekjuskattsins, svokallaða, úr 7% í 5%.
Hægt væri að fella hátekjuskattinn niður og afnema eignar-
skatt einstaklinga að fullu og ríkissjóður stæði jafnvel eftir og
áætlað er á þessu ári. Hátekjuskatturinn og eignarskattur ein-
staklinga á að skila ríkissjóði liðlega fimm þúsund milljónum
króna á komandi ári.
Fyrir liðlega ári samþykkti 34. landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins að fella bæri niður hátekjuskattinn, enda um einhvern rang-
látasta skatt að ræða sem lagður hefur verið á. í ályktun lands-
fundarins um skattamál sagði orðrétt: „Sérstakur tekjuskattur á
einstaklinga verði þegar á næsta ári lækkaður úr 7% í 4% og
síðan afnuminn árið 2003. Skatturinn er tímabundinn og átti
upphaflega að falla niður eftir álagningu árið 1995. Afnám
skattsins er mikilvægt til að tryggja jafnræði og jafnvægi í
tekjuskattlagningu, annars vegar milli einstaklinga og fyrir-
tækja og hins vegar hvað varðar skattheimtu af fjárfestingu og
atvinnu. Með því að fella skattinn niður dregur úr kröfum um
sérstakar frádráttarheimildir. Afnám hans tengist þannig niður-
fellingu sérstaks frádráttar vegna hlutabréfakaupa, sem sam-
kvæmt lögum á að koma til framkvæmda árið 2003.“
Ljóst er að stefna Sjálfstæðisflokksins í skattamálum hefur
ekki náð fram að ganga. Hátekjuskatturinn verður enn á góðu
lífi þegar nýtt ár gengur í garð - þar skiptir engu stefna flokks-
ins sem samþykkt var fyrir liðlega einu ári á fjölmennum lands-
fundi. Stuðningsmenn sjálfstæðismanna hljóta að spyrja sig af
hverju, ekki síst í ljósi þess að ríkisfjármálin eru á ábyrgð og
undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
Loforð um afnám hátekjuskattsins er ekki eina stefnumál í
skattamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð fram. Á
áðurnefndri ályktun um skattamál segir: „í beinu framhaldi af
afnámi sérstaka tekjuskattsins verði fyrsta skref tekið til lækk-
unar staðgreiðslu einstaklinga úr 38,8% í 35%, sem er sambæri-
legt skatthlutfallinu í upphafi staðgreiðslu árið 1988. Áfram skal
unnið markvisst að frekari lækkun staðgreiðslunnar sem sam-
anstendur af tekjuskatti og útsvari.“
Á kosningavetri er ekki óeðlilegt að kjósendur hugi að þeim
loforðum sem stjórnmálaflokkar og stjómmálamenn hafa gefið
á undanförnum árum. Orð og gerðir skipta kjósendur mestu.
Kosningaloforð skipta litlu ef hugur fylgir ekki máli.
í hvað fara peningamir?
Á stundum virðist sem forgangs-
röðun við ráðstöfun fjármuna ríkis-
ins sé brengluð. Svigrúm sem
auknar tekjur ríkisins vegna hækk-
andi launa landsmanna gefur hefur
ekki verið notað til að lækka skatta
á einstaklinga. Áfram er hins vegar
haldið meö ýmis gæluverkefni. í
fjárlagafrumvarpi er reiknað með
100 milljónum þriðja árið í röð í Kristnihátíðarsjóð, liðlega 330
milljónir fari til Kvikmyndamiðstöðvar íslands, 1.700 milljónir
renni til rekstrar sendiráða víða um heim og nær sjö þúsund
milljónir eru greiðslur vegna mjólkur- og sauðfjárframleiðslu.
Þetta eru aðeins fáein dæmi um hvernig skattpeningum lands-
manna er varið.
