Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 37 Slæm byrjun hjá Jordan Það byrjuðu ekki vel æfingarnar hjá breska Jordanliðinu í Formúl- unni en æfingar liðsins hófust í Barcelona í gær. Giancarlo Fischicello var þá á æfingahring þegar skyndilega kviknaði í bílnum og hann stóð í Ijósum logum. Ástæðan var bensínleki sem kom upp aðeins nokkrum hringjum eftir að hann hóf æfingamar. -PS Rafpóstur: dvsport@dv.is Kjartan Steinbach, formaður dómaranefndar IHF, hefur staðið í ströngu Pað var i nógu að snúast hjá Kjartani Steinbach, en hann er fulltrúi IHF i Viseu i riðlinum þar sem íslendingar leika, en Ijósin fóru af I höllinni tæplega 10 mínutum fyrir leiks- lok. Hérna ræða þeir Kjartan og Guömundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari hvaö sé til bragðs að taka. DV-mynd Hilmar Por Undirbuningur hefur staðið í 6 mánuði - kröfur til dómaranna aukast með hverri keppninni Jón Kristján Sigurðsson, DVi Portúgal: íslendingar eiga ekki bara keppn- islið á heimsmeistaramótinu í Portúgal heldur dæma hér Stefán Amaldsson og Gunnar Viöarsson og formaður dómaranefndar Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, er Kjartan Steinbach og hefur hann gegnt formennsku þar allar götur síðan 1996. Það er í mörg hom að líta í starfi Kjartans og segir hann að undirbúningur dómaranefndar- innar hafi staðið í sex mánuði. „Það er alveg rétt að það er að ýmsu að hyggja í undirbúningi fyrir svona stórt mót. Það lýtur að sjálf- sögðu að því að raða niður dómur- um fyrir hvem leik, huga að starfs- mönnum við leikina og búningum og öðra slíku. Það er langur tími sem fer í alla skipulagningu og við í dómaranefndinni höfum verið að undirbúa okkur síðasta hálfa árið hægt og bítandi. Við erum enn fremur í stöðugu sambandi og núna skömmu fyrir mótið vorum við sátt- ir við hvemig staðið var að málum. Við þurftum síðan að leggja þetta fyrir mótsstjómina sem hefur end- anlegt úrskurðarvald hverjir dæma hvaða leik,“ sagði Kjartan Stein- bach. - Maður skyldi ætla að það færi töluverður tlmi í þetta starf því auk þess ertu í fullri vinnu heima. „Ég get sagt að þetta sé áhuga- málið mitt sem ég fæ ekkert greitt fyrir. Ég var kosinn formaður nefndarinnar á þingi Alþjóða handknattleikssambandsins fyrir Ólympíuleikana í Atlanta 1996. Það er oft gefandi og skemmtilegt að sinna þessu starfi en stundum eru leiðindi og þras. Ég hef samt gaman aPþessu því á annað borð væri mað- ur ekki í því. Ég er samfara þessu búinn að feröast um allar heimsálf- ur og það fer mikill tími í ferðalög. Ég get nefnt í því sambandi að á síð- asta ári var ég erlendis í kringum 100 daga og þarf af leiðandi skarast þetta mikið við vinnu mína heima. Ég er svo heppinn að ég rek mína eigin verkfræðistofu og félagi minn er mjög skilningsríkur. Þetta þýðir að þegar maður er heima vinn ég mikið um kvöld og helgar." - Hvað hefur helst tekið breyt- ingum í dómaramálum síöan þú tókst við formennsku í nefnd- inni? „Það tóku gildi nýjar leikreglur 1997 og svo aftur áriö 2001. Þama voru ekki byltingarkenndar breyt- ingar á ferðinni heldur áherslu- breytingar en markmiðið er að þessi mál gangi hægt og rólega fyrir sig og breytingar sem menn era SEunmála um í handboltaheiminum. Hugmyndin á bak við þetta allt sam- an er að handboltinn verði meira aðlaðandi, stundum tekst vel upp og stundum ekki. Hvað varðar stjóm og skipulag hefur ekki mikið breyst en á síðasta þingi í Sankti Péturs- borg var mikið deilt en þar lágu fyr- ir tillögur um að gera skipulagsbreytingu sem ekki náöi fram að ganga. Af þeim sökum hef- ur verið boðað til annars þings í haust.“ Hvemig eru Pórtúgalar í stakk búnir að halda svona mót? „Við getum sagt að það sé búið að vera stress á þeim en það er ekki fyrr en á síðustu stundu sem allt smellur saman. Þetta er bara þannig en þegar við héldum keppn- ina 1995 þá voram við á síðustu stundu með allt. Hvað mig varðar og mína menn þá getum við ekki kvartað yfir undirbúningi Portúgal- anna og þeir leggja sig í líma að gera hlutina vel.“ - Hvað eru mörg dómarapör að dæma í keppninni? „Það eru 16 pör að dæma í riðla- keppninni og að henni lokinni þurf- um við að senda fjögur pör heim og svo aftur sama fjölda eftir milliriðl- ana og klárum keppnina á átta pör- um.