Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 27
LAUGARDAGUR A-. JANÚAR 2003
Helqarblað X>V
Snillingurinn úr
námaþorpinu
lan McKellen leikur Gandálf töframann íHringa-
dróttinssöqu sem nú fer siqurför um heiminn í
kvikmqndum Peters Jacksons. Ferill McKellens á
leiksuiði hefur einniq verið siqurför frá unqa
aldri.
Gandálfur töframaður er mikilúðleg persóna í
Hringadróttinssögu og verðugur fulltrúi hins góða í
þessari stórbrotnu sögu. í ljósi ungs aldurs stórs hluta
bíógesta er rétt að rifja snöggvast upp helstu áfanga á
listferli hins stórbrotna leikara sem túlkar Gandálf.
Það er Sir Ian McKellen sem leikur Gandálf en
Kellen er 63 ára gamall og á afmæli 25. maí. Hann
fæddist í smáborginni Burnley i Norður-Englandi.
Foreldrar hans fluttu fljótlega eftir fæðingu hans til
lítils kolanámuþorps í grenndinni sem heitir Wigan
og þar ólst snillingurinn upp.
Hann heillaðist fljótlega af leikhúsinu og öllu sem
tengdist því og var hvattur til dáða af foreldrum sín-
um sem deildu áhuga hans. Þótt ekki væri mjög öflugt
leikhúslíf í námaþorpinu þá starfaði þar áhugaleikfé-
lag en slík starfsemi stendur á mjög gömlum merg í
Bretlandi og þar sá hinn ungi Kellen sinar fyrstu leik-
sýningar ásamt því að fylgjast með leiksýningum í
skólanum.
Fyrsta hlutverk hans á sviði var Malvolio í Þrett-
ándakvöldi Williams Shakespeares en á unglingsárum
fór hann að sækja leiklistarhátíðirnar í fæðingarbæ
skáldsins, Stratford-upon-Avon, og þar sá hann stór-
leikara á borð við Olivier, Richardson, Gielgud og
Hiller túlka texta Shakespeares.
McKellen lagði stund á leiklistamám en segja má að
ferill hans í bresku leikhúsi hafi hafist fyrir alvöru
1961 þegar hann lauk námi. Hann var fyrst og fremst
sviðsleikari framan af ferli sínum og hefur reyndar ít-
rekað sagt að þar kunni hann betur við sig en í kvik-
myndum. Hann vakti mesta athygli í verkum
Shakespeares á borð við Ríkharð konung og Hamlet
en túlkun hans á Napóleon var einnig rómuð.
Hann hóf að leika í kvikmyndum 1969 og má nefna
myndir eins og The Promise og Alfred the Great en
þær vöktu samt litla athygli utan Bretlands og Kellen
einbeitti sér áfram að leikhúsinu. Það var síðan á ár-
unum eftir 1980 sem hann tók aftur upp þráðinn og lék
í Priest of Love, sem fjallaði um ævi D.H. Lawrence,
og nokkrum öðrum breskum myndum en sú frægasta
varð The Scandal sem var gerð 1989 og fjallaði um
Profumo-hneykslið sem skók bresk stjórnmál seint á
sjöunda áratugnum.
Á efri árum sínum fór McKellen að leika í kvik-
myndum i ríkara mæli og
hann náði athygli amerískra
bíógesta svo um munaði í
kvikmyndum eins og Apt
Pupil og Gods and Monsters
sem báðar voru sýndar 1998
og fengu fjölmörg verðlaun
og tilnefningar bæði fyrir
leik Kellens og handrit.
Einkalíf Ians McKellens
hefur verið talsvert í sviðs-
ljósinu en árið 1988 kom
hann opinberlega fram og
ræddi um samkynhneigð
sína þegar hann mótmælti
reglugerð sem Margaret
Thatcher hugðist setja og
hefði gert „opinberan áróð-
ur“ fyrir samkynhneigð að
glæp. Það vakti mikla at-
hygli í Bretlandi og síðan
hefur Kellen verið mjög virk-
ur talsmaður fyrir réttindmn
samkynhneigðra. Hann býr i
Limehouse ásamt sambýlis-
manni sínum til átta ára en
sá heitir Sean Mathias og er
leikari. Þeir hafa starfað
saman í nokkrum kvikmynd-
um og Mathias leikstýrði
Bent sem var gerð 1997 þar
'sem Kellen lék stórt hlut-
verk.