Er von að einstaklingar spyrji sjálfa sig: „Er farið vel með
skattpeningana mína?“ Óli Bjöm Kárason
I>V
Skoðun
Guðmundur
Andri Thorsson
rithöfundur
Kjallari
Hrukkur eru ekki krumpuö föt
„Andlit sem mikið hefur verið átt við verður ekki fal-
legt, heldur fremur eins og vettvangur fyrir frístunda-
málara. Það verður lyginni líkast: andlitið á Michael
Jackson er allt ein lygi. “
Hann sér konuandlit og telur sig
geta fegrað það. Hann sér hrukkur og
telur að þær séu lýti á andliti. Hann
sér roskna konu og langar að breyta
henni í eitthvað sem hún ekki er og
aldrei hefur verið nema sem hugarfóst-
ur hans. Hann sér vitnisburð um lífs-
reynslu og iðar í skinninu að þurrka
hann út.
Hann er ekki læknir - hann er
strokleður.
Umfram allt eyða
Til er fólk sem þarf raunverulega á
lýtalæknum að halda - fólk með skarð
í vör, fólk með brunasár eða annars
konar afskræmingar á sínu upphaflega
útliti. Ámi Björnsson læknir hefur
unnið frábært starf við að gefa fólki
aftur andlit sitt og þar með eðlilega
sjálfsmynd og allt hans starf er vitnis-
burður um læknisfræðina sem líknar-
starf.
En allri þekkingu má beita til góðs
og til einskis. Þegar varið er ómældum
fjármunum, tíma, þekkingu og fyrir-
höfn í það að fjarlægja hrukkur af and-
litum er auðvelt aö láta sér detta í hug
ýmislegt þarfara við tíma allra viðkom-
andi að gera. Hrukkur eru ekki krump-
uð föt. Alls staðar þar sem hrukka hef-
ur verið fjarlægð úr andliti er umfram
allt eyða.
Andlit sem mikið hefur verið átt við
verður ekki fallegt, heldur fremur eins
og vettvangur fyrir frístundamálara.
Það verður lyginni líkast: andlitið á
Michael Jackson er allt ein lygi. Blóm
sem tekið er að sölna að hausti verður
ekki fallegt við það að farið sé með
pensli um það og reynt að láta svo líta
út að enn sé sumar: liturinn verður í
svo rammri andstöðu við alla áru
blómsins.
Þess vegna eru kvenandlitin sem
mikið hefur verið átt við svo undarlega
skökk, blik augnanna í svo einkenni-
legri mótsögn við slétta og sögulausa
umgjörð þeirra.
Andlit með hrukkum eru oftast nær
falleg. Sérhver hrukka vitnar um eitt-
hvað, þú horfir á þetta andlit og þú
sérð ævi viðkomandi í hrukkunum;
þær eru viturlegar og sumar virðast
jafnvel dýrkeyptar. Hrukkulaust andlit
virkar hvorki dýrkeypt né auðkeypt -
bara keypt.
Það var viðhafnarviðtal um
daginn í Morgunblaðinu
við lýtalækni sem er víst
að opna stofu hér eftir að
hafa starfað í Bandaríkjun-
um um árabil. Mesallt við-
taiið var ein samfelld aug-
lýsing fyrir einhvern
hrukkufídus sem hann
virðist hafa aflað sér
þekkingar á - hann
sprautar einhverju undir
húðina og hrukkurnar
hverfa víst. Hvað ætli
verði um næstu helgi í
Mogganum? Opnuviðtal
við rakara um sjampó?
Af viðtalinu að dæma virðist iðja
mannsins eiga meira skylt við starf
hárgreiðslumeistara eða snyrtifræð-
ings en læknis, enda talar hann um
það hvemig hann hafi allt frá bams-
aldri unað sér löngum stundum við að
fegra og prýða hluti, fremur en að
hann virðist hafa frétt af því að hlut-
verk læknisfræðinnar sé að líkna fólki.
