Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Síða 6
22 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 Sport i>v Hittni Grindvíkinga gerði gæfumuninn - gerðu 17 3ja stiga körfur í sigrinum gegn Breiðabliki Breiðablik og Grindavík buöu upp á flnan leik í Smáranum á föstudagskvöld í leik þar sem gestirnir úr Grindavík reyndust sterkari I lokin og sigruðu, 101-103. Blikar fengu tækifæri til að jafna undir lokin en skot Bandaríkjamannsins Kenny Tate úr erfiðu færi geigaði um leið og leiktíminn rann út. Grindvíking- ar voru sjöðandi heitir fyrir utan 3ja stiga línuna að þessu sinni og héldu sér inni í leiknum með 3ja stiga körfum. Alls skoraði liðið 17 slíkar og úr aðeins 27 tilraunum sem er frábær nýting. Leikurinn fór fjörlega af stað og var mikið skoraö. Varnir beggja liða voru kannski ekki upp á sitt besta og fengu menn oft auðveld- ar körfur óáreittir. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 30-29 og geröu Grindvíkingar rétt rúmlega helming stiga sinna fyrir utan 3ja stiga linuna. Áfram héldu liðin að skora til skiptis og var sóknarleikurinn áberandi á kostnað varnarleiksins. Blikar voru sterkari í leikhlutanum og náöu aö byggja upp 11 stiga for- skot, 62-51, sem þeir fóru með í hálfleik. Guðlaugur Eyjólfsson skoraði fjórar 3ja stiga körfur í öðrum leikluta fyrir Grindavík og var því kominn með sex slíkar i fyrri hálfleik. Heimamenn komust síðan mest 13 stigum yfir í þriðja leikhluta, 80-67, en þá fór að síga á ógæfu- hliðina. Sóknarleikur liðsins snerist mikið um einstaklings- framtak og að sama skapi voru Grindvíkingar búnir að herða vörnina hjá sér. Blikar leiddu með fimm stigum eftir þriðja leik- hluta en það var ekki lengi þvi Darrell Lewis byrjaði síðasta leik- hlutann á tveimur 3ja stiga körf- um og Grindvíkingar komnir yflr. Blikar náðu að rétta úr kútnum og kom Þórólfur Þorsteinsson Blikum aftur þremur stigum yfir, 92-89, með góðri 3ja stiga körfu. Gestirnir svöruðu með þremur 3ja stiga körfum frá Guðlaugi, Lewis og Bjarna Magnússyni og voru komnir átta stigum yfir þeg- ar skammt var eftir af leiknum. Blikar gáfust ekki upp og minnk- uðu muninn í tvö stig þegar sjö sekúndur voru eftir og brutu á Guðmundu Bragasyni þegar fimm sekúndur voru eftir. Hann fór á vítalínuna og klikkaða úr báðum vítaskotum sínum og Tate náði frákastinu og brunaði fram og náði skoti sem geigaði. Blikarnir klaufar Blikar léku vel mestallan leik- inn og voru klaufar aö tapa þessu niður. Pálmi Sigurgeirsson var i miklu stuði og lék vel og var jafn- besti leikmaður liðsins. Tate lék gríðarlega vel í fyrri hálfleik en komst ekkert áleiðis í þeim seinni og var mistækur. Mirko Virijevic stóð fyrir sínu og átti fínan leik en þessir þrír leikmenn sjá um að skora bróðurpart stiga liðsins. Jón Arnar Ingvarsson stjórnaði leik liðsins með ágætum þegar hann var inni á og hefði mátt spila meira og Þórarinn Andrésson stóð sig vel þann tíma sem hann var inni á. Sóknarleikur liðsins var þó frekar þunglamalegur þeg- ar hann, Mirko og Tate voru þar allir saman. Lewis átti stórleik Hjá Grindavík átti Lewis stór- leik. Hann var með þrefalda tvennu þar sem hann tók 13 frá- köst og gaf 13 stoðsendingar ásamt því að skora 29 stig og halda Tate niðri í seinni hálfleik. Guðlaugur var sjóðandi heitur og skoraði átta 3ja stiga körfur úr að- eins 11 tilraunum og Páll Axel Vilbergsson var góður í fyrri hálf- leik. Þá átti Bjarni mikilvægar körfur í lokin og Guðmundur var traustur. -Ben Breiðablik-Grindavik 101-103 0-2, 9-5, 16-12, 24-19, (30-29), 36-36, 41-36, 4045, 55-45, (62-51). 