Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 11
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003
11
Skoðun
Að sjá sjálfan sig eða fram í tímann
tKjartan Gunnar
Kjartansson
Laugardagspistill
Áramót verða gjaman tilefni þess
að staldra við, líta um öxl og horfa
fram á veginn.
Þeir sem sem leggja áherslu á að
hver sé sinnar gæfu smiður stíga
stundum á stokk um áramót og
heita sjálfum sér mannbótum í ein-
hverri mynd. Sumir hyggjast hætta
að reykja, aðrir hætta að drekka,
enn aörir breyta matarvenjum og
auka hreyfmgu og útivist eða draga
úr skapgerðargöllum.
Aö læra af mistökunum
Auðvitað vérða efndimar með
ýmsu móti en ásetningurinn og við-
leitnin eru engu að síður virðingar
verð. Sá sem horfist í augu við galla
sína og hefur áhuga á að draga úr
þeim er yfirleitt minni gallagripur
en hinn sem aldrei viðurkennir
vankanta sína.
Jafnvel þó hátíðlegur ásetningur
um áramót haldi ekki út fyrsta
mánuð ársins er engin ástæða til að
örvænta. Viðkomandi hefur a.m.k.
lært svolítið af reynslunni, aö freist-
ingin sé meiri og viljinn veikari en
hann gerði ráð fyrir. Hann hefur
kynnst sjálfum sér betur og verður
betur í stakk búinn að takast á við
freistinguna i næstu atrennu.
Enginn er fullkominn
Þegar nýársheitið fer fyrir lítið er
gott að minnast þess að enginn er
fullkominn og breyskleikinn er
mannlegur. Meira að segja Páll
postuli sagði: „Það góða sem ég vil,
það gjöri ég ekki. Það illa sem ég vil
ekki, það gjöri ég.“
Þó flestum fmnist áramótin tilval-
inn tími til að bæta ráð sitt, má auð-
vitað verða betri manneskja
hvenær sem er. Kannski væri það
einmitt ágætis áramótaheit að heita
því að stíga á stokk um hver mán-
áðamót á nýju ári og endumýja
heitin eða setja sér ný.
Áheit og lífsreglur
Þetta minnir okkur á að áramóta-
heit eru aðeins ein tegund lifs-
reglna. Til eru einstaklingar, - og
jafnvel fleiri en okkur grunar, - sem
setja sér lífsreglur, jafnvel margar,
og fara eftir þeim í hvívetna, án
þess að minnast nokkum tíma á
þær við nokkurn mann. Sumir
drekka aldrei áfengi fyrr en eftir
klukkan 18.00. Aðrir drekka ekki yf-
ir höfuð og hafa aldrei gert. Sumir
tala aldrei illa um náungann, aðrir
fara í göngutúr á hverjum degi,
hvemig sem viðrar, eða í sund
tvisvar í viku. Sumir bijóta aldrei
trúnað og enn aðrir gera slök-
unaræfingar eða æfa hugleiðslu í
tuttugu mínútur á hveijum degi.
Lífsreglur era oft siöareglur. En
þær þurfa ekki að hafa siðferðilega
skirskotun. Flestar lífsreglur eiga
það þó sammerkt að vera hagnýtar.
Að auðvelda einstaklingnum að lifa
lífmu I þokkalegum friði við aðra og
auðvelda þeim stjóm á sjálfum sér
og aðstæöum sínum.
Þórbergur og I. paragraf A
í íslenskum bókmenntum eru lífs-
reglur hins unga Þórbergs Þórðar-
sonar líklega þær frægustu. Ofvitinn
í Bergshúsi lét sér ekki nægja eina
lifsreglu heldur setti sér heila reglu-
gerð sem sífellt var verið að brjóta,
endurskoða og hreinskrifa. Þar var
frægust greinin I. paragraf A: Hugsa
aldrei um kvenfólk. Fara aldrei á
kvennafar. Þessi grein fór fyrir lítið
er Þórbergur rölti með vini sínum
og fraukunni vestan af Seltjamar-
nesi upp í kirkjugarð. En það sem
gerir lífsreglur Ofvitans svo sjarm-
erandi er ekki staðfesta hans, heldur
áhugi hans á því að verða betri mað-
ur. Ekki verkið, heldur viljinn, -
jafnvel í öllum sínum veikleika.
