Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002
37
Sport
Vatnsheldur og
þægilegur
Vara vikunnar er nýr liöur i
mánudagskálfi DV-Sports og mun-
um við í þessum dálki leitast við
að kynna lesendum okkar góðar
og vandaðar íþróttavörur ásamt
því að reyna eftir bestu getu að
leiðbeina lesendum okkar um það
hvað ber að hafa í huga þegar fest
eru kaup á slíkum búnaði. Það
fyrsta sem við tökum fyrir eru
hlaupaskór sem henta fyrir alla
veðráttu og veitir ekki af að vera í
rétta búnaðinum í þeirri veðráttu
sem er fram undan næstu mánuð-
ina.
Hvaö skiptir máli?
Það sem ber að hafa í huga
þegar út í skókaup vetrarins er
farið er að skómir séu þægilegir,
vatnsheldir, með góðri öndun,
veiti alhliða þægindi hvort sem
viðkomandi ætlar sér að skokka í
þeim eða ganga, og svo að sjálf-
sögðu að þeir séu á viðráðanlegu
verði.
Tökum dæmi
Dæmi um slíka skó eru Nike Air
Storm Pegasus skómir en þeir eru
einmitt hlaupa- og gönguskór sem
henta fyrir alla veðráttu. Þeir eru
jafnframt vatnsheldir og með mjög
góðri öndun sem veitir aukin þæg-
indi hvort sem hlaupið er i rign-
ingu eða sól. Skómir eru búnir
svokölluðum Phylon miðsóla sem
veitir aukna mýkt i hverju skrefi
og mætti jafnvel hlaupa maraþon í
þessum skóm. Það sem gerir þá
einnig aðlaðandi fyrir neytandann
er að þeir era á sanngjömu verði
en leiðbeinandi verð á skónum er
14.990 kr. sem er ágætlega sloppið
miðað við það sem sumir iþrótta-
skór kosta í dag.
Fyrir konur og karla
Nike Air Storm Pegasus skórinn
er til bæði fyrir dömur og herra en
skórinn sem sést á stærri mynd-
inni er dömuskór en sá á minni
myndinni er herraskór. Við hvetj-
um lesendur sem era í skókaupa-
hugleiðingum að hafa alla þá hluti
sem hér koma fram í huga er fest
eru kaup á slíkum búnaði.
-HBG
Nokkrar umræður hafa verið um
keppnisfyrirkomulagið í körfuknatt-
leik og handknattleik og þá helst
hvort úrslitakeppnin eigi rétt á sér.
Við útfærslu á keppnisfyrirkomu-
lagi þarf að hafa marga þætti í huga.
Nefna má fjölda leikja sem hvert fé-
lag leikur, lengd keppnistímabils,
hversu áhugaverðir leikirnir verða,
hvernig hægt er að halda spennu á
sem flestum vígstöðvum og að sem
flestir leikir verði jafnir og spenn-
andi. Ekki má svo gleyma fjárhags-
lega þættinum en hann skiptir alltaf
meira og meira máli eftir því sem
kröfur aukast.
Engin úrslitakeppni
Skoðum fyrst tvöfalda eða fjórfalda
umferð án úrslitakeppni sem rætt
hefur verið um.
Rökin með slíku keppnisfyrir-
komulagi eru þau að þá skiptir hver
leikur í deildinni mun meira máli en
með úrslitakeppni. Þannig ætti hver
leikur að vera áhugaverðari fyrir
áhorfendur, fjölmiðla og leikmenn.
Vissulega er það rétt í sumum tilfell-
um, en alls ekki öðrum.
Rökin gegn slíku keppnisfyrir-
komulagi eru að í slíkri deild eru
átakapunktarnir aðeins tveir þ.e.
meistaratitiUinn og fallbaráttan. Slík
deild verður lítið áhugaverð þegar
eitt lið stingur af í toppbaráttunni og
tvö lið vinna fáa eða engan leik. Mót-
ið gæti í raun verið búið þegar deild-
in er hálfnuð. Leikir liðanna verða
ekki áhugaverðir og enginn spenna
ríkir í mótinu. Þó svo að barátta sé
á báðum vígstöðvum þá er alltaf
nokkur fjöldi félaga sem siglir lygnan
sjó.
Nú hefur verið bent á að Síma-
deildin í knattspyrnu hafi verið mjög
skemmtileg undanfarin ár. Þess ber
þó að gæta í því samhengi að í Síma-
deildinni eru átakapunktarnir fleiri
en tveir. Þar skiptir 2., 3. og jafnvel 4.
sætið miklu máli því þau sæti gefa
rétt til þátttöku í Evrópukeppni sem
gefur viðkomandi
félögum mikla pen-
inga í aðra hönd.
Það skiptir því
ekki öllu þó eitt lið
stingi af. Það má
því segja að I Síma-
deildinni séu allt
að 6 átakapunktum og þarf mikið að
ganga á ef einhverjir leikir í slíkri
deild verði ekki áhugaverðir. Þarna
hafa átakapunktar verið skapaðir
með fjármagni sem körfuknattleikur-
inn og handknattleikurinn ráða ekki
yfir.
