Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002
Fréttir
DV
Bragðprófun DV á jólabjór í ÁTVR:
Víking og Royal bestir
Víking jólabjór frá Víking-brugg á
Akureyri og Royal X-mas jólabjór frá
Ceres í Danmörku eru bestu jólabjór-
amir að mati bragðgæðinga DV, fá
hvor um sig 12 stig af 15 mögulegum.
Allir þrír bragðgæðingarnir, þeir
Sigmar B. Hauksson, Sigurður Karls-
son og Úlfar Eysteinsson, gáfu hvor-
um bjór um sig fjórar stjömur.
„Góður litur, flnt
maltbragð og
mátuleg fylling,"
sagði Sigmar um
Víking bjórinn
og Úlfar sagði:
„Góð lykt,
góður
litur og
gott
bragð.“
Um
Royal
X-mas
sagði Sig-
mar:
bjórbragð.
Þurr og frísk-
legur bjór.“
Sigurður sagði hann aðeins sætan en
maltbragðið gott. „Mildur og góður,“
sagði Úlfar.
Tuborg julebryg, sem innfæddir
kalla gjarnan Snefyg með tilvísan í
snjókornin á miðanum, lenti í 3. sæti
með 11 stjörnur. Sigmari fannst lit-
urinn ágætur og gott jafnvægi milli
sykur og malts. Hann væri full ein-
kennalaus en ágætur við þorsta. Sig-
uröi fannst Tuborginn bragðgóður
og með góðu maltbragöi en Úlfar
sagði hann dimman en full bragðlít-
inn.
Albani julebryg frá Óðinsvéum
lenti í 4. sæti með 10 stjörnur. „Fal-
legur litur og hæfilegt jafnvægi á
milli malts og sykurs,“ sagði Sigmar.
Sigurði fannst hann heldur bragðlít-
ill. Úlfar var hrifnari: „Mildur á
bragðið og mjög góöur fyrir minn
smekk.“
Saman í 5.-6.
sæti voru Egils
maltjólabjór
sem er nýjung
og Delerium
Christmas
frá Belgíu.
„Fallegur
bjór en of
mikil kara-
mella. Of
sætur,“
sagöi Sig-
mar og
Sigurður
tók í svip-
aðan streng
með sæt-
una. Úlfari
fannst Maltjóla-
bjórinn „góður, dökk-
ur bjór með góðri
bragðfyllingu“.
Delerium Christmas er sterkastur
þessara jólabjóra, 10%, Sigmari
fannst hann bragðast um of af kara-
mellu og eftirbragðið vera of lítið.
Sigurði fannst hann bragðmikm og
eftirbragðið beiskt. Úlfari fannst
hann of bragðmikill fyrir sinn
smekk.
Þegar bragðprófunin fór fram, á
fimmtudag í liðinni viku, var jóla-
bjórinn frá Faxe uppseldur.
Enginn þremenninganna vissi
hvaða bjór þeir voru að drekka en
glösin voru auðkennd með númer-
um. -hlh
DV-MYND GVA
Spáð í humla og malt
Bragögæöingar DV hnusa af jólabjórnum á bar veitingahússins Þrír Frakkar hjá
Úlfari. Þaö eru þeir Úlfar Eysteinsson, Sigmar B. Hauksson og Siguröur Karlsson.
Hlýindin:
Þriðja kynslóð
músa er komin
á legg!
Búast má við vaxandi músagangi
í úthverfum höfuðborgarinnar og
nágrannasveitarfélögum ef kólnar í
veðri og frystir. Sigurður Svein-
björnsson meindýraeyðir segir að
enn sem komið er hafl ekki orðið
mikið vart hagamúsar en mýsnar
fari síður inn í hús meðan tíðin er
svona góð.
