Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 16
16 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 r>v Ariel Sharon Forsætisráðherrann virðist vís til sig- urs með Likud-bandalaginu Likud-bandalagiö líklegt til sigurs Skoðanakannanir sýna að Likud- bandalag Ariels Sharons virðist lik- legt til sigurs í þingkosningum ísra- els í næstu viku. Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir að Ariel Shar- on verði áfram forsætisráðherra landsins. Greinilegt er að framtíð landsins mun ákvarðast mikið af því hver sest í sæti forsætisráðherra að kosn- ingunum loknum en Amram Mitzna, leiðtogi Verkamannaflokks- ins, er helsti keppinautur Sharons. En Mitzna og hans menn eiga þó enn nokkuð í land samkvæmt könn- unum en í þeim fær Likud-banda- lagið 12 fleiri sæti á þingi en Verka- mannaflokkurinn, en þó er banda- lagið nokkuð frá því að fá hreinan meirihluta. 7 farast í Kanada Minnst 7 skíðamenn, flestir Bandaríkjamenn, fórust og minnst 1 slasaðist þegar snjóflóð varð á jökli í vesturhluta kanadísku Kletta- Ijallanna. 20 skíðamenn grófust und- ir snjónum en ekki er vitað nákvæm- lega um líðan hinna 12. Þeir voru margir hverjir fluttir á sjúkrahús. Embættismenn Norður-Kóreu komu til Seoul í gær: Kóreulöndin hefja viðræður á morgun A morgun munu embættismenn Norður- og Suður-Kóreu sitjast niður í höfuðborg síðarnefnda landsins og ræða saman um kjarnorkuvandann sem kominn er upp norðan landamæranna. S-Kórea mun væntan- lega reyna af fremsta megni að fá ná- granna sína til að láta af kjamorkuá- ætlunum sínum. Viðræður Kóreulandanna eru þær fyrstu síðan N-Kórea sagði upp aðild að alþjóðlegum sáttmála um takmörk- un við útbreiðslu kjamavopna í síð- asta mánuði. Suður-Kórea hefur heit- ið því að nota viðræðurnar, sem munu standa yflr næstu fjóra daga, til að gera N-Kóreu grein fyrir afstöðu sinni sem markast fyrst og fremst af því að ekki stafi kjamorkuvopnaógn af landinu, eins og reyndar alþjóða- samfélagið krefst. Ekki er þó búist við að N-Kórea leggi sterklega hlustir við þessar John Bolton John Boiton frá utanríkisráöuneyti Bandaríkjanna kom til Seoul í gær. beiðnir nágranna sinna en þeir hafa ætíð haldið fram að þessi deila verði ekki leyst nema að rætt verði milli- liðalaust við Bandaríkin. Aðstoðaratanríkisráðherra Banda- ríkjanna, John Bolton, kom einnig tii Seoul í gær og hyggst hann ræða við þarlend yflrvöld í dag og á morgun vegna deilnanna. Annar starfsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, James Kelly, var í bæði S-Kóreu og Kína I síðustu viku. Rússar munu vera nyög bjartsýnir um farsæla lausn deilunnar eftir að erindreki þeirra, Alexander Losyu- kov, ræddi við n-kóresk yfirvöld um helgina. Hann sagði að viðræður sínar við forseta N-Kóreu, Kim Jong- il, hefðu verið mjög gagnlegar og upp- byggilegar. Losyukov kynnti forsetanum friðaráætlun Rússa en viðræður þeirra stóðu í 6 klukkustundir. Einn lést í átök- um Vénesúela Einn lést og tugir manna slösuð- ust í götubardögum í Venesúela í gær, á sama tíma og Jimmy Carter, fyrram forseti Bandaríkjanna, kom til landsins til þess að reyna að miðla málum. Átökin brutust út þegar andstæð- ingar Chavez héldu mótmælagöngu í bænum Charallave sem er rétt sunnan höfuðborgarinnar Caracas. Fylgismenn forsetans réðust á fylk- inguna og lögreglan skarst í leikinn. Samkvæmt yfirvöldum mun maður- inn hafa látist af skotsárum og 33 særðust einnig af sömu ástæðu. Verkfall andstæðinga Chavez hef- ur nú staðið yfir i 7 vikur. ♦ F M R TIL FASTEIGNAEIGENDA Á tilkynningarseðlum sem nú eru að berast fasteignaeigendum voru fyrir mistök áritaðar upplýsingar frá árinu 2001 í stað 31. desember 2002. Nýir tilkynningarseðlar með réttum upplýsingum verða sendir út í vikunni 27. - 31. janúar nk. Fasteignaeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum og þeim óþægindum sem þau kunna að hafa valdið. Umboðsmaður óskast Útgáfufélagið DV óskar eftir umboðsmanni í Grindavík frá 1. febrúar næstkomandi. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Unni Sig. Aradóttur í síma 550 5744 fyrir 27. janúar næstkomandi. Særður af skotsárum Manni sem er greinilega þjáður vegna skotsára sem hann hefur hlotið í átök- um gærdagsins er hjálpað og reynt að koma honum undir læknishendur. Canberra enn í hættu vegna skógareldanna íbúar Canberra, höfuð- borgar Ástralíu, unnu hörðum höndum að því í gær og nótt að vernda borgina gegn skógareld- um sem geisa enn utan hennar. Eldarnir hafa kostað 4 menn lífið og brennt 419 heimili til grunna. íbúar borgarinnar gerðu allt sem þeir gátu til að vernda heimili sín, allt frá því að klifra upp á húsþak með garðslöngu að vopni að því að fella tré og fjarlægja annan hugs- anlegan eldsmat frá heim- ilum sínum. 13 úthverfi borgarinnar voru á hættusvæði samkvæmt viðvöran yf- irvalda en samkvæmt veðurspám, sem spá breyttri vindátt og 35 stiga hita, gætu skógareldar sem geisa nú um 10 km utan borgarinnar fært sig nær henni á næstu dögum. Slökkviliðsmenn og björgunar- menn unnu hörðum höndum að þvi Engu hlíft Leikvellir urðu einnig eldinum aö bráð í Canberra í Ástralíu. í nótt að grafa 23 km langan eldvarnarskurð vestan megin borgarinn- ar, til þess að reyna að a- fstýra því að þeir nái til hennar. íbúar borgarinnar hafa verið mjög gagnrýnir á yfirvöld fyrir að láta sig ekki vita nógu snemma af eldunum sem geisuðu utan borgarinnar. Þau biðja borgarana um að hlífa slökkviliðsmönnum við gagnrýninni og lof- uðu rannsókn vegna dauða þeirra fjögurra sem fórust þegar þau reyndu að vernda heimili sm. • Miklir þurrkar hafa verið í Ástr- alíu að undanfórnu og segja sér- fræðingar að líklega muni ekki rigna neitt að ráði fyrr en í mars eða apríl. Hvergi er að finna rign- ingarský í kortunum fyrir næstu viku. Um 300 þúsund manns búa í höfuðborginni Canberra. BB Sigur sósíalismans Stjómvöld á Kúbu lýstu því yfir í gær að sósíalism- inn væri sigurveg- ari kosninganna sem haldnar voru um helgina í land- inu. 609 voru í boði til 609 þingsæta og hlutu allir frambjóðendur um 96% fylgi. Meðal þeirra var verðlauna- hafi á Ólympíuleikum og faðir Elian Gonzalez, sem öðlaðist frægð í Bandaríkjunum árið 2000. Mannlaus flugvél hrapaði Mannlaus bandarísk njósnaflug- vél hrapaði í tilraunaflugi yfir suð- urhluta Pakistan í gær. Að sögn yf- irvalda mun orsök slyssins vera tæknilegs eðlis, ekki vegna aðgerða andófsmanna Bandaríkjahers á svæðinu. Enginn mun hafa slasast á jörðu niðri. Bush boðar jafnræði George W. Bush Bandaríkjafor- seti ávarpaði í gær kirkjusöfnuð í Glenarden í Maryland í tilefni af því að í gær var minnst séra Martins Luthers Kings, sem var myrtur árið 1968. Hann boðaði að gæta ætti rétt- lætis meðal kynþátta en hann gagn- rýndi fyrir skömmu inntökustefnu Michigan-háskóla, sem tekur frekar inn fulltrúa minnihlutahópa heldur en hvíta stúdenta, óháð einkunnum. Bandaríkjamaður myrtur Bandarískur þegn var myrtur og annar særður í skotárás í norður- hluta Kúveits eftir því sem ríkis- sjónvarp landsins sagði frá. Banda- ríska sendiráðið eða herinn gat ekki staðfest fréttina en engar frekar upplýsingar var aö fmna áður en blaðið fór í prentun. Andstaða eykst í Bretlandi Næstum helmingur Breta er mót- fallinn stríði í írak samkvæmt nýrri skoðanakönnum sem birt var í Guardian í morgun. 47% eru mót- fallin innrás og 81% telur að nýrrar ályktunar Öryggisráðs SÞ sé þörf fyrir innrás. Berlusconi og mafian? Fyrrum meðlimur ítölsku mafi- unnar sagði fyrir rétti í gær að nú- verandi forsætis- ráðherra landsins, Silvio Berlusconi, hefði tekið á móti yfirmanni mafíunn- ar á 8. áratugnum. Hann segir að mafí- an hafi viljað fá Berlusconi á sitt band og haft í hótunum við hann. Talsmenn Berlusconis segja þetta bull og sjálfur vill forsetinn ekkert um málið segja. Ný stjórnarskrá á teikniborðinu Framtíðarríki Palestínu verður leitt áfram af forseta sem ekki getur setið lengur i embætti en tvö kjörtímabil sem hvort er 5 ár, samkvæmt nýrri stjómarskrá sem er á teikniborðinu. Þá mun fýrirhugað að Austur-Jerúsal- em veröi höfuðborg lýðveldisins og að friður verði haldinn við nágrannarík- in, þeirra á meðal ísrael. íslam verður þjóðartrúin en mönnum verður þó frjálst að iðka hvaða trú sem er. Samkvæmt uppkastinu mun forset- inn skipa forsætisráðherra og vera æðsti maður ríkisstjómarinnar, sem er svipað því valdi sem Yasser Arafat hefur nú. Útdrættir úr uppkastinu vora birtir í morgun, en upphaflega var áætlað að í dag yrðu haldnar kosningar um stjóm Palestínu i ann- að sinn í sögunni, en þeim var frestað um óákveðinn tíma í síðasta mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.