Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 21 13V Skoðun Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Orn Valdimarsson Aóalrltstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Lykilhlutverk fiskeldis Samherji hf. hefur á undan- förnum misserum lagt aukna áherslu á fiskeldi. Haft hefur veriö eftir Þorsteini Má Bald- vinssyni, forstjóra félagsins, aö fiskeldi, hvort sem er laxeldi eða þorskeldi, gegni lykilhlut- verki í þróun sjávarútvegs í framtíðinni. í ljósi þessa eru eftirtektarverð kaup Samherja hf. á 2,6% eignarhlut í norska sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækinu Fjord Seafood ASA. Jafnframt hefur Samherji gert víðtækan samstarfs- samning við norska fyrirtækið sem m.a. tekur til samstarfs félaganna í fiskeldi og sölu sjávarafurða. Þótt við búum að gjöfulum fiskimiðum umhverfis landið er sú auðlind takmörkuð. Verulegur vöxtur í sjávarútvegi verður því vart nema til komi öflugt fiskeldi. Aðstæður til þess eru heppilegar hér. Því er eðlilegt að öflugustu sjávar- útvegsfyrirtækin hér á landi leggi aukna áherslu á fiskeld- ið. Tilraunir hafa verið gerðar á nokkrum stöðum á áframeldi þorsks sem veiddur er sem þyrsklingur. Þorskur- inn er alinn í kvíum og slátrað þegar hann hefur tvöfaldað þyngd sína. Sjávarútvegsráðuneytið hefur stutt tilraunir í þessa átt með úthlutun kvóta til nokkurra sjávarútvegsfyr- irtækja víða um land. Á vegum Samherja hefur fiskeldi verið í vexti hjá ís- landslaxi í Grindavík og Silfurstjörnunni í Öxarfirði. í sam- vinnu við Síldarvinnsluna hf. í Neskaupstað er unnið að því að byggja upp sjókvíaeldi Sæsilfurs í Mjóafirði. Starf- semi Samherja í fiskeldi tekur til alls ferilsins, klaks, seiða- framleiðslu, matfiskseldis, slátrunar, pökkunar og mark- aðssetningar afurðanna. Heildarframleiðsla eldisstöðva Samherja og tengdra fyrirtækja í fyrra var um 3.300 tonn af laxi og bleikju. Þá voru framleiddar um 2 milljónir seiða. Áætlað er að framleiðslan tvöfaldist í ár. Fjord Seafood, sem er þriðja stærsta fyrirtæki heims í laxeldi, býr eðlilega yfir mikilli þekkingu og reynslu í greininni. í samstarfssamningi Samherja og norska fyrir- tækisins er Samherja tryggður aðgangur að þekkingar-, innkaupa- og söluneti hins stóra fiskeldis- og sölufyrirtæk- is. Þá tekur samningurinn til samstarfs í markaðssetningu á ferskum bolfiski og laxi. Forstjóri Samherja segir samn- inginn einnig mikilvægan vegna aukningar Samherja í framleiðslu fiskimjöls og lýsis sem er meira en helmingur hráefnis í fiskafóður. í samningi fyrirtækjanna tveggja er kveðið á um samstarf um þróun og þekkingarmiðlun í framleiðslu á fiskafóðri, auk þess sem Samherji hefur rétt til afhendingar á fiskimjöli og lýsi á markaðsverði inn í fóð- ursamninga Fjord Seafood. íslendingar standa frammi fyrir aukinni eftirspurn eftir fiski. Stofnarnir í hafinu standa ekki undir þeirri eftir- spurn. Því ber að styrkja þann vaxtarbrodd sem nú er í fiskeldinu. Engin ástæða er til að ætla annað en að í fram- tíðinni nemi framleiðsla hér a.m.k. tugum þúsunda tonna. Til samanburðar má nefna að framleiðsla Fjord Seafood á - laxfiskum var 87 þúsund tonn í fyrra og heildarframleiðslu- geta eldisstöðva fyrirtækisins víða um heim er um 120 þús- und tonn á ári. Dótturfyrirtæki þess, Fjord Marine, er framarléga í framleiðslu ýmissa hvítfisktegi.mda, barra, steinbíts og þorsks. Allt