Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002
DV
Fréttir
Tekist á um niðurskurð á félagsstarfi aldraðra í borgarráði:
Hör mu ngarástand
í einu orði sagt
- segir forstöðumaður Lönguhlíðar 3 þar sem helmingur íbúanna notar göngugrind
„Þetta þýðir að gamla fólkið einangr-
ast hér, það kemst ekkert af því út af
sjálfsdáðum. Þetta yrði hörmungar-
ástand í einu orði sagt,“ sagði Jóna
Ingibjörg Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður þjónustuíbúða aldraðra í Löngu-
hlíð 3, um drög að starfs- og fjárhags-
áætlun Félagsþjónustunnar í Reykja-
vík fyrir árið 2003 þar sem gert er ráð
fyrir að leggja niður skipulagt félags-
starf í fimm þjónustumiðstöðvum aldr-
aðra af fjórtán. Þetta á við um þjón-
ustumiðstöðina í Furugerði 1, Löngu-
hlíð 3, Dalbraut 21-27, Dalbraut 18-20
og Sléttuvegi 11.
Tekist var á um málið á borgar-
ráðsfundi í gær. Borgarrráðsfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bók-
un þar sem þessum vinnubrögðum
var harðlega mótmælt. Vakin var at-
hygli á að gagnrýnivert væri að
hætta öllu skipulögðu félagsstarfi á
þeim stöðum þar sem borgin ræki
þjónustuíbúðir. Ekki hefði verið haft
samráð við forstöðumenn né starfs-
fólk í félagsstarfi viðkomandi þjón-
ustumiðstöðva. Um ótrúlega vanvirð-
ingu væri að ræða á störfum þeim
sem verið væri að vinna. Ekki væri
tekið tillit til þess að íbúar í þjón-
ustuíbúðum borgarinnar væru marg-
ir hverjir orðnir háaldraðir og las-
burða.
Að þvl er fram kom í viðtali DV
við Jónu Ingibjörgu í gær búa nú 34
íbúar í Lönguhlíð 3.
„Þetta er fólk sem fær ekki úthlut-
að þjónustuíbúðum nema það sé
ófært um að búa eitt heima,“ sagði
hún. „Helmingur íbúanna notar
göngugrindur, ein er í hjólastól og
önnur með súrefni allan sólarhring-
inn. Tóif íbúanna eru komnir yfir ní-
rætt. Þeir ætla að bjóða upp á akst-
ursþjónustu fyrir fólkið þannig að
það geti farið á hinar félagsmiðstöðv-
amar. Það væri engin einasta mann-
eskja hér sem myndi nýta sér þaö.“
Það opna félagsstarf sem boðið hef-
ur verið upp á í Lönguhlíðinni er
handavinna, fóndur, myndlist,
enskukennsla, leikfimi og söngstund-
ir. Samkvæmt áætlun félagsmálaráðs
er fyrirhugað að leggja allt þetta nið-
ur.
Jóna Ingibjörg gagnrýndi að for-
stöðumönnum viðkomandi félags-
miðstöðva hefði ekki verið tiikynnt
um þessar fyrirhuguðu breytingar
fyrr en þeir sáu þær á prenti. -JSS
Sífellt nöldur
Valgerður Sverrisdóttir mælti á Al-
þingi í gær fyrir frumvarpi þar sem
gert er ráð fyrir að álagningarhlutfoll
vegna eftirlits-
gjalds, sem eftir-
litsskyld fyrirtæki
greiða til Fjár-
málaeftirlitsins,
verði hækkuð. Jó-
hanna Sigurðar-
dóttir gagnrýndi
að eftirlitsskyldir
aðilar hefðu allt of
mikið um rekstrar-
umfang Fjármála-
eftirlitsins að segja og að þeir væru
með „sífellt nöldur yfir rekstri Fjár-
málaeftirlitsins" sem meðal annars
væri að finna í athugasemdum þeirra
við lagafhimvarpið. Viðskiptaráðherra
sagði að í athugasemdunum væri
vissulega að finna ýmsan „sparðatín-
ing“ en athugasemdimar væru ekki
stórvægilegar.
Pharmaco endurbætir lyfjaverksmiðju sína á Möltu
Framleiðslugetan 2,5
milljarðar taflna á ári
- utanríkisráðherra íslands viðstaddur opnunina
Endurbætt verksmlðja Pharmaco á Möltu
Frá athöfninni í verksmiöjunni á Möltu í gær, frá vinstri: Joseph Bonnici, viö-
skiptaráöherra Möltu, Louis Deguara, heilbrigöisráöherra Möltu, og Halldór
Ásgrímsson utanríkisráöherra.
Bensínstöð Olís
við Skúlagötu
rænd í gærkvöld
Tveir karlmenn rændu Olísstöð-
ina við Skúlagötu á tíunda tíman-
um í gærkvöld. Mennirnir voru
hettuklæddir þegar þeir ruddust
inn á bensínstöðina og réðust að
tvitugri afgreiðslustúlku sem var
ein við störf. Annar mannanna
mun hafa haldið stúlkunni niðri á
meðan hinn lét greipar sópa um
peningakassann. Þeir voru óvopn-
aðir.
Að sögn lögreglu er ekki að fullu
ljóst hversu miklum peningum var
stolið en giskað er á að það hafi ver-
ið um tólf þúsund krónur. Mennirn-
ir hurfu út í myrkrið að loknu rán-
inu og hringdi afgreiðslustúlkan
samstundis á lögreglu. Hún slapp
ómeidd úr ráninu.
