Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Síða 19
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 HetQcxrblað DV I O "Á síðustu árum hafa inargir höfundar leikhússins fjallað um miskunnar- leysi manneskjunnar og grinimd en oftast eru persónur þeirra fyrirsjáan- legar. Neil LaBute leiðir fram á sviðið hversdagslegar persónur, þær eru vandar að virðingu sinni; smáborgarar sem eru góðir og nýtir þjóðfélags- þegnar sem engum dytti í liug að byggju yfir slíkum leyndarmálum fyrr en Neil LaBute hefur leitt þær fram á sviðið og undið ofan af þeim." þeirri sýningu og gaman var að prófa. Þannig endur- tekur leikhúsheimurinn sig. Með árunum verður manni Ijós þessi sífellda endurtekning hugmynda- fræði. Sumir leikarar hafa lent í sárri tilvistarkreppu þegar þeir hafa komið út úr leiklistarskóla vegna þess að á meðan þeir voru í skóla ríkti stjörnudýrk- un í leikhúsunum en þegar komið var út hafði áhersl- an breyst og sýningarnar voru orðnar mikilvægastar. Framsæknir leikhópar rísa aftur upp því hver kyn- slóð leikhúsfólks vill vinna að sínu eins og kemur skemmtilega fram í Vesturporti. Það verður alltaf til sú þörf hjá ákveðnum hópi leikhúsfólks að fá að glíma við eigin verkefni. Annar hópur finnur sig best í því að túlka og skapa innan hugmynda annarra og það þarf líka að gera til að þessi jurtagarður verði fagur. Það er ekkert absólút rétt eða rangt í leikhúsi og þegar maður uppgötvar það verður maður kannski svona umburðarlyndur gagnvart sýningum annarra. Maður áttar sig á því hvað maður var einstrengings- legur í þeim misskilningi að halda að maður væri avant garde maður. Heimurinn er svo flókinn og erfitt að segja til um rétt og rangt: það er bara heið- arleikinn sem skiptir máli, ekkert annað. Annað- hvort er maður heiðarlegur í því sem maður gerir eða óheiðarlegur. Og sá sem vinnur af heiðarleika í leik- húsi er væntanlega á réttri leið.“ -sm svartigaldur. Ég ætlaði mér að leika hana eina nótt í Nýlistasafninu en það breyttist. Ég lagði mig mikið fram á hverri sýningu til þess að hver sýning yrði sérstök enda var hluti af hugmyndafræði sýningar- innar að endurnýja sjálfan mig. Það var erfiðast og eftir 280 sýningar gat ég ekki lengur verið trúr grunn- hugmyndinni og hætti þvi. Auk þess óttaðist ég að þurfa að eyða lífi mínu í að leika fyrir einn áhorf- anda.“ Enginn sérstakur titill Hefur EGG-leikhúsið ekki verið mikilvægt fyrir listrænan þroska þinn? „Ég hugsaði EGG-leikhúsið sem minn skóla og end- urnýjast í gegnum tilraunir i EGG-leikhúsinu þar sem mér leyfist allt. Þar geta í mesta lagi einhver fjár- hagsvandræði sett strik í reikninginn. Ég vinn á mínimalískum forsendum út frá leikhúsforminu með áhugverðan texta og leikhúshugmyndir. Ég er heldur ekki bundinn af því hjá EGG-leikhúsinu að hafa sýn- ingar reglulegar. Ég tek mér pásu þegar ég vil og kemst upp með þann lúxus. Ég get sett upp sýningu sem brennur á mér án þess að nokkur biðji mig um að gera hana þótt yfirleitt fari það saman sem mig langar og ég er beðinn að gera. Það er samt gaman að gera eitthvað sem enginn hefur óskað eftir. EGG-leik- húsið varð fyrst og fremst til fyrir mig sem leikara en ég haföi alltaf sterkar hugmyndir um hvernig ætti að setja verkin upp. Þá fór ég að leikstýra sýningum í stað þess að vera alltaf leikarinn sem alltaf skiptir sér af.“ Byrjaðirðu að leikstýra í EGG-leikhúsinu? „Nei. Ég hef heldur aldrei borið sérstakan titil í EGG-leikhúsinu sem tengist hugmyndafræðinni í sýningunni Ekki ég... heldur... þar sem sami maður- inn var höfundur, leikstjóri og leikari." Frumkvæði leikarans Hversu langt er síðan þú útskrifaðist úr leiklistar- skóla? „Ég útskrifaðist árið 1976. Það má segja að leiklist- aruppeldi mitt hafi hlotið að hrekja mig þá leið sem ég hef farið því ég var einn af þeim sem stofnuðu SÁL (Samtök áhugafólks um leiklistarnám) sem kom með nýjar hugmyndir um kennsluaðferðir og nám í leik- list til íslands. Módelið sem SÁL byggði á var síðar notað þegar Leiklistarskóli íslands var byggður upp. Þegar ég útskrifaðist fannst mér ekki sjálfgefið að ég yrði að bíða eftir því að einhver fengi þá hugmynd að nýta mig í leikhúsi sínu. Mér fannst ég hafa eitt- hvað um það að segja sjálfur. Ég er leikhúslistamað- ur og um það gildir það sama og aðrar listgreinar. Málarar mála sínar myndir og rithöfundar skrifa sín- ar bækur án þess að aðrir véli þar um. Mér fannst mér einnig bera skylda til að hrinda eigin hugmynd- um í framkvæmd án þess að hugsa um væntingar annarra.