Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 9
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 DV 9 Fréttir George W. Bush Bandaríkjaforseti stefnir ótrauður inn í írak: Erlendar fréttir vikunnar Hvaö býr að baki heimssýn Bush? Fjöldi látinna kominn í 61 Þegar leit var hætt í rústum stjórnsýslu- hússins í Grosní, höf- uðborg Tsjetsjeníu á sunnudaginn, tveimur dögum eftir að sjálfs- morðsliðar skæruliða höfðu sprengt þar tvær öflugar sprengjur á föstudaginn í fyrri viku, var fjöldi látinna kominn í 61 og var óttast að sú tala ætti enn eft- ir hækka þar sem margir lægju illa særðir á sjúkrahúsum borgarinnar. Það virðist afar fátt geta komið í veg fyrir að Bandaríkjamenn mimi ráðast inn í Irak, líklega eftir fáein- ar vikur, í þeim tilgangi að koma íraksforsetanum, Saddam Hussein, frá völdum og í eitt skipti fyrir öll eyða öllum efa um hugsanleg ger- eyðingarvopn sem landið kann að búa yflr. George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefur að undanfórnu verið mjög svo berorður varðandi málið og skipað Hussein ítrekað að afvopnast, ellega sæta innrás. Þús- undir bandarískra hermanna eru komnar til Persaflóa og enn fleiri eiga eftir að bætast í hópinn. Opinber ástæða fyrir afskiptum Bandaríkjamanna af írak er vitan- lega sú að fjarlægja þá ógn sem ger- eyðingarvopn í höndum þessara manna er gagnvart heimsbyggðinni, ekki síst Bandaríkjunum. Það er hins vegar ekki jafn ljóst hvað liggur að baki þeirri stefnu Banda- ríkjanna, þessari heimssýn sem Bush virðist búa yfir. Vendipunkturinn 11/9 Eftir hryðjuverkaárásimar 11. september árið 2001 sagði Bush hvers kyns hryðjuverknaði stríð á hendur og myndar það rauða þráð- inn í núverandi utanríkisstefnu landsins. Það stríð hefur nú teygt anga sína til íraks og annarra ríkja sem kunnu að framleiða gereyðing- arvopn og selja hryðjuverkamönn- um. Það hefur þó ekki gengið áfalla- laust fyrir sig að sannfæra banda- menn Bandaríkjanna um að íraks- stjóm sé i raun jafn hættuleg og þeir vilji meina. Þeir em ófáir sem segja að hin raunverulega ástæða þess að Bush sýni írak jafn mikinn áhuga og raun ber vitni sé til þess að ná stjórn á geysimiklum olíu- birgðum landsins. Olían er málið Stjómmálaskýrendur segja að ef fyrsta atriðið í utanríkisstefnu rík- isstjómarinnar sé að útrýma hryðjuverknaði í allri sinni mynd, sé það næsta á listanum aö tryggja landinu meira magn af erlendri ol- íu. Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, skrifaði fyrir tæpum tveimum ámm skýrslu um orku- notkun Bandaríkjamanna þar sem hann spáði því að innflutningur á olíu til landsins muni hafa tvöfald- ast árið 2020. Að hluta til vegna þess að ríkisstjóm Bush hafi engan áhuga á að minnka neyslu landans. í skýrslunni var mælt með þvi að auka innflutning frá Persaflóa, en einnig líta til svæða eins og Kaspía- hafsins, Suður-Ameríku og Afríku- landa sunnan Sahara-eyði- merkurinnar. Cheney var tekinn á orðinu og er þetta raunin í dag. Sameiginleg markmið Að fylgja þessum tveimur atrið- um eftir krefst mikils valds, hvort sem það er í formi stjómmálaáhrifa, viðskipta eða hervalds - sem er vissulega þeirra sterkasta „vopn“. Að láta til skarar skríða áður en hugsanlegar hótanir verða að veru- leika mætti vera þriðja atriðið á áð- umefndum lista en ljóst er að þessi þrjú atriði vinna saman. Bush hefur sýnt með afdráttarlausu máli sínu að síðastnefnda atriðið er lykillinn að þessu öllu saman. Sem dæmi má nefna