„Það gæti allt fyllst of músum ef
það kæmi einhver snjór að gagni en
þriðja kynslóð hagamúsa komst vel
á legg í haust sem gerist ekki ef
kólnar snemma á haustin. Það snjó-
aði snemma í fyrra og það var
meira kvartað undan músum. Það
má frekar búast við músum í út-
hverfunum og við sjávarsíðuna og
eins þar sem eru opin svæði,“ segir
Sigurður Sveinbjömsson. -GG
Baugsfyrirtæki eignast
ráöandi hlut í Tæknivali
- framkvæmdastjóri Banana ehf. ráðinn í forstjórastólinn
Baugur-ID og Fengur hf. tilkynntu í
gær að fyrirtækin hefðu keypt
210.084.229 hluti i Aco-Tæknivali
(ATV), eða 47,9% hlutafjár sem skipt-
ist jafnt á milli félaganna þannig að
hvort félag um sig á 23,95% eignarhlut
í ATV eftir kaupin. Eru þetta önnur
stórtiöindin af Baugi siðustu dagana -
Samkeppnisstofnun hefur gefið grænt
ljós á samning Baugs Group hf. og
Eignarhaldsfélagins Fengs hf. um
stofnun einkahlutafélags um rekstur
Ávaxtahússins ehf. og Banana ehf. en
með ströngum skilyrðum. Einka-
hlutafélagið Grænt ehf. er talið upp-
fylla skilyrði laga með ákvæðum Sam-
keppnisstofnunar þrátt fyrir að fyrir-
tækið sé talið veröa með um 90%
markaðshlutdeild í þessum geira.
Þá var einnig kynnt í Kauphöll ís-
lands í gær að hlutafé í Aco-Tæknival
hf. hefði verið aukið um 87,7 miiljónir
króna að nafnverði þann 13. desember
2002. Heildarhlutafé félagsins nemur
því rúmum 438,5 milljónum króna eft-
ir aukninguna, en var tæplega 351
miiljón fyrir hækkun. Hluthafafundur
Aco-Tæknivals hf. haíði þann 10. októ-
ber 2001 veitt stjóm félagsins heimild
tO að auka hlutafé um aOt að 200 miHj-
ónir króna að nafnverði, þar af 87,7
miHjónir vegna breytanlegs skulda-
Höfuðstöðvar Aco-Tæknivals í
Skeifunni
Undir hatti fyrirtækisins er fjöldi
verslana á tölvu- og tæknisviöi.
bréfs og féUu hluthafar frá forkaups-
rétti. Áður hefur hluti heimOdarinnar
verið nýttur tO að auka hlutafé um
105,2 mOljónh- króna að nafnverði.
Breytanlegt skuldabréfalán var síðan
tekið hjá Búnaðarbanka íslands þann
15. október 2001 og hefur bankinn nú
breytt kröfunni í hlutabréf miðað við
gengið 2,85.
Markmiðið með kaupum Baugs og
Fengs á Aco-Tæknivali er að styrkja
og endurskipuleggja rekstur og fjár-
hagsstöðu félagsins sem hefur verið
afar bágborin um langt skeið. í tO-
kynningu vegna kaupanna er einnig
sagt að starfsemi ATV þarfnist tals-
verðrar endurnýjunar svo unnt sé að
hefjast handa við að nýta þau sóknar-
færi sem bíða félagsins.
Nýr forstjóri
Á fundi stjórnar Aco-Tæknivals hf.
um helgina var Almar Örn Hilmars-
son ráðinn í starf forstjóra félagsins.
Almar Öm er lögfræðingur að mennt
en hann hefur undanfarin ár starfað
sem framkvæmdastjóri Banana ehf.
Hann kemur í stað Magnúsar Norð-
dahls sem hefúr stýrt fyrirtækinu
undanfarin misseri.
Stærstu einstöku eigendur Aco-
Tæknivals hafa fram tO þessa verið
Búnaðarbanki íslands hf. með 32,4%
hlut og Straumur hf. með 26,7% hlut.
