Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 20
36 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 Fluguskóli hefur starfsemi sína „í samstarfi við Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur hefur Flugu- veiðiskólinn starfsemi með nám- skeiðahaldi sem byrjar í janúar 2003. Nú þegar liggur fyrir að nokkrir þekktir stangaveiði- og leiðsögumenn munu kenna við skólann sem gerir námskeiðin verulega spennandi fyrir okkur stangaveiðimenn," sagði Ari Þórðarson í fræöslunefnd félags- ins er við heyrðum í honum í vik- unni um Fluguveiðiskólann. „Eftir nokkurn undirbúning í haust og vetur hefur verið ákveð- ið að hefja starfsemi Fluguveiði- skólans í nánu samstarfi við fræðslunefnd SVFR. Það eru þeir Einar Páll Garðarsson, oftast nefhdur Palli í Veiðihúsinu, Sig- urður Héðinn, leiðsögumaður í Norðurá, og Gísli Ásgeirsson, leiðsögumaður í Laxá í Kjós, sem munu leiða skólann og kenna á fyrstu námskeiðum skólans. Á fyrsta tveggja kvölda nám- skeiðinu er nefnist „Tæknin að veiða straumvatn með flugu“ og hefst hann í janúar. Þar verður farið yfir næstum allt er tengist stangaveiði með flugu. Þar er helst að nefna val á veiðitækjum, fluguval, fluguhnýtingar, lestur straumvatns, veiðiaðferðir og sið- ferði í stangaveiði. öllum þátttak- endum verður sinnt persónulega enda einungis 20 sæti laus í hverj- um hópi. í vor gefst hópum á veg- mn Fluguveiðiskólans síðan tæki- færi til að bæta við þekkingu sína með verklegri kennslu á árbakka álitlegs straumvatns á vatna- svæði SVFR. Það er hins vegar félaginu sér- stakt gleðiefhi að geta nú boðið fé- lagsmönnum sínum upp á nám- skeið af þessum toga en langt er um liðið síðan sambærilegt tæki- færi hefur staðið til boða. Vonast félagið til að tilboðið freisti margra félagsmanna," sagði Ari ennfremur. -G.Bender Hann er tignarlegur uppstoppaður stórurriðinn sem Jón Ingi Kristjánsson veiddi á flugu í Veiðivötnum. Með honum á myndinni eru þeir Davíð Viðarsson og Ingólfur Kolbeinsson. DV-mynd G.Bender Sport DV Eg hef fengið Veioivon nokkrar rjúpur - segir Dúi Landmark um rjúpnaveiðar og myndband „Eg fór austur fyrir fjall með Guðmundi Baldurssyni, fyrrum knattspymuhetju og landsliðsmark- verði, þegar veiðitíminn hófst og þann daginn fengum við 8 stykki,“ sagði Dúi Landmark í samtali við DV-Sport í vikunni er við spurðum hann um rjúpnaveiðar og nýja myndabandið hans, Veiðiklær. „Síðan fórum við tvisvar aftur á sömu slóðir og það var frekar ró- legt. Kropp upp á 2-3 rjúpur. Það er orðin hefð hjá mér að fara austur á Hérað á hverju hausti og veiða þar með Aðalbirni Sigurðs- syni. Það hefur oft gefið vel þar. Nú var veiðin vægast sagt dræm, veiddust örfáar pútur. Mérsýnisteá því sem ég þekki til að niðursveifl-' an á rjúpnastofhinum sé talsvert meiri þar en víðast hvar annars staðar. Það sem skiptir máli er að dregið verði úr stórveiði og öruggasta ráð- ið til þess er að banna sölu á rjúp- unni. Þetta gerðu Bretamir við gæsina og það virkaði mjög vel hjá þeim. Auðvitað verður alltaf til ein- hver svartur markaður en hann verður ekkert í samanburði við það sem verið að selja inn á veitinga- staðina og jólahlaðborðin." - Hvemig hefúr salan á mynd- bandinu Veiðiklóm gengið? „Salan á