Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 22
38 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 Sport Leikgleðin í fyrirrúmi - á Hópbílamóti Fjölnis sem fram fór um siöustu helgi Eitt skemmtilegasta körfubolta- mót vetrarins er án efa hið árlega Hópbílamót Fjölnis sem haldið var í fjórða skipti um síðustu helgi. Mótið er haldið fyrir yngstu iðk- endur íþróttarinnar en drengir, 10 ára og yngri, sem og stúlkur, 11 ára og yngri, eru gjaldgeng á þetta mót en keppendur voru alls 480 talsins. Leiktíminn er tvisvar sinnum tíu mínútur og er klukkan aldrei stöðvuð og ekki er heldur talið í leikjunum og því er það leik- gleðin en ekki keppnin sem er í fyrirrúmi. Góð þáttaka Þátttaka á mótinu var mjög góð en alls komu þáttakendur frá níu félagsliðum og þau félög sem sendu lið til keppni að þessu sinni voru Fjölnir, Keflavik, Njarðvík, Grindavik, KR, ÍR, Breiðablik, Þór frá Akureyri og Hörður frá Pat- reksfírði og var sérstaklega ánægjulegt að lið utan af landi sæju sér fært að koma og taka þátt. Leikið víða Alls var leikið á fimm völlum í einu, tveim í Rimaskóla og þrem í Fiölnishöllinni. Strákarnir rifu sig eldsnemma fram úr rúminu á laugardeginum því byrjað var að spila klukkan hálftíu en hætt er við að margir hafi verið vaknaðir fyrr vegna spennu enda margir að spila sina fyrstu leiki fyrir sitt félag. Leikið var til kl. 11 en þá var gert hlé á mótinu og allur mann- skapurinn ferjaður með Hópbílum í Smárabíó þar sem horft var á myndina „Like Mike“ og létu strákarnir vel af myndinni. Þegar búið var að horfa á bíó hélt fjörið áfram á körfuboltavell- inum, alveg fram að kvöldmat. 1200 kjötbollur Krakkarnir voru glorhungraðir eftir átök dagsins á vellinum og fóru létt með að hesthúsa einar 1200 kjötbollur, ásamt kartöflum og hrásalati, i kvöldverðinum. Dagskrá laugardagsins var þó hvergi nærri lokið þarna því eftir matinn var haldið í blysfor frá Rimaskóla að Iþróttamiðstöðinni í Dalhúsum þar sem fram fór kvöld- vaka sem Ragnar Torfason, fyrr- verandi landsliðsmaður úr ÍR, stýrði. Þar var margt til skemmtunar og til að mynda kenndu Kenny Tate, sem leikur með Breiðablik, og Vcdsmaðurinn Lawerne Weme krökkunum að troða og var keppt í troðslu og fór nú svo að 8 og 9 ára stelpur úr Keflavík sigruðu og hlutu þær að launrnn troðfulla sæl- gætiskörfu frá Freyju og er hætt við að það verði nammidagur hjá Það var oft mikið um falleg tilþrif á mótinu í Grafarvoginum og hér sjáum við ungan og upprennandi Njarðvíking keyra að körfunni. DV-mynd KÖ DV Kefivíkingar hafa aiið af sér margar þriggja stiga skytturnar í gegnum árin og hér sjáum við framtíðarmann í meistaraflokki reyna eitt slíkt. DV-mynd KÖ þeim fram undir páska. Þegar kvöldvökunni var lokið var haldið á ný upp í Rimaskóla þar sem liðin gistu og beið þar skúffukaka og mjólk krakkanna sem þau fengu sér fyrir svefninn og var það vel þegið þvi ekki geng- ur að fara að sofa á fastandi maga. Snemma á fætur Það þurfti enga þokulúðra til þess að koma krökkunum á fætur daginn eftir enda ekki minni spenna fyrir sunnudeginum þar sem laugardagurinn var eitt ævin- týri. Byrjað var að spila eldsnemma og síðustu leikjum mótsins lauk siðan rúmlega eitt og voru margir orðnir ansi þreyttir þá. En að sjálfsögðu fór síðan fram verðlaunaafhending