Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Side 15
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 Stórleikur helgarinnar í ensku knattspyrnunni var á Anfield Road: Ótrúleg mistök - Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, kostaði stigin þrjú Stórleikur helgarinnar var viðureign risanna Liverpool og Manchester United og lyktaði leiknum með 1-2 sigri gestanna á Anfíeld Road í Liverpool. Þetta er fyrsti sigur Man. Utd á Liverpool í síðustu sjö viðureignum. Þessi ósigur Liverpool þýðir að Arsenal er með fjögurra stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar. Það er ekki hægt að segja annað en pólski markvörðurinn Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, hafi kostað lið sitt I það minnsta tvö stig, ef ekki þijú. Hann gerði sig sekan um ótrúleg mistök í stöð- unni 0-0 og það var ekkert sem benti til þess að annað liðið myndi fara með öU stigin úr viðureign- inni. Forlan meö tvö mörk Leikurinn var lengst af í jámum og áttu bæði lið til að skora í leikn- um, en þó voru leikmenn Liver- pool aUtaf líklegri tU að taka for- ystuna. Það var aðeins fyrir góða markvörslu Fabian Barthez að leikmenn Liverpool náðu ekki að koma knettinum í netið. Jerzy Dudek viU örugglega gleyma 64. mínútu leiksins í gær. Hann fékk einfaldan skaUabolta tU baka frá vamarmanni sínum, en missti boltann í gegnum klofið og eftir- leikurinn var auðveldur fyrir Diego Forlan. í kjölfarið varð vart við óöryggi í vöminni hjá Liver- pool og það tók Forlan ekki nema þrjár mínútur að bæta við öðru marki. Sami Hyypia náði að klóra í bakkann fyrir heimamenn átta mínútum fyrir leikslok og þrátt fyrir mikla pressu að marki Man. Utd náðu þeir að halda forystunni út leiktímann. Það hefur verið vaxandi óánægja með frammistöðu Jerzy Dudek í marki Liverpool og sögu- sagnir heyrst um að Gerard Houllier hyggist gefa Chris Kirkland tækifæri. Það muna flest- ir eftir örlögum Westervelt, en hann gerðist sekur um mistök í markinu hjá Liverpool. Umsvifa- laust vom þá keyptir tveir nýir markmenn og heitir annar þeirra Jerzy Dudek. Það verður spenn- andi að sjá hvort örlög Dudeks verða þau sömu og Westervelts, en þess má geta að hann ver mark Real Sociedad, sem er nú á toppi spænsku deildarinnar. „Þetta voru slæm mistök" Gerard Houllier var orðvar um frammistöðu Dudeks eftir leikinn. „Þetta voru slæm mistök og Dudek myndi fúslega viðurkenna það. Það hefur líklega haft áhrif á sjálfstraust hans og þremur mínút- um síðar fékk hann á sig annað mark. Honum þykir þetta miður, sérstakiega gagnvart strákunum í liðinu. Hann hefur unnið leiki fyr- ir okkur í gegnum tíðina, en núna er hann að fara í gegnum erfitt tímabil. Við verðum bara að hjálpa honum að ná fyrra sjálfstrausti. Lið Man. Utd var sem fyrr án lykiUeikmanna á borð við Rio Ferdinand, David Beckham og Nicky Butt, svo einhverjir séu nefndir, en það kom ekki að sök að þessu sinni. Ferguson var sammála Houllier að mistök Dudeks hefðu breytt leiknum. „Það virðist vera að hlut- irnir séu farnir að falla fyrir okk- ur. Það er ljóst að mistök Dudeks voru það augnablik sem breytti leiknum okkur i hag. Eftir að við vorum komnir í 2-0 sýndi vörnin hvers hún er megnug. Þá sýndi Diego Forlan úr hverju hann er gerður," sagði Ferguson. -PS Viö Robert Pires stóðum yfir boltanum og rœddum um spyrnuna. Hann sagöi við mig að við œttum að gera það sama og við gerðum gegn Roma. Eg sagði að það vœri ífinu lagi.