Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002
27
I>V
Sport
Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld:
Geröu gamlan mann
mjög hamingjusaman
- sagði Terry Venables, knattspyrnustjóri Leeds, eftir sigur á Bolton, 3-0
Starfi Terry Venables, knatt-
spyrnustjóra Leeds, ætti aö vera
borgið í bili eftir sigur liðsins, 3-0, á
Bolton á útivelli í ensku úrvalsdeild-
inni í gærkvöld. Guðni Bergsson var
í liði Bolton og lék allan leikinn.
Leeds, sem hafði aðeins unnið einn
af síðustu tólf leikjum í deildinni,
fékk óskabyrjun því að eftir tæplega
fnnmtán mínútna leik var staðan
orðin 2-0.
Bakvörðurinn Danny Milis kom
þeim yfir á 9. mínútu með sínu fyrsta
marki á tímabilinu og markahrókur-
inn Robbie Fowler, sem var í byrjun-
arliðinu í fyrsta sinn i vetur, bætti
öðru marki við á 14. mínútu.
Til að bæta gráu ofan á svart fyrir
Bolton þá varði Paul Robinson,
markvörður Leeds, vítaspyrnu frá
Youri Djorkaeff á 25. mínútu.
Jason Wilcox innsiglaði síðan mik-
ilvægan sigur Leeds á 74. minútu
þegar hann skoraði þriðja mark liðs-
ins.
Leeds er enn í 16. sæti deildarinn-
ar með 20 stig en Bolton er í
næstneðsta sætinu með 14 stig.
Terry Venables, knattspyrnustjóri
Leeds, sem hefur verið undir mikilli
pressu að undanförnu, var léttur í
lund eftir leikinn.
„Þeir gerðu gamlan mann mjög
hamingjusaman," sagði Venebles um
frammistöðu sinna manna en bætti
þó við að frábær markvarsla Paul
Robinson í vítinu hefði ekki skemmt
fyrir.
„Píriulítil heppni skemmdi ekki
fyrir. Þrátt fyrir allt hafa leikmenn-
irnir staðið sig vel. Þeir hafa haldið
liðsandanum góðum þrátt fyrir slæm
úrslit og ekki sett hausinn undir
hendina. Oft og tíðum hefur mér
fundist við eiga meira skilið og ég hef
alltaf haft það á tilfinningunni að
gengið myndi breytast. Sigurinn í
dag var mikilvægur, eiginlega hrika-
lega mikilvægur og ég vona að fleiri
fylgi í kjölfarið," sagði Venables eftir
leikinn.
Jonathan Woodgate, varnarmaður
Leeds, sagði eftir leikinn að lélegt
gengi Leeds á leiktíðinni væri
eingöngu leikmönnunum sjálfum að
kenna en ekki Terry Venables.
„Þetta var mikilvægur sigur fyrir
okkur og vonandi náum við að fylgja
honum eftir,“ sagði Wooodgate eftir
leikinn. -ósk
Leikmenn Leeds fagna hér þriðja marki sínu gegn Bolton í gærkvöid. Reuters
NBA-deildin í körfuknattleik í fyrrinótt:
Kings enn taplausir heima
- Sacramento vann sinn 12. heimasigur í röð
Sacramento Kings heldur áfram
sigurgöngu sinni á heimavelli í NBA-
deildinni. Liðið vann sinn tólfta sigur
í jafnmörgun leikjum aðfaranótt
mánudags þegar það lagði New Or-
leans Hornets, 107-92. Chris Webber
skoraði 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7
stoðsendingar í liði Sacramento, Doug
Christie skoraði 21 stig og Peja Stoja-
kovic skoraði 17 stig. Baron Davis var
stigahæstur hjá New Orleans með 23
stig og þeir David Wesley og Jamaal
Magloire skoruðu 15 stig hvor.
Sá um gömlu félagana
Shaquille O’Neal sá um sina gömlu
félaga í Orlando Magic þegar Los Ang-
eles Lakers bar sigurorð af Orlando,
107-84. O’Neal skoraði 30 stig, tók 14
fráköst og hitti úr 12 af 17 skotum. Ko-
be Bryant skoraði 21 stig og gaf 8
stoðsendingar. Tracy McGrady skor-
aði 21 stig fyrir Orlando og Grant Hill
skoraði 16 stig.
