Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 I>V Fréttir « í F Þetta verður nokkuð sérstakt Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að störf þingsins það sem eftir lifir yetrar verði nokkuð sérstök að því lejdi aö eflaust hafi þingmenn silmir hverjir uppi áætlanir um að • vera á ferð um kjördæmi sitt meira en venjulega. Það skýrist af því aö kjördæmin eru stærri én áöur og þingmenn því að ýmsu leyti að sækja á nýjar slóðir í aðdraganda kosninga. Alþingi kemur saman að nýju í dag eftir jólafrí. Gert er ráð fyrir að ljúka þingstörfum óvenjusnemma vegna kosninganna, 14. mars, en venjulega lýkur þingi í byrjun maí. Á móti kemur að vorþing verður kallað saman eftir kosningar. Halldór segir nauðsynlegt að gera hlé á þingstörfum í janúar - bæði þurfi ríkisstjórn nokkum vinnufrið og eins þurfi þingmenn að fara um kjördæmi sín. „Það er ætlast til þess að við séum á ferðinrii líka um helgar, sem ekki er í nálægum Jöndum þar sem ég þekki til,“ segir Halldór. „Þar er alls staðar reynt að stilla svo til að þingmenn eigi frí að minnsta kosti á sunnudegi og helst laugardegi líka, en hér hefur sú venja ekki skapast. Hér er oft reynt að láta at- burði gerast á laugardögum eða sunnudögum til þess að þingmenn geti sótt þá.“ Ekki erfiðara Halldór segist ekki hafa fundið fyrir auknu álagi í störfum sinum sem þingforseti vegna yfirvofandi kosninga - og gerir ekki ráð fyrir að það breytist nú þegar nær dregur kjördegi. „Það held ég ekki. Ég er nú orö- inn svo gamall hér að ég geri ekki ráð fyrir að neitt óvænt komi upp sem ég hef ekki séð mörgum sinn- um áður,“ segir Halldór sem byrjaði störf sín á Alþingi árið 1961 sem þingfréttaritari Morgunblaðsins. Halldór hittir formenn þingflokk- anna og varaforseta þingsins í dag til þess að leggja drög að dagskrá næstu daga og vikna. Frumvörp um breytt fyrirkomulag við stefnumót- un ríkisins á sviði vísinda- og tæknimála verða á dagskrá í dag; á morgun verða fyrirspumir til ráð- herra svo sem venja er á miðviku- dögum og á fimmtudag verða frum- vörp frá heilbrigðisráðherra á dag- skrá. Halldór segir gert ráð fyrir að frumvarp iðnaðarráðherra um Kárahnjúkavirkjun verði á dagskrá á þriðjudag í næstu viku. Kárahnjúkar stærstir „Það verða nú að sjálfsögðu Kára- hnjúkar og það sem snýr að þeim,“ segir Halldór, spurður um hver verði stærstu mál þingsins það sem eftir lifir vetrar. „Þeir eru viðkvæmt mál og fróð- legt áð sjá hvemig umræður um þá verða hér í þiriginu. Vinstri-grænir eiga undir högg að sækja í skoð'ana- könnúnum og það má gerá ráö fyrir að þeir þykist sjá sóknarfæri í því máli. Ég geri ráð fyrir því að stjómar- andstaðan, að minnsta kosti Sam- fylkingin og Frjálslyndi flokkurinn, reyni að gera mikið úr stefnunni í sjávarútvegsmálum. Ég er nú þeirr- ar skoðunar að það mál sé ekki hættulegt ríkisstjóminni en geti hins vegar snúist í höndum Sam- fylkingarinnar því það ríkir mikill stöðugleiki núna í sjávarútvegi og ég er ekki viss um að menn vilji

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.