“ - Hverju þarf dómari að búa yf- ir til að fá að dæma á heimsmeist- aramóti? „Þegar stórt er spurt verður kannski fátt um svör. Ef ég á aö svara þessu verður hann að búa yf- ir ákveðinni reynslu og við eram skuldbundnir aö velja eitt parið minnsta kosti frá hverri heimsálfu. Síðan veljum við þá bestu sem við teljum að era í stakk búnir til að dæma svona keppni. Dómaramir þurfa að standast líkamlegt próf og skriflegt. í framhaldinu veljum við pörin samkvæmt frammistöðu og það verður ekki hjá því komist að við þurfum að senda góð pör heim en það er staðreynd að bestu pörin koma frá sterkustu löndunum. Þetta þýðir að við getum ekki verið með átta pör í restina frá þeim þjóðum sem tryggja sér sæti í 8-liða úrslit- unum.“ - Eru meiri kröfur gerðar til dómara nú en fyrir nokkrum ár- um? „Kröfurnar eru tvímælalaust meiri í dag en áður. Ef við tökum fyrir keppnina 1995 á íslandi þá komu t.d. tvö pör, annað átti við meiðsli að stríða í fæti og hitt í ökkla. Þessi pör dæmdu aðeins einn leik, vora þá búin, en svona nokkuð samþykkjum við ekki í dag. Við ger- um enn fremur kröfur um það að pörin farin í gegnum líkamlegt próf og til að ná því verða dómarar að æfa. Þeir komast ekki í gegn án þess að æfa og á því era hreinar línur. Dómarar þurfa aö leggja hart að sér fyrir svona keppni, æfa og hlaupa að minnsta kosti fjórum sinnum i viku.“ - Við íslendingar eigum dóm- ara-par á þessu móti. Hvemig stendur það sig samanborið við aðra kollega sína? „Þeir eru að mínu mati á meðal sex bestu dómarapara i heiminum í dag. Þeir voru á meðal efstu par- anna í skriflega og líkamlega test- inu þannig að þeir hafa undirbúið sig virkilega vel fyrir heimsmeist- aramótið. Verkefni þeirra í mótinu hangir við frammistöðu íslenska liðsins í mótinu. Eftir því sem ís- lendingar fara lengra minnkar það möguleika þeirra og á þessu era þeir klárir en auðvitað vona þeir að íslenska liðinu gangi sem best.“ - Hefur þú jafnvel trú á því að þeir komist enn lengra og eigi eft- ir að dæma einhvem tímann úr- slitaleik í keppni sem þessari? „Það gæti gerst og þeir eru kandítatar fyrir allar stórkeppnir sem fram undan eru. Ég ber mikið traust til félaganna,“ sagði Kjartan Steinbach, formaöur dómaranefnd- ar IHF, í samtali við DV í Viseu í Portúgal. HANDBOLTI J \ tf mca 0 , Úrslitin í gær A-riðill Júgóslavía-Pólland..........24-20 Túnis-Kuwait................29-20 Spánn Marokkó ...............23-18 B-riðill Island-Ástralla.............55-15 Þýskaland-Katar.............40-17 Portúgal-Grænland ...........34-19 C-riðill Króatía-Argentína ...........29-30 Rússland-Ungverjaland.......31-30 Frakkland-Saudi-Arabía......30-23 D-riðill Alsír-Brasilía..............22-22 Svíþjóð-Egyptaland..........29-33 Danmörk-Slóvenía............33-24 Stefán og Gunnar á Madeira Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson dæma í C-riðli heimsmeistaramótsins í hand- knattleik sem fram fer á eynni Madeira. Þessi riðill er talinn sá allra sterkasti í keppninni en í honum leika Rússar, Frakkar, Króatía, Ungverjar, Sádi-Arabar og Argentínumenn. Frábær frammistaða þeirra félaga á síðustu misserum varð til þess að þeir dæma í þessum sterka riðli. Þess má geta að um rúmlega tveggja stunda flug er til Madeira frá Lissabon. Ráðherra á leiðinni Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og orkumálaráðherra, er væntanleg til Viseu á fimmtudag í tengslum við formlega opnun límtrésverksmiöju í borginni sem íslenskir aðilar eiga og reka. Um 20 manns koma í til- efhi vígslunnar og hefur þeim öllum verið boöið á leik íslands og Portúgals á heimsmeistara- mótinu. Fjölmiðla- menn aldrei fleiri Fjölmiðlamenn á stórmóti í handknattleik hafa aldrei verið fleiri en einmitt á keppninni hér í Portúgal. Hátt í 700 umsóknir bárust til mótshaldara og era það um tvö hundruð fleiri en á síðsutu tveimur keppnum á und- an. Þjóðverjar eru stærsti hópur fjölmiðlamanna en þeir era um hundr-að talsins. Spánverjar, Frakkar, Svíar og Danir eru einnig margir. Alls koma fjöl- miðlar frá hátt í 40 löndum. r «. alltumhmí \& HANDBOLTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.