Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 Tilvera jjrvr i Flottust! Salma Hayek olli aödáendum sínum ekki vonbrigöum þegar hún stormaöi inn á hátíöina í eldrauöum síökjól. Tískusérfræöingar voru ánægðir og sögðu kjólinn fara afar vel viö litarhaft leikkonunnar. S Golden Globe hátíðin þótti takast vel: I sínu fínasta pússi Það var mikið um dýrðir á Golden Globe verðlaunahátíðinni í fyrrinótt eins og vera ber. Leikkonur og leikarar komu í sínu fínasta pússi enda hátíðin ein mesta skrautsýning vestanhafs fyrir utan sjálfa Óskarshátíðina. Margir kjólamir eru augnayndi eins og sést á myndunum. Björk hefur einnig haft sín áhrif því tvœr leikkonur, Lara Flynn Boyle og Debra Messing, þóttu stœla svanakjólinn hennar - með slœmum árangri. Það fer náttúrlega ekki hver sem er í skóna hennar Bjarkar. Áhrifamáttur Bjarkar Lara Flynn Boyle þótti afar ósmekkleg,efmarka má orö tískusérfræöinga vestanhafs. Kjóllinn þykir vond stæling á víöfrægum kjól Bjarkar. Lara kemst ekki meö tærnar þar sem Björk haföi hælana. Debra Messing, stjarnan í Will og Grace, þótti einnig vera undir áhrifum Bjarkar. Ekki sérlega fallegur kjóll og líklega rétt til getiö að Debra hafi ekki skorað stig í þetta skiptiö. Rosalegar mæðgur Jamie Lee Curtis klæddist svartri dragt. Dóttir hennar, Annie, er hins vegar í einkennilegum kjól sem erfitt er aö lýsa meö orðum. Svört klassík René Zellweger fékk verðlaun sem besta leikkona fyrir myndina Chicago. Kjóllinn er klassískur Hollywoodkjóll; úr svörtu satíni í bland viö flauel. Stórglæsileg Leikkonan Susan Sarandon var stórglæsileg á verðlaunahátíöinni. Eldrauður kjóllinn fer henni afspyrnuvel. Blaöafulltrúi í buxum Allison Janney, sem er best þekkt sem blaðafulltrúinn ráöagóöi á þáttunum West Wing, kiæddist smókingbuxum og hvítri blússu. Tískusérfræöingar gáfu henni ágæta einkunn og virtust margir sérlega hrifnir af blómum prýddu beltinu. Brúðarleg Beyonce Knowles, ein af stetpunum í Destiny's Child, í stórglæsilegum siffonkjól. Langlr leggir Cameron Diaz klæöist stuttum ermalausum kjól og veröur ekki annaö sagt en aö hún beri hann vel. Jakki frá Armani Meryl Streep var klassísk í fatavali aö vanda. Jakkinn er ættaður úr smiöju Armani. Sjálfsagöist Streep vissulega líta vel út en lyktin afsér væri hræöileg - hún heföi ekki haft tíma fyrir sturtu enda hefði hún komiö beint af flugvellinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.