Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 29
LAUGARDAGUR -L. JANÚAR 2003 HelQctrblcið 33V 29 Butt að hressast Manchester United hefur ver- iö að endurheimta leikmenn sína úr meiðslum imdanfarið og er ekkert lát á því þar sem miðjumaðurinn Nicky Butt verður klár í slaginn eftir helg- ina. Butt meiddist í landsleik Englendinga og Makedóníu- manna i október og hefur því verið frá í tæpa þrjá mánuði. Honum liggur þó ekki mikið á aö verða klár þar sem hann á væntanlega ekki greiða lið í lið United þar semJuan Sebastian Veron er í fantaformi og fyrir- liðinn Roy Keane er mættur til leiks á ný eftir meiðsli. Houllier fer hvergi Gerard Houllier, stjóri Liver- pool, hefur verið mikið í sviðs- ljósinu undanfarið og eru marg- ir búnir að missa þolinmæðina gagnvart honum og vilja hann burt en Liverpool hefur ekki sigrað í síðustu tíu leikjum sín- um í deildinni. Hann viröist þó enn njóta trausts stjórnar Liver- pool því Rick Parry, stjórnar- maður hjá félaginu, lýsti því yf- ir í gær að félagið hefði enn tröllatrú á Frakkanum. „Við íor- um inn í nýja árið enn í barátt- unni um þijá bikara. Þegar illa gengur verða menn að þjappa sér saman og þótt leikurinn gegn Newcastle hafl verið áfall þá var hann enginn heimsend- ir,“ sagði Parry. Spurning hvort Houllier þurfi fyrst núna að hafa áhyggjur af starfi sínu því oftar en ekki hafa þjálfarar ver- ið reknir skömmu eftir slíka yf- irlýsingu. Richards rólegur Dean Richards, varnarmaður Tottenham, hefur ekki mikiar áhyggjur af þeim móttökum sem hann kemur til með aö fá á St. Mary's, heimaveUi Sout- hampton, í dag. Richards fylgdi Glenn Hoddle til Spurs frá Sout- hampton í september 2001 og voru mikU læti varðandi þau leikmannakaup. Stuðningsmenn Saints hafa ekki gleymt því hvernig Richards kom fram við þá og má hann búast við hressi- legum móttökum. „Ef það verð- ur baulað á mig þá verður bara að hafa það. Þessir hlutir gerð- ust fyrir ári og ég hef lagt það tU hliðar. Ég er leikmaður Totten- ham í dag og stoltur af því. Þeir létu mig heyra það í fyrra en það hafði engin áhrif á mig og kemur ekki til meö að gera það heldur að þessu sinni,“ sagði Richards. Robert neitar ásökunum Frakkinn Laurent Robert, leikmaður Newcastle, neitar því aö hann hafi ráðist á blaðamann í Newcastle. Robert segir að blaðamaðurinn hafi verið með óvægUega gagnrýni í hans garð eftir leikinn gegn Tottenham um daginn og í kjölfarið hafi hann farið tU hans og látið hann fá sína skoðun á skrifunum en neitar því staðfastlega að um einhverja árás hafi verið að ræða. Blaðamaðurinn stendur fastur á sínu og segir að Robert hafi ráðist á sig og málinu því hvergi nærri lokið. -HBG í bann á barnum Máli Morrison-fjölskyldunnar og Fulham er hvergi nærri lokið en Fulham hefur ákveðið að meina Clinton Morrison, leikmanni Birmingham, og móður hans að- gang að leikmannabar félagsins eft- ir leik Fulham og Birmingham í bikarnum á sunnudaginn. Er félögin mættust í deUdinni í siðasta mánuði lenti móðir Morri- sons í slagsmálum við Rufus Bre- vett, leikmann Fulham, á barnum þar sem hann hafði verið að út- húða syni hennar. Hún sagði að enginn kæmist upp með að tala um fjölskyldumeðlimi sína á slíkan hátt. Þessi ákvörðun forráðamanna Fulham kemur væntanlega tU með að faUa í grýttan jarðveg hjá for- ráðamönnum Birmingham en sama hvað því líður þá verða þau mæðginin að leita á önnur mið eft- ir hressingu að leik loknum á sunnudaginn. -HBG Félagar Morrisons fagna hér 1. deildarsætinu £ maí síðastliðnum en Morrison fær ekki að skála með þeim á Loftus Road. Reuter Verð frá kr. 33.900.- Verð frá kr. 12.900. Verð frá kr. Verð frá kr. e>jÓÐAýÖ?p 20" Verð frá kr. 22.800. 19.900.- Verð frá kr. 39.900.- Verð frá kr. Barkalausir þétti- '9TST meö rakaskynjara 49.900 ■■ Komdu núna og gerðu kaup ársins! 11.900. Verð frá kr. 17.940.- Verð frá kr. með'yMrlrri tromlu ctlfflWMM«Miiiiuiiiiiiiíiiii«iiii'iii|iinn>piiii 21.900. Verð miðast við staðgreiðslu *Miöast við að greitt sé með Visa- eða Euroraðgreiðslum RflFTfEKOflPERZLUM ÍSLflNDS EE - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.