Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 35
35 I ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 I>V HANDBOLTI J Uf 0 pedfflðQQiL/ 40 marka sigur á Ástralíu í fyrsta leik íslands á HM í Portúgal og stærsti sigur á HM frá upphafi íslenska landsliðiö í handknatt- leik vann sinn stærsta sigur frá upphafl vega þegar liðiö sigraði Ástrala með fjörutíu marka mun, 55-15, í fyrsta leik sínum á heims- meistaramótinu í Viseu í Portúgal í gærkvöld. Sigurinn er lika sá stærsti á HM, en fyrra met áttu Svíar sem þeir settu í leik gegn Ástralíu árið 1999 og voru úrslitin þá 49-17. Allir voru sér meðvitandi um að ástralska liðið væri ekki sterkt á svellinu en að það væri svona slakt óraði fæsta fyrir. Um hreina aftöku var að ræða að annað eins hefur ekki sést í manna minnum á stór- móti í handknattleik. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stillti þó upp sínu sterkasta liði í byrjun en þegar ljóst var hvert stefndi gerði hann örar manna- breytingar þegar staðan var orðin 10-0. Ólafur Stefánsson fór þá m.a. út af og tók ekki frekar þátt í leikn- um svo ekki gat hann kvartað und- an álagi í þessum leik og gott að hafa hann hvíldan þegar kemur að sterkari andstæðingum. Það er mjög hæpið að dæma ís- lenska liðið út frá þessum leik en það á þó virkilegt hrós skilið fyrir að halda einbeitingunni allan leik- inn og fékk þó í það minnsta ágætis æfingu eftir allt saman. Ástralar komuSt ekki á blað fyrr en 13 mín- útur voru liðnar af leiknum en þá skoruðu þeir fyrsta markið sitt. Bil- ið milli liðanna breikkaði jafnt og þétt og í hálfleik var staðan 23-6. Ekki sló islenska liðið af í síðari hálfleik og mörk úr hraðaupphlaup- um og úr homunum hrönnuðust upp. Heiðmar Felixsson fékk nú loksins að leika af einhverri alvöru vegna þess að Ólafur Stefánsson hvíldi. Heiðmar nýtti tækifærið vel, stóð vel fyrir sínu og gerði tíu mörk. Hann sýndi hve hann er orð- inn líkamlega sterkur og betri á all- an hátt síðan hann hóf að leika á Spáni. Markmiðið íslenska liðsins var að komast yfir flmmtíu marka múr- inn og það gekk eftir og fimm mörk- um betur. Þessi leikur á sér fáa líka á heimsmeistaramóti ef nokkum á annað borö. Mótspyma Ástrala var Jón Kristján Sigurösson blaöamaöur Okkar menní Portúgal Hilmar Þór Guömundsson, Ijósmyndari slík að ekki finnast lýsingarorð til að segja frekar frá henni. Það er með ólíkindum að lið með þennan styrk, ef styrk skyldi kalla, skuli á annað borð komast í úrslitakeppni á heimsmeistaramóti. Eyjaálfa á sæti í úrslitakeppninni og í gegnum hana komust Ástralar eftir yfir- burðasigra á andstæðingum. Ástral- ar eiga óralangt í land á öllum svið- um handboltans en það er vonandi að þeir læri eitthvað með þátttöku sinni í keppninni þó að það hljóti að verða niðurdrepandi að tapa leikj- um með miklum mun. Þeir eiga ef- laust eftir að fá fleiri rassskellingar á mótinu en aldrei að vita nema þeir batni með fleiri leikjum. íslenska liðiö hefur rutt fyrstu hindruninni úr vegi á heimsmeist- aramótinu en róðurinn kann að þyngjast með hverri raun. Hætt er við að liðið þurfi að hafa meira fyr- ir hlutunum gegn Grænlendingum sem sýndu í leiknum við Portúgal í gærkvöld að þeir búa yfir mun meiri styrk en Ástralar. Guðjón Valur Sigurðsson var mjög sprækur i leiknum en hann kom inn á fyrir Gústaf Bjarnason um miðjan fyrri hálfleik. Guðjón Valur lék meira og minna það sem eftir var leiksins og gerði 14 mörk sem telst gott út af fyrir sig. Eins og áður sagði verður íslenska liðið ekki dæmt af afrekum sínum í þess- um leik. Það vann sina vinnu og lét ekki óhemjuslappa andstæðinga slá sig út af laginu. Guðmundur Hrafn- kelsson og Roland Valur Eradze skiptu með sér hálfleikjunum og vörðu ágætlega en skotin hjá Áströl- um voru stundum afar máttlítil. ís- lenska liðsins biður erfiðara verk- efni í kvöld þegar það etur kappi við Grænlendinga sem kunna meira fyrir sér í íþróttinni en Ástralar. -JKS Aron Kristjánsson svífur hér í gegnum vörn Ástrala sem var eins og gatasigti í leiknum i gær og skorar eitt þriggja marka sinna í leiknum. DV-mynd Himar Þór ALLTUM HMj handbolta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.