eru þetta spennandi framtíðargreinár hér á íandi. Á föstudaginn v'erður t.d. efnt til ráðstefnu á Akureyri þar sem gert verður ráð fyrir stefnumótunarvinnu vegna fram- tíðar þorskeldis á íslandi. Óhætt er að segja að vakning hafi orðið hvað þorskeldið varðar með aðkomu stóru sjávarút- vegsfyrirtækjanna, auk smærri aðila sem koma að til- raunaverkefnum. Framtíð flskeldis hér ætti því að vera björt, haldi menn rétt á spilum. Jónas Haraldsson Sosíalismi andskotans í umræðum um miklar fyr- irgreiöslur ríkis og borgar við Kárahnjúkavirkjun og þar með áiver í Reyðar- firði voru þau orð látin falla, að hér væri á ferð afleitur „ríkissósíalismi“. Þetta er rangnefni: ágæt hefð er fyrir því að nefna efnahagslegar æfingar af þessu tagi „sósíalisma andskotans". Það var Stefán Jón Hafstein sem hafði orðið og tók undir við marga aðra menn sem hafa lýst þvi, hvern- ig íslenska ríkið greiðir niður álver- ið á Reyðarfirði fyrir Alcoa með orkusölu sem er svo hæpin að raf- orkuverðið er ríkisleyndarmál, með því að sleppa náttúruspjöllum úr öll- um útreikningum og með þvi að ríki og borg niðurgreiða lánsfjárkostnaö til framkvæmda með þeim ábyrgðum sem um var deilt i borgarstjórn á sögulegum fundi í fyrri viku. Þetta athæfi allt, sem þau Bjöm Bjarnason, Alfreð Þorsteinsson og Ingibjörg Sólrún sameinuðust um að styðja fyrir sitt leyti, vildi hann svo kalla ríkissósíalisma og það er í meira lagi hæpin nafngift. Þjónusta við hverja? Ríkissósíalismi hefur að sönnu nokkur andlit. En við íslendingar höfum til þessa þekkt hann í tiltölu- lega saklausu formi, sem ágætur fræðaþulur, Pétur Pétursson, hefur reyndar kallað „pósthússósíal- isma“. Með öðrum orð- um: ríkið rekur ýmislega þjónustu fyrir þegnana sem mönnum sýnist óþarft eða óráð að einka- væða, svo sem þá að koma pósti til skUa. ís- lensk sjúkrahús, ríkisút- varpið og obbinn af ís- lenskum skólum falla undir þennan „sósíal- isma“, sem margir kapp- samir markaðssinnar vilja feigan eins og allir vita. Pósturinn er reynd- ar horfmn úr þessum geira - og hefur víst eng- inn orðið var við það að sú einkavæðing hafi gert póstþjónustu betri eöa ódýrari, eins og jafnan er lofað þegar einkavætt er. En það er annað mál. Umsvif á borð við fyr- irgreiðslur ríkis og bæj- arfélaga sem eiga í Landsvirkjun við Kára- hnjúkavirkjun og því sem henni fylgir eru af öðru tagi. Með slíkum af- skiptum er verið að þjóna einkafyrirtækjum, í þess- um dæmi hinum banda- ríska álrisa, með marg- víslegum hætti. Losa þau við kvaðir, létta af þeim sköttum, draga úr fram- kvæmdakostnaði, stund- um er hlaupið undir bagga með miklum fram- lögum til að forða þeim frá gjaldþroti. Vilmundur Jónsson landlæknir og þingmaður, sem ekki var „nútímakrati“ heldur klassískur jafnaðarmað- ur, kallaði slíkt athæfi þessu ágæta nafni, sósíal- ismi andskotans. Skil- greining hans var á þá agg Landsvirkjun - „Eina stórfyrirtœkið sem enginn heimtar að einkavœtt sé, það má ekki, svo rœkilega er búið að fella það að þjónustuhlutverki í því kerfi sem við leyfð- um okkur hér að kalla sósíalisma andskotans með fulltingi ágœts fulltrúa klassískrar jafnaðarstefnu. “ leið, að þegar allt sem arðvænlegt þykir er sett í einkarekstur meðan töpin eru þjóðnýtt þá hafi menn fengið yfir sig sósíalisma andskotans. Dæmin kallast á Sú vofa hefur lengi farið ljósum logum um heiminn. Jafnvel þeir valdsmenn sem telja