Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Qupperneq 24
.40 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 Bosnich ekki á förum Forráöamenn Chelsea segja fréttir um aö Mark Bosnich verði á næstu dögum rekinn frá félaginu, vegna þess að hann féll á lyfjaprófí, algerlega úr lausu lofti gripnar. Það hefur ýtt undir þessar sögusagnir að Bosnich hefur verið þögull sem gröfin um málið, en nú hefur Chelsea tekið af allan vafa. Bosnich féli eins og áður sagði á lyfjaprófi, en leifar af kókaíni fundust í sýnum sem tekin voru. Bosnich hefur lítið sem ekkert fengið að leika með Chelsea frá því hann kom til liðsins frá Manchester United fyrir um tveimur árum. -PS Los Angeles Lakers fóru á kostum um helgina í NBA-deildinni: Jordan í fyrsta sinn í byrjunarliði Washington - tapaði þó dýrmætum bolta sem hefði getað tryggt sigurinn Kobe Bryant fór hamforum með meisturum Los Angeles Lakers á fostudagskvöldið er þeir lögðu Memphis Grizzlies, 112-106, í fram- lengdum leik. Hann skoraöi 45 stig í leiknum og þar af 6 í framlenging- unni. Shaquille O’Neai er allur að koma til og hann gerði ein 33 stig og tók 13 fráköst. Phil Jackson, þjálfari -^Lakers, játaði þó eftir leikinn aö Shaq væri þreyttur en hann lék ein- ar 43 mínútur í leiknum. Sixers á siglingu Allen Iverson átti finan leik með Sixers gegn Cavs og skoraði 29 stig í 106-99 sigri þeirra. „Þetta var besti leikur okkar í ár. Við létum boltann ganga mjög vel og vorum óeigingjamir sem er mjög jákvætt,“ sagði Larry Brown, þjálfari Sixers, eftir leikinn. Sixers hafa nú unnið . 13 leiki en aðeins tapað 4. Sacramento heldur áfram að leika vel og lagði Clippers á fóstu- daginn, 107-94, þar sem Bobby Jackson fór á kostum í liöi Kings. Jackson komst í byrjunarlið Kings er Mike Bibby fótbrotnaði og hann nýtir aldeilis tækifærið. „Ég held ég hafi aldrei spilað eins vel á ferlin- um. Ég þurfti bara að fá tækifæri og trú félaga minna á mér hefur haft mikið að segja,“ sagði Jackson eftir leikinn. Marbury sjóöheitur Það var hörkuleikur hjá nágrönn- unum í Suns og Spurs þar sem Suns fór með góðan 94-87 sigur af hólmi og þann sigur geta þeir þakkað -Stephon Marbury sem skoraði 43 stig og var hreint óstöðvandi í síð- ari hálfleiknum. „Stephon var með sýningu í síðari hálfleik. Hann tók okkur á bakið og bar okkur yfir endalínuna," sagði Scott Williams, félagi Marbury hjá Suns. Tim Duncan var sá eini sem gat eitthvað hjá Spurs en hann skoraði 31 stig í leiknum. Gömlu brýnin í Utah Jazz eru ekki dauð úr öllum æðum og sigr- uðu Minnesota frekar óvænt með 18 stiga mun. Matt Harpring var frá- bær hjá Jazz með 33 stig og sá strák- ur er í stöðugri framfor. „Hann leikur einstaklega vel. Það frábæra við hann er aö hann er mikill keppnismaður og hlutimir gerast í Kringum hann á vellinum," sagði öldungurinn Mark Jackson um fé- laga sinn Harping. Pistons á skriöi Ben Wallace átti frábæran leik með Detroit Pistons er þeir lögðu