nokkur at- riði. Bandarískar herstöðvar í Asíu gætu einnig þjónað þeim tilgangi að vemda olíubirgðir og það er sjálf- sagt engin tilviljun að ný olíuleiðsla er lögð í gegnum Georgíu, þar sem bandariski herinn er staddur til að ■a •nnr. • ■ ■ i REUTERS Heilsubótarganga George W. Bush Bandaríkjaforseti fær sér hressandi göngutúr ásamt fréttamönnum og starfsmönnum sínum á búgaröi sínum í Texas, Prairie Chapel, í fyrradag. Síöar þann dag sagöist hann búast við kjarnorkufríum Kóreuskaga og aö komiö væri aö „skuidadögum“ Saddams Husseins íraksforseta. þjálfa heimamenn til að berjast gegn hryðjuverkamönnum. Brothætt ástand George W. Bush var frekar hlynntur því að minnka afskipti hersins erlendis fyrir 11. september 2001 en honum virðast engin mörk sett nú. En ástandið er vissulega mjög hættulegt og ef illa fer, gæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson biaöamaöur Fréttaljós það hæglega versnað mun meira en það er nú. Olían á þessu svæði gæti orðið enn illfáanlegari fyrir Banda- ríkjamenn en hún er nú takist Bush og hans mönnum að reita þá menn til reiði sem olíunni stjóma. Flókn- ar heraðgerðir á svæðum þar sem stjómvöld standa höllum fæti gæti aðeins leitt til meira haturs í garð Bandaríkjamanna á þessu svæði. Hvað með Norður-Kóreu? Ástandið í Norður-Kóreu virðist koma á allra versta tíma fyrir Bandaríkjamenn enda segist Bush ekki sjá ástæðu til þess að beita her- valdi þar og að hægt sé að leysa þá deilu sem upp er komin eftir hefð- bundnum diplómatískum leiðum. Sú staðhæfing Bush hlýtur að vekja nokkra furðu þar sem brot N-Kóreu- manna eru ekki síður alvarleg en meint brot íraka. Árið 1994 komust löndin tvö, N- Kórea og Bandaríkin, að samkomu- lagi um að fyrmefnda landið hætti allri kjamorkustarfsemi gegn efna- hagslegri aðstoð Bandaríkjanna. Svo virðist sem N-Kóreumenn hafi fundið sig knúna til að rjúfa það samkomulag fyrir nokkrum vikum og hófu þeir starfsemi á ný í kjam- orkuverum í landinu. Þeir segja ástæðuna vera rafmagnsframleiðslu en staðreyndin er sú að með þessu áframhaldi gæti N-Kórea hafa fram- leitt nægilegt magn af plútóníum til þess að búa til 5 eða 6 kjamorku- sprengjur á næsta hálfa ári. Og það eru vissulega fordæmi fyrir því að N-Kórea hafi selt vopn til fjand- manna Bandaríkjamanna með glöðu geði. Allt undir í írak Þetta getur þó varla þýtt að Bandaríkjamenn eigi aö beina at- hygli sinni að N-Kóreu og frá írak. Það fer ekki á milli mála að þeir hafa veðsett heiður sinn og orðstír hjá alþjóðasamfélaginu með aðgerð- um sínum gagnvart ríkisstjórn Saddams Husseins og því er þeim mikið í mun að standa rétt að hlut- unum. Sem þýðir að ráðast ekki inn í landið fyrr en alþjóðasamfélagið gefi grænt ljós, steypa Hussein af stóli með sem minnstum hugsanleg- um skaða fyrir íraska borgara og síðast en ekki síst farsælan eftir- mála striðsaðgerða. En ef á versta veg fer í N-Kóreu er ljóst að þama er komið upp veldi með gífurlegt magn hættulegra vopna sem gerir Suðaustur-Asíu að verulega hættulegu svæði. Klípan sem upp er komin verður því varla leyst svo auðveldlega af Bush og hans mönnum. Aðrar ástæður? Þeir sem vilja taka sem dýpst í ár- inni hafa sagt að írak sé bara byrj- unin. Eftir að Saddam Hussein hafi verið komið frá völdum sé komið að löndum eins og íran og Sýrlandi sem einnig hafa verið nefnd sem ríki sem styðja við bakið á hryðju- verkamönnum. Enn aðrir segja að hin raunverulega ástæða sé að afmá allar þær hættur sem