Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 45
LAUGARDAGUR JANÚAR 2003
Hetqa rblað J3V
4-9
Enginn sunnudagaskóladrengur
Þaö er stundum sagt aö samstarf skrá-
setjara og viöfangsefnis sé alltaf storma-
samt þvíflestir vilji draga upp einhliöa
glansmynd af œvi sinni og því sé tog-
streita óhjákvœmileg. Hvernig var sam-
starf ykkar Jóns Baldvins?
„Það féll ekki styggðaryrði á milli
okkar Jóns Baldvins meðan við unnum
að þessari bók. Við vorum ekki sam-
mála um alla hluti en ég reyndi að
koma mínu að með hægðinni. Það er
besta aðferðin í samstarfi við fyrirferð-
armikinn mann eins og Jón Baldvin.
Jón Baldvin er enginn sunnudagaskóla-
drengur og hefur engan áhuga á að gefa
slíka mynd af sér. Ég held að bókin sýni
hann eins og hann er, með kostum sín-
um og göllum."
Get eklti hugsað í kulda
Má ekki reikna meö aö seinna bindiö
komi út um nœstu jól, nema þau veröi
fleiri en tvö.
„Ég er ekkert farin að hugsa um
seinna bindið. Mér skilst að það sé 20
stiga frost í Helsinki um þessar mundir.
Ég er ekki að flýta mér þangað. Ég get
ekki hugsað í kulda, Jóni Baldvini geng-
ur það vonandi betur.“
/ Ijósi þessarar reynslu vœrir þú þá til
í aö skrifa fleiri bœkur.
„Ég væri til í það en mér er líka sam'a
þótt ég skrifi ekki fleiri bækur. Ég á
vini sem eru rithöfundar og ég hef
miklu meiri áhuga á þeirra rithöf-
undarferli en mínum. Ég skrifa ekki af
innri þörf eins og þeir gera, nema þá
dagbókina mína sem ég hef skrifað í
tuttugu ár með stuttum hléum. Hún
nægir mér alveg. Ég hef samt sterkt á
tilfinningunni að ég eigi eftir að skrifa
fleiri bækur. En ég er líka viss um að ég
verð aldrei atvinnurithöfundur. Ég hef
enga löngun til þess. Ég vil frekar lesa
bækur en að skrifa þær.“
Svívirðilegur rómautíker
Þú hefur starfaö að dagskrárgerö á
öðrum sviöum en í dagblööum. Af við-
fangsefnum þínum má ráöa aö þú hafir
dálceti á leikkonum og leikurum frá
fyrra helmingi aldarinnar, kóngafólki
og plussi. Ertu rómantíker í þér?
„Ég er alveg svívirðilegur róman-
tíker, mikil draumóramanneskja og
stundum fulldramatísk eins og vinir
mínir geta borið vitni um. Mér hefur oft
fundist að ég væri tímaskekkja en ég
reyni samt að bjarga mér í þessú furðu-
lega nútímaþjóðfélagi sem ég kann ekki
almennilega á.
Ég vil ekki hafa margt fólk í kringum
mig, eiginlega bara vini mína, en ég hef
mikinn áhuga á mannlegu eðli. Það er
vegna þessa áhuga sem ég les óhemju
mikiö af ævisögum. Ekki bara leikara
og kóngafólks heldur rithöfunda, mynd-
listarmanna og stjómmálamanna. Mér
finnst mjög áhugavert hvemig fólk hag-
ar lífi sínu og hvemig það tekst á við
vandamál. Þessi áhugi á öðru fólki er
kannski líka ákveðin aðferð við að átta
sig á því hvað skiptir máli í lífinu. Mað-
ur hefur líf annarra sem viðmið og tek-
ur svo eigin afstöðu um það hvemig rétt
sé að haga lífinu. Kannski er ég of með-
vituð um dauðann en mér finnst að
maður verði að geta dáið sáttur. Og
maður gæti dáið á morgun.
Varðandi plussið, þá er það rétt að ég
er mikið fyrir fallega hluti og verð að
hafa þá í kringum mig til að mér líði
vel: þykkar bláar flauelsgardínur, antik-
kertastjaka, rauðan sóffa með fullt af
pullum og fleira og fleira. Ég hef
smásektarkennd út af þessu vegna þess
að fallegir hlutir kosta peninga og mér
finnst að maður eigi ekki að hugsa um
peninga. En ég ræð ekkert við þetta, ég
var svona strax sem barn.“
Harmleikurinn í Goðdal
/ bakgrunni fjölskyldu þinnar er um-
talaöur harmleikur sem varö í Goðdal í
Bjarnarfiröi á Ströndum um miðja síö-
ustu öld. Ertu til í aö segja okkur hvað
þaö var sem gerðist og hver áhrif þaö
haföi á Jjölskylduna.
„í snjóflóðinu fórust amma mín, tvær
dætur hennar, átta og tveggja ára, og
þrír aðrir heimilismenn. Afi minn lá í
fjóra sólarhringa undir snjó og var sá
eini sem lifði af en var bugaður maður
það sem hann átti eftir ólifað. Faðir
minn og tvö systkini hans, sem þá voru
unglingar, voru í heimavistarskóla þeg-
ar þetta gerðist. Maður getur rétt
ímyndað sér hvaða áhrif harmleikur
eins og þessi hefur á þá sem eftir lifa.
Menn jafna sig aldrei alveg. Þegar ég
var bam setti menn ætíð hljóða þegar
það hafði spurt um ætt mína og ég hafði
svarað. Faðir minn og systkini hans
hafa þurft að bera þessa sorg mestan
hluta ævi sinnar. Það er ekkert létt fyr-
ir mig að vita af því. Þetta er samt ekki
harmleikur sem ég ber á herðunum.
Þannig er ekki hægt að lifa. Ég geymi
samt ákveðna minningu. Á heimili
mínu er ein ljósmynd uppi á vegg. Það
er mynd af ömmu minni sem ég þekkti
aldrei en finnst ég samt þekkja af því
hún er andlit á mínu heimili og verður
það meðan ég lifi.“ -PÁÁ
ISLAND - SLOVENIA
Laugardagur: 4. jan. kl. 16:00 - Kaplakriki
Sunnudagur: 5. jan. kl. 20:00 - Laugardalshöll
Þriðjudagur: 7. jan. kl. 20:00 - Laugardalshöll
Mætum öll og styðjum strákana okkar til sigurs
Munið
að sfökkva
á kertunum
Gætiö þess að
undirlag kerta
sé stöðugt og
óbrennanlegt.