Mennimir tveir voru ófundnir í
morgun en að sögn lögreglu er
þeirra leitað. -aþ
Pharmaco hf. hefur lokið fyrsta
áfanga endurbóta á lyfjaverksmiðju
sirini á Möltu og var sá hluti verk-
smiðjunnar tekinn í notkun við há-
tíðlega athöfn í gær. Þar vora við-
stödd Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra og eiginkona hans Sigur-
jóna Sigurðardóttir ásamt maltnesk-
um ráðamönnum, m.a. Joseph
Bonnici viðskiptaráðherra og Louis
Deguara heilbrigðisráðherra.
Eftir endurbætumar uppfyllir
lyfjaverksmiðja Pharmaco ýtrustu
kröfur Evrópusambandsins og opn-
ast þar með nýir markaðir fyrir lyf
fyrirtækisins í Evrópu. Fram-
leiðslugeta verksmiðjunnar er um
2,5 milljarðar taflna á ári. í tengsl-
um við athöfnina í gær var einnig
opnuð ný og glæsileg rannsóknarað-
staða dótturfyrirtækis Pharmaco á
Möltu, Delta R&D. Þar starfa nú 30
sérfræðingar og er verkefni þeirra
að þróa að jafnaði 3^4 ný samheita-
lyf á ári.
Viðskiptaráðherra Möltu, Joseph
Bonnici, sagði við það tækifæri að
um væri að ræða afar mikilvæga
fjárfestingu fyrir Möltu þar sem
sterkt alþjóðlegt fyrirtæki hefði nýtt
sér hagstætt fj árfesti ngarumhverfi
landsins.
Halldór Ásgrímsson segir mjög
ánægjulegt að hafa fengið tækifæri
til að vera viðstaddur þessa opnun.
Greinilegt væri að hin öfluga starf-
semi Pharmaco á Möltu hefði vakið
athygli stjómvalda enda er um að
ræða afar stórt fyrirtæki á malt-
neskan mælikvarða með um 250
starfsmenn.
Róbert Wessman, forstjóri rekstr-
ar hjá Pharmaco, segir að verk-
smiðjan á Möltu sé afar mikilvæg
eining í Pharmaco-samstæðunni.
Fyrirtækið hafi sett sér það mark-
mið að vaxa um 15-20% á ári næstu
þrjú árin og þessi endurbætta verk-
smiðja sé mikilvægur áfangi til að
tryggja þann vöxt til framtíðar.
-HKr.
Minjaverðir til Þjóðminjasafns
Minjaverðir verða látnir heyra und-
ir þjóðminjavörð og gerðir að starfs-
mönnum Þjóðminjasafhs Islands, nái
nýtt frumvarp menntamálaráðherra
um breytingar á þjóðminjalögum fram
að ganga. Minjaverðir heyra nú undir
Fomleifavemd ríkisins, en fram hefur
komið óánægja á landsbyggðinni með
að hlutverk minjavarða sé óljóst og
starfssvið þeirra þrengra en áður var.
Þá er lagt til að umsjón með kirkjugrip-
um og fommunum í kirkjum verði
færð frá Fomleifavemd til Þjóðminja-
safns.
Guðjón geftir kost á sér
Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur
ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á
lista Sjálfstæðis-
flokksins í Suður-
kjördæmi og af
þeim sökum sagt
sig úr uppstilling-
amefrid. Sitjandi
þingmenn kjör-
dæmisins, þau
Drífa Hjartardótt-
ir, Kristján Páls-
son, Ámi Ragnar
Árnason og Kjart-
an Ólafsson, gefa
allir kost á sér áfram. Úrslit síðustu
þingkosninga hefðu þýtt að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði fengið fimm þing-
menn í nýju Suðurkjördæmi, þar af
einn jöfriunarmann. Búist er við að
uppstillingamefhd gangi frá tillögu um
skipan efstu sæta um næstu helgi, en
hún verður lögð fyrir kjördæmisráðs-
fund 30. nóvember.
Guðjón ekki bak við tjöldin
Guðjón Ólafur Jónsson, formaður
kjördæmissambands Framsóknar-
flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suð-
ur, hefur lýst því yfir að hann taki ekki
þátt í því innan stjómar kjördæmis-
sambandsins að skipa uppstillingar-
nefhd sem stillir upp framboðslista
vegna alþingiskosninga. Guðjón segist
gera þetta til að tryggja að uppstUling-
arnefndin njóti fyllsta trausts í sínum
störfum, en nafn sitt hafi undanfarið ít-
rekað verið nefiit í tengslum við fram-
boð til Alþingis. Hann hafi þó enga
ákvörðun tekið um framboð.
Hluthafafundur Kers hf.
Stjóm Kers hf. boðar til hluthafafundar að kxöfu
Hesteyrar ehf., 27. nóvember 2002 kl. 16.00, að
Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík.
Dagskrá
1. Tillaga um afturköllun umboðs allra stjómarmanna
Kers hf., bæði aðalmanna og varamanna, sem kosnir
vom á aðalfundi félagsins 12. apríl 2002.
2. Stjómarkjör, ef tillaga samkvæmt 1. tölulið verður
samþykkt.
Hesteyri ehf. hefur krafíst þess að ef stjómarkjör
fari fram þá verði viðhöfð hlutfallskosning
skv. 63. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Stjórn Kers hf.
Guöjón
Hjörleifsson.