Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Side 7
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002
23
Intersport-deildin í körfuknattleik:
- Keflvíkingar sterkari á lokasprettinum gegn KR
Gríðarleg spenna var í lok leiks
þegar Keflavík lagði KR með 94
stigum gegn 91 í skemmtilegum
leik í Keflavík á fostudagskvöld.
Bæði lið áttu möguleika á þvi að
landa sigrinum en heimamenn
voru sterkari á lokasprettinum.
Með þessum sigri eru þeir komnir
upp að hlið KR á toppi deildarinn-
ar með 12 stig. Raunar eins og
Grindavík og Njarðvík sem einnig
eru með tólf stig að loknum átta
leikjum.
Leikur liðanna var í jafnræði í
fyrsta fjórðungi. Keflavík spilaði
pressuvörn allan völlinn og síðan
svæðisvörn þar sem KR-ingum
var boðið.upp á að skjóta fyrir ut-
an. Þessi leikaðferð heimamanna
fór að skila árangri í öðrum leik-
hluta þegar þeir náðu mest 15
stiga forystu. Á þessum leikkafla
hittu Guðjón Skúlason og Falur
Harðarson vel fyrir utan auk þess
sem vörnin small saman og þeir
náðu að stela boltanum af hikandi
KR-ingum.
Leikmenn gestanna komu mun
ákveðnari til leiks í síðari hálf-
leik. Þeir voru ákveðnari í sóknar-
leiknum og hittu vel úr skotum ut-
an þriggja stiga línunnar. Munur-
inn á liðunum var þó enn níu stig
í lok þriðja leikhluta. Þá fóru hins
vegar hlutirnir að gerast hjá KR-
ingum. Þeir fóru spila sterka
svæðisvörn og komust tveimur
stigum yfir. Eftir það var leikur-
inn í jámum.
Magnús Gunnarsson skoraði
þriggja stiga körfu þegar innan
við ein mínúta var eftir af leikn-
um og kom heimamönnum tveim-
ur stigum yfir. Það dugði og það
var svo besti maður leiksins,
Sverrir Sverrisson, sem skoraði
síðasta stig leiksins af vítalín-
unni. Hann kom síðan hönd á
boltann þegar sjö sekúndur voru
eftir af leiknum og vann dóm-
arakast þar sem Keflvíkingar
unnu síðan boltann og héldu það
sem eftir var leiksins.
Sverrir Sverrisson átti
stjörnuleik
Besti leikmaður Keflavíkur í
þessum leik var Sverrir Sverris-
son. Hann spilaði af griðarlegum
krafti í leiknum. Átti sannkallað-
an stjörnuleik í vöm og sókn.
Damon Johnson átti einnig góðan
leik en. var ekki áberandi á
lokakaflanum. Hjá KR átti Baldur
Ólafsson góðan leik, sem og Jó-
hannes Árnason sem stjórnaði
leik liðsins vel þegar hann var
inni á. Darell Flake átti einnig
góðan leik.
Það verður að hrósa báðum lið-
um fyrir sinn leik. Keflvíkingar
áttu nokkuð góðan leik lengst af.
Samt hlýtur það að valda þjálfara
þeirra nokkru hugarangri hversu
oft þeir hafa að undanförnu tapað
niður þægilegri forystu i síðari
hálfleik. Þeir hefðu hæglega getað
tapað leiknum eftir að hafa haft
þægilega forystu.
KR-ingar sýndu geysilega
baráttu
Leikmenn KR eiga hins vegar
hrós skilið fyrir geysilega baráttu
og seiglu. Þeir unnu sig inn í leik-
inn þótt staðan væri orðin ansi
erfið í síðari hálfleik. Liðin eiga
örugglega eftir að mætast oftar en
einu sinni í vetur ef að líkum læt-
ur ef bæði lið spila af eðlilegri
getu það sem eftir er vetrar.
-MOS
Damon Johnson stendur alltaf fyrir sínu en hann var stigahæstur
Keflvfkinga í sigrinum gegn KR og skoraði 32 stig.
Njarövfkingurinn Páll Kristinsson geröi 21 stig gegn Skallagrími.
Oruggt hjá
Njarðvíkingum
- 13 stiga sigur á Skallagrími
Njarðvíkingar sigruðu Skalla-
grfmsmenn nokkuð örugglega á
föstudagskvöld og urðu lokatöl-
ur 90-77, eftir að heimamenn
höfðu 50-47 yfir í hálfleik.
Njarðvikingar byrjuðu að
pressa gestina framarlega og
fengu fyrir vikið auðveldar körf-
ur en á móti töpuðu þeir ansi
mörgum boltum í fyrri hálf-
leiknum og það var frábær kafli
frá Agli Erni Egilssyni í öðrum
leikhluta sem hleypti miklu lífi
í gestina.
Hann breytti stöðunni úr
30-20 í 34-34 á skömmum tíma
og lagði grunninn að því að
munurinn var aðeins 3 stig í
hálfleik. Egill Örn gerði 18 af 27
stigum gestanna í leikhlutanum
og reyndar af 27 stigum sinum
alls.
Valur Ingimundarson jafnaði
leikinn með 3ja stiga körfu strax
i fyrstu sókn síðari hálfleiks en
þá tóku heimamenn við sér og
góður kafli frá Friðriki og Páli
lagði grunninn að 10 stiga for-
skoti fyrir síðasta leikhlutann.
Munurinn hélst svo í 10 stigun-
um fram á lokamínútuna þegar
munurinn varð minnstur 7 stig
en heimamenn áttu lokaorðið og
lokatölur eins og áður sagði
90-77.
