Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 21 Sport Sigfríður Ingólfsdóttir er gallhörð Arsenal-kona: Húðflúruð í bak og fyrir „Ég er með þrjú tattú og þau eru öll gerö hérna heima á íslandi. Það fyrsta lét ég gera fyrir 14 árum síð- an en það síðasta fyrir 4 árum. Ég er með Arsenal-merkið á mér sem og kínverskt merki sem táknar Arsenal. Svo er ég með fallbyssuna á fætinum,“ segir Akureyringurinn Sigfríður Ingólfsdóttir, sem er Arsenal-stuðningsmaöur bókstaf- lega í húð (og hár). „Þegar ég var 6-7 ára gömul setti ég nöfn allra ensku liðanna sem voru í deildinni á þeim tima á blað og velti þeim fyrir mér. Arsenal var fallegasta nafnið og þess vegna ákvað ég að halda með því,“ segir Sigfriður sem lét langþráðan draum rætast á siðasta ári þegar hún fór á Highbury í fyrsta sinn. „Það var nú bara heppni þar sem ég vann ferðina í bingó sem íþrótta- félagið Þór var með. En ég sá Arsenal vinna Manchester United 3-1 og það var einfaldlega ótrúlegt. Mér datt ekki í hug að þetta væri svona skemmtilegt. Svo komst ég inn á völlinn sjálfan og á mynd af mér við hornfánann. Þetta var ógleymanlegt,“ segir Sigfríður og bætir við að þetta hafi verið enn yndislegra þar sem hún þolir ekki Manchester United. Aðspurð hvort hún missi ekki af leik segist Sigfríður eiga við ákveð- ið vandamál að stríða. „Ég reyni eins og ég get að fylgjast með en vandamálið er að ég verð alltaf svo hrikalega stressuð þegar mitt lið er að spila þannig að það er erfitt að tolla heilan leik, heilsimnar vegna," segir Sigfríður Ingólfsdóttir. Meðlimir Arsenal-klúbbsins segjast vera stuðningsmenn en ekki áhangendur: Lifum fyrir stórleikina - segir Jón Víkingur Hálfdánarson, formaður Arsenal-klúbbsins Elsti stuðningsmannaklúbbur ensks knattspymuliðs á íslandi í dag er Arsenal-klúbburinn. Hann hélt upp á 20 ára starfsafmæli sitt nú fyrir skemmstu og tók þá nýr formaður klúbbsins við störfum, Jón Víkingur Hálfdánarson að nafni. DV-Sport fékk Jón Víking í smáspjall og fékk að fræðast meira um söguna á bak við klúbbinn og hvað er í gangi hjá félagsmönnum. Stöðugur vöxtur „Það voru Kjartan Bjömsson, rakari á Selfossi, og Hilmar Hólm- geirsson, sem er bílasali í Reykjavík ferðin til þessa, það voru 126 manns með í för og ótrúleg stemning,” seg- ir hann. En meðlimir í Arsenal-klúbbnum gera margt annað saman og þar má t.d. nefna árshátið sem haldin er á hverju ári og svo er farið í veiðiferö- ir fyrir fjölskylduna. Einnig skipu- leggur stjóm klúbbsins árlega hóp- ferð í ágúst fyrir yngri kynslóðina þar sem farið er i knattspymuskóla Arsenal. „Það er búið að fara þessa ferð síðustu þrjú ár og hún verður vinsælli með hverju ári. Fyrsta árið fóru 6-8 krakkar en í fyrra fóm um 30. Þessi ferð er í boði fyrir krakka frá 7-14 ára aldri og með í for eru Yngri kynslóöin fjölmennti á 20 ára afmælishátíöina sem fram fór á Hótel Sögu í haust. Siglfirskir stuðningsmenn Arsenal meö bikarana á Highbury í afmælisferö klúbbsins í höfuöstöövarnar í haust. í dag, sem stofnuðu klúbbinn 15 októbér 1982. Þeir bjuggu báðir á Selfossi á þessum tíma og vissu af áhuga margra á Arsenal í bænum. í kjölfarið ákváðu þeir, rétt komnir á unglingsaldurinn, að stofna opin- beran stuðningsmannaklúbb. í upp- hafi voru þetta mest bara vinirnir sem gengu í klúbbinn en svona lag- að fréttist ótrúlega fljótt um sveit- imar og jókst félagafjöldinn jafnt og þétt. Þannig voru 15 félagsmenn skráðir í lok fyrstu vikunnar, eftir aðra vikuna voru þeir orðnir 26 og í lok þriðju viku 34. Á 20 ára