Úrslitakeppni
Úrslitakeppni í körfuknattleik
hófst 1983-1984 og heppnaðist mjög
vel. Leikirnir vöktu mikla athygli
fjölmiðla, áhorfendur flykktust að og
fyrir leikmenn var þátttaka í leikjum
í úrslitakeppninni einn af toppunum
á tímabilinu. Jafnframt skilaði
keppnin töluverðum tekjum. Fyrstu
árin komust fjögur lið í úrslitakeppn-
ina en hið síðari ár hafa þau verið
átta. Síðar hóf handboltinn að leika
úrslitakeppni, reyndar með mismun-
andi vel heppnuðum útfærslum.
Rökin gegn úrslitakeppni hafa
helst verið þau að þá skipti leikir í
deildarkeppninni ekki máli, allt snú-
ist um úrslitakeppnina og að lið sem
lendir t.d. i 5 sæti deildarkeppninnar
eigi enn möguleika á að verða ís-
landsmeistari. Jafnframt fari áhugi
áhorfenda og fjölmiöla minnkandi á
deildarkeppninni sem sumir hafa
viljað kalla forkeppni.
Rökin með úrslitakeppni eru nokk-
ur. 1 deild með úrslitakeppni í lokin
er bætt við einum staö þar sem
spenna getur ríkt en það eru baráttu-
sætin um að komast í úrslitakeppn-
ina. Það má því segja að átakapunkt-
arnir séu þrír í stað tveggja og að
fleiri lið taki þátt i baráttunni. DeOd-
armeistaratitUl, baráttan um 8. sætið
og fallbaráttan. Þó eitt lið stingi af og
tvö séu áberandi slökust getur verið
mikil barátta um sætin í úrslita-
keppninni. Slík barátta leiðir til þess
að leikir þeirra félaga sem eru um
miðja deild verða áhugaverðir fyrir
áhorfendur og fjölmiðla. Fleira hefur
verið gert til að auka vægi deildar-
keppninnar. Liðin sem lenda í efri
hluta deildarinnar fá heimaleikjarétt
í úrslitakeppninni sem skiptir veru-
lega miklu máli eins og dæmin
sanna. Jafnframt vinna þau sér stöðu
í Kjörísbikarnúm næsta keppnis-
tímabil á eftir.
Önnur rök eru að úrslitakeppnin
hefur skilað mikilli umfjöllun fjöl-
miðla, fjölda áhorfenda og töluverð-
um tekjum í kassann hjá annars fjár-
vana hreyfingu.
Ekki má gleyma því að í úrslita-
keppninni fá bestu leikmenn lands-
ins tækifæri til að taka þátt í mörg-
um stórleikjum sem skilar sér í auk-
inni reynslu og betri leikmönnum
sem á að koma landsliðum Isiands til
góöa.
„Réttur” fjöldi leikja
Keppnistímabilið í körfuknattleik
er 7 mánuðir í dag. Við verðum að
hafa keppnisfyrirkomulag sem gefur
okkur nægilegan fjölda leikja á þessu
Pétur Hrafn
Sigurösson
framkvœmdastjóri
skrifar:
tímabili til að leikmenn þroskist,
áhorfendur fái skemmtilega leiki til
að horfa á og fylgjast með og fjöl--
miðlamenn geti fjallað um. Ekki má
vera of stutt á möli leikja, ekki held-
ur of langt.
Deildarfyrirkomulaginu hefur ver-
ið breytt nokkrum sinnum. Leikin
hefur verið íjórfóld umferð í 6 liða
deild, alls 20 leikir á lið, tvöföld um-
ferð með 9 liðum alls 16 leikir á lið,
deildinni skipt upp í tvo riðla með 5
liðum hvor þar sem liðin leika fjór-
um sinnum innbyrðis í riðlinum og
tvisvar sinnum við liðin í gagnstæð-
um riöli, alls 24 leikir, og svo tvo
riðla með sex liðum alls 32 leikir. Nú-
verandi fyrirkomulag er deild með 12
liðum þar sem allir leika við alla
heima og heiman alls 22 leikir og allt
að 33 leikjum með úrslitakeppninni, v
Ávalt hefur verið haft í huga að flnna
„réttan” fjölda áhugaverðra leikja.
Til að ná 28-30 leikjum án úrslita-
keppni þarf að hafa deild með 16 lið-
um eins og tíðkast víða í Evrópu, og
leika tvöfalda umferð, alls 30 leiki á
lið. Önnur hugmynd er að hafa deild
með 8 liðum og leika fjórfalda um-
ferð, alls 28 leiki. Ljóst er að ísland
ber ekki 16 liða deild í neinni bolta-
íþrótt þannig að sú hugmynd er út af
borðinu. Með 8 liða deUd er spurn-
ingin hvort þeir séu áhugaverðir
leikirnir þar sem félög í efri hluta
deUdarinnar mæta félögum í neðri t
hlutanum fjórum sinnum yfir tíma-
bilið?
Niðurstaðan er því sú að deUdar-
keppni með úrslitakeppni sé það fyr-
irkomulag sem uppfyUir flest þeirra
skUyrða sem verið er að reyna að
uppfyUa þegar ákvörðun um keppnis-
fyrirkomulag er tekin.
s.