Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 38
42 Helqarblað DV LAUGARDAGUR -4. JANÚAR 2003 Fréttnæmasti sólarhringur íslandssögunnar: Tíðindalaust á lögreglustöðinni Breskur herflokkur þrammar frara hjá lögreglustöðinni í Reykjavík. Samkvæmt dagbók lögreglunar varð hernámsins ekki vart þar innandyra og höfðu verðir laganna allt öðr- um skyldum að sinna en að skipta sér af hertökunni, svo sem að reka hænsni úr görð- um og hirða fyllirafta sem voru öðrum til ama. Ohætt mun að fullyrða að aldrei íIslands- sögunni hafi qerst eins mikil og örlaqarík tíðindi á einum degi og io. maí1940. íeinni svipan var landið hernumið og þjóðlífið og landið sjálft tók stakkaskiptum. Fyrir dag- renninqu fylltist Reykjavíkurhöfn af her- skipum og vopnaðir hermenn hertóku stofnanir og byggingar og gerðu útrás í nálægar byggðir þegar að morgni dags. Flutningatæki og vígvélar fylltu götur og torg og hernaðarástand ríkti. Á einum stað létu menn sér þó ekki breqða og friðsæld og ró hvíldi yfir daqlequ starfi, eins og ekkert hefði ískorist. Það var á löqreqlustöðinni íReykjavík. Minna má á að lögreglustöðin var þá nán- astá hafnarbakkanum þarsem þúsundum hermanna og búnaði þeirra varskipað á land þennan dag Hér eru birtar færslur sem skráðar eru í dagbók lögeglunnar i Reykjavík fimmtudaginn 10. maí 1940 og er fyrsta skráning færð rétt eftir miðnætti, til mið- nættis næstu nótt, eða fyrstu 24 klukkustundir her- námsins. (Nöfnum fólks sem lögreglan hafði afskipti af er breytt.) Kallaö frá Ingólfskaffi Kl. 00.11: Símað frá Ingólfs Café. Lögrþj. nr. 45 og 56 fóru og gerðu ekkert. Kallað Kl. 01.30: Símað frá Ásvallagötu 00 og beðið um að taka þar Markús Jónsson sem væri þar óvelkominn. Lögrþj. nr. 45, 56 og 63 fóru og sóttu Markús. Var hann fluttur heim til sín á Bergþórugötu 00. Hótel Hekla Kl. 01.50: Símað frá Hótel Heklu og beðið um að reka á burt mann sem væri að berja á dyr hússins og vildi ekki hætta því. Lögrþj. nr. 60 fór og gerði það. Á lögreglustöðinni ríkir friðsæld. Standandi cr Lár- us Salómonsson, sem minnst er á í greininni. Við tafl- borðið eru lög- regluþjónar nr. 27 og 50, sem báðir koma við sögu í dagbókinni sem hér er birt. Lýst eftir manni Frá Nýlendugötu 00 var lýst eftir Hallgrími Guð- mundssyni sem ekki hefði komið heim þangað síðan í fyrrakveld. Lögreglan gat engar upplýsingar um hann gefið. Herskip á ytri höfninni morguninn 10. maí. Af verði Skýrsla Kl. 14.00 fóru af verði lögrþj. nr. 7, 8, 13, 19, 21, 23, Lögrþj. nr. 67 gerir skýrslu um fangelsun Jónasar 25, 26, 29, 30. Kárasonar (kalda). Lögrþj. nr. 67 gerir skýrslu um fangelsun Jóns Kristinssonar frá Siglufirði. Herskip Kl. 03.40 tilkynnti lögrþj. nr. 50 að sæist til fjögurra herskipa sigla inn á ytri höfnina. Sjást ekki þjóðar- einkenni. (Ekki virdast laganna verðir kippa sér upp við það þótt herskipafloti vœri kominn í Reykjavíkurhöfn og hélt liöið fullkomlega ró sinni. Tuttugu mínútum síöar voru vaktaskipti eins og ekkert heföi ískorist og fækk- aöi lögregluþjónum á vakt svo um munaói.) Vaktaskipti Kl. 04.00 fóru af verði lögrþj. nr. 9, 37 og 60. Kl. 06.00 fóru af verði lögrþj. nr. 33, 34, 49, 50, 51, 53, 56, 63 og 67. Árdegisvakt Kl. 06.00 mættu lögrþj. nr. 7, 8, 13, 19, 21, 25, 26, 29, 30. Síðdegisvakt Kl. 14.00 mættu á vakt lögrþj. nr. 11, 12, 20, 31, 32, 33, 38, 39, 52, 57, 58, 59 og 65. Skýrsla Lögrþj. nr. 13 gefur skýrslu um brot bifeiðarstjór- ans á R-0 varðandi umferðarreglur. Varðhald Kl. 16.35 var hringt á stöðina frá Laugavegi 58 og tilkynnt að þar í portinu lægi dauðadrukkinn maður. Lögrþj. nr. 20 og 32 fóru að sinna þessu og tóku Jón- atan Guðmundsson og fluttu hann í varðhald. Samakstur Kl. 16.35 var beðið um lögreglu á gatnamót Hverfis- götu og Frakkastígs til að athuga þar samakstur. Þangað fóru lögregluþj. nr. 31 og 11 og höfðu tal af manni sem sagði þeim að bifreið frá hitaveitunni hefði ekið á reiðhjól sitt. Honum var vísað til rann- sóknarlögreglunnar. (Þegar komið er fram á morgun fer loks aó bera eitt- hvaó til tíðinda á lögreglustööinni aó morgni 10. maí 1940.) Silfurrefur í Vatnagörðum Kl. 09.00 símaði á stöðina Ólafur Pálsson sundkenn- ari og tilkynnti að í gærkveldi hefði sést laus silfur- refur inni í Vatnagörðum. Laus hænsn Kl. 11.30 var símað á stöðina frá Vesturgötu 65 og kvartað yfir því að þar væru laus hænsni sem gerðu skemmdir í matjurtagörðum. Lögrþj. nr. 25 tók það til athugunar. ölvaður maður fluttur heim Kl. 17.25 var beðið um aðstoð frá Heitt og kalt. Þangað fóru lögrþjón. nr. 31,12 og 59 og tóku þar Jón Hnappadal og fluttu hann heim til sin í Þingholts- stræti 00. Lögrþj. nr. 31 gefur skýrslu um það. Skýrsla Lögrþj. nr. 20 gefur skýrslu um fangelsun Guð- mundar Jónatanssonar. Rúðubrot Kl. 20.45 var beðið um aðstoð frá Ránargötu 16 sök- um þess að þar væru strákar að brjóta rúður í skúr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.