“ Árið 1976 voru 26 ár liðin frá því fyrsta sýningin var sýnd í Þjóðleikhúsinu. „Já, og ég var ekki fæddur þá. Ég fór ungur í leik- listarskólann," segir Viðar og hlær. Það hefur ýmislegt gerst síðan í íslensku leikhúsi, eða hvað? „Jú, það hefur mikið gerst og miklar bylgjur riðið yfir. Kennarar mínir voru af hippakynslóðinni: fólk sem hafði stofnað Leiksmiðjuna og hafði mjög ákveðnar skoðanir um leikhús. Sjálfstæðir leikhópar voru þá framsæknir og sóttust eftir öðru en stóru leikhúsin. Það var því sérkennilegt tímabil í kringum Leikfélag Islands þegar frjálsu leikhóparnir urðu íhaldssamastir allra. Þá fann ég mér vettvang innan stóru leikhúsanna sem áður fyrr höfðu þótt óalandi. og óferjandi en voru allt í einu orðin framsæknari en frjálsu leikhóparnir. Núna vinn ég að mínum listum þar sem ég vil. Eftir að hafa lifað í leiklist í rúman aldarfjórðung er mikilvægast að leita sér sifellt endurnýjunar. Hiut- skipti mannsins er að sitja uppi með sjálfan sig sem getur verið takmarkaður viðræðufélagsskapur. Ég reyni því að leita mér ögrunar og örvunar víða. Ég fer einu sinni á ári á stóra leiklistarhátíð til að kynna mér stefnur og strauma í samtímanum auk þess sem ég sæki ýmsar leiklistarsmiðjur, þing og ráðstefnur. Eftir því sem maður eldist verður erfiðara og erfiðara að losa sig við það sem mað- ur kann. Ég reyni að losa mig við það sem ég hef lært til að vera alltaf nýútskrifað- ur. Reynslan er í sjálfu sér góð en hún getur verið manni fjötur um fót því mönnum hættir til að leita aö gamalli upplifun, gamalli aðferð sem reynst hefur vel áður og það getur á vissan hátt bundið mann niður. Maður verður því að glíma við það að þroskast sem leik- húslistamaður og líta þann þroska gagnrýnum augum. Ég er til dæmis á leið i nám í háskóla; ég sest á skólabekk í eitt ár í Endur- menntunarstofnun Háskóla Islands og kynni mér verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Þannig vil ég „Éq i/inn á mínimalískum for- sendum útfrá leikhúsforminu með áhuqawerðan texta oq leik- húshuqmyndir. Eq er heldur ekki bundinn af þuíhjá Eqq-leikhús- inu að hafa sýninqar reqluleqar. Eq tek mér pásu þeqar éq vil oq kemst upp meðþann lúxus.“ prófa reynslu mína sem eins konar verkefnastjóri og leiðtogi í leikstjórnarvinnu. Leikstjórinn er einmana og mig langar til að máta reynslu mína við kenning- ar í öðrum starfsgreinum samfélagsins og sjá hvern- ig það kallast á. Ég ætla að vera bljúgur á skólabekk - og stilltur nemandi.“ Stjarna leikhússins Hefur hlutverk leikhússins og leikarans breyst á þessum aldartjórðungi? „Það hefur litið breyst. I grunninn er þetta svipað og var áður. Ég er kannski orðinn gegnsósa af því sem hefur gerst í leikhúsinu enda hef ég ekki náð fjarlægð á þennan heim. Leikhúsið hefur auðvitað átt sínar sveiflur þar sem leikstjórinn og leikarinn hafa skipst á að vera stjörnur leikhússins. Stundum hefur umgjörðin verið aðalmálið, stundum innihaldið. Fólk hefur sem betur fer farið á öfgafullan hátt í báðar áttir og þannig prófað þanþol leikhússins. Slð- an kemur alltaf afturkippur og þróunin gengur til baka. Með Dýrlingagenginu hef ég til dæmis reynt að þurrka út allar klisjur varðandi hljóðmynd og lýsingu; trix sem ég nota stundum í sýningum hefur verið fleygt vegna þess að verkið nýtur sín best án þeirra. Það er ekki langt síðan ég leikstýrði verki sem var fullt af myndrænum effektum sem pössuðu i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.