Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Side 2
18
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002
Sport
Ein besta knattspyrnukona
landsins, Olga Færseth, gekk um
helgina í raðir ÍBV. Þessi félaga-
skipti eru hvalreki á fjörur Eyja-
manna en Olga er mesti marka-
skorari í sögu íslenskrar
kvennaknattspynru frá upphafi.
Olga hefur skorað 189 mörk í
efstu deild, þar af 144 með KR en
þar áður lék hún með Breiðabliki.
Olga hefur enn fremur verið einn
lykilleikmaður i islenska lands-
liðinu sem hefur verið að gera
góða hluti á sl. árum. Hún er
næstmarkahæsti leikmaður A-
landsliðsins, hefur skorað níu
mörk i 36 landsleikjum.
Það er greinilegt á öllu að
Eyjaliðið ætlar sér stóra hluti á
næsta timabili en á síðasta tíma-
bili höfnuðu Eyjastúlkur í fjóröa
sæti í úrvalsdeildar.
Olga sagði í samtali við DV í
gær að ástæðan fyrir þessum fé-
lagaskiptum væri að sig langaði
að breyta til og reyna fyrir sér á
öðrum vígstöðvum.
Krefjandi og spennandi
verkefni
„Mér fannst vera kominn tími
til að breyta til og sló því til en
aðdragandinn var ekki langur.
Það er alveg ljóst að Eyjamenn
ætla að leggja kraft í liðið og það
er mikill metnaöur þar á bæ. Það
á að spýta í lófana og gera þetta
~ kappm i hivrju orði
Beinn simi: .............. 550 5880
Ljósmyndir: .............. 550 5845
Fax:...................... 550 5020
Netfang:............dvsport@dv.is
Fastir starfsmenn:
Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is)
Jón Kristján Sigurðsson Qks.sport@dv.is)
Óskar O. Jónsson (ooj.sport@dv.is)
Óskar Hrafii Þorvaldsson (oskar@dv.is)
Pjetur Sigurösson (pjetur@dv.is)
eins vel og hægt er og ég hef fulla
trú á liðinu fyrir næsta tímabil.
Liðið hefur vantað sterka leik-
menn og að fá mig til liðsins er
einn liðurinn í uppbyggingar-
starfinu. Þetta verður krefjandi
en umfram allt spennandi að fara
til Eyja og ég hlakka mikið til að
leika með félaginu," sagði Olga
Færseth í samtali við DV í gær en
Olga, sem er 27 ára gömul, skrif-
aði undir tveggja ára samning við
ÍBV.
Það var ekki nóg með að ÍBV
fengi Olgu til liðs við sig heldur
hefur Pálína Bragadóttir úr KR
einnig ákveðið að leika með Eyja-
stúlkum.
-JKS
Einn besti leikmaöur íslandsmótsins f kvennaknattspyrnu, Olga Færseth,
hefur ákveöiö aö leika meö ÍBV á næsta keppnistfmabili
Mánudagurinn 2. desember 2002
Efni DV-
Sports í dag
© Utan vallar, fréttir
© Handbolti í Þýskalandi
0 Íshokkí og fréttir
© Arsenal-klúbburinn
© Intersportdeildin
© Intersportdeildin
© Doritosbikarinn
© Essodeild kvenna
© Essodeild kvenna
© Essodeild karla
Essodeild karla í handknattleik
© Enska knattspyrnan
0 Enska knattspyrnan
© Enska knattspyrnan
© Evrópuknattspyrnan
0 Evrópuknattspyrnan
© Hestasiöa
© Formannaspjall
0 Veiöisíöa
© íþróttir unglinga
© íþróttir unglinga
© NBA-boltinn
Rupprath
með heimsmet
í baksundi
Þýski sundmaðurinn Tomas
Rupprath er í góöu formi þessa
dagana en um helgina setti hann
heimsmet í 50 metra baksundi á
þýska meistaramótinu í sundi.
Hann synti á 23,23 sekúndum en
áður hafði hann tvíbætt
Evrópumetið í sama móti.
Gamla heimsmetiö átti
Ástralinn Matt Welsh.
Rupprath verður á meðal þátt-
takenda á Evrópumótinu í Riesa
í Þýskalandi um miöjan þennan
mánuð og etur þá kappi m.a. við
Örn Amarson i baksundi.
-JKS
Skíði:
Björgvin og
Dagný á
fullri ferð
Dalvíkingurinn Björgvin
Björgvinsson og Dagný Linda
Kristjánsdóttir keppa víða á mót-
um þessa dagana en um helgina
kepptu þau bæöi í Evrópubik-
amum. Björgvin lenti í 32. sæti í
svigi á móti í Levi í Finnlandi.