Ekkert einstaklingsfrelsi án persónuverndar
Kjallari
Soffía Katrín
Þóröardóttir
hugbúnaðarfræðing
ur, sækist eftir 8.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
í kjölfar hryðjuverka-
árásanna í Bandaríkjun-
um á síðasta ári hefur
friðhelgi einkalífsins átt
undir högg að sækja.
Öryggið hefur verið sett ofar öllu
og í fljótu bragði kmina öfl sjónar-
mið um friðhelgi einkalífsins og per-
sónuvernd að virðast létt á metun-
um í því samhengi. Það hefur enda
gerst að bandarísk stjórnvöld hafa
nú þegar skert friðhelgi einkalífsins
mjög verulega í nafni baráttunnar
gegn hryðjuverkum. Og ef marka
má glæstan sigur repúblikana í ný-
afstöðnum þingkosningum virðist
almenningi standa á sama um þá
skerðingu.
Fórnir fyrir öryggi
En sú afstaða fólks að persónu-
vemd sé léttvæg í samanburði við
aðra öryggishagsmuni er ákaflega
skiljanleg. Sterkasta tilflnning er
auðvitað sú aö vilja halda lífí - og
fólk er reiðubúið að færa ýmsar
fómir til þess að tryggja öryggi sitt
- jafnvel fóma ákveðnum hlutum
sem það myndi undir venjulegum
kringumstæðum ekki láta sér detta í
hug að það gæti verið án.
Vöknum ekki upp viö vondan
draum
Engu að síður er mikilvægt að all-
ur almenningur sé meðvitaður um
hvaða afleiðingar sinnuleysi í þess-
um málaflokki getur haft. Rík til-
hneiging er til að treysta stjómvöld-
um og næstum því í blindni. Stjóm-
völd hér á landi hafa nú þegar í
krafti ýmissa lagaákvæða mikla
möguleika til eftirlits með lífi borg-
aranna. Því eftirliti hefur verið
komið upp með mörgum smáum
skrefum, sem hvert um sig hefur
þótt rökrétt og eðlilegt á hverjum
tíma.
En skerðing réttinda er hin sama
hvort sem hún gerist í einu stóru
skrefl eða mörgum smáum. Þetta
verður að hafa hugfast í framtíðinni
þegar upp koma hugmyndir um
frekari skerðingu á friðhelgi einka-
„Varðstaða um friðhelgi
einkalífsins er eitt helsta
stefnumál mitt í prófkjöri
Sjálfstceðisflokksins sem
fram fer um helgina.
Sjálfstœðisflokkurinn er
sá flokkur hér landi, sem
lœtur sig frelsi einstak-
lingsins mestu varða. “
lífsins, þótt hún kunni að virðast
smávægileg í hvert og eitt skipti. Ef
við gerumst sek um ístöðuleysi í
þessum efnum, þá munum við
vakna upp við vondan draum fyrr
en seinna.
Stöndum vörð um friðhelgi
einkalífsins
Varðstaða um friðhelgi einkalífs-
ins er eitt helsta stefnumál mitt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem
fram fer um helgina. Sjálfstæðis-
flokkurinn er sá flokkur hér landi,
sem lætur sig frelsi einstaklingsins
mestu varða. Það er brýnt að hann
hafi forystu um að standa vörð um
friðhelgi einkalífsins, því án hennar
er ekki hægt að tala um einstak-
lingsfrelsi í reynd.
Sandkom
Litla Kúba og Frjáls verslun
Halldóra Baldursdóttir, fulltrúi V-lista í sveitar-
stjórn Vatnsleysustrandarhrepps, gagnrýnir meiri-
hlutann harðlega fyrir slælega fjármálastjóm í les-
endabréfi í Víkurfréttum. Halldóra gagnrýnir meðal
annars að samið hafi verið við íslenska aðalverktaka
um framkvæmdir fyrir á annað hundrað milljóna
króna án útboðs. Þá telur hún svör meirihlutans við
ýmsum spumingum hennar ófullnægjandi og að
stjómsýsla hreppsins minni sig á orð eins heima-
manns þess efnis að sér fyndist sem hann byggi á
litlu Kúbu. Sérstaka athygli vekur þó gagnrýni Hafl-
dóru á há laun sveitarstjórans. Hún segir þau vera
756.000 krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum úr
Frjálsri verslun! Það virðist ágæt vísbending um að
upplýsingagjöf meirihlutans sé ábótavant, að fufltrúi
í sveitarstjóm skuli þurfa að vitna i útreikninga fjöl-
miðla um laun sveitarstjórans ...