Milwaukee Bucks, 96-91. Wallace tók 21 fráköst fyrir Pistons sem hafa unnið 12 leiki en aðeins tapað 4. Lítið gengur aftur á móti hjá Milwaukee en þeir hafa unnið 7 en tapaö 8. Michael Jordan og félagar í jWashington Wizards töpuðu fyrir sjóðheitu liði Indiana Pacers .sem hefur unnið 13 leiki en aðeins tapað 2. Reggie Miller stal senunni í leikn- um með 25 stig og lunginn af þeim stigum kom í síðari hálfleiknum en Jordan átti aftur á móti ekki eins góðan dag en hann skoraði aðeins 14 stig og 6 skot af 15 fóru ofan í hjá 4^.onum. Wizards hafa unnið 6 leiki Leikmaður New Orleans Hornets, Baron Davis, laumar hér knettinum fram hjá Michael Doleac, leikmanni New York Knicks. Knicks tókst að knýja fram sigur í framlengingu. og tapað 9 og virðast ekki líklegir til afreka í vetur. Dýrmætur bolti tapaöur Á laugardagskvöldið mættust Washington og Philadelpia í Was- hington og var Michael Jordan í fyrsta sinn í byrjunarliði Wash- ington. Allen Iverson átti stórleik í liði Philadelphia og skoraði 35 stig. Þegar 5,4 sekúndur voru eftir af leiknum og Washington einu stigi undir fengu þeir boltann. Hann var gefinn á Michael Jordan sem átti að klára skotið, en leikmenn Phila- delphia náðu að stela knettinum af Jordan og tryggja sér sigurinn. Jordan skoraði þó 16 stig í leiknum og þótti eiga ágætan dag, en þó ekkert miðað við það þegar hann var upp á sitt besta. Larry Brown, þjálfari Philadelphia, var ánægður eftir leikinn. „Undir lokin var ein af þessum stundum sem allir koma og hjálpa til. Ég held að það hafi allir vitað að Jordan átti að fá knöttinn í lokin,“ sagði Brown. Philadelphia er enn sem fyrr á toppi austurdeildarinnar með fjórtán leiki unna. Sigur í framlengingu New York náði að knýja fram sig- ur í framlengingu á New Orleans, eftir að staðan hafði verið jöfn, 84-84, eftir venjulegan leiktíma. Latrell Sprewell skoraði sex af nitján stigum sinum í framlenging- unni. „Þetta var stór sigur hjá okk- ur. Manni líður alltaf vel að vinna og þetta er annar sigur okkar í röð og við munum reyna að byggja þetta upp smátt og smátt. Ég trúði því ekki að við myndum ekki vinna í venjulegum leiktíma, en svona fór það,“ sagði Sprewell. Leikmenn Atlanta réðu ekkert við þá Tracy McGrady, Mike Miller og Grant Hill í Orlandoliðinu, en þeir tveir fyrmefndu skoruðu sam- anlagt 50 stig fyrir Orlando. Niður- staðan var 25 stiga sigur Orlando. Miller, sem hefur skorað að meðal- tali 25 stig i leik í síðustu þremur leikjum, sagðist leika fullur sjálfs- trausts eins og staðan væri í dag. „Eins og við leikum núna er þetta gríðarlega skemmtilegt og það virð- ist allt ganga okkur í haginn nú,“ sagði Miller. Enn sigrar Dallas Chicago tapaði fyrir Dallas sem er á toppnum í vesturdeildinni, en þetta var 12. tapleikur Chichago í vetur. Steve Nash var atkvæðamest- ur í liði Dallas sem nú hefur unnið 15 leiki í deildinni og aðeins tapað einum. Antawn Jamison átti stórleik þeg- ar Golden State lagði