Sjálfsstjóm eða örlagahyggja
Önnur áramótaárátta, og svolítið
andstæð þeirri sem hér hefur verið
gerð að umtalsefni, felst ekki í þvi
að líta í eigin barm og reyna að hafa
stjóm á sjálfum sér og atburða-
rásinni, heldur þvert á móti, að gera
ráð fyrir því að ytri aðstæður og
annað fólk ráði fyrst og fremst ör-
lögum manns. Þeir sem þannig
hugsa eru oft ginnkeyptir fyrir spá-
dómum, en áramótin eru einmitt
tími spádómanna.
Spádómsþorstinn
Spádóms- eða forspárgildið er lík-
lega sá þáttur allra vísinda, fræða
og alþýðuspeki sem höfðar sterkast
til almennings. í aldaraðir hafa spá-
menn og töfralæknar stjómað söfn-
uðum sínum með þvi að telja þeim
trú um að þeir séu þess umkomnir
að sjá og segja fyrir um ókomna at-
burði.
Spádóms- eða forspárgild-
ið er líklega sá þáttur
allra vísinda, frœða og al-
þýðuspeki sem höfðar
sterkast til almennings. í
aldaraðir hafa spámenn
og töfralœknar stjómað
söfnuðum sínum með því
að telja þeim trú um að
þeir séu þess umkomnir
að sjá og segja fyrir um
ókomna atburði.
Einn fyrsti fræðimaðurinn sem
komst á blað sögunnar sem heim-
spekingur í vestrænum skilningi
var Grikkinn Thales frá Míletos.
Ástæðan er sú að hann reiknaði út
og sagði rétt fyrir um sólmyrkva.
Forspárgildi vísindakenninga hefur
gert raunvísindin að einum áhrifa-
mestu trúarbrögðum allra tíma og
þegar verst lét á tuttugustu öld
stjórnuðu marxistar þriðjungi
mannkynsins, m.a. í krafti þeirrar
firru að söguhyggja Karls Marx
segði til um meginþróunarþætti
mannkynsins.
Ekkert er einfaldara né meira
kitlandi en að firra sig ábyrgð,
skella skuldinni á heiminn og bíða
spenntur eftir spádómum um lottó-
vinninga, ferðalög og rómantik.
Völvuspá Vikunnar
Hér á landi hafa áramótaspádóm-
ar fyrir löngu fengið sinn fasta far-
veg í Völvuspá Vikunnar. Um hver
áramót spáir völvan í aflabrögð, ár-
ferði, efnahag, hamfarir, pólitík og
persónur. Ekki þarf að taka fram að
völvan er með ólikindum sannspá
enda bíða landsmenn í ofvæni eftir
því að hún opinberi stórviðburði
komandi árs. Heilu fjölmiðlaþætt-
irnir snúast um völvuspána, stjóm-
málamenn eru spurðir í þaula um
hrakspár hennar eða fyrirheit og
fjölmiðlastórveldi á borð við BBC
sjá ástæðu til að leggja við hlustir,
ef marka má Vikuna.
Galdurinn við spádóma
Einn helsti galdurinn við spá-
dóma snýst um það að hafa þá
hvorutveggja, nógu óljósa og nógu
almenna, þannig að heimfæra megi
spádóminn upp á framtíðina þó
túlkunin verði stundum æði lang-
sótt. Þannig spáði völvan fyrir árið
2001 að i Bandaríkjunum yrðu mik-
il flóð og miklir brunar. Ekki þarf
mikið hugmyndaflug til að gera ráð
fyrir brunum og flóðum í jafn stóru
og fjölmennu landi og Bandaríkin
eru. En þegar árið var gert upp
hlaut þetta að merkja árásimar á
World Trade Center 11. september.
