Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Side 4
20 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 Sport DV Fredrik Jakobson fagnar þegar sig- urinn var kominn í höfn á opna Hong Kong-mótinu um helgina. Reuters Langþraður sigur Svíans __ íslandsmótiö í íshokkí: Æsispennandi á Akureyri - þegar Björninn sigraði SA, 4-5 í laugardagskvöldið mættust í Skautahöllinni á Akureyri Skauta- félag Akureyrar og Bjöminn í 4. umferð íslandsmótsins i íshokkí. Bjamarmenn mættu ákveðnir til leiks og tókst fljótt að komast tveimur mörkum yfir á 7. og 9. mínútu með mörkum frá Brynjari Þórðarsyni og Jónasi Breka Magn- ússyni. Sigurður Sigurðsson minnkaði svo muninn fyrir gest- ina skömmu fyrir lok lotunnar og því staðan 2-1 gestunum í vil eftir 1. lotu. í 2. lotu áttu heimamenn aldrei möguleika gegn frískum Bjamar- mönnum og þeir Sergei Zak, Trausti Bergmann og Snorri Sig- urðarson skoruðu fyrir gestina án þess aö heimamenn gætu svarað fyrir sig. Útlitið var því ansi dökkt fyrir SA-inga í upphafi 3. og síðustu lotu með stöðuna 5-1 á töflunni. Þeir voru þó staðráðnir í að gefast ekki upp og Sigurður Sigurðsson skor- aði á 7. minútu lotunnar og Kenny Corp bætti við öðru á sömu mínút- unni og allt í einu voru SA-ingar farnir að sjá til sólar. Þriöja tapiö í röö Daði Örn Heimisson minnkaði svo muninn í eitt mark þegar 36 sekúndur voru eftir af leiknum og allt ætlaði um koll að keyra. Heimamenn tóku markmanninn sinn úr markinu á síðustu sekúnd- unum og fjölguðu í sókninni en allt kom fyrir ekki - þriðja tapið í röð hjá íslandsmeistumnum orðin staðreynd. Aldrei fyrr hefur slík spenna ríkt í íslandsmótinu í íshokkí og svo virðist sem Reykjavíkurliðin ætli að skilja Akureyringa eftir á seinni hluta íslandsmótsins. Næsti leikur fer fram í Reykjavík um næstu helgi er Skautafélag Reykja- víkur tekur á móti Skautafélagi Akureyrar. Mörk / stoðsendingar: Björninn: Jónas Breki Magnús- son 1/2, Sergei Zak 1/1, Brynjar Þórðarson 1/1, Trausti Bergmann 1/0, Snorri G. Sigurðarson 1/0, Birg- ir Hansen 0/1, Isak Ómarsson 0/1. SA: Sigurður Sigurðsson 2/1, Kenny Corp 1/1, Rúnar Rúnarsson 0/2, Daði Örn Heimisson 1/0, Björn Már Jakobsson 0/1. Brottvisanir: Björninn 51 min, SA 32 mín. Aöaldómari: Viðar Garðars- son. íslandsmótið í blaki: Liö stúdenta á toppnum - vann öruggan sigur á Hamri Sterkur í lokin - og Lonard og Moseley jafnir á opna ástralska „Ég hélt loksins út og það var dásamlegt að ná þessu langþráða takmarki," sagði Svíinn Fredrik Jakobsen eftir sigurinn á opna Hong Kong-mótinu í golfi um helg- ina. Mótið var liður i evrópsku mótaröðinni en í þvi hefur Sviinn hafnað sex sinnum í öðru sæti en hann hefur keppt á evrópsku móta- röðinni frá 1995. Það leit svo sem ekkert vel út fyrir sigur Svíans fyrir lokahring- inn en þá var hann höggi á eftir efstu mönnum. Hann sýndi hins vegar mikið öryggi á lokahringn- um, lék á 64 höggum eða á 16 und- ir pari. Hann lauk keppni á sam- tals 260 höggum en jafnir á 262 höggum urðu Jorge Berendt frá Lyn leitar til Danmerkur Nú er talið líklegt að Daninn Ove Christensen taki við þjálfun Lyn í Noregi en þetta kemur fram í norsk- um fjölmiðlum nú um helgina. Tveir íslendingar leika með Lyn en það eru þeir Jóhann Guðmundsson og Helgi Sigurðsson. Teitur Þórðar- son hefur ítrekað verið orðaður við félagið en enn hefur ekkert skýrst varðandi framtíð hans hjá Brann. Ove Christensen