Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Side 9
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002
25
Stígandi í leik okkar
- sagði Harpa Melsteð eftir sigurinn á Gróttu/KR
Þaö var ekki áferðarfaUegur
handknattleikur sem boöið var upp
á í Firðinum á leik Hauka og
Gróttu/KR. Mikið var um mistök
hjá liðunum í sóknarleiknum og
voru tapaðir boltar ákaflega margir
í iila útfærðum hraðaupphlaupum.
Hvorugt lið virtist nógu einbeitt, þó
byrjuðu gestimir betur og komust í
fjögurra marka forystu um miðjan
hálfleikinn, 3-7. En heimaliðið náði
að stilla miðið og hafði yfir í hálf-
leik, 13-10. Forusta þess hélst þar
til um miðjan hálfleikinn að
Grótta/KR jafnaði leikinn, 17-17, og
komst í forustu, 19-21. Þá missti
það Kristínu Þórðardóttur út af með
rautt spjald og Haukamir sigu fram
úr á lokasprettinum og sigmðu
26-23. I heild sanngjam sigur en
fæðingin gekk brösulega fyrir sig.
Best í liði heimamanna var Ragn-
hildur Guðmundsdóttir. Eins var
Hanna áberandi í fyrri hálfleik og
Tinna hluta af þeim seinni. í liði
gestanna var Aiga Stefanie áberandi
best, mjög ógnandi í sókninni og
hreyfanleg í vöminni.
Harpa Melsteð var ánægð i leiks-
lok þrátt fyrir basl í vamarleiknum.
Hún sagði að undanfarið hefði verið
stígandi í leik liðsins sem vonandi
héldi áfram eftir jólafríið. Gústaf
þjálfari teliu- ekki að ÍBV sé ósigr-
andi en þó sé það ljóst að til að
vinna þær þurfi allt að ganga upp
og á sama tima megi þær ekki eiga
toppleik. Eyjólfur þjálfari
Gróttu/KR var nokkuð sáttur með
að ná að stöðva hraðaupphlaupin
hjá Haukunum en vendipunkturinn
var þegar Haukastúlkur misstu
leikmann af velli undir lokin. Hann
var nokkuð sáttur með sóknarleik
sinna stúlkna en úrslitin era að
sjálfsögðu vonbrigði.
-FRF
Jafnt í hörkurimmu
- Valsstúlkur jöfnuöu metin gegn Víkingi skömmu fyrir leikslok
Það var hörkurimma á fóstudags-
kvöldið þegar Valur og Víkingur
gerðu jafntefli, 19-19, í Essódeild
kvenna í handknattleik á Hlíðar-
enda. Það var ekkert gefið eftir og
leikurinn var þrælskemmtilegur á
að horfa þrátt fyrir þónokkur mis-
tök af hálfu beggja liða og þá var
spennan mikil í lokin og það
skemmdi ekki fyrir.
Valsstúlkur byrjuðu mun betur
og liðið virkaði kjaftfullt af sjálfs-
trausti og hlutirnir gengu snurðu-
laust fyrir sig. Víkingstúlkur vora
ekki alveg með á nótunum í byrjun
en þær sóttu smátt og smátt í sig
veðrið og vora komnar með foryst-
una, 7-8, þegar tæplega tuttugu mín-
útur voru liðnar af leiknum. Að
sama skapi misstu Valsstúlkur
dampinn og gestimir höfðu tveggja
marka forskot í leikhléi, 10-12.
Byrjun síðari hálfleiks var um
margt lík byrjun fyrri hálfleiks,
Valsliðið sterkt og ákveðið og þegar
tólf mínútur voru liðnar af hálf-
leiknum var það komið með tveggja
marka forskot, 16-14. Það sem ein-
kenndi síðustu átján mínútur leiks-
ins var hörkuvörn á báöa bóga,
þannig að dómarar leiksins höfðu í
nógu að snúast, og svo, eins og gef-
ur að skilja, fá mörk. Víkingar
sóttu hart að Valsstelpum og þær
komust yfir, 18-19, þegar fimm mín-
útur voru eftir.
Valur náði að jafna þrjátíu sek-
úndum fyrir leikslok og Víkings-
stelpum tókst ekki að nýta síðustu
sókn leiksins og knýja þar með fram
sigur; Gerður Beta Jóhannsdótt-
irskaut yflr á síðustu sekúndunni.
Jafntefli var því staðreynd í alvöru-
leik sem var stelpunum til sóma.
Hjá Val var Díana Guðjónsdótt-
ir afar glúrin og Berglind íris Hans-
dóttir varði ágætlega. Kolbrún
Franklín og Hafrún Kristjánsdóttir
áttu spretti en Drífa Skúladóttir var
óheppin með skot sín. Hjá Víking-
um var Helga Torfadóttir að venju
góð í markinu, Helga Bima Brynj-
ólfsdóttir var geysisterk í fyrri hálf-
leik en sást lítið í þeim seinni.
Anna Kristín Ámadóttir var eins
og hrægammur inni á línu, grípur
nánast alla bolta og vinnur afar vel
fyrir liðið. Þá átti Guðbjörg Guö-
mannsdóttir góðan leik og Gerður
Beta Jóhannsdóttir átti spretti en
hefði mátt kýla meira á þetta í sókn-
inni enda sérlega öflug skytta hér á
ferð.
