Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 33
LAUGARDAGU R -4. JANÚAR 2003 Helqarblctö I>V 33 en það er satt. Núna ríkti meira jafnræði með fórnarlömbunum. Það er stöðugt umhugsunarefni hvað má ganga langt í Skaupinu. Ákaflega margar hugmyndir fengu að Qúka þar sem þær voru neðan við beltisstað eða of miklar kjaftasögur. Við höfum eina þum- alputtareglu og hún er afstæð: ef það er fyndið þá má það. Það er ekki víst að öllum þyki það fynd- ið en ef okkur finnst það fyndið leyfum við okkur að birta það. Það er ekki nóg að vera bara kvikindislegur." Óskar segir að þeir hafi ekki fengið nein viðbrögö frá fórnar- lömbum Skaupsins 2001, ekki einu sinni Árna Johnsen. „Það er þegjandi samkomulag um skot- leyfi Skaupsins,“ segir Óskar. Mikið grín var gert að Hell’s Angels og gripu margir andann á lofti þegar þeir sáu afskræmingu Óskars og félaga á merki Vít- isenglanna sem eru ekki sagðir mjög umburðarlyndir. „Ég hef heyrt að ef óvinnvígður lætur húðflúra merki Vítisengla á sig, fái sá líkamshluti að fjúka af, ef upp kemst um kauða,“ segir Ósk- ar. „Ég hef líka heyrt að sá sem klappi Vítisengli á bakið og snerti þannig merki hans fái hnefa sam- stundis í andlitið. Það má ekki snerta merkið og hvað þá afrita það og setja Vítisengla á skóla- bekk í Njarðvíkum. Vítisenglum er sem betur fer ekki hleypt inn í landið þannig að ég tel okkur þokkalega örugga. Þeir hljóta líka að skilja að þetta er saklaust grín - eða hvað? Ekki nema Fáfnir í Grindavík fái verk- efni.“ Leoncie var harðorð vegna notkunar Skaupsins á lagi hennar Sexy Loverboy. „Þú stalst laginu minu og lést hvita íslenska vini þína sem vinna hjá Ríkissjón- varpinu gefa þér heiðurinn af því. Ég mun aldrei fyrirgefa þér þetta,“ sagði Leoncie í bréfi til Vilhjálms Guðjónssonar sem samdi tónlist fyrir Skaupið. Óskar segir að hann hefði mátt segja sér þetta fyrir: „Milli jóla og nýárs sagði ég við fólk uppi í Sjónvarpi að mér væri sama um kínversk stjórnvöld eða Vít- isengla, en ég hefði hins vegar talsverðar áhyggjur af Leoncie. En til að fyrirbyggja allan mis- skilning þá ber ég alfarið ábyrgð á notkun lagsins og Vilhjálmur kemur þar ekki nærri. Mér þykir miður ef hún er reið en hún fær vitanlega borguð Stefgjöld eftir hefðbundnum leiðum. Mér finnst indverska prinsessan alveg frá- bær og vil ekki reita hana til reiði.“ Eitt í viðbót? Óskar segist vera svo lánsamur að fara til Kanarí í dag að gera auglýsingar, nokkuð sem hann gat ekki slegið hendinni á móti. Hann er einnig að vinna í Litlu lirfunni ljótu en verið er að gera stutta þætti um hana og einnig kvikmynd í fullri lengd. „Svo lít- ur út fyrir að ég sé að fara að gera kvikmynd um Skara Skrípó. Ég er búinn að fá vilyrði fyrir fram- leiðslustyrk og það er stór áfangi. Þá leikstýri ég sjálfum mér og þarf sennilega einhvern veginn að fara út úr líkamanum. Það verður sögulegt - allavega skrautlegt og skemmtilegt." Lokaspurningin hlýtur að vera þessi: myndirðu gera eitt skaup í viðbót ef þér byðist það? Svar Óskars er svona: „Ef ég geri kvik- mynd í sumar líst mér ekki á það því þá verður enginn tími aflögu. Það er líka ágætt að hvíla sig á þessu. En þetta er mjög gaman og ég mæli með því við hvern sem er að búa til Áramótaskaup: starfið er laust til umsóknar." -sm ciWKULMíl Anna * að losna Vertu í BEINU sambandi við þjónustudeildir DV 550 5000 ER AÐALNUMERIÐ Smáauglýsingar Auglýsingadeild Drei/ing Þjónustudeild Ljósmyndadeild íþróttadeild 550 5700 550 5720 550 5740 550 5780 550 5840 550 5880
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.