Veiðiklóm hefur gengiö vel fram til þessa og ekki ástæða tO að ætla annað en að þetta verði jóla- DOi Landmark á veiöislóöum fyrir skömmu meö góöan feng á öxlinni. gjöf veiðimanna og matgæðinga í ár. Þeim veiðimönnum hefur farið fjölgandi sem láta sér ekki ein- göngu nægja að veiða bráðina, þeir em famir að fá meira út úr þvi að elda hana sjálfir. Þetta er dýrmætt hráefni og búið að hafa mikið fyrir því og því ekki ónýtt að geta sótt í smiðju jafnfrábærra kokka og að- stoðuðu mig í þáttunum. Ekki DV-mynd Róbert Schmit skemmir það fyrir þeim sem áhuga hafa á sliku að fá góðar ráðlegging- ar um val á vínum með mismun- andi bráð,“ sagði Dúi ennfremur. G.Bender 103 laxar á fluguna í Korpu „Við erum ánægð með veiðina í Korpu í sumar, það veiddust 103 laxar á fluguna, sem er mjög gott, heildarveiðin var 206 lax- ar,“ sagði Jón Þ. Júlíusson er við spurðum um Korpu. Mest veiddist á fluguna í júlí eða 35 laxar, 33 laxar í ágúst, síðan 26 laxar i september og 9 laxar í júní. „Það veiddust tveir 10 punda laxar. Fannar Sveinsson veiddi annan í Fossinum en Einar S. Árnason hinn í Ósstokk. Ágúst Jónsson veiddi þann þriðja stærsta í Berghylnum og hann var 9,2 pund.“ Breytir það ekki miklu að Áburðarverksmiðjan er hætt að taka vatn úr ánni? „Jú, þetta breytir ótrúlega miklu fyrir okkur, vatnið verð- ur meira í ánni og lax gengur betur upp í hana. Við urðum strax varir við þetta í sumar," sagði Jón í lokin. -G.Bender Fyrsta Hnýttu og bíttu kvöld vetrarins verður haldið í félags- heimili SVFR nk. miðvikudag. Á síöasta vetri fóru af stað í fyrsta skipti fluguhnýtinga- kvöld hjá SVFR undir nafninu Hnýttu og bíttu. Þekktir hnýt- arar mættu á svæðið og hnýttu flottar flugur, sýndar voru veiðigræjur og einnig voru flutt erindi en með þessu öllu var drukkið kaffi og snæddar klein- ur. Veiöifélaginu Lax-á hefur bæst nýr liðsauki sem er veiði- maðurinn Benedikt Ragnars- son úr Miðfirði sem hefur hafið störf hjá fyrirtækinu. Benedikt þekkir vel veiðislóðir í Miðfirði en hann hefur verið leiðsögu- maður við ána í 17 ár og ætlar að selja innlendum veiðimönn- um veiðileyfi hjá Lax-á. Spólan Veiðiklær, sem Dúi Landmark gaf út fyrir skömmu, hefur selst vel enda margir ánægðir með árangurinn. Það er líka ekki gefið út mikið af spólum fyrir þessi jól og bækur eru af skomum skammti fyrir veiðimenn. Stangaveiðibókin er að koma út eftir nokkra daga og síðan veiðispóla frá Eggert Skúlasyni og Friöriki Guö- mundssyni. Þennan veturinn hefjum við starfið með „kosn- ingakvöldi" í tilefni af kosn- ingu til stjórnar félagsins og síðan á næstunni verða fleiri Hnýttu og bíttu kvöld. Núna í desember verður síðan opið hús, með jólaívafi. Aöalfundur Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur þótti takast vel undir skeleggri stjóm Þór- ólfs Halldórssonar, sýslu- manns á Patreksfirði. Tekist var á í kosningu til stjórnar fé- lagsins og síðan voru fjörlegar umræður undir liðnum önnur mál. Rafn Hafnfjörð lagði fyr- ir Stefán Jón Hafstein borgar- fulltrúa krossapróf sem ekki er vitað um á þessari stundu hvort hann stóðst. Elliðaárnar voru hressilega ræddar en fundurinn var fjörlega sóttur af veiðimönnum á ýmsum aldri. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.