-SMS
Sport
Haukar-Grótta/KR 26-23 |
2-2, 3-7, 8-8, (13-10). 15-11, 18-18, 21-21, 24-22,
26-23.
Haukar:
Mörk/viti (skot/viti): Hanna G. Stefánsdóttir
8/4 (9/4), Ragnhildur Guömundsdóttir 4 (6),
Harpa Melsteö 3 (8), Inga Fríöa Tryggvadóttir
3 (3), Sandra Amulyte 3 (3), Tinna
Halldórsdóttir 3 (3), Sonja Jónsdóttir 1 (1),
Lukresija Bokan 1 (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Hanna,
Harpa, Sandra).
Vitanýting: Skoraö úr 4 af 4.
Fiskuö vítL' Harpa 2, Ragnhildur, Inga.
Varin skot/víti (skot á sig): Lukresija
Bokan 10/3 (27/3, hélt 6, 24%), Bryndís
Jónsdóttir 2 (6/1, hélt 0, 30%)
Brottvísanir: 6 mínútur.
Dómarar (1-10):
Bjami Viggósson
og Valgeir
Ómarsson (4).
GϚi leiks
(1-10): 5.
Áhorfendur: 110.
Ðest á vetlinum
Aiga Stefanie, Gróttu/KR.
Grótta/KR:
Mörk/viti (skot/viti): Aiga Stefanie 8/1
(15/1), Þórdís Brynjólfsdóttir 6/3 (8/3), Eva
Hlööversdóttir 4 (8), Kristín Þóröardóttir 2 (3),
Kristín Gústafsdóttir 1 (1) Brynja Jónsdóttir 1
(2), Ragna Sigurðardóttir 1 (3), Eva
Kristinsdóttir (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Stefanie 2).
Vitanýting: Skoraö úr 4 af 4.
Fiskuö vitL Eva 2, Kristín Þ., Stefanie.
Varin skot/viti (skot á sig): Berglind
Hafliöadóttir 7 (33/4, hélt 4, 24%).
Brottvísanir: 8 mínútur. Kristín Þóröardóttir
rautt spjald.
Valur-Víkingur 19-19
3-0, 64. 7-8, 9-11, (10-12). 11-12, 14-13, 17-16,
18-19, 19-19.
Valur:
Mörk/viti (skot/víti): Díana Guðjónsdóttir 6
(7), Kolbrún Franklín 4/2 (7/3), Ama Gríms-
dóttir 3 (7), Drífa Skúladóttir 3 (14), Hafrún
Kristjánsdóttir 2 (5), Hafdís Guöjónsdóttir 1
(1), Eygló Jónsdóttir (2), Sigurlaug Rúnarsdótt-
ir (6).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Díana 3).
Vítanýting: Skorað úr 2 af 3.
Fiskuö vítL Díana 2, Hafrún.
Varin skot/víti (skot á sig): Berglind íris
Hansdóttir 12/1 (31/6, hélt 7, 39%).
Brottvisanir: 4 mínútur.
Vikineur:
I Dómarar (1-10):
! Brynjar Einarsson
og Vilbergur F.
Sverrisson (6)
| GϚi leiks
í (1-10): 8.
| Áhorfendur: 70.
Best á vellinum:
Díana Guöjónsdóttir, Val.
Mörk/viti (skot/víti): Helga Bima Brynjólfs-
dóttir 7/4 (12/6), Guöbjörg Guömannsdóttir 4
(4), Geröur Beta Jóhannsdóttir 3/1 (8/1), Anna
Kristín Áraadóttir 2 (2), Guðmunda Ósk Krist-
jánsdóttir 2 (11), Steinunn Þorsteinsdóttir 1
(1), Guröún Drífa Hólmgeirsdóttir (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Guömunda 2,
Steinunn, Anna).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 7.
Fiskuö víti: Anna 3, Guömunda, Helga B. 1,
Guöbjörg, Geröur.
Varin skot/viti (skot á sig): Helga
Torfadóttir 16/1 (35/2, hélt 7, 46%)
Brottvísanir: 6 mínútur.
Esso-deild kyenna
í handbotta
iBV 13 12
Haukar 14 10
Stjaman 14 9
Valur 14 8
Víkingur 13 6
Grótta/KR 14 7
FH 13 5
KA/Þór 12 2
1 0 373-266 25
1 3 377-306 21
3 2 313-265 21
1 5 295-297 17
3 4 271-244 15
1 6 284-287 15
2 6 303-287 12
0 11 273-308 4
Fylkir/ÍR 14 2 0 12 256-360 4
Fram 14 1 0 13 267-392 2
Næstu leikir:
KA/Þór-Víkingur .. 7. des. kl. 16.00
KA/Þór-Fram .... 18. des. kl. 20.00
Eftir þessa leiki fara
leikmenn í jólafrí og verður hlé á
mótinu til 5. janúar. Þá hefst
mótið aftur með leikjum
Stjörnunnar og FH og Fylkis/ÍR
og Hauka.