sig sannasta gæslumenn kapítalískra lögmála víla aldrei fyrir sér að vekja hana upp hvenær sem henta þykir. Ég nefni til bandaríska for- seta á borð við Bush og Reagan og þeirra ráð- herra: þegar miklir spá- kaupasjóðir þar í landi hafa farið svo glæfralega að ráði sínu að hriktir í samanlögðu hagkerfinu, þá eru „töpin þjóðnýtt", sjóðir ríkisins eru látnir koma til bjargar. Norðmenn lentu í því nokkru eftir að þeir einkavæddu sína banka að ríkið þurfti að leggja til gífurlegt fé til að bjarga þeim úr kröggum - rétt að rifja það upp nú á dögum liflegrar banka- sölu á íslandi sem allir segjast mjög sælir með nema nokkrir rauðgræn- ir sérvitringar. Sjálfir eigum við íslendingar vitanlega sæg af dæmum um allskon- ar fyrirgreiðslur við þá sem kenna sig við fjárfestingar og athafnaskáld- skap - á kostnað samfélagsins og svo vamarlítilla einstaklinga. Má reynd- ar segja að sum þau dæmi sem stærst eru kallist á með beinum hætti, taki við hvert af öðru. Fyrst fá sægreifar að fitna á gjafa- kvóta frá ríkinu meðan sjávarpláss og íbúar þeirra mega taka á sig hvem skellinn af öðrum af ævintýra- legum tilfærslum kvótaaðalsins á einkavæddum rétti til sameignar þjóðarinnar, fiskimiðanna. Við þau ósköp öll verða margir í dreifðum plássum landsins svo illa haldnir af framtíðarótta að þeir sjá allt sitt traust í því að fá um sinn að vera með í því að reisa stíflur, sökkva landi og bræða ál með niðurgreiddri orku frá Landsvirkjun. Landsvirkjun er, vel á minnst, eina stórfyrirtækið sem enginn heimtar að einkavætt sé, það má ekki, svo rækilega er búið að fella það að þjónustuhlutverki i því kerfi sem við leyfðum okkur hér að kalla sósíalisma andskotans með fulltingi ágæts fulltrúa klassískrar jafnaðarstefnu. Þetta mikla fyrirtæki sýslar nú, meðal annars, við það, að taka við ýmsum hörmulegum afleiðingum þess að réttur til að draga fisk úr sjó var af fólkinu tekinn - og allt fellur þetta að þeirri formúlu sem áðan var nefnd: gróðinn er einkavæddur, töp- in þjóðnýtt. - Og þessu fer öllu fram undir formerkjum þeirrar hug- myndasnauðu nauðhyggju sem segir: það er ekki um annað að ræða. Sandkom sandkorn@dv.is Sterkir á pappímum Það ræðst á næstu dögum hvort Ellerti B. Schram verður að þeirri ósk sinni að verða boðiö 5. sæti á lista Sam- fylkingarinnar i Reykjavíkurkjör- dæmi-suður. Upp- stillingarnefnd flokksins bauð hon- um sem kunnugt er 6. sætið, enda búið að velja fimm fyrstu í próf- kjöri. Menn hafa undrast nokkuð að uppstillingarnefnd skyldi yfir höfuð hugkvæmast að hafa samband við Ellert, sem sat jú á Alþingi fyrir Sjálfstæöisflokkinn í samtals meira en áratug. Skýringin mun reyndar vera sú aö Ellert hafði látið þau boð berast til nefndarinnar að hEum gæti verið til í slaginn. En sem frægt varð þótti Ellert ekki spennandi að verma varamannabekkinn í 6. sæti og baö um 5. Þar situr fyrir - eftir harðan prófkjörsslag - Éinar Karl Haraldsson sem vill hvergi hopa-og Ummæfi Og hvaða flokkur væri þá góður? „[Fyrirhugaðar stóriðjufram- kvæmdir] eru áskorun fyrir þá sem fara með hagstjóm í landinu. Með samstilltu átaki þeirra má hins vegar koma í veg fyrir veru- lega lækkun á gengi krónunnar og að atvinnuleysi aukist mikið þegar framkvæmdunum sleppir. Við mat á því ættu, að mati Greiningar ÍSB, fjárfestar, sem og aðrir, m.a. að líta til hagstjómarinnar í hag- sveiflu undangenginna ára, breyt- mun