Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002
394*
I>V
Sport
Listhlaup á skautum
Urslit á
íslandsmótinu i
listhlaupi á
skautum
Hér sjást sigurvegararnir í flokki 13-14 A sem allir sýndu flotta takta. Audrey Freyja Clarke varö þó sigurvegari, Hildur Ómarsdóttir varö önnur og Ásdís
Rós Clark varö þriöja. DV-mynd KÖ
íslandsmótið í listhlaupi á skautum:
Glæsileg tilþrif
- Skautafélag Reykjavíkur hlaut flest verðlaun á mótinu
Um síðustu helgi fór fram ís-
landsmótið í listhlaupi á skautum
og var keppt í Skautahöllinni í
Reykjavík.
Keppendur á mótinu að þessu
sinni voru 66 og komu þeir frá
Skautafélagi Reykjavíkur, Skautafé-
lagi Akureyrar og Listskautadeild
Bjamarins.
Keppt var í A- og B-getuflokkum
og var Skautafélag Reykjavíkur sig-
ursaelast á mótinu með 13 verölaun,
Akureyringar fengu 8 en listskauta-
deild Bjamarins hlaut 5 verðlaun.
Mikill uppgangur
Listhlaup á skautum er tiltölu-
lega ný íþrótt hér á íslandi en að-
eins era 11 ár síðan byrjað var að
æfa íþróttina á opnum svellum enda
tiltölulega nýkomnar Skautahallim-
ar. Iðkendum fer fjölgandi ár frá ári
og er talið að um 500 manns æfi
íþróttina að staðaldri í dag. Yngstu
iðkendumir era 4 ára en sá elsti er
26 ára. Starfrækt em 3 félög á land-
inu sem em Skautafélag Reykjavík-
ur, Skautafélag Akureyrar og Bjöm-
inn í Reykjavík sem er yngsta félag-
ið.
Meira æft fyrir noröan
Þónokkur aðstöðumunur er á fé-
lögunum á höfuðborgarsvæðinu og
Skautafélagi Akureyrar en æft er
3-4 sinnum í viku í Reykjavík en
þeir sem iðka íþróttina á Akureyri
æfa 5-6 sinnum í viku. Þeir sem
lengra eru komnir í íþróttinni
stunda jafnframt þrekæfingar og
djassballett, eða bailett.
Samhæföur skautadans
Fyrir utan listhlaup á skautum
er einnig stundaður svokcillaður
samhæfður skautadans hér á landi
sem er ólíkur listhlaupi að því leyti
að þar rennir sér stór hópur skaut-
ara samtímis á svellinu. Hvert lið í
þeirri íþrótt er skipað 12-20 ein-
staklingum sem skauta við tónlist
og mynda með mismunandi skipt-
ingum hvert mynstrið á fætur öðru.
Tvö lið hér á landi æfa þessa iþrótt
og eru þau bæði frá Skautafélagi
Reykjavíkur. Eldra liðið, sem kall-
ast ísmolamir, hefur keppt erlendis
síðustu 4 ár og tók til að mynda
þátt í heimsmeistaramótinu á sið-
asta ári. Stefnan er einnig sett á
heimsmeistaramótið á þessu ári og
eru stífar æfingar hjá ísmolunum
þessa dagana fyrir mótið en það fer
fram í Ottawa í Kanada í apríl
næstkomandi.
Björt framtíö
Mikið af efnilegum krökkum
æfir iþróttina hér á landi og líta
forkólfar hennar björtum augum á
framtíðina. Aðstöðuleysi aftrar þó
framfömm í íþróttinni því iðkend-
ur þurfa að æfa seint á kvöldin og
fyrir allar aldir á morgnana og það
segir sig sjálft að slíkt aðstöðuleysi
eykur ekki líkurnar á að við fram-
leiðum afreksfólk í íþróttinni á.
færibandi. Þess vegna leggja for-
ráðamenn íþróttarinnEU- mikla
áherslu á það að ný Skautahöll
verði byggð á höfuðborgarsvæðinu
því það kæmi til með að breyta að-
stööu krakkanna umtalsvert.
Stór markmiö
Framtíðarmarkmið hjá Skauta-
sambandinu em að koma keppend-
um á Evrópu- og heimsmeistarmót
en nú þegar hafa nokkrir íslend-
ingar keppt erlendis en eingöngu
hefur einn íslendingur tekið þátt í
Norðurlandamóti fyrir íslands
hönd. Vonandi verður breyting
þar á í framtíðinni en efniviðurinn
ÞaB var mikiö um falleg tilþrif á ísnum um síöustu helgi og þessar efnilegu stelpur voru greinilega ánægöar meö
árangur helgarinnar. DV-mynd KÖ
15 ára og eldri, A:
Sigurlaug Ámadóttir............SR
13-14 ára, A:
Audrey Freyja Clarke ...
Hildur Ómarsdóttir.....
Ásdis Rós Clark........
11-12 ára, A:
íris Kara Heiöarsdóttir ........SR
Kristín Helga Hafþórsdóttir.....SA
Ragnhildur Eik Ámadóttir .......SR
9-10 ára, A:
Sigrún Lind Sigurðardóttir......SA
Kolbrún Sara Másdóttir...........B
Dana Rut Gunnarsdóttir..........SR
er svo sannarlegá fyrir hendi hér á
landi.
Hröö þróun
Þrátt fyrir að listhlaup á skaut-
um sé ung íþrótt hér á landi hefur~"~
þróunin og uppgangurinn engu aö
síður veriö mjög hraður. Því er
ekki síst að þakka þeim þjálfumm
sem starfa að íþróttinni en vert er
að taka fram aö þeir þurfa að ná
sér í alla menntun erlendis og er
kostnaðurinn fyrir þá því gífurleg-
ur.
Starfsemi félaganna er rekin á
æfingagjöldum en Skautasamband-
iö fær einnig fjárframlag frá
íþróttasambandi íslands.
Mikill metnaður
Það er alveg klárt að það er mik-
ill metnaður hjá Skautasambandi
íslands aö hefja þessa íþróttagrein
til vegs og virðingar hér á landi.«.
Til marks um það mun Norður-
landamót í listhlaupi á skautum
fara fram á íslandi í byrjun febrú-
ar og er það mikið verkefni fyrir
ungt og lítið samband að takast á
við.
.SA
.SR
.SR
Efnilegir krakkar
Krakkamir sem stunda íþróttina
hér á landi eru greinilega mjög
metnaðarfullir ef mið er tekið af
því hversu mikið þau æfa og að viö
höfum nú þegar sent keppendur til
leiks erlendis. Það er alveg klárt aö
ef rétt verður haldið á spilum og'*-
aðstaðan batnar á næstu árum
komum við til með að eignast af-
reksfólk i þessari tignarlegu
íþróttagrein sem heillað hefur fólk
um allan heim og á velgengni að
fagna hvarvetna. Hver veit nema
við eignumst okkar fyrsta Norður-
landameistara í nánustu framtíö. _