Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002
19
DV
Einar örn Jónsson hefur leikiö vel með Wallau Massenheim í vetur en þangað kom hann fyrir tímabilið. Einar Örn skoraði sex mörk fyrir Wailau um helgina
í jafnteflisleik gegn Pfullingen.
Þýski handboltinn um helgina:
Lemgo óstöðvandi
- liðið fékk harða mótspyrnu gegn Grosswaldstadt en vann 14. leik sinn í röð
Efsta lið þýsku úrvalsdeildarinn-
ar í handknattleik, Lemgo, komst í
hann krappan í gær þegar liðið
sótti Grosswaldstadt heim. Lemgo
hafði að lokum nauman sigur,
29-31, eftir að hafa verið einu
marki undir í hálfleik. Christian
Schwarzer gerði níu mörk fyrir
Lemgo sem hefur inannborðs sex
landsliðsmenn. Lemgo er enn tap-
laust og hefur unnið alla tólf leiki
sína í deildinni.
íslendingar voru nokkuð at-
kvæðamiklir með sínum liðum um
helgina. Sigurður Bjamason skor-
aði funm mörk fyrir Wetzlar sem
gerði jafntefli á útivelli gegn TuS
N-Lúbbecke, 20-20, og Róbert Sig-
hvatsson skoraði eitt mark. Wetzl-
ar hafði tveggja marka forystu í
hálfleik, 9-11.
Gústaf Bjamason og félagar hans
í Minden komust loksins af
botnsvæðinu þegar liðið vann
Eisenach, 26-27, á útivelli og kom
sá sigur mjög á óvart því áð
Eisenach tapar ekki oft á
heimavelli. Gústaf Bjarnason
skoraði þrjú mörk fyrir Minden.
Staða liðsins er ekki beysin og ljóst
að erfiður vetur blasir við liðinu.
Wilhelmshavener, lið Gylfa
Gylfasonar, vann nauman sigur,
23-22, á Göppingen en Gylfa tókst
ekki að skora í leiknum.
Einar Örn Jónsson átti mjög
góðan leik með Wallau
Massenheim þegar liðið gerði
jafntefli, 26-26, gegn Pfullingen á
útivelli. Einar Örn skoraði sex
mörk í leiknum.
Stórleikur var háður í Nordhorn
þar sem heimamenn lögðu Essen í
gær, 30-28, en leikurinn var í
járnum allan tímann. Patrekur
Jóhannesson skoraði fjögur mörk
fyrir Essen og Guðjón Valur
Sigurðsson eitt mark. Essen sá
þama á eftir dýrmætum stigum en
liðið hefur verið við toppinn i allan
vetur.
Að loknum 14 leikjum trónir
Lemgo sem fyrr í efsta sætinu með
28 stig. Flensburg er í öðru sæti
með 22 stig og Magdeburg í þriðja
sætinu með 22 stig. Essen kemur
síðan i fjórða sæti með 18 stig en á
tvo leiki til góða á liðin fyrir
framan. Magdeburg á einn leik
inni en lék ekki í deildinni um
helgina vegna þátttöku liðsins í
Evrópukeppninni.
Willstatt hafði skipti við Minden
á botninum með átta stig eins og
Minden en hefur lakara
markahlutfall.
-JKS
Jóni Arnóri Stefánssyni sýndur mikill heiður:
Leikmaður mánaðarins í
þýska körfubottanum
Jón Arnór Stefánsson.
„Það kom mér geysilega á
óvart að fá þessa útnefningu en
því er þó ekki að leyna að mér
hefur gengið mjög vel til þessa.
Liðið mitt er loksins farið að
vinna eftir erfiða byrjun og það
er vel hugsað um mig hjá félag-
inu. Nú getur maður alfarið ein-
beitt sér að körfuboltanum sem
er í raun stórkostlegt. Ég fæ að
spila mikið með félaginu en það
var ein forsenda þess að ég gekk
til liðsins fyrir tímabilið. Ég öðl-
ast mikla reynslu hér enda er
þýska deildin mjög sterk og
margir góðir einstaklingar prýða
hana. Það er bara vonandi að lið-
ið haldi áfram að hala inn stig og
mér gengi vel áfram,“ sagði Jón
Arnór Stefánsson, ieikmaður
þýska úrvalsdeildarliðsins Trier
í körfubolta, en hann var í gær
útnefndur besti leikmaður nóv-
embermánaðar í deildinni sem
þykir ein sú sterkasta í Evrópu.