ömgglega hafa sitt fram. I þess- um átökum - ef átök skyldu kalla - felast hins vegar þáttaskil i íslensk- um stjórnmálum, því hver hefði spáð því fyrir örfáum árum að rit- stjóri Vísis og ritstjóri Þjóðviljans myndu berjast um sæti á lista eins og sama stjórnmálaflokksins ... Er það gott? Bifreiðar og landbúnaðarvélar era núna að kynna nýjan Renault Méga- ne, sem þykir mikill kostagripur og hefur meðal annars verið valinn bíll ársins í Evrópu. í kynningarbréfi til fjölmiðla eru kostir bílsins raktir fram og til baka en heldur virðist hugmyndaflugið hafa borið bréfrit- ara hátt. Bréfið byrjar svona: „Lipur og snarpur, með stílhreint útlit og mikið frumkvæði." Flestum bílstjór- um finnst víst ábyggilega notalegra að ráða mestu um það sjálfir hvenær bíll tekur af stað og hvert hann fer. Hvernig ætli auglýsingarnar verði? „Langar þig heim? Mégane segir hingaö og ekki lengra - þú átt skilið góðan .bíltúr út á land ...“ inga á fyrirkomulági í stjórn pen- ingamála og niðurstöðu kosninga til Alþingis í vor.“ Umfjöllun um efnahagsmál í mark-' aösyfirliti Greinlngardeildar Islandsbanka. Ást á Bessastöðum „Ekki við fyrstu sýn en má vera að slíkt hafi gerst við aðra sýn.“ Dorrit Moussaieff í viötali viö Morg- unblaöiö, aöspurö hvort kynni þeirra Ólafs Ragnars hafi veriö ást viö fyrstu sýn. Vísindi misnotuð yiSINDIN EFLA ALLA DAÐ, NA STYRK.JA. VILJANN HVESSA ONÍNA GLÆÐA, HUGANN HRESSA, ARSÆLDUM VEFJA LYÐ OG LAÐ. ,.v , : A' ■% - NxA ;; ■ v. „ Vandamál vísindanna er að þau eru oft iðkuð úr tengslum við þann veruleika þar sem niðurstöðumar cettu að gagnast. En vísindi eru í eðli sín ieit að nýrri og betri þekkingu og þvísjálfbœtandi og nauðsynleg.“ - „Vísindamenn telja aö: neysla dýrafitu auki kólesteról— flúortöflur séu góöar fyrir tennurn- ar— hvalastofnar séu í útrýmingarhættu — loftslagið sé aö spillast vegna gróður- húsaáhrifa — þorsk- stofninn sé ofveiddur — heilahrörnunar- faraldur berist úr kúm í menn —klór- flúorkolefni stækki ósongatiö." Þetta eru dæmi um fréttir af vís- indum sem við höfum verið mötuð á. Þegar menn heyra þetta halda þeir að á ferðinni sé heilagur sann- leikur, „vísindalegar niðurstöður“ sem allir ættu að hegða lífi sínu eft- ir. Þegar betur er að gáð er svo ekki, um getur verið að ræða meðvitaðan falsáróður, ótímabæra yfirlýsinga- gleði eða tilbúning af öðru tagi. Starfsaðferöir vísindamanna Þær „niðurstöður vísindamanna" sem sagt er frá í fréttunum eru oft engar endanlegar niðurstöður held- ur kenningar. Fólk sem hlustar get- ur ekki gert greinarmun á kenning- um og niðurstöðum, enda ekki von. Það sem menn grípa á lofti eru einmitt kenningamar, og helst þær sem eru krassandi. Menn átta sig al- mennt ekki á að nútíma starfsað- ferðir vísindmanna, ekki sist í vis- indum sem snerta almenning beint, byggjast yfirleitt á þvi að slá fram kenningu, studdri með einhverjum sæmilega sannfærandi röksemda- færslum. Og það er alveg sama hvort kenningin er rétt eða röng, hún fær að standa þar til hún hefur verið afsönnuð. Kenningar sém hljóma sannfærandi geta lifað lengi áður en þær eru, afsannaðar eða færðar nær sahni. Vísindi í áróöursskyni - „Vísindaniðurstöðumar" sem raktar em hér i byrjun eru dæmi um ósánnaðar kenningar og ómagn- greindar áætlanir sem hafa orðið að stofnanavæddum og „viðurkennd- um vísindum". Sumar eru runnar undan rifjum óskammfeilinna öfga- hreyfinga