Pheonix að velli á heimavelli sínum, en hann gerði 37 stig og átti 8 stoðsendingar. Þetta er góður sigur hjá Golden State sem fyrir leikinn hafði aðeins unnið 5 leiki á tímabilinu. -PS/HBG NBA-DEIIDIN Föstudagur Atlanta-Miami .........100-94 Abdur-Rahim 29 (7 frák., 3 stoðs.), Robinson 24 (10 fráköst, 2 varin), Terry 24 — Allen 21 (8 frák.), Jones 20 (11 frák.), Grant 10 (16 frák.). Cleveland-Philadelphia . .99-106 Wagner 29, Ilgauskas 21 (9 frák.), Boozer 15 (11 frák.) - Iverson 29 (7 stoðs.), Van Horn 22 (10 frák.), McCulloch 16. Boston-Toronto ........95-98 Walker 31 (7 frák., 5 stoðs.), Pierce 16 (10 frák.), Battie 15 - Peterson 31, Carter 23 (2 varin), Davis 13. Detroit-Milwaukee.......96-91 Hamilton 20, Prince 13, Wallace 12 (21 frák.) - Casséll 27 (7 stoðs.), Gadzuric 12, Redd 11. Indiana-Washington . . . .100-84 Miller 25, Artest 21, O’Neal 15 - Stackhouse 24 (6 stoðs.), Jordan 14 (4 frák.), Lue 8. Memphis- LA Lakers . . .106-112 Gasol 24 (7 frák.), Gooden 19 (10 frák.), Williams 16 - Bryant 45 (6 frák., 5 stoðs.), O’Neal 33 (13 frák.), Fox 13. Denver-Golden State . . . .82-92 Howard 19 (13 frák.), Harvey 13, Posey 11 - Arenas 27 (7 stoðs.), Boykins 20, Murphy 14. Utah-Minnesota..........95-77 Harpring 33 (9 frák.), Malone 20 (8 frák.), Stockton 10 (9 stoðs.) - Gamett 21 (13 frák.), Nesterovic 16, Strickland 12. Phoenix-San Antonio . . . .94-87 Marbury 43, Marion 11 (11 frák.), Williams 11 (11 frák.) - Duncan 31 (15 frák.), Willis 14 (6 frák.), Robinson 7. Sacramento-LA Clippers .107-94 Jackson 31 (8 frák.), Christie 25 (6 stoðs.), Webber 16 - Brand 25 (12 frák.), Jaric 19, Miller 13 (11 frák.). Seattle-Houston ........72-83 Mason 19, Lewis 18, Payton 10 (14 stoðs.) - Francis 21, Thomas 12 (10 frák.), Rice 12. Laugardagur New York-New Orleans . .92-88 Houston 20, Sprewell 19, Harrington (14 fráköst) - Mashbum 20, Alexander 12, Brown 12 (11 frák.), Wesley 12. Orlando-Atlanta........117-92 McGrady 28, Miller 22, Garrity 10, Hill 10 - Glover 18, Crawford 14. Dallas-Chicago.........103-90 Nash 18 (7 stoðs.), Van Exel 17 (7 stoðs.), Nowitzki 14 (11 frák.) - Rose 31, Marshall 20 (9 frák.), Williams 11. Milwaukee-Detroit......108-86 Cassell 24 (10 stoðs), Thomas 21, Redd 20 - Robinson 16, Hamilton 15. Golden State-Pheonix . . .100-90 Jamison 37, Arenas 16 (9 stoðs), Richardson 12, Murphy 11 (13 frák, 7 stoðs) - Marbury 32, Marion 14, Stoudemire 14. Washington-Philadelphia .94-95 Stackhouse 38, Dixon 18, Jordan 16 - Iverson 35, Snow 16, Macculloch 13. Miami-Cavaliers...........85-79 Butler 16 (10 frák.), Grant 14, Best 13 - Wagner 28, Boozer 15 ( 11 frák.), Jones 10. San Antonio-Utah........:l07-85 Jackson 17, Smith 15, Duncan 14 - Stockton 13, Collins 12, Harping 10,' Padgett 10. Portland-New Jersey .. . .86-93 Wells 20, Stoudamire 14, Wallace 10 - Kidd 28, Jefferson 12 (10 fráköst), Kittles 11. -HBG/PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.