Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. NÖVEMBER 2002 Menning___________________________________________________________________________ _______________________DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is DV-MYND TEITUR Auöur Jónsdóttlr rithöfundur Hún hefur búiö til nýja bókmennta- grein, ævisögu handa börnum, alveg án uppskriftar. íslendingar eru œsiir í œvi- sögur, þaö sýna sölutölur bóka til margra ára. Nú hef- ur Auður Jónsdóttir rithöf- undur skrifaö fyrstu œvisög- una sem œtluö er börnum - ekki er ráö nema í tíma sé tekið. Ævisagan heitir Skrýtnastur er maöur sjálfur og segir frá afa Auöar, Hall- dóri Laxness. Þar fylgjum viö œviferli hans og komumst aö ýmsu um hann í leiöinni, hvernig hann byrj- aöi aö skrifa, hvaö honum þótti vænt um hundana sína, hvaö hann var hrifnœmur og sólginn í sykur og aö hon- um fannst brauöiö merkileg- asta uppfinning í heimi. Hann var einu sinni strákur - sem lét sig dreyma stóra drauma, segir Auður Jónsdóttir sem hefur skrifað bók um afa sinn „Ég var beðin um að skrifa þessa bók,“ segir Auður, „hugmyndina átti barnabókaritstjóri Máls og menningar, en hvorug okkar vissi hvernig bók- in átti að vera. Við höfðum enga uppskrift! Og við veltum mikið fyrir okkur hvemig ætti að byggja upp bókina úr öllum þessum gríðarlega efniviöi: árunum 96 sem hann lifði, verkum hans, endur- minningabókum hans sjálfs og endurminningum mínum um hann. Mesta vinnan var að ákveða hverju mætti sleppa, og svo að passa vandlega að halda stíl sem höfðar til barna. Það var svo auð- velt að beygja út af þar. Ég var mjög hrædd við þetta verkefni framan af og oft við það að bakka út. Og þegar ég fór að velta ástæðunni fyrir mér áttaði ég mig auðvitað á því að Halldór Laxness er mitt tabú. En þeim mun meiri ástæða var að ráð- ast á það, enda held ég að ég sé einmitt i þeirri stöðu að geta skrifað þessa bók.“ Tónninn var erfiðastur Þótt ekki sé hún þykk er þessi bók ekki einn texti heldur margir. Fyrst og fremst er meginmál með venjulegu svörtu letri, svo eru rammagreinar alla vega í lag- inu með skýringum og ýmsu öðru efni, myndatextar undir fjölmörgum ljósmyndum bókarinnar úr fjölskyldualbúmum og skálet- urstextar úr bókum Halldórs. Allir hliðartext- ar eru með rauðbrúnu letri eða í rauðbrúnum rasta og skera sig vel frá meginmáli. Aftast eru svo helstu vörður á vegi Halldórs teiknaðar á einni opnumynd. - Hvernig varð bókin svona? Auður flissar svolítið. „Já, sem sagt, hugmynd- in kom upp og ég sagði já já og bjóst við að ég yrði mánuð að skrifa litla bók um afa minn. En þegar ég byrjaði að skrifa opnuðust flóðgáttir og fyrsta handritið sem ég skilaði var textabenda en með ákveðnum tóni sem lagði línuna. Fræðslumolar og tilvitnanir i texta voru þá inni í meginmáli en klofnuðu fljótlega frá og svo hannaði Margrét E. Laxness, frænka min, bókina með öllum þessum tilbrigðum. Strax í fyrstu textatilraun var ég bæði að segja frá minni hlið og hans,“ heldur Auður áfram, „og fyrri hluti bókarinnar þar sem bernska hans og bemska mín fléttast saman varð til mjög fljótt. En seinni hlutinn var marga mánuði í vinnslu, og það sem vafðist aðallega fyrir mér var að halda sömu stemningunni í text- anum út í gegn þótt Dóri yrði fullorðinn og seinna gamall mað- ur. Það er tónninn sem var erf- iðast við að eiga.“ - Þú sagöist bæði segja frá þinni hlið og hans og Halldór er bæði Dóri og afi í textanum ... „Já, það tvinnast saman tvær frásagnir, en ég reyndi að skilja þær að með hrynjandinni. Þetta er afltaf sami maðurinn hvort sem hann er kallað- ur Dóri eða afi.