Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003
DV
Fréttir
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík:
Niðurskurður á rekstri
sambýla fatlaðra
- sparnaður á að nema 40-50 milljónum króna
Svæðisskrifstofa málefna fatl-
aðra í Reykjavík hefur sent bréf
til forstööumanna allra sambýla
fatlaðra þar sem tilkynntur er 3
prósenta niðurskurður á fjár-
magni til rekstursins á þessu ári,
vegna þeirrar stöðu sem svæðis-
skrifstofan sé í. Þetta bætist við 2
prósent sparnaðaráform ríkis-
stjórnarinnar til málaflokksins.
Björn Sigurbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Svæðisskrifstofunn-
ar í Reykjavik, sagði, að þessi
ákvörðun um sparnað væri tekin
til að ná saman endum i rekstrar-
áætlun miðað við þau verkefni
sem verið væri að vinna í dag eða
gert væri ráð fyrir að færu af stað
á þessu ári. Hugmyndin með
sparnaðinum væri sú að hægt
væri að koma til móts við þarfir
annarra eins og til dæmis að setja
af stað nýtt sambýli í haust til að
vinna á biðlistum.
„Við urðum því að grípa til þess
neyðarúrræðis að óska eftir þvi að
sambýlin og önnur starfsemi á
okkar vegum endurskoði rekstur
sinn, leiti allra leiða til að spara
og hagrræða, þannig að það skili
sem svarar 3 prósentum á hverja
Páll Pétursson félagsmálaráöherra á tali við fatlaða
Þriggia prósenta niöurskuröur á fjármagni til rekstar á sambýlum fatlaöra
hefur veriö kynntur á þessu ári.
dýr í rekstri. Þar horfðu menn til
um 10 prósent sparnaðar, eða sem
svaraði einu a.m.k. einu stöðu-
gildi.
„Mér er uppálagt af stjómvöld-
um að halda mig innan íjárlag-
anna,“ sagði Björn. „í gegnum tíð-
ina höfum við rekið sambýlin og
aðrar stöðvar miklu dýrara held-
ur en ráðuneytið hefur lagt fjár-
magn til. Það hefur valdið því að
önnur verkefni hafa setið á hakan-
um. Ég þurfti að búa til 40-50
milljónir til að svara óskum
stjórnvalda um ný verkefni sem
eiga að fara af stað í Reykjavík.
Þess vegna erum við að biðja um
þessa hagræðingu og leita allra
leiða til að geta veitt fleirum þjón-
ustu.“ -JSS
einingu. Við erum þó með það að
meginmarkmiði að þjónustan fari
ekki undir lágmarksgæði né starf-
semin beri sérstakan skaða.“
Björn sagði að 3 prósentin væru
ekki föst tala. Sums staðar væri
þegar búið að spara þannig að þar
væri komið inn að kviku. Nýju
heimilin tvö, Barðastaðir og
Hólmasund, væru til að mynda
Þjónustan er aðalatriðiö
„Aðalatriðið er að menn séu að
halda uppi þjónustu sem stenst lög
um málefni fatlaðra," sagði Halldór
Gunnarsson, formaður Þroskahjálp-
ar, um fyrirhugaðar sparnaðarað-
gerðir Svæðisskrifstofu um málefni
fatlaðra í Reykjavík. Halldór kvaðst
ekki hafa kynnt sér þau áform þar
sem þau væru svo nýkomin fram.
Hann sagði ekkert nema gott eitt
um það að segja ef hægt væri að
spara þar sem umfram væri eytt.
Hins vegar þyrfti alltaf að hafa þjón-
ustuþegana í fyrirrúmi. -JSS
Vilhjálmur Egils-
son eitt ár í
Washington
Vilhjálmur
Egllsson.
Vilhjálmur Eg-
ilsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks á
Norðurlandi
vestra, hefur
ákveðið að segja af
sér þingmennsku
og fer hann til
starfa hjá Aiþjóða-
gjaldeyrissjóðnum
í Washington 15.
janúar nk. Adolf
Bemdsen, oddviti á Skagaströnd, sest
á þing íyrir Vilhjálm þegar Alþingi
kemur saman 20. janúar nk. Vilhjálm-
ur hefur einnig sagt af sér stöðu fram
kvæmdastjóra Verslunarráðs. Vil-
hjálmur neitar því að um dúsu sé að
ræða - þetta sé lausn á vanda Sjálf-
stæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
eftir próíkjör þar. Reglur Sjálfstæðis
flokksins um próíkjör voru þar þver
brotnar. Vilhjálmur segir að prófkjörs
deilur sjálfstæðismanna í Norðvestur-
kjördæmi hafi ekki snúist um hann
persónulega en rétt íyrir jól barðist
Vilhjálmur af hörku vegna prófkjörs
sjálfstæðismanna í Norðvesturkjör-
dæmi og lögð hefur verið inn kæra til
kjördæmisráðsins til að fá prófkjörið
dæmt ógilt. Sérframboð Vilhjálms, sem
var í undirbúningi meðal stuðnings-
manna hans á Norðurlandi ef kæran
yrði ekki tekin til greina, virðist því
vera fallið um sjálft sig. Kæran hefur
enn ekki verið tekin fyrir.
Ólafur ísleifsson hagfræðingur hef-
ur gegnt stöðunni í Washington í eitt
ár. Hann hefur verið kallaður heim til
að sinna ráðgjafarstörfum fyrir ríkis-
stjómina og Seðlabankann.
„Þetta starf sem ég er að fara í er
mjög gott og min framtíð er góð. Ég er
aðeins ráðinn til eins árs en þá fer
staðan til annars lands. Ég hlakka til
þess að takast þetta starf á hendur. Ég
veit ekki um framtíð kærunnar til
kjördæmaráðsins, þar sem ég er ekki
aðili að málinu, en ég reikna með að
mitt fólk fari yfir stöðuna og ákveði
hvað það vill gera. Við stöðu minni hjá
Verslunarráði tekur Birgir Ármanns-
son til að byrja með en síðan verður
ráðinn framkvæmdastjóri,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson. Ekki náðist í Ólaf ís-
leifsson vegna stífra fundarhalda í
stjómarráðinu. -GG
DV-MYND SIG.JOKULL
Framtíð háskóla
Tómas Ingi Olrich menntamálaráöherra ávarpar ráöstefnu um uppbygggingu
háskóla á íslandi en ráöstefnan leitaöi m.a. svara viö því hvort íslenskir há-
skólar væru orönir ofmargir.
Reyk j avíkurakademían:
Uppbygging
háskóla
Fjöldi nemenda á háskólastigi hér á
landi hefur fjórfaldast frá árinu 1977
og frá árinu 1980 hefur fjöldi þeirra
sem útskrifast úr háskólum hér á
landi tvöfaldast. Liðlega 1.800 manns
útskrifast árlega úr háskólunum sem
starfræktir era hér á landi. Fram til
ársins 1971 var Háskóli íslands eini
skólinn sem útskrifaði nemendur á
háskólastigi en árið 2000 vora þeir
orðnir átta talsins. Atvinnuleysi fer
vaxandi hérlendis og segir það í aukn-
um mæli til sín meðal háskólamennt-
aðs fólks. Um þetta fjallaði Reykjavík-
urakademínan á ráðstefnu í JL-hús-
inu í gær en i henni tóku m.a. þátt
rektorar, prófessorar, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, þing-
menn og embættismenn. -GG
2 ár fyrir að misnota
yngri systur ítrekað
- kvaðst sjálfur hafa orðið fyrir einelti sem barn
25 ára karlmaður var í gær dæmd-
ur í tveggja ára fangelsi fyrir að mis-
nota systur sína kynferðislega mörg-
um sinnum í meira en eitt ár. Honum
er einnig gert að greiða stúlkunni 1,2
milljónir króna í miskabætur. Hún
var 9 til 10 ára þegar brot bróöurins
voru framin en nú eru liðin 2 til 3 ár
frá þeim. Maðurinn var undir áhrif-
um fíkniefna og misnotaði róandi lyf
á því tímabili sem hann misnotaði
systurina.
Stúlkan hefur farið í mörg viðtöl og
fengið andlega aðstoð og ljóst er að
hún mun um ófyrirséðan tíma þarfn-
ast slíks áfram. Fram kemur í dómin-
um að rannsókn sálfræðings, sem tók
manninn í viðtöl, að hann hélt því
fram að systirin hefði „verið að hugga
sig“ þar sem hann hefði misnotað ró-
andi lyf og fíkniefni. Svo hefðu gerst
hlutir sem „áttu ekki að gerast".
Hann kvaöst hafa orðið svo raglaður
af lyfjaneyslu en hann geti „náttúr-
Hérapsdómur Reykjavíkur
lega ekki kennt lyfjunum um ... hún
er systir mín og aldursmunurinn er
mikill," sagði hann.
Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir
einelti í skóla frá 7 eða 8 ára aldri. Það
heföi gengið svo langt að hann hefði
verið handleggsbrotinn af dreng sem
var tveimur árum eldri en hann. Mað-
urinn sagði að hann heföi alltaf verið
að fá nýja og nýja vini en sér hefði lið-
iö sérstaklega illa á aldrinum 19 til 20
ára, hann hefði orðið fyrir slysi og far-
iö að neyta fikniefna. Maðurinn
kvaðst einnig hafa orðið fyrir kyn-
ferðislegri misnotkun af hálfli pflts er
hann var í skóla.
