Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 16
32
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002
Sport
DV
Diego Forlan
Fæddur: 19. maí 1979.
Heimaland: Úrúgvæ.
Hæð/þyngd: 172 cm/75 kg.
Leikstaða: Framherji.
Fyrra lið: Indipendiente.
Deildarleikir/mörk: 28/4.
Landsleikir/mörk: 5/2.
Hrós:
„Diego Forlan hefur sýnt það og sannað
að hann er frábær framherji. Hann
hefur ekki skorað mörg mörk, en bæði
hann og ég höfum haft fulla trú á að því
að það muni takast," segir Sir Aiex
Ferguson, stjóri Manchester United.
F 1
Man. Utd
Diego Forlan hefur æ betur verið
að koma inn í lið Manchester
United eftir erfiða byrjun. Það tók
hann langan tíma að komast á blað
í markaskorun fyrir liöið en nú
viröist hann vera búinn að fmna
„þökuna" sína og er farinn að ógna
markvörðum enskra liða allveru-
lega.
Forlan gerði tvö mörk í mikil-
vægum sigri liðsins á Liverpool um
helgina. Hann skoraði ekkert mark
á síðasta tímabOi fyrir Man. Utd
þrátt fyrir að hann hefði fengið fær-
in til þess. Fyrsta mark kappans
kom í september í leik gegn
Maccabi Haifa í meistaradeildinni,
en það var úr víti.
Forlan kom til Man. Utd 22. janú-
ar síðastliðinn en hann kom frá
argentínska liðinu Indiependiende
þar sem hann hafði gert 20 mörk á
tímabilinu. í heildina gerði hann 30
mörk í 52 leikjum fyrir argentínska
félagið.
Reyndar var útsendari Man. Utd
sendur tO Argentínu tO að skoða
aOt annan leikmann en niðurstaðan
var sú að Forlan var keyptur fyrir
um 7 milljónir punda. Forlan var
ætlað að koma í stað Andy Cole en
síðan þá hefur Man. Utd euinig selt
Dwight Yorke og er Forlan því eini
varaframherjinn sem Manchester
getur nú teflt fram. Leit kvaö standa
yfir að fleiri. -PS
Leeds færist nær botninum eftir tap gegn Charlton á heimavelli:
Martröð Venables
- Newcastle bindur enda á sigurgöngu Everton
Leedsarar töpuðu níunda leik
sínum á tímabOinu og eru nú kom-
nir í fimmta neðsta sæti úrvalsdefid-
arinnar. Það má því segja að upphaf
þessa tímabOs sé að breytast í hálf-
gerða martröð fyrir framkvæmda-
stjórann, Terry Venables. Pressan á
stjórn Leeds Utd eykst með hverjum
deginum og verða kröfur um upp-
sögn stjórans stöðugt háværari.
Stjórn félagsins hefur lýst stuðningi
við stjórnarformanninn Peter Rids-
dale en harðneitar að lýsa stuðningi
við Terry Venables.
Liðið tapaði í gær fyrir Charlton á
heimaveOi sínum EOand Road, 1-2.
Það leit þó ekkert iOa út fyrir Leeds
framan af en Harry Kewell kom því
yfir á 43. mínútu með glæsilegu
skoti. AOt benti til aö Leeds myndi
verja þessa forystu en á síðustu tíu
mínútunum tókst leikmönnum
Charlton aö skora tvö mörk og sigra.
Terry Venables neitaði að ræða
framtíð sína hjá félaginu eftir leik-
inn. „Ég tala ekkert um þessi mál.
Það eina sem ég tjái mig um er leik-
urinn,“ sagði Venables.
Newcastle batt enda á sigurgöngu
. Everton með 2-1 sigri á heimaveUi
sínum. Kevin CampbeU kom þó Ev-
erton yfir snemma í leiknum en
fljótlega eftir það var Joseph Yobo,
leikmaður Everton, rekinn af leik-
veUi og leikmenn Newcastle voru
einum leikmanni fleiri í 68 mínútur.
Þeir sóttu án afláts og áttu fjölmörg
færi sem mörg enduðu i fangi Ric-
hards Wright í marki Everton.
Það tók leikmenn Newcastle 86
mínútur að brjóta niður varnir Ev-
erton og þurfti glæsimark Alans
Shearers tU. Skömmu síðar náði
Craig BeUamy að tryggja sigurinn
með skoti sem reyndar fór í leik-
mann Everton og þaðan í netið.
Flestir hefðu líklega talið þetta
sjálfsmark en markið engu að síður
skrá á BeUamy. Everton hafði fyrir
leikinn unnið sex leiki í röð og hafði
möguleika á að komast í annað sæt-
ið í ensku úrvalsdeUdinni. Það tókst
hins vegar ekki. -PS
Okkar menn
Lárus Orri Sigurösson spilaöi allan
leikinn þegar West Bromwich Albion
lagði Middlesboro að veUi.