Jordan ískaldur
Michael Jordan var ískaldur og
skoraði aðeins tvö stig gegn Toronto
Raptors en það kom þó ekki að sök
því að aðrir leikmenn liðsins drógu
vagninn og tryggðu því sigur, 95-82,
gegn vængbrotnu liði Toronto sem
var án Vince Carter og Antonio Dav-
is. Jerry Stackhouse skoraði 28 stig
fyrir Washington og Kwame Brown
skoraði 14 stig. Lindsay Hunter skor-
aði 22 stig fyrir Toronto og Voshon
Lenard skoraði 18 stig.
Fjórir í röö hjá Detroit
Detroit Pistons vann sinn fjórða
sigur í röð þegar liðið bar sigurorð af
New Jersey Nets, 101-91. Zeljko Rebr-
aca skoraði 21 stig fyrir Detroit,
Chauncey Billups skoraði 16 stig og
Richard HamUton skoraði 15 stig.
Lucious Harris skoraði 18 stig fyrir
New Jersey og Jason Kidd skoraði 15
stig og gaf 8 stoðsendingar.
Indiana Pacers vann öruggan sigur
á PhUadelphia 76ers, 107-97. Jermaine
O’Neal skoraði 24 stig, tók 16 fráköst
og varði 5 skot í liði Indiana, Jamaal
Tinsley skoraði 20 stig og gaf 9
stoðsendingar og Brad MUler skoraði
19 stig og tók 9 fráköst. AUen Iverson
var stigahæstur hjá Philadelphia
76ers með 32 stig og Keith Van Horn
skoraði 21 stig og tók 9 fráköst fyrir
PhUadelphia.
Úrslit í nótt:
Philadelphia-Denver .........93-71
Iverson 23, Van Hom 15, Macculloch 13
(7 frák.) - Hilario 23, Howard 12 (8 frák.,
7 stoös.), Harvey 11 (10 frák.), Posey 11
Cleveland-Seattle............98-111
Davis 20, Jones 19, llgauskas 17 (9 frák.)
- Lewis 29 (10 frák.), Payton 23 (9 frák.,
9 stoðs.), Drobnjak 23
Miami-Houston ..............100-105
Jones 32 (10 frák., 7 stoðs.), Butler 18 (8
frák.), Grant 16 (8 frák.) - Mobley 27, Francis
21, Griffin 15 (8 frák.), Rice 15 (8 frák.)
Memphis-Golden State........104-91
Gasol 18 (8 frák.), Giricek 18, Wright 15
(12 frák.) - Jamison 19 (6 frák,), Arenas
17 (7 frák., 7 stoðs.), Mills 13
Chicago-Boston ...............94-83
Rose 24, Marshall 20 (13 frák.), Fizer 20
(17 frák.) - Pierce 37 (15 frák.), Walker 16
(9 frák.), WUliams 10 (6 frák„ 7 stoðs.)
Phoenix-Orlando...............87-84
Marion 19, Hardaway 16 (10 frák., 8
stoðs.), Stoudemire 15 - Garrity 21, Sasser
14 (11 frák.), Hffi 11 (8 frák., 7 stoðs.)
LA Clippers-San Antonio .... 91-79
Richardson 21, Olowokandi 17 (18 frák.),
Brand 17 (8 frák.) - Duncan 32 (11 frák.),
Parker 12, Robinson 10 (8 frák.)
A horni Latigavegar og Klapparstigs
bttp://simnet. is/bomedecorl928/
Skoðið heimasíðuna
okkar og kíkið á tilboðin
jólagjöffrá 1928
Þeir setn versla
fyrir yfir 5000
krónurfá í gjöf
kristalsvasa eða
skál í lit meðan
birgðir etulasl
MR.JONES MR.SMITH
MENINBLACKn
Leigcm í þínu hverfí
p ái
jlll nl t? Í7\ I • b