þar sem allir keppendur fengu verðlaun enda voru ekki talin stig í leikjunum heldur fengu allir verðlaun fyrir að taka þátt. Hvert lið fyrir sig var kallað upp á verðlaunapallinn þar sem þeim voru veittir verðlaunapeningar og fengu allir mikið klapp úr áhorf- endastúkunni þar sem foreldrar höfðu farið mikinn alla helgina. Mikil veisla Að verölaunaafhendingu lokinni var slegið upp heljarinnar pizzu- veislu þar sem krakkarnir troð- fylltu sig eftir allt erfiðið og var greinilegt að margir voru orðnir ansi svangir eftir mikil hlaup og púl. Þar með var rekinn endahnútur- inn á frábært og vel heppnaö mót sem er svo sannarlega komið til að vera og er hætt við að fleiri lið bætist í hópinn að ári. Góöur undirbúningur Alis voru leiknir 108 leikir á mótinu að þessu sinni og það seg- ir sig sjálft að ekki er mögulegt að halda slíkt mót án þess að margir fómfúsir einstaklingar komi að málum en foreldrar aðstoðuðu mótshaldara rækilega á völlunum sem og í mötuneytinu og án slíkr- ar aðstoðar er erfitt að láta slík mót ganga upp. Stjómendur Rimaskóla voru einnig svo rausn- arlegir að lána Fiölnismönnum skólann svo hægt væri að skjóta skjólshúsi yfir mannskapinn. Margar stelpur „Mótið heppnaðist rosalega vel hjá okkur i ár og við erum mjög ánægðir," sagði Jón Oddur Dav- íðsson, formaður körfuknattleiks- deildar Fjölnis, en óhætt er að segja að hans fólk hafi unnið mik- ið þrekvirki með þessu stóra móti. „Það var mikil aukning hjá okk- ur í fyrra á mótinu og það var svipaður fjöldi sem tók þátt í mót- inu í ár. Það vakti athygli að stelpur vom í meirihluta þátttak- enda eða um 60%. Það er gaman að sjá að það er mikill uppgangur hjá þeim og vonandi að það skili sér I framtíðinni hjá konunum," sagði Jón Oddur og alveg óhætt að taka undir þau orð með honum því vissulega hefur vantað breidd í kvennakörfu undanfarin ár og vonandi að framhald verði á þess- ari auknu þátttöku stúlkna I íþróttinni. „Við erum hvergi af baki dottn- ir með þetta mót og ég er sann- færður um að það er komið til að vera. Það er reyndar dýrt að halda slík mót og við verðum mikið að treysta á stuðning fyrirtækja sem hafa tekið beiðnum okkar vel og gefið okkur alls kyns vaming og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma þátttöku foreldranna þvi án þeirra væri ómögulegt að halda þetta mót. Það verða vonandi fleiri þáttakendur á næsta ári og ég vonast til þess að sjá fleiri lið af höfuðborgarsvæðinu mæta til leiks þá en þau hefðu að ósekju mátt vera fleiri að þessu sinni,“ sagði Jón Oddur að lokum. Leikgleði, ekki keppni Þeir era margir á þeirri skoðun að það vanti sárlega fleiri slík mót fyrir unga krakka í flestum íþrótta- greinum þar sem leikgleðin er höfð í fyrirrúmi í stað keppni, sem og að allir krakkamir fái að taka jafnan þátt. Þvi þegar krakkar em á þess- um aldri er mikilvægt að þau læri að hafa gaman af hlutunum í stað þess að hella þeim strax út í keppni, sérstaklega þegar flestir krakkamir em að stíga sin fyrstu skref í íþróttum og það er ekkert smá mál að fá að klæðast búningi sins félags. Með því læra krakk- arnir að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og uppgötva fyrir vikið hvort viðkomandi íþrótt hentar þeim eður ei. -HBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.