Eióur Smári Guöjohnsen sat á
tréverkinu i fyrri hálileik gegn
Sunderland á laugardag. Hann kom
hins vegar inn á í hálfleik.
Guöni Bergsson var ekki í leikmanna-
hópi Bolton gegn Man. City. Hann
hefur ekki enn náð sér af meiðslum.
Hermann Hreiöarsson spUaði aUan
leikinn fyrir Ipswich sem tapaði fyrir
Nott. Forest á útiveUi.
Brynjar Gunnarsson og Bjarni Guö-
jónsson og Pétur Marteinssson voru
aUir i byijunarliði Stoke sem gerði
jafntefli við GiUingham á útiveUi. AUir
léku þeir í 90 mínútur.
Heiöar Helguson var í byrjunarliði
Watford sem lagði Bumley að veUi,
2-1. Heiðar skoraði fyrra mark
Watford en var síöan tekinn af leikveUi
á 80. mínútu.
Helgi Valur Danielsson sat á
varamannabekknum aUan tímann
þegar Peterboro gerði jafntefli við
Swindon í 2. deUdinni í Englandi.
Arnar Gunnlaugsson var ekki í leik-
mannahópi Dundee United sem gerði
jafntefli við Aberdeen, 1-1.
Jóhannes Karl Guöjónsson var í
leikmannahópi Real Betis gegn
Atletico BUbao í spænsku 1. deUdinni í
gær.
Þóröur Guöjónsson var í byrjunarliði
Bochum sem tapaði Ula á heimaveUi
sínum fyrir Armenia Bielefeld, 3-0.
Þórður fór af leikveUi á 63. mínútu.
Eyjólfur Sverrisson var í
leikmannahópnum hjá Herthu Berlín,
þegar liðið mætti Bayern Milnchen.
Hann kom ekki viö sögu í leiknum.
Arnar Þór Viðarsson, Rúnar
Kristinsson og Arnar Grétarsson
voru allir i byijunarliði Lokeren sem
vann Mons, 4-0. Rúnar lék aUan
leikinn en Amar Viðarsson fór út af á
89. minútu og Rúnar Kristinsson á 65.
Arnar Þór Viðarsson skoraði fjórða
mark Lokeren í leiknum.
Helgi Kolviösson var í byijunarliði
Kamten sem tapaði 5-0 fyrir Ried.
Helgi fór út af á 59. mínútu.
Stefán Gislason kom ekki viö sögu hjá
GAJ< sem tápaði fyrir Austria Vín.
Mánudagur 2. desember
West Ham-Southampton
Laugardagur 7. desember
Man. Utd-Arsenal
Aston VUla-Newcastle
Bolton-Blackburn
Charlton-Liverpool
Everton-Chelsea
Fuiham-Leeds
Middlesbrough-West Ham
Southampton-Birmingham
Sunnudagur 8. desember
Tottenham-WBA
Mánudagur 9. desember
Sunderland-Man. City
Laugardagur 14. desember
Man. Utd-West Ham
Aston ViUa-WBA
Charlton-Man. City
Everton-Blackbum
Fulham-Birmingham
Middlesboro-Chelsea
Southampton-Newcastle
Tottenham-Arsenal
Hetjan.
Danny Dichio, leikmaður
WBA, var hetja liðs síns, en
hann gerði sigurmark WBA í leik
gegn Middlesboro á laugardag.
Markið var gríðarlega þýðing-
armikið fyrir Birminghamliðiðen
WBA hafði ekki unnið í síöustu
átta leikjum. Fyrir hafði liðið
unnið þrjá leiki. Með stigunum
þremur lyfti liðið sér úr fallsæti
en sæti þess tekur Sunderland.
Danny Dichio hefúr ekki látið
mikið fyrir sér fara en þetta mark
var mikilvægt. -PS
... skúrkurinn
Pólverjinn Jerzy Dudek á svo
sannarlega skilið nafn„bótina“
skúrkur ensku úrvalsdeildarinnar
eftir leiki helgarinnar. Mistök
hans komu leikmönnum
Manchester United svo sannar-
lega inn í leikinn, en þeir gerðu
tvö mörk á þremur mínútum.
Upptökin voru mistök Dudeks í
fýrra markinu, sem minntu helst
á mistök markvarða í C-liði sjötta
flokks en það eru krakkar á aldr-
inum 9 ára og yngri. Sjálfstraust
þessa annars frábæra markvarðar
virðist horfið veg allrar veraldar
og ekki ólíkiegt að Chris Kirkland
verði í markinu í næsta leik. -PS