Sir Ian McKellen hefur
leikið margvísleg hlutverk
um dagana og mætti nefna til
viðbótar hlutverk Salieri í
upphaflegu Broadway-upp-
færslunni á Amadeus og
hann lék blóðsugu í mynd-
bandi fyrir lag The Pet Shop
Boys, Heart. Hann var aðlaður árið 1990 og hefur feng-
ið flest verðlaun sem einhvers virði eru fyrir leiklist.
Hann leikur enn af fullum krafti á sviði breskra leik-
Sir Ian McKellen leikur Gandalf i kvikmyndunum um Ilringadróttinssögu. Hann
er á sjötugsaldri og ólst upp í breskum kolanáinubæ.
húsa og er almennt talinn verðugur arftaki Laurence
Oliviers sem breskir leikhúsgestir höfðu lengi í guða-
tölu. -PÁÁ
Ozzy gerist djúpur
Ozzy Osbourne, fyrrum
söngvari Black Sabbat,
núverandi sjónvarps-
stjarna og höfuð Osbourn-
eíjölskyldunnar, hefur al-
deilis skipt um gír og
gerst djúpur. Á árum
áður var hann þekktur
fyrir mikla áfengis-
drykkju, flkniefnaneyslu
og hikaði ekki við að bíta
hausinn af leðurblökum á
sviði til að ná fram leik-
rænum tilþrifum.
Fyrir skömmu sendi
Ozzy frá sér lítið hefti
sem nefnist The Tao of
Ozzy, eða lítil bók um
uppljómunina eftir
myrkraprinsinn. í heft-
inu er að finna ýmis
heillaráö og vangaveltur
frá karlinum. Hann hefur til dæmis þetta
að segja um freistinguna: „Hættið að
reykja - það leiðir hvort eð er ekki til
annars en óhamingju." Um hógværðina
Ozzy Osbourn
Fyrir skömmu sendi Ozzy frá
sér lítið liefti sem nefnist The
Tao of Ozzy, eða lítil bók um
segir hann: „Kyngið stolt-
inu og biðjist afsökunar."
Það er engu líkara en karl-
inn hafi fengið vitrun og
hafi svar á reiðum höndum
við öllum spurningum sem
snerta vandamál mannlífs-
ins. Þegar Ozzy er spurður
um ástina ráðleggur hann
fólki að nota smokk. Um
ofgnótt segir hann einfald-
lega: „Ekki drekka eða
neyta annarra vímugjafa."
Hann hefur þetta að segja
við þá sem eru að hugsa
um að fá sér gæludýr: „Þú
getur ekki átt gæludýr í
fimm mínútur, þau eru til
lífstíðar." Að lokum ráð-
uppljómunina eftir myrkra- hann foreldrum að
prinsinn. vera heiðarlegir gagnvart
börnunum sínum og segja
þeim sannleikann, hversu óþægilegur
sem hann kann aö vera, og að gefa þeim
tækifæri til að afla sér menntunar. Skyldi
ekki allt vera í lagi heima fyrir?
Vin Diesel
Fjölmiðlar vestanhafs hafa að
undanförnu velt því fyrir sér
hvernig stendur á miklum vin-
sældum Diesels. Hann er frein-
ur grófgerður og ófríður að
margra mati og býr yfir tak-
iniirkuðum leikhæfileikum.
Vin Diesel heitur
Leikarinn Vin Diesel, sem skaust eins raketta upp á stjörnuhimininn í
fyrra, í myndinni XXX, er meðal allra eftirsóttustu leikara í heiminum í dag
og þykir mikið kyntröll. Diesel hafði reyndar vakið athygli fyrir leik sinn í
myndunum Pitch Black og The Fast and the Furius sem báðar nutu mikilla
vinsælda hér á landi.
Fjölmiðlar vestanhafs hafa að undanförnu velt því fyrir sér hvernig stend-
ur á þessum miklu vinsældum Diesels. Hann er fremur grófgerður og ófríð-
ur að margra mati og býr yfir takmörkuðum leikhæfileikum. Svariö viö
spurningunni er í raun sáraeinfalt: Vin Diesel er réttur maður á réttum stað.
Hetjur á borð við Arnold Schwarzenegger, Sylvester Stallone og Bruce Will-
is eru orðnar of gamlar og leikarar eins og Matt Damon, Keanu Reves og Ben
Affleck eru of sætir til að fylla í skarðið fyrir þá. Diesel er aftur á móti hæfl-
lega ófríður, með vöðva sem eru á stærð við melónur og með djúpa og karl-
mannlega rödd. Kvikmyndin XXX höfðar einnig til nýrrar kynslóðar sem er
alin upp við tölvuleiki og því vön meiri hraða.