Ef spádómar hefðu raunverulegt
og nákvæmt forspárgildi myndu
spákonumar ekki þurfa að hafa of-
an af fyrir sér með því að segja fyr-
ir um rómantík og ferðalög fólks útí
bæ. Þær myndu einfaldlega spila í
happdrætti og stunda veðmál og
verðbréfaviðskipti, - og gerðu það
býsna gott.
Spár, tölfræði og sálfræði
Sálfræðin á bak við spádómana
snýst einkum um þá staðreynd að
heimurinn og rás atburða eru æði
flókin. Ef spáð er fyrir um nógu
margt hlýtur, samkvæmt tölfræð-
inni, eitthvað að koma fram sem
heimfæra má upp á spádóminn.
Spádómur sem ekki rætist gleymist
býsna fljótt. En spádómur sem ræt-
ist er auðvitað miklu eftirtektar-
verðari og verður samstundis að dá-
samlegri sönnun.
Það sem gleymist
Það er athyglisvert að sjaldan eða
aldrei er fjallað um þá spádóma
völvunnar sem ekki rætast. Hún
spáði t.d. fyrir árið 2000 að þá yrði
leyft að selja áfengi í marvöruversl-
unum hér á landi, að hér myndu
finnast haldgóð svör við krabba-
meini, sóríais og parkinsonsveiki,
að Landhelgisgæslan flytti til Suð-
umesja, að ríkisfjölmiðill yrðu seld-
ur, líklega Rás 2. Hún hefur gefið í
skyn hamfarir, jarðskjálfta og jafn-
vel eldgos á Reykjanesinu og fyrir
árið 2001 taldi hún líklegt að eldgos
yrði í sjó við ísland.
í pólitíkinni spáði hún þvi að dul-
arfull huldukona yrði formaður
Samfylkingarinnar og tók þá fram
aö sú væri hvorki Margrét Frí-
mannsdóttir né Ingibjörg Sólrún. Þá
spáði hún fyrir um nýjan, dularfull-
an grasrótarflokk sem ætti eftir að
standa lengi, spáði fyrir um mikil
átök innan ríkisstjómarinnar sem
er sú traustasta og friðsamlegasta í
sögu lýðveldisins og spáði fyrir um
klofning Framsóknarflokksins sem
aldrei varð.
Völvan er augljóslega ekki fram-
sóknarmaður því samkvæmt henni
átti sá flokkur að leggja upp
laupana árið 2001. Hún virðist held-
ur ekki hrifin af Guðlaugi Þór. í
spánni fyrir 2002 segir hún að hann
eigi aldrei eftir að ná sér almenni-
lega á strik í pólitíkinni. Það ár
vann hann samt einn glæsilegasta
prófkjörssigur í sögu Sjálfstæðis-
flokksins. Um Davíð Oddsson segir
völvan fyrir 2002 að hann sé ekki að
hætta og verði á meðan hann stend-
ur. Um Baltasar Kormák segir völv-
an fyrir 2002 að hann verði ekki
mikið í sviðsljósinu, enda sópaði
hann og kvikmynd hans, Hafið, til
sín flestum Edduverðlaununum
ársins. Um Elínu Hirst, fyrir árið
2002, var þvi svo haldið fram að hún
hafi ekki náð sér á strik og fái ekki
að njóta sin sem skyldi. En í árslok
2002 var gengið frá ráðningu Elínar
sem fréttastjóra ríkissjónvarpsins.
Þannig má halda áfram að láta
dæluna ganga. En til hvers? Hver
hefur áhuga á spádómum sem ekki
rætast?