Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR JANÚAR 2003
Helgarblað I>"V
3 I
Viltu
léttast um
nokkur
kíló?
Nú er líklegt að hálf eða öll þjóðin sé ímeqr-
unarkúr og þá er gott að rifja upp nokkrar
skemmtilegar aðferðir til þess að telja hita-
einingar. Það er nefnilega alls ekki sama
huernig það er gert.
Sennilega er byrjun janúar sá tími sem flest-
ir telja ástæðu til þess að fara í megrun. Hvers
vegna? Sennilega er stjórnlaust át og sællífi
undanfarinna vikna næg ástæða en margir
komast í gegnum hátíðahöld eins og jól og ára-
mót án þess að fitna neitt.
Sumum finnst megrun ekki flókiö fyrirbæri
því það felist einfaldlega í því að borða minna
en maður brennir. Það kemur samt ekki í veg
fyrir að sístækkandi hluti þjóða hins vestræna
heims þjáist af offitu og hún er í auknum mæli
skilgreind sem eitt helsta heilsufarsvandamál
nútímans.
Megrunarkúrar eru háðir tískusveiflum og ef-
laust hafa flestir heyrt um súpukúrinn, greip-
djúskúrinn, hvítvínskúrinn, egg-og-beikon-kúr-
inn, Scarsdale-kúrinn, Herbalife-kúrinn, vatn-
og eggjakúrinn og hvað þeir nú heita allir. Það
er jafn erfitt að halda þá alla.
Margir megrunarkúrar ganga út á það að
telja hitaeiningar og til þess eru margar ólíkar
leiðir. Það eru nokkrar aðferðir sem getur ver-
ið gott að kunna skil á áður en maður byrjar að
telja hitaeiningar og við skulum líta á nokkrar.
Sennilega er best að ganga út frá því að megr-
un sé hugarástand og hér er rétt að rifja upp
nokkrar léttar leiðir sem geta hvert hvaða
megrunarkúr sem er skemmtilegan eða að
minnsta kosti léttbærari.
Ef þú borðar eitthvað og það sér enginn til þín þá
þarf ekki að telja þær hitaeiningar með.
Ef maður borðar súkkulaði og drekkur diet-gos-
drykk með þá eyðast hitaeiningarnar í súkkulaði
vegna áhrifa gosdrykkjarins.
Ef maður borðar með einhverjum þarf ekki að telja
þær hitaeiningar með nema maður borði meira en sá
sem borðar með manni.
Matur sem neytt er í lækningaskyni telst aldrei
með. Þetta á við um koníak, sérrí og súkkulaði sem
maður borðar þegar liggur mjög illa á manni.
Það er mikilvægt að nálgast megrunarkúra með réttu hugarfari. Það er listgreiu að telja hitaeiningar. Hér eru
nokkrar nýjar aðferðir.
Ef allir sem þú umgengst fitna þá sýnist þú vera
grennri.
Allt sem borðað er í kvikmyndahúsum, eins og
popp, súkkulaði og gosdrykkir, telst ekki með því það
er afþreying en ekki matartími.
Kexkökur sem borðaðar eru í molum innihalda
enga fitu. Hún hverfur þegar þær brotna.
Matartegundir sem eru eins á litinn innihalda
sama magn hitaeininga. Dæmi: spínat og ís með
pístasíuhnetum eða sveppir og hvítt súkkulaði.
Frosinn matur inniheldur engar hitaeiningar því
þær eru einingar af hita. Dæmi um þetta eru ís, frosn-
ar pitsur og íspinnar.
Matur sem er borðaður meðan horft er á sjónvarp-
Örkunammi er grennandi. Ég hef aldrei séð feitt
fólk borða orkunammi svo það hlýtur að mega borða
af því eins og maður vill.
Snickers er ágætt dæmi um orkunammi.
Allt sem maður borðar hjá öðrum þarf ekki að telj-
ast með í dagsneyslunni.
Það sem maður sleikir af eldhúsáhöldum inniheld-
ur engar hitaeiningar þegar maður er að búa til mat.
Þetta á við um ísinn af skeiðinni, hnetusmjörið af
hnífnum o.s.frv.
Allar hitaeiningar sem eru borðaðar í myrkri telj-
ast ekki með. Þess vegna er myrkur í bíó.
Örbylgjur eyða hitaeiningum. Þess vegna þarf ekki
að telja með neitt sem er hitað í örbylgjuofni.
Allt sem maður borðar i bílnum þarf ekki að teljast
með í dagsneyslu því það brennir hitaeiningum upp
að borða þær á ferð.
Allt sem er borðað í flugvél telst heldur ekki með.
Sjá leiðbeiningar að ofan.
Meö því hugarfari sem felst í þessum sakleysislegu
ráðleggingum er hægt að umbera nánast hvaða megr-
ið telst ekki með í heildarneyslu dagsins. Sérstaklega unarkúr sem er.
ekki ef það eru fréttir eða vinsælt efni.
-PÁÁ