Frambjóðendur krafðir um
ESB-umrœðu
Hið ágæta vefrit, Vefþjóðvfljinn, segir frá því að
undanfarið hafi maður nokkur hringt á kosninga-
Ummæli
Blái faðmurinn
„Mér sýndist hann vera forvitinn og
glaður þegar hann kom, að sjá hvað
karlálftin vUdi.“
Davíð Oddsson í Kastljósinu, um fund
þeirra Hailgríms Helgasonar rithöfundar í
Stjórnarráöinu á dögunum. í viötalinu
kom einnig fram aö í Stjórnarráöinu vaeri
aöallega parket en minna um teppi.
Mogginn og Mikki refur
„Drjúgur hluti íslenska velferðar- ——
kerfisins var einu sinni kaUað heimtu- jpMfe
frekja og kommúnismi á Morgunblað- Wf
inu. En nú er það hins vegar orðið sú *
LUja sem aUir vUdu kveðið hafa. Hin
unga sveit sem þar er nú komin tU for- 'JwL
ystu man enga aðra sögu en þá sem
Morgunblaðið heldur sjálft fram á
tyUidögum. Grunnstefið í henni er að Morgunblaðið sé
ívið óskeikuUi en páfmn.... Gömlu mennimir á Mogg-
anum eru hins vegar svo heppnir að búa yfir svoköU-
sandkorn@dv.is
skrifstofur fram-
bjóðenda í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
i Reykjavík og ósk-
að eftir því að þeir
tjáðu sig meira um
Evrópumál og lýstu
helst stuðningi við
aðild íslands að
ESB. Maðurinn,
sem kynni sig jafn-
an sem „Harald",
hafi gjarnan látið
fylgja það álit sitt,
að hagsmunasam-
tök atvinnulífsins
hafi staðið sig misvel í Evrópumálum en Samtök iðn-
aðarins eigi þó sérstakt hrós skUið. Þegar á hann hafi
verið gengið hafi maðurinn sagst heita „Haraldur
Nelson". Vefþjóðviljinn undrast að óprúttnir and-
stæðingar ESB-aðildar skuli vUla svona á sér heim-
ildir tU að koma óorði á andstæðinga sína; bent er á
að Haraldur Dean Nelson er upplýsingafulltrúi Sam-
taka iðnaðarins og óhugsandi sé að hann geri sjálfan
sig og samtök sín hlægileg með símtölum sem þess-
um ...
' ■ :
______________________________________________________________________________________________
uðu „selektívu“ minni sem Mikki refur gerði frægt
þegar hann sagði: Nei, það var Marteinn skógarmús
sem elti mig og reyndi að éta mig. Þeir eru svo stál-
heppnir að hafa gleymt gömlu skrifunum sínum þar
sem það var kommúnismi að einstæður mæður fengju
aðstoð hins opinbera. Nei, núna eru það þvert á móti
þeir sjálfir sem fundu upp velferðarkerfið.“
Ármann Jakobsson á Múrnum.is, í tilefni leiöara Morgun-
blaösins á sunnudaginn var, „Velferðarstefna og vinstri-
menn".
Styrjöld í aðsigi
„Á næstunni koma færeyskir skipa-
smiðir með víkingaskip frá Færeyjum,
sem þeir eru að smíða fyrir mig. Hér
verður það klárað og skákum við Kefl-
víkingum ærlega, en þeir vita ekki
hvað þeir eru aö fara út í með kaup-
unum á íslendingi."