Héraðsdómur segir að maðurinn
hafl brotið alvarlega siöferðisskyldur
gegn systurinni sem treysti á vernd
hans sem eldri bróður - hann hafi
svipt hana tækifæri til að öðlast eðli-
lega kynlífsreynslu og brotið rétt
hennar til friðhelgi og öryggis heimil-
is. Dómurinn telur ijóst að maðurinn
hafi átt við ýmis vandamál að etja,
m.a. vegna lífsreynslu sem bam og
unglingur - þaö afsaki þó á engan hátt
brot hans gegn systurinni. „Um er að
ræða endurtekið gróft ofbeldisbrot
gagnvart barni þar sem beitt er yfir-
burðum aldurs og bragðist trausti,"
segir í niðurstöðu héraösdóms.
Þrir dómarar kváðu upp samhljóða
niðurstöðu. -Ótt
Halldór kæmist á þing
Samkvæmt könn-
un Gallup í desem-
ber nær Halldór Ás-
grímsson utanríkis-
ráöherra kjöri í
Reykjavíkurkjör-
dæmi norður en
Framsókn fær eng-
an þingmann í
Reykjavík suður. Flokkurinn fær 3
þingmenn í Suðurkjördæmi, kjör-
dæmi Guðna Ágústssonar varafor-
manns. Samfylkingin er sterk í Suð-
vesturkjördæmi og fengi 5 þingmenn
en 4 í Reykjavíkurkjördæmunum.
Sjálfstæðisflokkur fengi 5 þingmenn í
Reykjavíkurkj ördæmunum og Suð-
vesturkjördæmi, 4 í Suðurkjördæmi
og Norðvesturkjördæmi en 3 í Norð-
austurkjördæmi. VG fengi þingmenn
í öllum kjördæmum. Sjálfstæðis-
flokkur fengi 26 þingmenn, Samfylk-
ingin 21 og VG og Framsóknarflokk-
ur 8 þingmenn hvor. Úrtakið var
3.128 manns á aldrinum 18 til 75 ára
og var svarhlutfall 75%.
Geir hættir hjá Keri
Geir Magnússon lætur af störfum
forsijóra Kers hf. 1.
mars samkvæmt til-
kynningu til Kaup-
hallar Islands. Þar
segir að samkomu-
lag hafi orðið milli
Geirs og stjómar fe-
lagsins um að hann
hætti. Ker á meðal
annars Olíufélagið ESSO þar sem
Geir var áður forstjóri.
Mesta aflaverðmæti
Skip Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað hafa aldrei skilað jafn
miklu aflaverðmæti og á síðasta
almanaksári, en veruleg aukning
varð á afla skipanna á milli áranna
2001 og 2002. Heildarafli skipanna á
síðasta ári var tæplega 167 þúsund
tonn samanborið við rúm 143 þús-
und tonn árið 2001. Aukningin er
því um 24 þúsund tonn á milli ára.
Verðmætaaukningin er einnig mik-
il, en árið 2002 var aflaverömæti
skipanna tæpir 2,4 milljarðar kóna
og jókst aflaverðmætið um 392 millj-
ónir króna á milli ára.
Styrkur úr Minningarsjóöi
Anh Dao Tran
hlaut 250 þúsund
króna styrk úr
Minningarsjóði
Gunnars Thorodd-
sens þann 30. desem-
ber sl. Það er í fyrsta
lagi vegna þess
starfs sem hún hefur
þegar unnið fyrir innflytjendur af
asískum uppruna. Anh Dao Tran er
af víetnömskum uppruna. I öðra lagi
fyrir að þróa hugmyndir að skipu-
lögðu verkefni á vegum Reykjavíkur-
borgar sem hefur að markmiði að
kortleggja þarfir og þróa úrræði til að
mæta menntunarþörfum barna og
ungmenna í hópi innflytjenda. Ljóst
er að margar borgarstofnanir munu
þurfa að koma að þessu verkefni.
Ný Umhverfisstofnun
Um áramótin urðu mikilvægar
breytingar á stofnanauppbygginu
umhverfisráðuneytisins. Umhverfis-
stofnun tók til starfa 1. janúar i sam-
ræmi við lög. Umhverfisstofnun tek-
ur yfir verkefni Náttúravemdar rík-
isins, Hollustuvemdar ríkisins,
Veiðistjóraembættis, Dýraverndar-
ráðs og Hreindýraráðs. Dýravemdar-
ráð verður áfram starfrækt í breyttri
mynd en það verður einungis ráðgef-
andi fyrir Umhverfisstofnun. For-
stjóri Umhverfisstofnunar hefur ver-
ið skipaður Davíö Egilson, en hann
gegndi áður starfi forstjóra Hollustu-
verndar ríkisins.
Þréttándabrenna í Garðabæ
Þrettándabrenna og varöeldur
skátafélagsins Vífils í Gcirðabæ verð-
ur mánudaginn 6. janúar. Brennan
verður við skátaskálann Vífilsbúð í
Heiðmörkinni og kveikt verður í
henni kl. 20.00. Skátar úr Vifli sjá um
fjöldasöng og undirspil og bjóða upp
á kakó og kex að lokinni flugeldasýn-
ingu, sem verður í umsjá Rjálpar-
sveitar skáta í Garðabæ. -GG