“ Þetta eru ummæli Thierry Henry um markið sem hann gerði gegn Aston Villa um helgina en það var nákvæm eftirlíking eftir marki sem hann gerði fjórum dögum fyrr gegn Roma í Meistaradeild Evr- ópu. Henry hefur nú gert níu mörk í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spymu og er sjóðheitur. Hann er án efa besti leikamður enskur úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu og maðurinn á bak við velgengni Arsenal. -PS Markahæstu menn Gianfranco Zola, Chelsea ......9 Thierry Henry, Arsenal ........9 Alan Shearer, Newcastle........9 Nicolas Anelka, Manchester City . 8 James Beattie, Southampton....8 Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd . . 8 Michael Owen, Liverpool .......8 Sylvain Wiltord, Arsenal.......8 Harry Kewell, Leeds............7 Kevin Campbell, Everton .......7 Paolo Di Canio, West Ham ......6 Teddy Sheringham, Tottenham ... 6 Jimmy Floyd Hasselbaink........6 Nwankwo Kanu, Arsenal .........5 Mark Viduka, Leeds.............5 Tomasz Radzinski, Everton.....5 Massimo Maccarone, Middlesb ... 4 Eiður Smári Gudjohnsen, Chelsea . 4 Tölfræöin: Hvaða liö standa sig best og verst í ensku úrvals- deildinni? í eindálkinum hér til hægri má sjá hvaða lið ensku úrvals- deUdarinnar skara fram úr á ákveönum sviðum tölfræðinnar en þessir listar eru uppfærðir eftir leiki helgarinnar og verða hér eftir fastur liður á ensku síð- unum í mánudagskálfinum. Diego Forlan gerði bæöi mörk Manchester United í stórveldaslagnum gegn Liverpool um helgina og tryggði þar meö sínum mönnum fyrsta sigurinn í sjö síöustu viöureignunum gegn Liverpool. Hér fagna honum þeir Ruud Van Nistelrooy og Ole Gunnar Solskjær. Alex Ferguson fylgist grannt meö. 31 * Sport Liðin sem standa sig best og verst í ensku úrvalsdeildinni Besta gengift cyr<$l Everton 18 stig af ^ La sföustu 24 möguleg- um, markatalan er 8-6 í leikjunum. Með besta genginu er átt við besta árangur liðs í síðustu átta deildarleikjum Fiestir sigur- leikir í röð Everton sex. Besta sóknin Arsenal hefur skor- aö flest mörk, eða 36, í 16 leikjum, eöa 2,25 aö meöaltali. Besta vörnin mörk t leik. Bestir heima Arsenal hefur náö í 24 stig af 27 mögu- iegum, hefur unniö 8 af 9 leikjum, marka- talan er 22-8. Bestir úti Liverpool hefur náð í 13 stig af 21 mögu- legum. Bestir fvrir te Arsenal hefur náö í 36 stig af 48 mögu- legum og er meö markatöluna 21-6 í fyrri hálfleik. Bestir eftir te Liverpool hefur náö í 31 stig af 48 mögu- legum og er meö markatöluna 21-12 í seinni hálfleik. Versta gengið Fulham er með 5 stig af síöustu 24 mögulegum, marka- talan er 8-14 f leikjunum. Versta sóknin Sunderland hefur skoraö fæst mörk, eöa 8, í 16 leikjum, eöa 0,5 aö meðaltali. Versta vörnin West Ham hefur fengiö á sig flest mörk, 28 f 15 leikj- um, eöa 1,86 f leik. Verstir heima West Ham hefur náð í 3 stig af 24 mögu- legu, hefur tapaö 5 af 8 leikjum, marka- talan er 7-13. Verstir úti Aston Villa hefur náö í 3 stig af 24 mögulegum, hefur tapað 5 af 8 leikjum, markatalan er 2-10. Oftast haldið hreinu Chelsea hefur haldiö átta sinnum hreinu í **■ 16 leikjum. Oftast mistekist að skora Sunderland hefur ekki náö aö skora í 9 leikjum af 16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.