Jóhannes Viðar, eigandi Fjörukrárinnar í
Hafnarfirði, í viötali viö héraösfréttablaöiö
Víkurfréttir.
Til hvers eiga bankar að græða?
„Sýni banki milljarða króna hagnað, er það þá ekki sláandi
dæmi um að hann hefur selt þjónustu sína á hærra verði en
hann nauðsynlega þurfti? Bankamir eiga að mínu áliti að
vera til þess að þjóna fólkinu í landinu en ekki fólkið í land-
inu til að þjóna bönkunum. “
Ég eignaðist tvær milljón-
ir í reiðufé um daginn.
Reyndar hef ég aldrei
eignast svo mikið fé í
einu fyrr á lífsleiðinni og
þar sem ég er fremur lítil!
„bréfamaður" fór ég rak-
leitt út í viðskiptabank-
ann minn og leitaði þar
ráða um bestu ávöxtun
þessara fjármuna.
„Ekkert mál,“ mælti viðmælandi
minn. „Þú leggur tvær miUjónimar
inn á sparireikning. Þær verða bundn-
ar i 7 daga og þú færö 7% vexti.“ Ég
var auðvitað í sjöunda himni, þar sem
ég sá mig í anda gangandi um Austur-
stræti með „stresstösku" á miUi stofii-
ana þar sem ég gæti fengið sem besta
ávöxtun af þessum 2 miUjónum min-
um í bankanum.
Spurningar um gróða
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Daginn eftir fékk ég bakþanka. Ég fór
að hugsa um hvort þetta væri í raun-
inni svona, og fór aftur i bankann. Og
viti menn. Þeim hafði sem sagt láðst
að segja mér að aUar tvær miUjónim-
ar em óverðtryggðar í bankanum.
Verðbólgan er núna 3-4% og ávöxtun
mín er þar af leiðandi 3% eða sama og
engin. Ég sit uppi með nær enga
ávöxtun, má þakka fyrir ef ég held
verðgUdi miUjónanna óbreyttu en
bankinn græðir á tá og fingri.
Aukist verðbólgan þá hækkar bank-
inn bara vextina á útlánum. Hann fær
2 miUjónimar með nær engum vöxt-
um en lánar þær síðan út með okur-
vöxtum auk verðtryggingar. Er það
nokkur furða þótt stærstu bankamir
skUi 2 miUjarða króna gróða á fyrri
helmingi ársins? Þá vaknar spuming-
in: TU hvers eiga bankar að græða?
Em þetta ekki þjónustustofnanir við
fólkið í landinu? Eða eru þetta e.t.v.
fjárplógsstofnanir sem safna að sér
auði? Og þá tU hvers? Það þykir hag-
stætt að ríkissjóður sé rekinn með
nokkrum hagnaði. En gildir það sama
um peningastofiianir?
Greiðsluafgangur ríkissjóðs, ef ein-
hver er, er notaður tU þjóðþrifamála.
En gróði bankanna, hvert fer hann?
SennUega að mestu leyti ofan í vasa
bankastjóranna og bankaráðsmanna,
tU laxveiðUeyfa, utanlandsferða og
annarrar óþarfaeyðslu. Því er augljóst
að ekki er heUbrigt að bankar safni að
sér auði heldur séu reknir á núUinu,
eða því sem næst.
Hver þjóni hverjum?
Einhverjir kunna víst að segja sem
svo að gróði bankanna sé undirstaðan
fyrir úflánum þeirra. Svarið við því
er: Að eyða ekki meira en þeir afla.
Reyndur bankaútibússtjóri, sem ég
átti nokkur skipti við, hélt sig við þá
reglu að lána ekki út meira fyrr en sú
lánsupphæð sem ég bað um var kom-
in sem innlegg í kassann og eftir því
beið ég með að fá lán. Æfli það væri
ekki ráðlegt að stóra bankamir við-
hefðu sömu reglu í úflánum sinum og
þessi bankastjóri.
Vitaskuld geta bankar orðið fyrir
áfóUum rétt eins og tryggingarfélög.