steðja að ísra- el og þá em þeir sem vilja meina að hin raunverulega stefna Banda- ríkjastjómar sé aö endurskapa Mið- austurlönd í sinni lýöræðismynd. Þessi miklu afskipti Bandaríkja- manna af heiminum hafa alið af sér mikið hatur hjá gífurlegum fjölda manns. Og ekki er útlit fyrir að þeim fari fækkandi. Byggt á efni frá BBC, The Was- hington Post og The Guardian. REUTERS Eftlriit með eftirlitsmönnum Fjöldi íraskra manna fylgist meö þegar bifreiö vopnaeftirlitsmanna Sam- einuöu þjóöanna yfirgefur gasverksmiöju sem þeir höföu skoöaö fyrr um daginn. írösk yfirvöld segja eftirlitsmennina ekkert gruggugt hafa fundiö og aö þannig veröi þaö áfram. Leyfa Sádar afnot? Samkvæmt fréttum bandaríska dagblaðsins New York Times, hafa Sádi-Arabar samþykkt að leyfa Bandaríkjamönnum afnot af lofthelgi, her- og stjómstöðvum sínum í Sádi- Arabíu komi til stríðs við íraka. Þetta var haft eftir ónefndum yfir- manni í bandaríska hernum og ef rétt reynist þá hafa Sádar tekið algjörum sinnaskiptum í afstöðu sinni til aðgerða gegn írökum. Engin áform um aðgerðir Colin Powell, utan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í byrjun vikunnar að Bandaríkjamenn hefðu ekki uppi nein áform um að ráðast gegn Norður-Kóreu- mönnum, þrátt fyrir hótanir þeirra um að hefja aftur vinnslu á kjam- orku. „Við munum ekkert aðhafast til þess að auka á spennuna en þó halda opnum öllum möguleikum," sagði Powell og bætti við að nægur tími væri til stefnu. Þá kom fram í ræðu Bush forseta seinna í vikunni að hann vildi hefja viðræður við Norður-Kóreumenn og láta reyna á friðsamlega lausn deil- unnar. Heil herdeild til Persaflóa Bandaríkjamenn sendu í vikunni heila herdeild, eða um 15 þúsund hermenn, sem sérþjálfaðir em í eyði- merkurhernaði, til Persaflóa og mun það vera fyrsta heila deildin sem er flutt á staðinn til undirbúnings fyrir hugsanleg átök og innrás í írak. Það er því greinilegt að Bandaríkja- menn búa sig undir það allra versta og mun risasjúkrahússkip leggja af stað til Persaflóa á allra næstu dögum auk þess sem gert er ráð fyrir að sex flug- móðurskip verði til taks á svæðinu innan nokkurra vikna. Lula tekur við í Brasilíu Luiz Inacio Lula da Silva, fyrsti vinstrisinnaði for- seti Brasiliu í fjöm- tíu ár, tók formlega við embætti við há- tíðlega athöfn í höf- uðborginni Brasilíu um áramótin að við- stöddum fulltrúum 119 þjóðlanda. Um tvö hundruð þúsund manns fógnuðu embættistöku Lula, en mikl- ar væntingar eru gerðar til þessa fyrr- um verkalýðsleiðtoga, sem lofað hefur stjórnarfarslegum umbótun, eða „end- urreisn virðingar þjóðarinnar", eins og hann segir sjálfur. Þrír drengir skotnir ísraelskir hermenn skutu á fimmtudaginn þrjá 15 ára palestínska drengi til bana við Alei Sinai-land- tökubyggðina á Gaza-svæðinu. Að sögn talsmanns ísraelska hers- ins vom þeir komnir um hundrað metra inn fyrir afgirt svæði þegar þeir vom skotnir og reyndust þeir bera á sér einn hníf og tvennar vír- klippur. Fundu freðið mannshöfuð Ung systkin, 13 ára stúlka og 10 ára piltur, fundu á mánudaginn gaddfreð- ið mannshöfuð í ánni Nissan sem rennur í gegnum bæinn Hamstad í Svíþjóð en það reyndist vera af 22 ára gömlum karlmanni sem lýst hafði ver- ið eftir í síðustu viku. Grunur leikur á að hann hafi verið myrtur og eru uppi getgátur um að morðið tengist blóðsuguleik ungmenna í bænum. Lögreglan fann aðrar líkamsleifar mannsins á gamlársdag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.