sem eyða stórfé i að búa til fréttir og mata fjölmiðlana á þeim. Þar eru svokölluð umhverfis- verndarsamtök fremst í flokki. Þau hafa sérhæft sig í að dreifa ýktum eða ósönnuðum staðhæfingum um slæm áhrif manna á umhverfið. Sömuleiðis hafa stjómmálahreyf- ingar, hagsmunasamtök og fyrir- tæki tekið þátt í svipuðum áróðri. Menn láta stundum „smíða“ fyrir sig kenningar sem falla að þeirra stefnumiðum. En í sumum tilvikum eru aðeins vísindamenn að koma sínum verkum á framfæri til þess að eiga auðveldari leið að fjármagni, og er þá líklegast til árangurs að kenningin boði einhverja vá. Mikið af gármagninu sem kemur til vís- inda er úr opinberum sjóðum auk söfnunarfjár samtaka sem berjast fyrir sérstakan málstað og þurfa á kynningu að halda Ákvaröanir á vísindagrundvelli Vaxandi tilhneiging hefur verið síðustu áratugi aö velta ábyrgðinni af alls kyns ákvarðanatöku yfir á vísindastofnanir, með því fororði að „vísindaniðurstöðurnar eru það besta sem við höfum“.En margir gera sér ekki grein fyrir því að ýmis vísindi, t:d. hagvísindi, félágsvísindi eða viss náttúruvisindi eins og um- hverfisvísindi, eru flókin og sum hver mjög ónákvæm og stutt á veg komin. Þessi vísindi eru morandi í kenn- ingum sem settar hafa verið fram, jaínvel fyrir mjög löngu, og eru ósannaðar en samt notaðar enn. All- ir þekkja Alþjóðahvalveiðiráðið, gróðurhúsaáhrifin eða fiskveiði- stjómun á íslandsmiðum, þar sem veiðimagn er ákveðið á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Niðurstað- an er að þorskveiði við ísland er orðin svipur hjá sjón hjá því sem áöur var. Ástæðan er að magngrein- ing vísindamannanna á áhrifum veiða á lífríki hafsips er ekki langt komin ennþá. Þeir verða því eðli- lega aö fara varlega í ráðgjöfma. Bæði vísindastofnanimar, og sér- staklega þó þeir sem taka ákvarðan- imar, hafa ekki nýtt þekkingu og reynslu þeirra sem starfa við þau svið sem vísindin fjalla um, sbr. fiskveiðarnar. Sú þekking er al- mennari og reynsluríkari en rann- sóknarstofuvísindin. Misnotkun Vandamál vísindanna er að þau eru oft iðkuð úr tengslum við þann veruleika þar sem niðurstöðumar ættu að gagnast. En vísindi eru í eðli sín leit að nýrri og betri þekk- ingu og því sjálfbætandi og nauð- synleg. Ef allt væri vitað, væri ekki þörf á vísindum. En misnotkun þeirra hefur spillt trausti manna á vísmdamönnum, þótt flestir þeirra séu vandvirkir og óháðir áróðrin- um. Vísindamenn eru eins og aðrir menn, alltaf er hægt að finna and- stæðar skoðanir, sérstaklega ef um er að ræða ónákvæm vísindi. Og reynslan sýnir að þeir sem síst skyldu geta haft rétt fyrir sér, vís- mdi „viðurkenndra stofnana" eru ekki ömgg að byggja á. Þeir sem taka eiga ábyrgar ákvarðanir verða að hlusta á sjálfstæðar raddir vís- indamáhnanna sjálfra, ekki bára yf- irlýsingar heilla §tofnana. * Þaö er ekki haégt að nota vísindi,'. ’ og .allra síst „viðurkennd stofnana- vísindi" i ónákvæmum náttúrú- eðá umhverfisfræðum sem einasta,- grundvöll ákvarðana. Þar veröur aö koma til víðtækari þekking og reynsla og skynsamlegt mat bestu manna með ábyrgðartilfinnmgu. Það er misnotkun vísindanna þegar ófullkomin vísmdi eru notuð, ann- aðhvort til þess að styðja áróður öfgafullra hópa eða til þess að af- saka vafasamar ákvarðanir sem menn hafa ekki sjálfir kjark til þess að takast á við og bera ábyrgð á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.