Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2002, Side 28
36 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 Sport Paö var mikil harka í leikjum heigarinnar í NFL-deildinni og uröu þrír v leikstjórnendur fyrir slæmum meiöslum. Reuters Ameríski fótboltinn um helgina: Óvænt tap hjá Packers Enn eina helgina var mikið um óvænt úrslit i NFL-deildinni. Einnig var þessi helgi mikO meiðslahelgi því þrír leikstjórnendur urðu fyrir meiðslum um helgina og verða frá í nokkum tíma. Favre slakur Helst vakti athygli tapleikur besta liðs deildarinnar hingað til, Green Bay Packers, gegn Minnesota Vikings sem voru aðeins að vinna sinn þriðja leik í vetur. Það virðist ekki eiga vel við Brett Favre, leikstjórnanda Packers, aö leika gegn Minnesota í Metrodome því enn eitt árið átti hann hörmuleg- an leik sem varð þess valdandi að Packers tapaði sinum öðrum leik í vetur. Rams aö vakna St. Louis Rams er á fljúgandi sigl- ingu þessa dagana en þeir unnu sinn flmmta leik í röð um helgina og að þessu sinni gegn Chicago Bears, 21-16. Marc Bulger átti enn einn stórleikinn er hann kastaöi yfir 300 metra fyrir Rams og átti stóran þátt í sigri sinna manna. Þrátt fyrir það verður hann líkast til á bekknum um næstu helgi því þá verður Kurt Warner klár í slaginn á ný en hann hefur verið frá keppni undanfarinn mánuð vegna slæmra meiðsla á hendi. Titans heitir Tennesse Titans eru ekki síöur heitir því þeir unnu einnig sinn fimmta leik í röð um helgina og nú gegn Pittsburgh, 31-23. Tommy Maddox, leikstjómandi Pittsburgh, var reyndar rotaður í leiknum og var fluttur á spítala. Haröur McNabb Dononvan McNabb, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, braut á sér ökklann í leiknum gegn Arizona sem Eagles vann, 38-14. McNabb harkaði engu að síður af sér og kastaði boltanum 4 sinnum í endamark andstæðinganna með brot- inn ökkla og verður frá í 6-8 vikur. Annað sem vakti athygli um helg- ina var góður sigur Atlanta á New Or- leans. Annar sigur Falcons á Saints á stuttum tíma og menn eru farnir að taka þá alvarlega. Oakland vann sinn annan leik í röð er þeir lögðu meistara New England Patriots, 27-20, og San Francisco tap- aði fyrir San Diego í framlengdum leik, 20-17, í miklum Vesturstrandar- slag. -HBG NFL-deildin Ameríkudeildin Austurrlðlll: Miami Dolphins .... 6 sigrar - 4 töp Buffalo Bills . . 5-5 New York Jets . . 5-5 New England Patriots . . 5-5 Norðurriðill: Pittsburgh Steelers . 5-4-1 Cleveland Browns . . 5-5 Baltimore Ravens . . 4-6 Cincinnatti Bengals . . 1-9 Suðurriðill: Indianapolis Colts . . Tennessee Titans . . 6^1 Jacksonville Jaguars . . 5-5 Houston Texans . . 2-8 Vesturriðill: Denver Broncos . . 7-3 San Diego Chargers . .7-3 Oakland Raiders . . 6-4 Kansas City Chiefs . . 5-5 Þjóðardeildin Austurriðill: Philadelphia Eagles . . 7-3 New York Giants . . 6-4 Washington Redskins . . 4-6 Dallas Cowboys .. 3-7 Norðurriðill: Green Bay Packers . . 8-2 Detroit Lions . . 3-7 Minnesota Vikings . . 3-7 Chicago Bears . . 2-8 Suðurriðill: Tampa Bay Buccaneers . . 8-2 New Orleans Saints . . 7-3 Atlanta Falcons 6-3-1 Carolina Panthers . .3-7 Vesturriðill: San Francisco 49ers . . 7-3 St. Louis Rams . . 5-5 Arizona Cardinals . .4-6 Seattle Seahawks . . 3-7 -HBG fl 1 ^óvagiaf^handbok dv KEMuH 0rj •öe& ■ ) ólagj afahandbók Jólagjafahandbók DV hefur verið gefin út í yfir 20 ár. Nú í ár kemur hún í stærra upplagi og flokkuð eftir vörutegundum til hagræðingar fyri lesendur, t.d. allur fatnaður á sama stað, alit skart, leikföng o.fl. em Jólagjafahandbók DV 2002 verður dreift frítt í 80 þús. eintökum með Magasín þann 5. desember nk. • ^ | • /Ol. IS Jólagjafahandbók DV 2002 getur þú skoðað á www.jol.is og prentað út gjöfina sem þig langar í. Við tökum á móti pöntunum til 22. nóv. Síminn er 350 5000 eða á tölvupósti, halldoraa>dv.is, ingasdv.is, kata©dv.is rga)dv.is, teiturað)dv.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.