Munurinn er þó sá að tryggingafélög-
in geta ekki séð skaðann fyrirfram
sem á þau kunna að faUa. Bankamir
geta aftur á móti bjargað málunum
við með því að setja nægUegar trygg-
ingar fyrir úflánum, t.d. veði, ábyrgð-
armönnum o.s.frv. Það gera þeir líka
svo sannarlega ætli einhver almúga-
maður að fá lán þeim, eins og margir
munu hafa lent i. Geti skuldari ekki
staðið við skuldbindingar sínar er
skeUt á hann vanskilavöxtum, svim-
andi háum, og dugi það ekki tU era
eigur hans settar á uppboð, þannig aö
bankinn heldur sínu.
Mér sýnist að einu áfoUin sem
bankar verða fyrir séu vegna of mik-
Ula fjárskuldbindinga við flokksgæð-
inga eða aðra skjólstæðinga bankanna
er ekki hafa hirt um að setja þeim
nægUegar tryggingar fyrir lánsloforð-
um. Enda kemur það líka á daginn að
bankamir eru vel stæðir fjárhagslega,
flestir hverjir. Eða hvað? Em t.d.
nokkur dæmi um það að íslenskur
banki hafi orðið gjaldþrota á sl. 50
árum? Eða þá að banki hafi ekki get-
að greitt starfsfólki sínu umsamin
laun á sama tíma? Eg held ekki.
Hvers vegna á þá að leyfa bönkun-
um, misjaftilega vel reknum, að safiia
að sér stórgróða með starfsemi sinni?
Með öðrum orðum: TU hvers eiga
bankar að safha gróða af starfsemi
sinni?
Sýni banki miUjarða króna hagnað,
er það þá ekki sláandi dæmi um að
hann hefur selt þjónustu sína á
hærrra verði en hann nauðsynlega
þurfti? Bankamir eiga að mínu áliti
að vera tU þess að þjóna fólkinu í
landinu en ekki fólkið í landinu tU að
þjóna bönkunum.
Lífsbætandi bankar
Ég vU gera það að tiUögu minni að
einhverju af mUljarða króna hagnaði
bankanna verði varið tU þess að nið-
urgreiða lán tU hinna efnaminni, t.d.
tU þeirra sem eru að koma sér upp
þaki yfir höfuðið, þau verði tekju- og
eignatengd og ekki verði gengið eins
hart í innheimtu vanskila hjá þeim
sem hinum efhameiri. Það hlýtur að
vera takmark okkar allra að bæta líf
fólksins í landinu.
Geti banki ekki staðið við þessar
skuldbindingar á hann að hætta starf-
semi sinni og annar banki betur rek-
inn að yfirtaka starfsemi hans. Þetta
hefur verið leitast við að framkvæma
á síðustu tímum með sameiningu á
smærrri bönkum við þá stærri,
þannig að nú eru aðeins 3-4 bankar í
landinu (auk sparisjóðanna) en voru
áður 6 eða 7. - Að vísu getur þessi
fækkun bankanna haft í for með sér
einokun og of lítil samkeppni á mark-
aðnum sem ekki er beinlínis æskileg .
Þrátt fyrir alla tölvuvæðingu á öll-
um sviöum þjóðlífsins eru samt allar
horfur á þvf að bankamir í núverandi
mynd eigi sér nokkra ffamtíð enn um
sinn. Hvort þeir eiga að vera ríkis-
reknir eða sem hlutafélög skal ekki
dæmt um hér. Víst er þó að fyrir um
það bil hálffi öld hefði engum komið
til hugar að einkavæða bankana, ein-
faldlega vegna þess að fáir eða engir
höfðu fjárhagslegt bolmagn til að
kaupa þá.
Nú kveður við annan tón þegar þrír
menn ungir að aldri eru svo vel stæð-
ir að þeir geta gengið inn í einn
stærsta banka landsins og sagt: Eitt
stykki banka, takk!