Sterkir bræður
Þess má geta að Jón Arnór er
bróðir Ólafs Stefánssonar, sem
leikur meö þýska handknatt-
leiksliðinu Magdeburg. Þeir
bræður leika stórt hlutverk með
liðum sínum.
í kjörinu fékk Jón Arnór 503
stig, Gordan Firic fékk 447 stig
og Quadre Lollis 401 stig en báð-
ir eru þeir í hópi sterkustu leik-
manna í deildinni.
Jón Arnór hefur leikið mjög
vel með Trier i vetur en liðið er í
11. sæti. Hann hefur skorað að
meðatali 14,3 stig í leik en alls
eru stigin orðin 115. Hann á að
meðaltali fjórar stoðsendingar í
leik og hefur hirt að meðaltali 2,6
fráköst í leik.
-JKS
Sport
Magdeburg
áfram
Lærisveinar Alfreðs Gíslason-
ar í þýska handknattleiksliðinu
Magdeburg eru komnir áfram í
meistaradeild Evrópu í hand-
knattleik.
Magdeburg
sótti pólska lið-
ið Wisla Plock
heim um helg-
ina og sigraði,
29-31. Ólafur
Stefánsson
skoraði átta
mörk fyrir
Magdeburg og var markahæstur
leikmanna liðsins. Sigfús Sig-
urðsson skoraði íjögur mörk.
Þrátt fyrir að tveimur umferð-
um í A-riðli sé ólokið hefur
Magdeburg tryggt sig áfram
ásamt ungverska liðinu
Vesprem en liðið lenti í hörku-
slag gegn Panellinios í Grikk-
landi. Vesprem hafði að lokum
sigur, 16-17.
Kolding stendur vel að
vígi í B-riðli
Portland frá Spáni og danska
liðið Kolding standa vel að vígi í
B-riðli. Kolding vann Shakhtyor
frá Donesk á útivelli, 22-30, og
spænska liðið vann Trieste á
Ítalíu, 26-32.
Montpellier er komið áfram
upp úr C-riðlinum en liðið sigr-
aði Banik Karvina í Tékklandi,
23-26, og hefur unnið alla fjóra
leiki sína í riðlinum. Ljubliana
er í öðru sætinu I riðlinum en
liðið tapaði iila fyrir Chehovski í
Moskvu, 33-22.
í D-riðli tapaði Kiel fyrir
Vardar frá Skopje í Makedóníu.
Lokatölur leiksins urðu, 27-26,
og var þetta fyrsti ósigur þýska
liðsins í riðlinum.
-JKS
Heiðmar átti
stórleik
með Bidasoa
Heiðmar Fel-
ixson lék besta
leik sirm með
spænska liðinu
Bidasoa á
þessu tímabili
um helgina
þegar liðið
sigraði Gáldar,
25-24, á heima-
velli. Heiðmar
var markahæstur í liði Bidasoa,
skoraði níu mörk og aðeins eitt
þeirra úr vítakasti.
Rúnar Sigtryggsson og sam-
herjar í Ciudad Real gerðu góða
ferð til strandbæjarins Torre-
vieja og unnu þar stóran sigur,
16-28, en Rúnari tókst ekki að
skora enda tekur hann nánast
eingöngu þátt í vamarleiknum.
Barcelona sigraði Ademar
Leon, 30-23, en Ademar er næsti
mótherji Hauka í Evrópukeppni
bikarhafa en liðin mætast í fyrri
leiknum um næstu helgi.
Ciudad Real og Barcelona hafa
22 stig i efstu sætunum en
Ademar Leon og Portland koma
í 3.M. sæti með 20 stig. Altea og
Cantabria hafa 16 stig.
-JKS
Golf:
Ernie Els vann
Sun City
Suður-afríski kylfingurinn
fagnaði sigri á Sun City golfmót-
inu sem fram fór í S-Afríku.
Verðlaunafé á mótinu er eitt það
mesta á golfmóti en Els fékk um
170 milljónir fyrir sigurinn.
Hann lék stórkostlegt golf á mót-
inu og setti vallarmet þegar
hann lék hringinn á níu höggum
undir pari.
Skotinn Colin Montgomerie
varð í öðru sæti. -JKS