“ Ekta bernsk rödd - Hvað var mest gaman við að gera þessa bók? „Skemmtilegast var eiginlega að vita ekkert í upphafi út í hvað ég var að fara og sjá efnið taka á sig mynd smám saman. Það var líka gaman að horfa á afa frá nýju sjónarhomi. Svo var gaman að taka efni sem þykir þungt og finna að það get- ur líka verið svo ótrúlega einfalt. Þegar maður er byrjaður að segja frá í þessum einfalda stíl þá upp- götvar maður að kannski eru hlutirnir ekkert flóknari en þetta! Og það var gaman að geta sýnt krökkum að þessi maður var einu sinni lítill strákur og hann átti sér draum, og þótt draumar geti verið óskaplega fjarlægir þá er hægt að láta þá rætast." - Sögulegur samtími Halldórs fær líka nokkra umfjöllun, enda lifði hann nærri alla 20. öldina og þar með tvær heims- styrjaldir. Varstu ekki hrædd um að þetta yrði stór biti fyrir unga lesend- ur? „Þegar mín kynslóð talar um heimsstyrjöldina þá gætum við al- eins verið að tala um Tyrkjaránið,“ segir Auður og hlær, „en hann lifði þessa tíma og hafði ferðast um þessar fallegu borgir, átti jafnvel vini þar. Svo þegar hann kemur næst er búið að sprengja allt í tætlur, hús og fólk. Það hafði djúp áhrif á hann og varð að vera með í bókinni." - En hver fmnst þér vera megintilgangur þess- arar bókar? „Ja, ég vildi leggja mitt af mörkum til þess að Halldór Laxness yrði ekki stofnun," segir Auður hikandi. „Það hefur verið mikifl hátíðleiki kring- um hann undanfarin ár, fyrst þegar hann dó og svo núna á aldarafmælinu. Böm gætu vel orðið hrædd við þennan stóra merkilega karl. En það væri leitt því verkin hans eru svo lifandi, skemmtileg og kröftug. Ég fann þegar ég var að velja brot úr Sölku Völku að fyrra bindið er víða fyrsta flokks barnabók. Það er ekta bemsk rödd í sögum hans þegar hann skrifar um böm. Aðall hans er ævinlega þessi ferska hreina tilfmning sem hann sækir í sína eigin sál og gefur okkur hinum. Það er ótrúlegur kjarkur og þor í bókum hans. Ég sýni að hann var manneskja og enginn þarf að óttast að lesa bækurnar hans.“ Bylting á ísafiröi Dansverkið Bylting hinna miðaldra eftir Ólöfu Ingólfs- dóttur og Ismo- Pekka Heikin- heimo verður sýnt i Edinborg- arhúsinu á ísa- firði annað kvöld kl. 20. Þaðan fer sýningin til Akureyrar og verður sýnd i Ketilhúsinu á laugardagskvöldið kl. 20. Þau Ólöf og Ismo-Pekka dansa sjálf verkið. Bylting hinna miðaldra var frumsýnd í Borgarleikhúsinu 6. mars sl. í mars og apríl var verkið sýnt í Helsinki, Turku og Rovaniemi í Finnlandi, á Full Moon Dance Festival í Pyhajarvi í Finnlandi í ágúst og í Tallinn í Eistlandi í október. Hvarvetna hef- ur það vakið hlátur og aðdáun. Nú síðast var verkið sýnt á nýliðinni Nútímadanshátíð í Reykjavík. Ólöf eskimói Á morgun kl. 17 mun Inga Dóra Bjömsdóttir mannfræðingur flytja erindi í stofu 101 í Odda um rann- sókn sína á ævi Ólafar Sölvadóttur sem þekkt varð i Bandaríkjunum undir nafninu Olof Krarer the Esquimaux Lady. í erindinu mun Inga Dóra meðal annars íjalla um vandann sem fylgir því að skrá ævisögu konu sem villti á sér heimildir alla ævi og leita skýr- inga á því af hverju hið sanna um uppruna Ólafar komst aldrei upp meðan hún lifði. Handan snæfjalla ■ Einar Bragi hefur gefið út bókina Handan snæfjalla með þýðingum sínum á ljóðum Paulus Utsi, brautryðj- anda samískrar ljóðagerðar. Hann fæddist í júlí 1918 i Lyngseidet í Noregi en öll sín manndómsár bjó hann í Porjus nyrst í Svíþjóð. Hann varð úti á nýársdag 1975. Ljóðin hefur Einar Bragi valið úr þremur ljóðabókum skáldsins, einkum ljóðasafninu sem kom út á sænsku undir titlinum Följ stigen árið 2000. Þetta eru persónuleg ljóð um daglegt lif þar sem lesandinn verður fús þátttakandi, finnur lykt og sér með skáldinu. Örstutt brot sýnir aðferð hans: Vakna undir hreinstökunni Finn þurrar nœfrar undir útnáranum Kveiki upp, legg hrís og viöarkubba á hlóðaeldinn Skríð út gegnum reykinn sópa snjó af tjaldinu lyfti potti af hónum Einar Bragi er ötufl þýðandi og kynnir samískra bókmennta, þetta er íjórða ljóðabókin sem út kemur í hans þýðingu á tveimur árum. Hann skrifar stuttan en fróðlegan inngang að þessari bók um samísk- ar bókmenntir. Tónlist Stormar lífsins Hallgrímskirkja var full síðastliðinn sunnudag og höfðu gestir lagt þónokkuð á sig tfl að mæta þangað. Veðrahamurinn reyndist eiga ágætlega við það stormasama lífshlaup sem Benjamin Britt- en hafði um miðja síðustu öld fært í tónlistarbún- ing og var þarna flutt undir stjóm Marteins Hun- ger Friðrikssonar, organista Dómkirkjunnar í Reykjavík og kórstjóra Dómkórsins. Kantata Brittens, Saint Nicolas, er samin fyrir tenór, kór, barnakór, fjórar drengjaraddir, píanó, orgel og strengja- og ásláttarsveit. Þama voru auk Dómkórsins Garðar Thór Cortes tenórsöngvari, Skólakór Kársness undir stjórn Þórannar Björns- dóttur, ellefu manna strengjasveit leidd af Auði Hafsteinsdóttur, tveir píanóleikarar, orgelleikari og tveir slagverksleikarar. Lífshlaup dýrlings nokkurs sem Nikulás hét virðist hafa verið allskrautlegt og nægir að nefna fangelsun, biskupsstól og kraftaverk á borð við endurlífgun myrtra bama. Satt að segja vekur þessi saga ekki áhuga á dýrlingasögum, en von- andi era flestar þeirra notalegri en þessi. Hallgrímskirkja er erfitt hús og mismunandi eftir staðsetningu hvað menn greina af t.d. texta og hversu mikið hljóðið rennur saman og í hvaða hlutfóllum. Þannig reyndist erfitt að hemja slag- verkið í fimmta hluta og texti bæði kórs og ein- söngvara var með öllu óskiljanlegur allan tímann. Ágripið í efnisskrá bjargaði miklu í þessu sam- bandi. En það náðist að gefa óteljandi blæbrigði og skapa skörp skil í túlkun. Kórinn söng annan þátt um fæðingu Nikulásar dansandi létt og Garð- ar Thór söng ægifagurt í lok bænar sinnar í þriðja hluta. Bænin eftir storminn á pákugrunni var líka töfrandi. Fjölröddunin i sjötta hluta kom mjög sterkt út, bamakórinn ekki síst yndislegur í mýktinni eftir storminn og hljómur Dómkórsins sérlega fallegur í áttunda hluta. Fiðlueinleikur Auðar var hrífandi tær og tilfmningaríkur. Og svona mætti lengi telja. Það sem samt heldur áfram að hljóma í huganum er þessi seiðandi bamakórshljómur og sérstöku drengjaraddimar sem he'yrðust í sjöunda hluta. Það er með ólíkind- um að hægt sé að þjálfa svona vel ungar raddir þegar söngstarfið þarf að keppa við svo margt til- boðið í lífi bamanna. Viðstaddir risu úr sætum í lokin og þökkuðu þessa góðu tónlistarstund í skjóli og lögðu svo glaðir í hjarta út í myrkrið og stormhretið. Sigfríður Bjömsdóttir Bókatíöindi 2002 Eins og landsmenn hafa orðið varir við eru Bóka- tíðindi 2002 komin út, þessi einstaka hand- bók um nýjar (og nýlegar) bækur sem er svo gott að grípa til þegar maður er að velja jólagjafir handa fjölskyldu, vinum og ættingjum. Áuk þess er að venju ókeypis happdrættismiði innan á baksíðu allra eintaka og verða vinningsnúmer birt í dag- bókum DV og Morgunblaðsins. Félag íslenskra bókaútgefenda hefur líka opnað nýjan vef á slóð- inni www.bokautgafa.is þar sem hægt er að skoða Bókatiðindi 2002 ásamt eldri tíðindum með aðstoð leitarvélar. Þar eru vinningsnúm- erin líka birt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.