afmæl- isdaginn okkar, 15. október sl., var farið yfir félagsmannatölu og þá töldust alls 1623 manns,“ segir Jón Víkingur. Hann segir að í upphafi hafi meg- intilgangur klúbbsins verið að halda stuðningsmönnunum á ís- landi saman og fara til London á leiki, sem var náttúrlega nýlunda á þessum tíma. „Það gekk upp og fóru þeir á sína fyrstu leiki 15-16 ára gamlir,“ segir Jón Víkingur. í dag eru formlegar klúbbsferðir orðnar um 25 talsins og segir Jón það vera algjört skilyröi að hafa a.m.k. tvær ferðir á ári til Highbury. „Síðasta ferð hjá okkur, afmælisferðin, var fjölmennasta auðvitað bæði fararstjórar og for- eldrar,“ segir hann. Mikið til fjölskyldur Jón játar því þegar hann er spurður hvort starfssemi klúbbsins snúist mikið um fjölskyldur, öfugt við það sem kannski margir halda. „í klúbbnum er fólk á öllum aldri. Yngsta kennitalan er 2002-árgerð og ég veit um nokkra félaga sem eru á áttræðisaldri þannig að þetta nær yfir vítt aldursskeið. Þetta eru mik- ið til fjölskyldur; það eru t.d. ein hjón hjá okkur og þau eru með 6 böm sem öll em meðlimir i klúbbn- um. Við stefnum á að fella ársgjald- ið niður fyrir böm einhvem tímann fljótlega en það hefur ekki verið þannig hingað til. Það er eftir að gera þetta enn aðgengilegra fyrir íjölskyldumar,“ segir Jón Víkingur. Góður félagsskapur Arsenal-klúbburinn hefur það fyrir sið, eins og svo margir aðrir klúbbar, að velja leikmann ársins og reyna félagsmenn síðan að veita þeim leikmanni sjálfir viðurkenn- inguna í einhverri ferð. Jón Vík- ingur segir að leikmenn Arsenal viti heilmikið um ísland og þar sé Arsene Wenger framkvæmdastjóri einna fróðastur og sýnir hann ís- landi ávallt mikinn áhuga. En hver skyldi tilgangur svona klúbbs vera? „Það er fyrst og fremst að sam- eina þetta áhugamál, að styðja Arsenal. Svo er það að fara í ferðir og dreifa Arsenal- vamingi til sem flestra svo það sjáist að viðkom- andi styðji Arsenal. Þá er ég að tala um bílabúninga, trefla og ým- islegt í þeim dúr sem allir félags- menn í klúbbnum fá ókeypis. Svo er það líka markmið hjá okkur að fjölga bömum og gera þeim kleift að taka meiri þátt í starfinu,” seg- ir Jón Víkingur. Kjartan Bjömsson lét af for- mennsku 1. nóvember sl. eftir að hafa farið með einræðisstjóm í 20 ár. Á þeim tíma hefur Arsenal gengið í gegnum súrt og sætt og segir nýi formaðurinn starflð sem á þessum tíma hafi verið unnið vera eftirtektarvert. „Það er rétt hægt að ímynda sér áhugann og kraftinn í fmmkvöðl- um hópsins að nenna þessu þegar Arsenal var bara ekki neitt. En það em þessir toppar sem koma inn á milli og það er það sem mað- ur lifir fyrir. Einnig þeir leikir þar sem allt er undir eins og þessir ná- grannaslagir Lundúnaliðanna sem og leikir við Liverpool og Manchester Utd. Þegar þessir leik- ir em á dagskrá þá er gaman.“ Stuðningsmenn „En ég vil ítreka að við erum ekki það sem kallað er áhangendur eða aðdáendur. Við erum stuðn- ingsmenn. Það er munur á þessum hugtökum. Viö eigum fjölskyldur og fleiri áhugamál og það er margt sem er mikilvægara en klúbburinn og liðið sjálft. Við lifum ekki fyrir þetta eins og sést í myndum um fótboltafár í Englandi. Það er síður en svo. Þett er fyrst og fremst góð- ur félagsskapur,” segir Jón Víking- ur. -vig í tilfefni af 20 ára afmæli Arsenal-klúbbsins á íslandi var farið í ferö á Highbury, heimavöll Arsenal, þar sem 120 íslendingar sáu leik Arsenal og Blackburn. Á meöfylgjandi mynd má sjá hópinn hita upp fyrir leikinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.