62-54, 71-62, 80-67, 80-73, (84-79), 84-87, 89-87, 92-89, 92-95, 95-103, 101-103. Stig Breióabliks: Pálmi Sigurgeirsson 31, Kenneth Tate 25, Mirko Virijevic 21, Frið- rik Hreinsson 9, Þórólfur Þorsteinsson 5, Þórarinn Andrésson 5, Jóhannes Hauksson 3, Jón Amar Ingvarsson 2. Stig Grindavikur: Darreel Lewis 29, Guð- laugur Eyjólfsson 24, PáU Axel Vilbergsson 18, Guðmundur Bragason 12, Helgi Jónas Guðfmnsson 10, Bjarni Magnússon 8, Nökkvi Már Jónsson 2. Dómarar (1-10): Eggert Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson (8) Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Darrell Lewis, Grindavík. Fráköst: Breiöablik 50 (25 í sókn, 25 í vöm, Mirko 17, Tate 13), Grindavík 26 (8 í sókn, 18 í vöm, Lewis 13). Stoösendingar: Breiöablik 22 (Jón Amar 7), Grindavík 28 (Guölaugur 7). Stolnir boltar: Breiöablik 9 (Tate 3, Pálmi 3), Grindavík 7 (Guðlaugur 3). Tapaöir boltar: Breiöablik 13, Grinda- vík 14. Varin skot: Breiðablik 6 (Mirko 4), Grindavík 10 (Páll Axel 5). 3ja stiga: Breiöablik 26/7, Grindavík 26/17 . Víti: Breiöablik 18/12, Grindavík 17/10. Hamar-Snæfel! 77-74 0-2, 2-4, 4-11, 9-18, 16-20, 21-20, (26-22), 26-24, 28-30, 32-35, 34-37, 41-37, (42-39), 44-39, 46-41, 57-49, (59-57), 61-57, 65-60, 70-60, 71-69, 75-71, 75-74, 77-74. Stig Hamars: Robert O’Kelley 31, Svavar Birgisson 14, Lárus Jónsson 14, Marvin Valdimarsson 6, Svavar Páll Pálsson 6, Hjalti Pálsson 3, Hallgrimur Brynjólfsson 3. Stig Snœfells: Clifton Bush 38, Hlynur E. Bæringsson 22, Georgi Bujukliev 5, Jón Jónsson 4, Lýður Vignisson 3, Helgi Guð- mundsson 2. Dómarar (1-10): Einar Skarphéðinsson og Leifúr Garð- arsson (8) Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 340. Maður leiksins: Clifton Bush, Snæfelli. Fráköst: Hamar 42 (10 í sókn, 32 í vöm, Svavar B. 10, Marvin 10), Snæfell 52 (17 í sókn, 35 í vöm, Clifton 20). Stoösendingar: Hamar 18 (Lárus 6), Snæfell 11 (Daði 3 og Hlynur 3). Stolnir boltar: Hamar 11 (Marvin 3 og Svavar 3), Snæfell 11 (Lýður 4). Tapadir boltar: Hamar 11, Snæfell 18. Varin skot: Hamar 4 (Hjalti 2), Snæ- fellO. 3ja stiga: Hamar 22/6, Snæfell 25/5. Viti: Hamar 16/11, Snæfell 18/13. Kenneth Tate skorar hér úr hraðaupphlaupi fyrir Breiðablik gegn Grindvíkingum en alls skoraði hann 25 stig í leiknum. DV-mynd E.ÓI. Formanninum að þakka - þegar Hamar sigraði Snæfell í Hvera- gerði á föstudagskvöldið, 77-74 Leikur Hamars og Snæfells var sannkallaður baráttuleikur, bæði liðin urðu að vinna til að sitja ekki eftir í botnbaráttunni. Snæ- fellsmenn byrjuðu miklu betur, þeir náðu strax forustu og voru yfír framan af fyrsta leikhluta, Hamarsmenn náðu þó aö komast yfir í lok fyrsta leikhluta. í öðrum leikhluta var jafnræði með liðun- um og skiptust þau á að hafa for- ustu. Hamar var yfir í hálfleik, 42-39. í þriðja og fjórða leikhluta hafði Hamar yfirhöndina og náði mest tíu stiga forustu en Snæfells- mönnum tókst að saxa á og í lok- inn skildu aðeins þijú stig. Þetta er fyrsti leikur Hamars þar sem þeir fá ekki á sig meira en áttaíu stig í leik. „Hvað er hægt að segja, þetta er svo svekkjandi," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, er DV-Sport ræddi viö hann í leiks- lok. „Þetta eru allt of margir leik- ir sem við töpum á einu til þrem- ur stigum, en við bætum okkur þó en það virðist ekki vera nóg. Clinton spilaði mjög vel og þeir réðu ekkert við hann i leiknum. Þetta fer nú vonandi að snúast okkur í hag, ég hef allavega trú á því,“ sagði Bárður að lokum. Mjög sáttur „Vömin spilaði vel og í leiks- lok hélt ég að það væri kominn hálfleikur miðað við hvað hafði verið skorað. Þetta hafa oftast verið hálfleikstölur hjá okkur. Nei, við gerðum ágætis hluti og það bar árangur," sagði Pétur Ingvarsson, þjáifari Hamars. „Þeir geta þakkað formanninn- um þennan sigur. Ég stjórnaði vöminni svo vel frá hliðarlínu," sagði Lárus Friðfmnsson, formað- ur Hamars, kampakátur í lokin. Hamarsliðið spilaöi mjög vel saman, leitt af Lámsi, Svavari B. og Robert O’Kelly. Hjalti Pálsson kom líka sterkur inn. Hjá Snæ- felli voru Clifton og Hlynur allt í öllu. -EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.