Fyrirtækið varð tO við samrana Aco
og Tæknivals sumarið 2001. Tæknival
var hins vegar stofnað af Rúnari Sig-
urðssyni árið 1983 og Aco var stofnað
af Áka Jónssyni árið 1972. Aco Tækni-
val hefur i dag umboð fyrir mikinn
fjölda þekktra vöramerkja og hefur
verið 14. stærsta innflutningsfyrir-
tæki landsins. Undir hatti fyrirtækis-
ins hafa verið reknar 6 BT-verslanir,
einnig Office 1 stórmarkaður í Skeif-
unni og á Akureyri. Þá má nefna
Apple-búöina í Skeifunni og Sony-
setrið. Fyrirtækið hefur auk þess ver-
ið umfangsmikið i þjónustu við stór
tölvukerfi. -HKr.
VAGNHÖFÐA 23 • SÍMI 590 2000 • WWW.BENNI.IS
KH
tíl&sjhJzii-suW
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 15:30 14:44
Sólarupprás á morgun 11:19 11:37
Síödegisfióö
17:15
22:10
Veörið í
<3
<S v
<53
623
cS3v . 'S (?^
th® (s?®
v v<S
Hlýnandi
Suðvestanátt, 8-13 m/s sunnan- og
vestanlands undir hádegi og súld
eöa rigning með köflum, en víöa
10-15 í nótt og á morgun. Hægari
vindur, skýjað meö köflum og þurrt
aö kalla norðaustan- og
austanlands. Hlýnandi veður.
Hlýnandi
Víða 10-15 m/s í nótt en síðan
hægari vindur, skýjaö með köflum
og þurrt að kalla norðaustan- og
austanlands. Hlýnandi veöur.
I
Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
Híti 0° Hiti o- Hití 0°
tíi 9“ til 4° tii 4°
Vindun 5-10”/* Vindur: 5-15 "V» Vindun 5-18 »>/»
4-
Vestlæg átt, 5-10 m/s og rigning eöa skúrir um mest- allt land. Hlti 0 tll 9 stig, hlýj- ast sunnan- lands. Austan og norö- austan 5-10 m/s, en 10-15 vlö suöurströnd- ina. Skýjaö meö köflum, skúrir eöa él. Kólnandi veöur, 0 til 4 stiga hKI. Austlæg átt, 13-18 m/s syöst, en annars 5-10. Skýjaö og rigning eöa slydda meö köft- um, einkum sunnanlands. HKi breytist BtJö.
IBuí
Logn m/s 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinníngsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinnlngskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassvlóri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
B
AKUREYRI skýjað 3
BERGSSTAÐIR
BOLUNGARVÍK skúr 2
EGILSSTAÐIR léttskýjað 4
keflavIk rigning 4
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 2
RAUFARHÖFN alskýjaö 1
REYKJAVÍK rigning 3
STÓRHÖFÐI rigning 5
BERGEN skýjaö -3
HELSINKI snjókoma -9
KAUPMANNAHÖFN alskýjað 0
ÓSLÓ léttskýjaö -10
STOKKHÓLMUR -3
ÞÓRSHÖFN skýjaö 5
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -3
ALGARVE rigning 18
AMSTERDAM alskýjaö 2
BARCELONA skýjaö 7
BERLÍN rigning og sOld 1
CHICAGO alskýjaö -1
DUBLIN rigning 3
HALIFAX snjóél -3
HAMBORG snjókoma 0
FRANKFURT skýjaö 6
JAN MAYEN snjóél -7
LONDON mistur 5
LÚXEMBORG skýjaö 4
MALLORCA
MONTREAL heiöskírt -9
NARSSARSSUAQ skýjaö 6
NEWYORK heiöskírt -3
ORLANDO heiöskírt 9
PARÍS skýjaö 6
VÍN snjókoma -1
WASHINGTON heiöskírt -1
WINNIPEG alskýjaö -4
■gnwÆiiujvni.'Mii.'.