Ungum leikmönnum gefiö
tækifæri
Njarðvíkurliðið var nokkuð
jafnt en þeir hafa oft leikið bet-
ur heldur en að þessu sinni.
Friðrik þjálfari gaf ungu mönn-
unum mikið af mínútum og
komust þeir nokkuð vel frá
sínu.
Friðrik Stefánsson átti fínan
leik og Páll og Hunter áttu risp-
ur, þó Hunter hitti illa í heild-
ina. Þá spiluðu Guðmundur,
Ólafur Aron og Jóhann Árni all-
ir vel.
í liði gestanna var Egill örn
ótrúlegur í öðrum leikhluta og
hann hefði hreinlega mátt
skjóta meira. Hafþór Gunnars-
son átti einnig flnan leik.
-EÁJ
Sport
Keflavík-KR 94-91
0-2, 8-7, 11-15, (18-19). 25-19, 33-23,
41-28, 45-35, 52-37, (52-40). 52-45,
57-47, 67-52, 71-60, (80-71). 82-71,
85-73, 85-87, 90-91, 94-91.
Stig Keflavik: Damon Johnson 32,
Sverrir Þór Sverrisson 18, Magnús
Gunnarsson 11, Guðjón Skúlason 11,
Falur Harðarson 8, Kevin Grandberg
6, Davíð Jónsson 4, Hjörtur Harðar-
son 2, Gunnar Einarsson 2.
Stig KR: Darrell Flake 30, Ingvaldur
Magni Hafsteinsson 12, Arnar Kára-
son 10, Jóhannes Árnason 9, Magnús
Helgason 9, Baldur Ólafsson 8, Skarp-
héðinn Ingason 6, Tómas Hermanns-
son 3, Steinar Kaldal 2, Óðinn Ás-
geirsson 2.
Dómarar
(1-10): Rögn-
valdur Hreiðars-
son og Sigmund-
ur Herbertsson
(8).
Gϗi leiks
(1-10): 8.
Áhorfendur:
231.
Maöur
Sverrir Pór Sverrisson, Keflavík.
Fráköst■ Keflavík 39 (19 í sókn, 20
í vöm, Svavar Páll 13), KR 35 (9 í
sókn, 26 i vöm, Hinrik 9).
Stoösendingar: Keflavík 18 (Falur
4), KR 25 (Flake 6).
Stolnir boltar: Keflavík 17 (Sverr-
ir 6), KR 13 (Magni 3).
Tapaðir boltar: Keflavík 17, KR
21.
Varin skot: Keflavík 2 (Johnson 2),
KR 3 (Magnús, Baldur, Flake).
3ja stiga: Keflavik 31/12, KR 26/9.
Víti: Keflavík 28/18, KR 13/10.
Njarðvík-Skallagr. 90-77
04, 9-5, 20-9, (30-20), 34-34, 44-34,
4841, (5047). 61-50, 64-54, 67-59,
(70-60), 76-62, 80-70, 84-77, 90-77.
Stig Njarövik: G.J. Hunter 21, Páll
Kristinsson 13, Friðrik Stefánsson 11,
Guðmundur Jónsson 10, Ragnar
Ragnarsson 10, Jóhann Árni Ólafs-
son 9, Ólafur Aron Ingvason 6, Hall-
dór Karlsson 6, Arnar Smárason 2,
Sigurður Einarsson 2.
Stig Skallagrims: EgiU Örn EgUs-
son 27, Hafþór Gunnarsson 20, Isaac
Hawkins 13, Pétur Már Sigurðsson
13, Valur Ingimundarson 4.
Dómarar
(1-10): Einar
Einarsson og
Erlingur Snær
Erlingsson (8)
Gceöi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur:
100.
Maður leiksins:
Friörik Stefánsson, Njarövfk
Fráköst: Njarðvik 46 (11 í sókn, 35
í vöm, Friðrik 16), SkaUagrímur 32 (9
í sókn, 23 í vörn, Hawkins 10)
StoÓsendingar: Njarðvík 20 (PáU 4,
Hunter 4), SkaUagrímur 16 (Pétur
Már 4).
Stolnir boltar: Njarðvík 16
(Guðmundur 4, Páll 4), SkaUagrímur
13 (Pétur Már 5).
Tapaöir boltar: Njarðvík 20,
SkaUagrímur 23.
Varin skot: Njarðvík 6 (Friðrik 4),
SkaUagrímur 1 (Hawkins).
3ia stiga: Njarðvík 19/6,
Skallagrímur 37/10 .
Víti: Njarðvik 26/18, SkaUagrímur
20/15.
VINTERSPIgffr
DEILDIN
Njarðvík 8 6 2 653-628 12
KR 8 6 2 711-619 12
Grindavík 8 6 2 726-639 12
Keflavík 8 6 2 819-649 12
Haukar 8 5 3 680-640 10
ÍR 8 5 3 707-701 10
TindastóU 8 4 4 688-698 8
Breiðablik 8 3 5 732-741 6
Hamar 8 3 5 743-835 6
Snæfell 8 3 5 612-637 4
Skallagrímur 8 1 7 597-708 2
Valur 8 1 7 582-755 2
Næstu leikir:
Fimmtudaginn 5. desember
KR-Breiðablik..............19.15
Tindastóll-Hamar ..........19.15
SnæfeU-Valur...............19.15
Föstudaginn 6. desember
Grindavlk-Njarðvík.........19.15
tR-Keflavík................19.15