þjálfaði áður AB i Kaupmannahöfn. -PS Argentínu og Henrik Nyström frá Svíþjóð. Skiptu meö sér 30 milljónum Spennan var ekki síðri á ástr- alska meistaramótinu en þar þurfti umspil til að knýja fram úrslit. Heimamennimir Peter Lonard og Jarrod Moseley voru jafnir á 17 höggum undir pari, eöa á 271 höggi samtals. Degi var tekið að halla í Ástral- íu þegar þessi staða kom upp og léku þeir aðeins einu holu í um- spili og sættust að lokum á jafn- tefli. Ef það hefði ekki orðið niður- staðan hefði mótið dregist um einn dag. Verðlaunafé fyrir sigurinn nam um 30 milljónum íslenskra króna og skiptu þeir félagar þeirri upphæð á milli sín. í þriðja sæti í mótinu lenti Stu- art Appleby á 274 höggum og gamla brýnið Greg Norman sýndi að hann hefur engu gleymt en hann sýndi oft gamla takta en varð að lokum í fjórða sætinu á alls 275 höggum. -JKS Tveir leikir voru háðir í 1. deild á íslandsmótinu í blaki karla um helgina. ÍS og Hamar úr Hveragerði mættust í íþróttahúsi Hagaskólans og sigraði ÍS með þremur hrinum gegn engri Með sigrinum treysti lið ÍS sig á toppi deildarinnar með 13 stig eftir 5 leiki. Hrinumar enduðu 25-19, 25-14 og 25-14. Það var einungis í fyrstu hrinunni að Hamarsmenn fengu að narta í lið stúdenta þar sem leikmenn vora hálfværukærir og greinilegt að dagskipunin var að láta alla leikmenn liðsins spreyta sig. Afmælisbamið og þjálfarinn, Zdravko Demirev, fékk að hvíla sig á bekknum. Stjarnan vann góðan útisigur á Þrótti úr Reykjavík, 0-3. Hrinumar enduðu, 13-25, 22-25 og 15-25. í 1. deild kvenna áttust við lið vamarliðsins og Þróttur úr Reykja- vík á Keflavíkurflugvelli. Stúlkurn- ar úr Þrótti unnu leikinn, 1-3, og lyktaði hrinunum, 19-25, 15-25, 26-24, og 21-25. -JKS Murdoch sýnir Lazio áhuga Deildarbikarkeppni KSI í knattspyrnu: Með hefðbundnu sniði - leikið verður í fjórum knattspyrnuhöllum Keppni í deildarbikarkepþni KSÍ í knattspymu verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Að þessu sinni taka 40 karlalið þátt í keppninni í tveimur deildum og 12 kvennalið, sömuleiðis í tveimur deildum. Eins og fyrri ár verður stór hluti leikjanna leikinn innanhús en nú hafa bæst við tvö ný hús, í Kópavogi og í Reykjavík, en auk þess styttist í að tekið verði í notkun nýtt knattspyrnuhús á Akureyri. Efri deild karla er skipt í tvo Þór riðla sem skiptast á eftirfarandi leika þau hátt. næstkomandi B-riðiU eftirfarandi: A-riðill FH Afturelding Fylkir Efri deild Fram Grindavík Breiðablik ÍA Haukar IBV KA ÍBV KR Keflavík Valur Stjaman KR Víkingur Valur Stjaman Þróttur Þór/KA/KS í efri deild kvenna leika 6 lið og öll í Símadeildinni Liðin sumar. eru Milljónamæringurinn Rupert Murdoch rennir hýru auga til ítalska stórliðsins Lazio og hyggst kaupa liðið ef áætlanir hans ganga eftir. ítalskir fjölmiðlar greindu frá þessu um helgina en Lazio á í mikl- um íjárhagskröggum og sér fram á að þurfa að selja leikmenn ef fjár- magn kemur ekki inn á næstunni. Ef af ráðagjörðum fjölmiðlakóngs- ins verður mun hann yfirtaka skuldir félagsins og gerast meiri- hlutaeigandi. Það gæti komið í ljós í þessari viku hvort af kaupunum verður en Murdoch hyggst fara til Rómar til viöræöna við félagið. Skuldir Lazio nema á annan tug milljarða og verð- ur ekki búið við þennan skuldahala öllu lengur. Murdoch á þegar hlut í nokkrum félögum á Bretlandseyjum og víðar. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.