Hann fékk samanlagðan tíma
1:59,44 mínútur. Sigurvegarinn
varð Silvian Zurbriggen frá
Sviss á 1:54,72 mínútum. Um 90
keppendur tóku þátt en aðeins
helmingur náði að ljúka keppni.
Þá keppti Dagný Linda á móti
í Noregi en lenti þar í 38. sæti á
2:42,52 mínútum. Sigurvegari
varð Fabienne Suter frá Sviss á
samalögðum tíma 2:34,54 mínút-
um.
-JKS
Jordan hyggst
hætta í vor
Einn besti körfuboltamaður
allra tíma, Michael Jordan,
hyggst hætta í vor. Jordan leik-
ur með Washington Wizards og
segir að nú sé kominn tími að
snúa sér að öðrum viðfangsefn-
um.
Jordan gerði garðinn frægan
með Chicago Bulls og hætti
körfuboltaiðkun í tvö ár en
ákvað að byrja á nýjan leik þeg-
ar hann gekk í raðir Wizards.
Fréttir þess efnis að Jordan ætl-
aði að hætta í vor kom engum á
óvart vestanhafs.
-JKS
Olga Færseth
til Eyja
- gerði tveggja ára samning við kvennalið ÍBV
Utan vallar
Englandsmeistarar Arsenal
hafa nú náð fjögurra stiga forystu
I ensku úrvalsdeildinni og hafa
greinilega náð sér á strik á ný eft-
ir erfitt tímabil þar sem leikir töp-
uöust bæði heima fyrir og í meist-
aradeildinni.
Það er ekki neinum blöðum um
það aö fletta að Arsenalliðið er í
dag gríöarlega sterkt og aö mínu
mati það sterkasta sem komið hef-
ur fram í ensku deildinni í mjög
mörg undanfarin ár. Liðið hefur á
að skipa mjög sterkum leikmönn-
um í nánast öllum stöðum, er
bæöi gríðarlega sterkt í sókn og
vöm og með Patrick Viera á miðj-
unni er vandfundin sterkari miöja
í Englandi.
Á undanfömum vikum hafa
menn keppst við að dásama þetta
liö opinberlega og nú síöast var
það Cappello, þjálfari Roma, sem
sagði að Arsenal væri með besta
liðiö í Evrópu í dag.
Maður veltir fyrir sér af hveiju
Arsene Wenger hefur tekist að
búa til þetta sterka lið. Hann þyk-
ir með eindæmum skipulagður
framkvæmdastjóri. Þá þykja leik-
mannakaup hans hafa verið ákaf-
lega vel heppnuð og hann hefur í
raun ekki þurft aö eyöa jafnmikl-
um peningum í þau og margir aðr-
ir framkvæmdastjórar.
Ef til dæmis er borið saman við
leikmannakaup Manchester
United, þá hafa veriö keyptir þar
góðir leikmenn sem margir hveij-
ir hafa nýst því vel, en þær upp-
hæðir sem þar um ræðir eru
margfalt hærri.
Auk þess að hafa eytt minni
peningum hefur hann í flestum til-
fellum keypt leikmenn sem hafa
fallið mjög vel inn í liðið og listinn
yfir þá menn sem hann hefur feng-
ið til liðs viö sig er langur. Nær
undantekningarlaust hefur Weng-
er keypt erlenda leikmenn, enda
hafa frambærilegir enskir leik-
menn þótt allt of dýrir, enda ekki
um auðugan garð að gresja í þeim
efnum. Eina undantekning á þessu
er kaupin á Sol Campbell sem er
enskur og reyndar dýr einnig.
Stuðningsmenn annarra liöa en
Arsenal hijóta að horfa öfundar-
Pjetur
Sigurðsson
íþróttafréttamaöur
á DV-Sporti
segir sína skoðun
augum á gang mála hjá Arsenal,
sérstaklega þar sem í raun virðist
ekki sjá fyrir endann á þessu ferli.
Á tíma sínum hjá Arsenal hefur
hann þurft að endumýja leik-
mannahópinn að stærstum hluta
og hefur honum tekist að búa til
enn sterkara liö en hann tók við á
sínum tíma. Brotthvarfi manna á
borð viö Tony Adams hefur verið
mætt með kaupum á leikmönnum
á borð við Sol Campbell og Cygan,
svo einhverjir séu nefndir.
Framkvæmdastjórar stóru
liðanna í Englandi, þeir Gerard
Houllier og Alex Ferguson, verða
heldur betur aö taka sig á á næstu
misserum ef þeir ætla að halda í
við Arsenal. Fyrst og fremst veröa
þeir að finna taktinn I
leikmannakaupum.