Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Page 1
4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 290. TBL. - 92. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 ■ ÁG VAR ALLTAF BÓKAKARL. BLS. 21 • Matgæðingurinn Ulfar Eysteinsson er á meöal þriggja álitsgjafa sem dæma gæöi jólabjórsins fyrir DV í ár. Þaö er íslenskur og danskur bjór sem þykja standa upp úr aö þessu sinnl. Bls. 6 Forstjóri Vinnumálastofnunar um væntanlega stækkun ESB: Óttast flæði vinnu- afls frá A-Evrópu „Þetta slær mig ekkert allt of vel,“ sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofhunar, um samkomu- lag leiðtoga ríkja Evrópusambandsins við tíu ríki um fjárhagslega skilmála aðildar þeirra að sambandinu árið 2004. Átta af ríkjunum tiu eru úr aust- urhluta Evrópu, þar á meðal Pólland, sem samþykktu ekki fyrr en þeir fengu loforð fyrir frekari styrkjum frá ESB. „Það hefur verið gifurlegt atvinnu- leysi í þessum löndum," sagði Gissur. „Ég hef áhyggjur af því að vinnuafl frá þessum svæðum flæði til Vestur- og Norður-Evrópu og að þar séu ef til vill einhverjir um að ráða þetta fólk til vinnu, en kæri sig kollótta um launakjör, vinnuöryggi og fleira sem eru réttindamál sem menn hafa verið að vinna í og náð árangri, oft með mikilli baráttu. Staðreyndin er sú að það er ekkert eins auðvelt að höndla þau mál fyrir ríki sem koma af Evr- ópska efnahagssvæðinu eins og það er gagnvart vinnuafli sem kemur utan Evrópska efnahagssvæðisins." Gissur sagði nokkuð skýrar heim- ildir fyrirliggjandi tU að krefjast þess að tUteknum skUyrðum væri fullnægt þegar atvinnuleyfin væru gefin út, þ.e. að búið væri að gera ráðningar- samning, að séð væri fyrir húsnæði og svo framvegis. Þetta væri þyngra í vöfum og erfiðara þegar um væri að ræða ríki innan svæðisins, þar sem ekki þyrfti atvinnuleyfi. Hlutir sem miðuðu að því að herða eftirlit með þessu gætu verið túlkaðir sem hindr- un. Gissur sagði enn fremur að Vinnu- málastofnun væri tU dæmis nú að fást við portúgalskt útleigufyrirtæki sem leigði Portúgala hingað tU lands tU vinnu. Vitað væri að þeir væru að vinna á öðrum og lakari kjörum held- ur en væru umsamin hér. Því má bæta við að DV fjallaði um þennan hóp manna fyrir skömmu, þar sem hann býr á vegum íslenska vinnuveit- andans á geymslulofti yfir bifreiða- verkstæði. Hafa heUbrigðisyfirvöld haft afskipti af því fyrirkomulagi. Gissur sagði að umræða varðandi þessi mál ætti sér nú stað á norræn- um vinnumarkaðsvettvangi. „Stjórn Vinnumálastofnunar, þar sem aðUar vinnumarkaðarins sitja, hefur verið að fara í gegnum þessi mál,“ sagði Gissur. „Við munum setja kraft í þá vinnu þegar ljóst er orðið að þetta verður að ári liðnu væntanlega orðinn sameiginlegur vinnumarkað- ur.“ -JSS VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Viöskiptaverð- launin 2002: Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson hljóta hnossið - Jón Hjaltalín Magnússon er „Frumkvöðull ársins“ Björgólfi Thor Björgólfssyni, Björgólfi Guðmundssyni og Magn- úsi Þorsteinssyni verða í dag veitt Viðskiptaverðlaunin 2002, sem Við- skiptablaðið, Stöð 2 og DV standa að. Jón Hjaltalín Magnússon, fram- kvæmdastjóri Altech JHM hf., hlýt- ur viðurkenningu sem FrumkvöðuU ársins. Viðskiptablaðið, Stöð 2 og DV hafa veitt Viðskiptaverðlaunin ár- lega frá árinu 1996, en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem skarað hafa fram úr í íslensku at- vinnulífi. Árið 2001 hlutu bræðurn- ir Ágúst og Lýður Guðmundssynir í Bakkavör Viðskiptaverðlaunin, en Arngrímur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri íslenskra ævintýra- ferða, var FrumkvöðuU ársins. Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magn- ús Þorsteinsson hafa komið víða við sögu i íslensku viðskiptalífi árið 2002. í upphafi árs seldu þeir hol- lenska risafyrirtækinu Heineken bjórverskmiðju Bravo Intemational í Pétursborg í Rússlandi. Þá hafa þeir undanfarin ár verið í hlutverki kjölfestufjárfesta í lyfjafyrirtækinu Pharmaco og undanfarna mánuði einnig mikið verið í fréttum vegna innkomu þeirra sem kjölfestufjár- festar í Landsbanka íslands. Frumkvöðull ársins FrumkvöðuU ársins er Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðing- ur. Hann er stofnandi og frumkvöð- ull að tæknifyrirtækinu Altech JHM sem hefur frá árinu 1987 þróað tæknibúnað fyrir álver, einkum í skautsmiðjur þeirra. Fyrirtækið hefur nú þróað um 30 mismunandi tæki og kerfi og hefur selt þau til á þriðja tug álvera. Altech JHM er orðið þekkt nafn í áliðnaði um allan heim. -HKr. ■ SJÁ LEIÐARA Á BLS. 16 í DAG FLEIRI TOMMUR FVRIR KRÓNUNA UNITED UTU3028 2B' Nicam Stereó sjónvarp með textavarpi og 2 Scart tengjum. Sjónvarpsmiðstöðln RAFTÆKJAUERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 YWJU,,HT» BÓKAVERTÍÐIN: JÓLAGETRAUN DV: Ekki dissa ömmu sína Flott tæki tól í verð- laun fýrir rétt svör og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.